Morgunblaðið - 01.09.2002, Side 56

Morgunblaðið - 01.09.2002, Side 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Secge Louis Alvarez S.L.A. Förðunarskólinn Ljósmynda- og tískuförðun, kvikmynda- og leikhúsförðun, fantasíuförðun. 2 vikur, kvöldnámskeið. Dag- og kvöldförðun. 4-6 í hóp. S.A.L. Sími 564 6868. Ný námskeið hefjast 2. september. Frír kynningartími! Unglinga- og fullorðinstímar Upplýsingar í s. 822 1824 eða 897 4675 http://here.is/aikido aikido@here.is A I K I D O Sjálfsvarnarlist fyrir alla í anda friðar og samvinnu. Opið hús um helgina kl. 11-17 í Faxafeni 8 FYRIR RÚMUM áratug upp-götvuðu nokkrar breskarrokksveitir hve hávaði erheillandi, ekki síst þegar hann ber uppi grípandi laglínur. Há- vaðann framleiddu sveitirnar með gítarmuldri og bjögun, brimskaflar af rafgítarhljómum skiptust á við lágstemmda innhverfa íhugunarkafla og söngurinn yfirleitt ógreinilegt raul. Stefnuna kallaði breska pressan „shoegazing“, og vísaði þannig til þess að á tónleikum reistu hljóm- sveitir óhljóðavegg milli sín og áheyrenda, reyndu ekkert til að ná til þeirra; stóðu og horfðu á skóna sína í öruggu skjóli rafgítarhljómaflóðs. Þeir sem þekkja helstu sveitir þess tíma, My Bloody Valentine, Ride, Lush, Chapterhouse og Slowdive, sjá þráðinn sem liggur frá þessum sveit- um jafnt í ambient tónlist sem óhljóðalist seinni ára og er ekki síst að ganga aftur í dag í ýmiskonar raf- tónlist. Nær ambient en gítarólgu Slowdive var nefnd í sömu andrá og fleiri „shoegazing“-sveitir, en á líka heima meðal ambient-sveita því síðasta plata hennar, Pygmalion, var nær ambient en gítarólgu. Reyndar náði Slowdive ekki að senda frá sér nema þrjár breiðskífur, en allar voru þær fyrirtak, með Souvlaki fremsta og Pygmalion ekki langt þar undan. Pygmalion varð banabiti Slowdive. Tveir stofnenda hennar bassaleik- arinn Nick Chaplin og gítarleikarinn Christian Savill gáfust upp á stefn- unni sem Neil Halstead, gít- arleikari, söngvari og helsti laga- smiður sveit- arinnar, hafði tekið, þ.e. að breyta svo út- af að ekki voru á skífunni eig- inleg lög og oft ekki einu sinni taktur til að halda sér í. Þeir hættu í miðjum klíð- um og þegar útgáfa sveitarinnar, Creation, heyrði plötuna var samn- ingi við hana rift. Halstead var ekki af baki dottinn, stofnaði aðra sveit lítt síðri, Mojave 3, sem er enn að og sendir frá sér fjórðu breiðskífuna á næstunni. Thomas Morr og Morr Music Tónlist Slowdive var þeirra gerðar að þeir sem á annað borð hrifust af henni urðu mjög hrifnir. Svo var til að mynda með þýska plötuútgefand- ann Thomas Morr, sem rekur útgáfu sem dregur nafn sitt af honum, Morr Music. Morr er maður á fertugsaldri. Þegar hann var við háskólanám í fé- lagsfræðum fór hann að vinna sem tæknimaður á dansstað og ekki leið á löngu að hann var farinn að starfa sem plötusnúður og afgreiða í plötu- búð. Í gegnum þau störf kynntist hann eigendum Hausmusik útgáf- unnar þýsku og fór að vinna þar, fyrst í dreifingunni en síðan við út- gáfuna sjálfa. Með tímanum langaði hann að stofna útgáfu sjálfur til að vinna með tónlistarmönnum sem hann kunni sjálfur að meta og á öðr- um forsendum en útgáfur almennt, en Morr hefur það meðal annars fyr- ir sið að gera yfirleitt ekki samninga við tónlistarmenn nema um eina plötu eða eitt verkefni í einu og skipt- ir sér lítt af því hvað listamennirnir gera með öðrum fyrirtækjum. Þrátt fyrir það er Thomas Morr með á sín- um snærum listamenn sem gefa að segja eingöngu út hjá honum og með þeim vinnur hann talsvert, leggur til hugmyndir og hjálpar til við að koma hlutum í framkvæmd. Fyrsta platan sem Morr gaf út var með b.fleischmann, næsta með Lali Puna og þá kom Isan, en þessir lista- menn eru helstir þeirra sem gefa út á vegum Morr. Múm hefur einnig gefið út plötu hjá Morr, Please Smile My Noise Bleed, sem var safn endur- unninna laga. Af öðrum for- vitnilegum útgáfum má nefna Putt- ing the Morr Back in Morrissey sem er einskonar stefnuyfirlýsing útgáf- unnar, raftónlist framtíðarinnar þar sem órafmögnðum hjóðfærum og fín- legu slagverki er fléttað saman við tölvutóna og rafeindahljóð. Mikill áhugamaður um Slowdive Eins og getið er var Thomas Morr mikill áhugamaður um Slowdive og gekk svo langt að hann leitaði eftir því að fá að gefa út aftur gömlu Slow- dive-plöturnar. Það var þó hægara sagt en gert, ekki síst í ljósi þess að Creation útgáfan er ekki lengur til. Hann var þó ekki af baki dottinn og lagði það til við hljómsveitir sem gef- ið hafa út á vegum Morr, og fjöl- marga aðra listamenn til, að hver veldi sér Slowdive-lag og tæki upp eftir eigin höfði. Öllum fannst þetta heillaráð og fyrir skemmtu kom svo út tvöföld plata, Blue skied an’ Clear, með 28 endurgerðum Slowdive-laga, sumum í fleiri en einni útgáfu. Á plötunni véla um Slowdive-lög Future 3, I.S.A.N., Lali Puna, Ulrich Schnauss, B.Fleischmann, Ms. John Soda, Limp, Solvent, Skanfrom, Komeit, Manual, Herrmann & Kleine og múm, en til gamans má geta þess að sumar sveitanna sem hafa hingað til látið raftólin tala hefja upp raust sína og syngja. Neil Halstead, höfuðpaur Slowdive, var og er lipur lagasmiður og naskur á grípandi laglínur. Fyrir vikið eru lögin á Blue Skied an’ Clear óvenju mótuð af raftónlist að vera án þess þó að glata naumhyggjulegum sérkennum tónlistarinnar sem Morr Music hefur sérhæft sig í. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Raftónlist framtíðarinnar Þýska útgáfan Morr Music er í fararbroddi þeirra fyrirtækja sem gefa út raftónlist framtíðarinnar, en Morr hefur meðal annars gefið út plötu með múm. Á nýrri safnplötu frá Morr minnast menn aftur á móti bresku rokksveitarinnar Slowdive sem var með merkustu hljómsveitum fyrir áratug eða svo. Breska sveitin Slowdive hefur haft glettilega mikil áhrif. Thomas Morr KVIKMYNDAÚTGÁFA fyrsta hluta Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkiens á trúlega einhvers konar met í metum. Það er sama hvers konar lista verið er að taka til, alltaf virðast einhverjir hlutar myndarinnar eða hún í heild sinni eiga efstu sætin. Classic FM útvarpsstöðin í Bret- landi stóð á dögunum fyrir viða- mikilli könnun á því hver væri besta frumsamda kvikmyndatónlist sögunnar. Rúmlega 52 þúsund hlustendur völdu tónlistina við Föruneyti hringsins sem þá fram- bærilegustu. Skákaði hún mörgun af þekktustu kvikmyndaperlum sögunnar á borð við Dr. Zhivago, Á hverfanda hveli og ET, enda næsta víst að hún eigi öruggt sæti þeirra á meðal í framtíðinni. Tónskáldið Howard Shore er maðurinn á bak við tónlist Föru- neytis hringsins en hann vann til Óskarsverðlauna fyrir þetta verk sitt og á heiðurinn af tónverkum í myndum á borð við Lömbin þagna, Philadelpia og Panic Room. Eftirfarandi er heildarlistinn: 1 Lord of the Rings – Howard Shore 2 Star Wars – John Williams 3 Schindler’s List – John Williams 4 The Empire Strikes Back – John Williams 5 Gladiator – Hans Zimmer 6 ET – John Williams 7 Out of Africa – John Barry 8 Lawrence of Arabia – Maurice Jarre 9 Dances with Wolves – John Barry 10 Titanic – James Horner Tónlist Tolkiens „Fróði kysstu mig, við unnum!“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.