Morgunblaðið - 01.09.2002, Síða 52

Morgunblaðið - 01.09.2002, Síða 52
RED HOT Chili Peppers var valin besta hljómsveit í heimi á hinni ár- legu verðlaunaafhendingu þunga- rokkstímaritsins Kerrang! í London í vikunni. Liðsmenn sveitarinnar veittu verðlaununum viðtöku með aðstoð gervitunglanna þar sem voru ekki á staðnum. Sömu sögu er að segja af Marilyn Manson, en hann fékk verðlaun fyrir mynd- band sitt við hið endurútgefna lag „Tainted Love“. Fjöldi annarra verð- launahafa var þó á staðnum þegar af- hendingin fór fram á ónefndum stað í Lund- únaborg, en mikil leynd hvílir iðulega yf- ir hátíðinni. Afhend- ingin fór að þessu sinni fram með fremur kyrrum kjörum en á hátíðinni í fyrra gengu liðsmenn sveitarinnar Slipknot ber- serksgang og brutu allt sem brotn- að gat við mikinn fögnuð við- staddra, enda rokklífernið í hávegum haft á þeim bænum. Auk áðurnefndra vinningshafa fóru eftirtaldir heim með verð- launagrip í farteskinu: Sum 41 – Besti alþjóðlegi nýliðinn. „Blurry“ með Puddle of Mudd – Besta smáskífan. The Offspring – Bestu lagahöfundarnir. Muse – Besta breska tónleikabandið. A – Besta breska hljómsveitin. Rammstein – Besta alþjóðlega hljómsveitin á tónleikum. The Cooper Temple Clause – Bestu bresku nýliðarnir. Ideas Above Our Station með Hund- red Reasons – Besta breiðskífan. Alec Empire – Sjálfstæðisverðlaunin. Foo Fighters – Innlimaðir í frægðarhöll Kerrang! Red Hot Chili Peppers í sínu fín- asta pússi í tilefni verðlaunanna. Rauði piparinn sá heitasti í heimi Árleg verðlaunahátíð Kerrang!-tímaritsins FÓLK Í FRÉTTUM 52 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kortasalan hefst í dag! Frönskunámskeið Innritun 2. - 13. september Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna Taltímar og einkatímar Námskeið fyrir börn. NÝTT! Viðskiptafranska Hringbraut 121 - JL-húsið, 107 Reykjavík, fax 562 3820 Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: af@ismennt.is Innritun í síma 552 3870 og 562 3820 Námskeiðin hefjast 16. september                                                      Leikfélag framhalds- skólanna kynnir: Frums. lau. 7/9 uppselt þri. 10/9 örfá sæti laus mið. 11/9 örfá sæti laus fim. 12/9 örfá sæti laus fös. 13/9 örfá sæti laus fim. 19/9 laus sæti Í Loftkastalanum kl. 20 Miðasala: 552 3000  Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is ÁSKRIFTARKORT VERTU MEÐ Í VETUR 7 sýningar á 10.500 og ýmis fríðindi innifalin Stóra svið MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Su 8. sept kl 20 Ath: örfáar sýningar í haust GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Lau 7. sept kl. 18:30 í Frumuleikhúsinu, Keflavík GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Lau 14. sept kl. 20 AND BJÖRK OF COURSE e. Þorvald Þorsteinss. Fö 6. sept kl 20 Leikferð Nýja sviðið Litla svið         ! "#  $#%                   ! "#    $    %&'  %()  ' (        $  *   + &%'()     * %   , ) -     %.  * /    %     #   0 1 2     # 3   '4   )  #  5     #    6  $                                   !    "#  $ %   ! &%  '   " (  )*  +   )   ,  ,        , -!  ) #  ,       Skráning er í síma 565-9500 Hraðlestrarnámskeið Viltu margfalda afköst í námi? Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð? Næsta hraðlestrarnámskeið hefst þriðjud. 3. september HRAÐLESTRARSKÓLINN w w w. h r a d l e s t r a r s k o l i n n . i s The Vines Higly Evolved Capitol Erlenda pressan heldur ekki vatni yfir þessum áströlsku grænjöxlum sem settir hafa verið í flokk með The Hives. Eru menn búnir að gleyma Nirvana? ROLLING Stone tímaritið banda- ríska segir The Vines vera framtíð rokksins. Ég get nú ekki alveg séð hvernig poppspekúlantar þar á bæ fá það út, allavega ekki á þessari frum- raun sveitarinnar sem satt að segja er alls ekkert spennandi og sýnir hljómsveit sem fyrst og fremst er á kafi í fortíð rokksins. Er það nú framtíð! En ef maður ætlaði nú að fara að afneita öllum sem áhrifagjarnir eru þá væri satt að segja ekki um auð- ugan garð að gresja þegar rokkið er annars vegar. En það er samt ekki alveg sama hvernig áhrifin eru nýtt, menn hafa margsinnis sýnt að það er hægt að gera á smekkvísan máta en nærtækustu dæmin um það eru The Hives og Strokes. The Vines hafa verið settir í sama dilk og einmitt þessar sveitir og getur maður svo sem séð hvers vegna, sérstaklega í tilfelli The Hives, því báðar sveitir leika hreint og klárt ræflarokk. Við nánari fyrirgrennslan er munurinn á þeim þó töluverður og felst fyrst og fremst í fasinu og áðurnefndri smekkvísi, því á meðan The Hives eru skemmtilega hamslausir pönk- garfarar þá virðast The Vines vera með Kurt heitinn Cobain og Nirvana gjörsamlega á heilanum en sveitin var vel að merkja Nirvana-tökulaga- sveit áður en hún fór að berja saman „eigin“ lög – eða þannig. Ég fengi örugglega aldrei vinnu á Rolling Stone. Skarphéðinn Guðmundsson Tónlist Vínviður í algleymi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.