Morgunblaðið - 01.09.2002, Side 47

Morgunblaðið - 01.09.2002, Side 47
draga þær en ökumenn sjá ekkert aftur fyrir sig. Breidd kerrunnar er það mikil. Á ferðum mínum um Suðurnes og Vesturland alveg í Búðardal í sumar sá ég aðeins 2 jeppa með auka hlið- arspegla til að sjá aftur fyrir hesta- kerruna. Aðrir keyrðu „blindir“ Ökumenn freistast þá til að keyra hraðar en löglegt er til að minnka framúraksturinn. Allir sem lent hafa í því að aka á eftir tvöföldum hesta- kerrum vita hvað það er óþægilegt að reyna að komast fram úr eða keyra án þess að hafa nema litla yf- irsýn yfir veginn framundan. Í sum- ar hafði ég 18 sinnum samband við lögregluna um að hún stöðvaði jeppa með hestakerrur sem voru annarri umferð hættulegar. Hlið á einni hékk laus. Hékk á tveim skrúfum þannig að hestur gat komið hóf á milli gólfs og hliðar. Sú var síðast skoðuð 1994. Hvar eru dýraverndunarsamtökin þegar kemur að flutningi búfénaðar? Hvað þarf að gera ?  Lögregluembætti þurfa að taka hestakerrur sérstaklega fyrir. Svipað og gert var með framleng- ingarspeglana.  Hesteigendur og áhugafólk um hesta þarf sjálft að gera átak í að fá sér auka hliðarspegla og sjá til þess að hestakerrur séu í lagi. Fara og fá skoðun á þær. Það er líka tryggingamál og spurning um bótaskyldu tryggingarfélaga.  Aðrir ökumenn þurfa að vera duglegir að kvarta til lögreglu þegar þeir sjá vanbúnar hesta- kerrur.  Dýraverndunarfélög taki þessi mál til umfjöllunar á fundum sín- um og láti sig málið varða. Gerum hestaflutninga og hesta- kerrur öruggar í umferðinni. JÓN GRÖNDAL, umferðarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarráðs. Frá Kaupmannahöfn til sömu borgar Það er ekki í lítið ráðist fyrir Dani að vera í fararbroddi fyrir „austur- stækkun“ ESB. Það er sem þrek- virki verði unnið ef „big bang“- stækkun ætti sér stað með tíu nýjum aðildarríkjum ESB frá Mið-, Suður-, og Austur-Evrópu, svo sem Möltu, Kýpur og Póllandi. Það yrði líka mörgum fagnaðarefni ef Eystra- saltsríkjunum þremur yrði tryggður samastaður í einni sæng hinnar óskiptu Evrópu, með aðild að ESB. Þau munu uppfylla hin svo kölluðu Kaupmannahafnarskilyrði (e. Cop- enhagen criteria) frá árinu 1993 og njóta þess að verðleikum á leiðtoga- fundi ESB í Kaupmannahöfn í des- embermánuði árið 2002. Til að und- irstrika: með öðrum orðum, Skilyrði frá Kaupmannahafnarfundinum 1993 verða uppfyllt á Kaupmanna- hafnarfundinum í desember 2002. „Frá Kaupmannahöfn til Kaup- mannahafnar“ felur í sér mikla áskorun og verðuga fyrir danska þjóð og ráðamenn Dana, jafnt og Svíþjóð og Finnland! Ekki veit ég hvað íslenskir ráðamenn hyggja, annað en sitja fyrir hinum dönsku, (norsku), finnsku og sænsku starfs- bræðrum og biðja þá fyrir kveðjur og árnaðaróskir öðrum til handa. KJARTAN EMIL SIGURÐSSON, stjórnmála- og þjóðhagfræðingur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 47 Í byrjun september hefst hópþjálfun að nýju í Sjúkraþjálfuninni Styrk í Stangarhyl 7, Reykjavík. Í boði verða:  Vefjagigtarhópar.  Hjartahópur.  Bakhópur.  Þrek og teygjur fyrir stirða.  Góð leikfimi fyrir konur. Fjöldi verður takmarkaður í hópana og vel er fylgst með hverjum og einum, en leiðbeinendur eru allir sjúkraþjálfarar. Frír aðgangur er að tækjasal í hópþjálfuninni. Nýir þátttakendur eru velkomnir. Einnig er hægt að kaupa mánaðarkort/árskort í vel útbúinn tækjasal. Nánari upplýsingar og skráning er í síma 587 7750. Hópþjálfun - Tækjasalur Söngnámskeið Kennsla hefst 16. september nk. Kynning á vetrarstarfinu verður mánudaginn 9/9 kl. 20.00. Byrjendanámskeið fyrir unga sem aldna, laglausa og lagvísa. Engin inntökupróf. Regnbogakórinn kórnámskeið, framhald. Dægurkórinn: Nýtt kórnámskeið hefur göngu sína. Áhersla lögð á dægurperlur, gospel og söngleikjatónlist. Inntökupróf verða vikuna 9-14/9. Esther Helga er að hefja fjórtánda starfsár sitt í nýju og glæsilegu húsnæði í Auðbrekku 2, Kópavogi. Innritun er hafin í símum 517 5556 og 699 2676 Söngsetur Estherar Helgu, Auðbrekku 2, Kópavogi, s. 517 5556 og 699 2676 estherhelga@hallo.is Kynning 11., 12., og 13. sept. kl. 19.00, í Ármúla 44 3 h. Upplýsingar gefur Martin í símum 567 4991 og 897 8190 Um er að ræða 4ra ára nám sem byrjar 14. og 15. sept. á vegum College of Practical Homoeopathy í Bretlandi. Mæting 10 helgar á ári í Reykjavík. Spennandi nám. Kennarar með mikla reynslu. Hómópatanám Anton Wurzer, löggiltur sjúkranuddari Orkumeðferð - Akupoint massage Heilnudd - Body massage Bandvefsnudd - Connective tissue massage Ristilsnudd - Colon massage Svæðanudd - Feetreflexzonetherapy Sogæðameðferð - Lymphdrainage Bakmeðferð - Back and Spine therapy. Síðumúli 15 - sími/fax: 588 1404 Kominn úr fríi með tvær nýjar meðferðir: Burstanudd (brushmassage) og hljómmeðferð (sound-therapy). Gegn framvísun þessa miða færðu 50% afslátt af hvaða ofangreindri meðferð sem er   Moonstartherapy Sjúkranuddstofan Fyrirtæki óskast: ● Höfum góða kaupendur að nánast öllum gerðum og stærðum fyrir- tækja. Rekstrarhagnaður er þó nauðsynlegur. ● Bóhaldsþjónusta með rekstrarsögu. Meðeign kemur til greina. ● Innflutningsverslun með vélar eða tæki. ● Heildverslun með neytendavörur. ● Framleiðslufyrirtæki með matvæli. Fyrirtæki til sölu: ● Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100—1000 m. kr. ● Vel þekkt og vaxandi sérverslun með flísar. 50 m. kr. ársvelta. Góð umboð. ● Traustur bifvélavirki óskast sem meðeigandi og framkvæmdastjóri að alhliða bílaþjónustufyrirtæki á Selfossi. Gott húsnæði og vel tækjum búið. ● Stórt samkomuhús í nágrenni Rekjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dans- leiki, veislur og fundi. Ársvelta 40—50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fag- menn. ● Vel þekkt húsgagnaverslun. Eigin innflutningur. Ársvelta 24 m. kr. Hag- stætt verð. ● Ein stærsta og besta vídeósjoppa borgarinnar. Ársvelta 100 m. kr. Mikill hagnaður. Góð fjárfesting. ● Kaffihús við Laugaveg. Velta 1,5 m. kr. á mánuði. Auðveld kaup. ● Stór heildverslun með iðnaðarvélar. Ársvelta 200 m. kr. ● Gömul og þekkt sérverslun við Laugaveg með nærföt og náttföt. Góð evrópsk umboð. Velta um 2—3 m. kr. á mánuði sem hægt er að marg- falda. Ágætur hagnaður. ● Heildverslun með sælgæti. 60 m. kr. ársvelta. Föst viðskipti. Góður hagnaður. Meðeign eða sameining möguleg. ● Framköllunarþjónusta í miðborginni. Góð tæki. Frábær staðsetning. ● Þekkt vídeósjoppa í Breiðholti með góða veltu. Auðveld kaup. ● Vinnuvélaverkstæði í eigin húsnæði, vel staðsett. Ársvelta 35 m. kr. Föst viðskipti við traust fyrirtæki. Hentugt fyrir tvo samhenta bifvéla- virkja. ● Lítil, rótgróin bókaverslun í góðu hverfi. Ársvelta 13 m. kr. ● Verslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið húsnæði. Mjög góður hagnaður. Ársvelta 180 m. kr. og vaxandi með hverju ári. Sérstak- lega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón. ● Rótgróin lítil sérverslun með töskur o.fl. Ársvelta um 10 m. kr. Auðveld kaup. ● Eitt af vinsælustu veitingahúsum borgarinnar. Mjög mikið að gera. ● Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda. Ársvelta 40 m. kr. ● Hlíðakjör. Söluturn í góðu húsnæði í Eskihlíð. Hentugt fyrir hjón. Auð- veld kaup. ● Rótgróin deild úr heildverslun með búsáhöld. Sala 10,2 m. kr. á ári, framlegð 5, m. kr. ● Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með vinnuvélar, lyftara o.fl. Ársvelta 50 m. kr. ● Stór og mjög vinsæll pub í úthverfi. Einn sá heitasti í borginni. ● Rótgróin hárgreiðslustofa í Múlahverfi. 5 stólar og aðstaða fyrir snyrti- og naglastofu. ● Blómakúnst, Selfossi. Rótgróin blómaverslun með góða veltu og af- komu. ● Lítill söluturn/vídeóleiga í Háaleitishverfi. Auðveld kaup. ● Lítil verslun og verkstæði með reiðtygi og aðrar hestavörur. ● Lítil en mjög efnileg heildverslun með umhverfisvæn hreinsiefni. ● Teygjustökk. Allur búnaður, þjálfun og viðskiptasambönd. Mikill hagnaður. ● Lítil blómaverslun í Breiðholti. Falleg búð í stóru hverfi. Auðveld kaup. ● Lítil en vel þekkt heildverslun með iðnaðarvélar. Hentar vel fyrir 1-2 starfsmenn, sérstaklega smiði. ● Stór austurlenskur veitingastaður í miðborginni. Mikil velta, góður hagnaður. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Helga Jóakimsdóttir BAKVERKINN BURT! Ný nálgun. Hópnámskeið í Alexandertækni: 4 vikur / 10 skipti / 6-8 manns í hóp. Einnig: Einkatímar. Hóptímar í Chi Kung. Upplýsingar og tímapantanir í síma 552 1851 Helga Jóakimsdóttir, Alexandertæknikennari. Skólavörðustíg 21, sími 552 2419. Sölusýning Antik-hússins verður haldin í Suðurhrauni 12C, Hafnarfirði, frá fimmtudeginum 29. ágúst til sunnudagsins 1. september frá kl. 14.00-18.00. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.