Morgunblaðið - 11.09.2002, Page 4

Morgunblaðið - 11.09.2002, Page 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í GÆR voru 60 ár liðin frá því að skotið var með vélbyssu úr þýskri herflugvél á íbúðarhúsið Hamar á Breiðdalsvík. Af því tilefni afhjúp- aði Birgir Einarsson, sem bjó í hús- inu þegar árásin var gerð, minning- arskjöld sem hann lét gera um atburðinn. Þá hefur hann einnig merkt með málningu hvar sprengikúlurnar lentu á húsinu, en níu göt komu á húsið í árásinni og fór ein kúlan í gegnum tvöfaldan steinvegg og endaði í öðrum vegg inni í húsinu. Árásin var gerð klukkan 9:40 að morgni 10. september 1942 og var skjöldurinn afhjúpaður á sama tíma í gær. „Þetta er mér enn ofarlega í huga og verður sjálfsagt meðan maður tórir,“ segir Birgir sem var fjórtán ára þegar árásin var gerð. „Ég er eins og ég var þennan dag fyrir sextíu árum, enn að hugsa um þetta. Það var mikil mildi að enginn skyldi slasast, kúlurnar komu svo nálægt glugganum og maður var fyrir innan,“ segir Birgir. Hann telur að Hamar sé eina íbúðarhúsið sem ráðist hafi verið á úr flugvél á Íslandi í síðari heims- styrjöld. Hamar stendur við Ásveg á Breiðdalsvík og segir Birgir að áhugasömum sé velkomið að skoða minningarskjöldinn og förin eftir sprengjurnar. 60 ár liðin frá því loftárás var gerð á íbúðarhús á Breiðdalsvík „Þetta er mér enn ofarlega í huga“ Ljósmynd/Hákon Hansson Birgir við minningarskjöldinn ásamt barnabörnum sínum sem einnig búa í Hamri ásamt foreldrum sínum. Vinstra megin við Birgi stendur Aðalheiður Kristín, þá Auður og Arnþór Ingi Hermannsbörn. HARPA Ingólfsdóttir var ein fjög- urra skákmanna í liði Mennta- skólans í Hamrahlíð sem sigruðu á Norðurlandamóti framhaldsskóla með miklum yfirburðum í Svíþjóð um síðustu helgi. Aldrei áður hefur kona verið í sigurliðinu, hvað þá tvær, en auk Hörpu tefldi Aldís Rún Lárusdóttir fyrir lið MH á mótinu. Stefán Kristjánsson og Davíð Kjartansson voru einnig í lið- inu. Harpa tefldi á þriðja borði í Sví- þjóð og vann fjórar skákir af fimm og gerði eitt jafntefli. Harpa er komin heim aftur og er tekin til við kennslu í Heppuskóla á Höfn, þar sem hún hefur ráðið sig sem leið- beinanda í vetur. Hún hefur teflt frá níu ára aldri og er í fremstu röð íslenskra skák- kvenna. „Ég er næstbest,“ segir hún og telur Guðfríði Lilju Grét- arsdóttur vera þá bestu. Harpa seg- ir að 14 til 15 ára stelpum þyki ekki mjög töff að stunda skák og það sé kannski ekki síst ástæðan fyrir rýr- um hlut kvenna í íslensku skáklífi. „Mér fannst það bara allt í lagi og hélt áfram að tefla, enda er ég lítið fyrir það að láta hafa áhrif á mig,“ segir Harpa. Hún byrjaði að keppa fyrir alvöru þrettán ára gömul þegar hún tók þátt í Íslands- móti kvenna. Næsta mót sem hún tekur þátt í er Ólympíumótið í Slóv- eníu næsta mánuði og teflir á öðru borði. Nálægt fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli Harpa segir að íslenskar skák- konur hafi hingað til þurft að berj- ast fyrir því að fara á Ólympíumót og að þær hafi sjálfar safnað fyrir ferðakostnaði. Nú fari þær jafn- fætis karlaliðinu hvað það varðar. Á sterku móti á Spáni í fyrra komst hún mjög nálægt fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli kvenna og lagði m.a. stórmeistara að velli við taflborðið. Hún segir að það sé því jafnréttisbarátta í skákheim- inum sem og annars staðar. Harpa segist ætla að halda ótrauð áfram að tefla og bæta sig en stórmeistaratitill sé ekki á dag- skrá alveg á næstunni. Harpa kenn- ir náttúrufræði og dönsku í vetur og stefnir á háskólanám næsta vet- ur. „Annaðhvort fer ég í Kennarahá- skólann eða í sálfræði, það fer eftir því hvort þeir verða mjög vondir við mig krakkarnir á Hornafirði,“ segir Harpa Ingólfsdóttir. Tvær stúlkur í sigurliði MH á Norðurlandamóti Jafnréttisbarátta í skákheiminum Morgunblaðið/Sigurður Mar Harpa Ingólfsdóttir skákkona með Norðurlandameistarabikarinn. Hornafirði. Morgunblaðið. NEFND um framtíð ferjusiglinga um Breiðafjörð ræddi við heimafólk í Skáleyjum og Flatey í gær varðandi samgöngur yfir Breiðafjörð og önnur nefnd starfar í sambandi við sam- göngur til Vestmannaeyja en þær eiga báðar að skila af sér fyrir áramót. Kristján Vigfússon, formaður starfshóps um samgöngur til Vest- manneyja og formaður nefndar, sem á að gera tillögur um framtíð ferjusigl- inga um Breiðafjörð, segir að gert sé ráð fyrir að skila skýrslu varðandi Breiðafjörðinn í haust og tillögur til lengri tíma varðandi Vestmannaeyjar eigi að liggja fyrir fyrir jól. Hann segir að nefndin varðandi Vestmannaeyjar hafi ekki komið sam- an síðan hún skilaði áfangaskýrslu um málið í ágúst sl. Í framlagðri áfanga- skýrslu hafi verið tillögur til úrbóta til skemmri tíma eins og t.d. fjölgun ferða með Herjólfi og bættar aðstæð- ur á Bakkaflugvelli. Í lokaskýrslunni verði hins vegar litið til framtíðar- möguleika í samgöngum til og frá Vestmannaeyjum. Þar megi t.d. nefna hugmyndir um ferjubryggju í Bakka- fjöru og um svifnökkva, nýja ferju og svo framvegis. Þessi mál séu skammt á veg komin en þau verði skoðuð nán- ar. Að sögn Kristjáns hefur nefndin varðandi Breiðafjörðinn komið þrisv- ar saman. Ljóst sé að heimamenn vilji sem mesta og besta þjónustu, en nefndin geti hvorki tekið undir né staðfest væntingar enda eigi hún eftir að móta tillögur sínar. Baldur uppfyllir ekki kröfur Pétur Ágústsson skipstjóri er í nefndinni sem á að gera tillögur um framtíð ferjusiglinga um Breiðafjörð, en hann rekur Sæferðir ehf., sem rek- ur ferjuna Baldur á Breiðafirði. Hann hefur bent á og rökstutt að nauðsyn- legt sé að halda úti ferjuflutningum yfir Breiðafjörð en Baldur uppfylli langt því frá þær kröfur sem gerðar séu til slíkra flutninga. Þar sem nefndin sé enn að störfum og eigi eftir að skila af sér segir Pétur að ekki sé rétt að vera að greina frá einhverju séráliti sínu enda komi nefndin til með að skila sinni skýrslu sameiginlega. Hins vegar hafi hann sagt og leggi almennt áherslu á að samgöngur við þennan landshluta verði að bæta. Mjög skiljanlegt sé að íbúar á suðurfjörðum Vestfjarða vilji fá almennilegan heilsársveg suður, en samt sem áður eigi siglingar yfir Breiðafjörð fullkomlega rétt á sér og verði áfram, þó að ekki væri nema vegna ferðamanna. Pétur bendir á að Baldur hafi ekki verið smíðaður með þarfir nútímans í huga, hvorki varðandi farþega- né bílaflutninga. Skipið sé hæggengt, bílaþilfarið allt of þröngt, skipið allt of lítið, sjóhæfnin óþægileg, aðstaða far- þega mjög ófullkomin og aðbúnaður áhafnar algerlega óhæfur. Nauðsyn- legt sé að fá hraðskreiðara og stærra skip sem sigldi tvisvar á dag allt árið svo menn hefðu fleiri valkosti. „Ferju- flutningar yfir Breiðafjörð verða ekki aflagðir, þó að það komi nýr og betri vegur, sem er samt nauðsynlegt að fá,“ segir hann. Undirskriftir í Eyjum Undirskriftalistar hafa legið frammi víða í Vestmannaeyjum þar sem mótmælt er ófremdarástandi í samgöngumálum eyjanna. Þess er krafist að ríkisvaldið tryggi að minnsta kosti tvær ferðir með Herj- ólfi á dag allt árið og geri nú þegar ráðstafanir til að fá nýja og hrað- skreiða ferju til landsins. Kristján Bjarnason, garðyrkju- stjóri í Vestmannaeyjum, kom undir- skriftasöfnuninni af stað og segir hann að um 1.200 manns hafi þegar skráð sig á listana, en um 2.100 séu á kjörskrá í Eyjum. Hann segir að slæmt ástand í sam- göngumálum Eyja hafi verið helsta umræðuefni Eyjamanna undanfarna mánuði, en í nýju byggðaáætluninni, sem hafi verið samþykkt í vor, standi skýrum stöfum að það sé vilji ríkis- stjórnarinnar að leita allra leiða til að bæta samgöngur. Að sögn Kristjáns þykir Eyja- mönnum þjónusta Herjólfs hafa versnað auk þess sem hann segir að flugið sé dýrara en áður og ferðum hafi fækkað. Skipið anni ekki flutn- ingsþörfinni og því sé fyrsta skrefið að fá fleiri ferðir. Síðan þurfi að huga að stærri og hraðskreiðari ferju, en til séu skip, sem geti farið frá Vest- mannaeyjum til Þorlákshafnar á klukkutíma í stað nær þriggja tíma eins og staðreyndin sé með Herjólf. Í þessu sambandi beri líka að hafa í huga að í desember 2000 hafi verið samþykkt þingsályktunartillaga um könnun á ferjuaðstöðu uppi á Bakka- fjöru, en ekkert hafi verið gert í því máli. Að sögn Kristjáns er nú kjörið tækifæri til að skoða nýja möguleika. Herjólfur sé að fara í slipp um helgina og til boða standi að fá norska ferju. Breiðafjarðarferjan Baldur sé engin lausn, því hún anni engu, taki 18 bíla og einn jeppa, en Herjólfur taki 70 bíla og sé of lítill. Auk þess sé Baldur um fjóra tíma á leiðinni. Kristján segir að svifnökkvi hafi líka lengi verið í umræðunni en ekki hafi mátt minnast á þann möguleika á æðstu stöðum. „Aðalatriðið og það sem fer í taugarnar á mönnum hérna er að við höfum dregist aftur úr miðað við aðra landsmenn. Hér hefur verið stöðnun í samgöngumálum en alls konar endurnýjun hefur átt sér stað uppi á landi. Bæjarbúum fækkar stöð- ugt og þetta er hluti af því vandamáli.“ Framtíð ferjusiglinga til umræðu STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra lagði fram tillögu á ríkis- stjórnarfundi í gærmorgun um að þriggja ára samningur verði gerður við grænlensku landsstjórnina um flug á milli Íslands og Narsarsuaq á Suður-Grænlandi. Flug þangað frá Íslandi hefur nú legið niðri síðan á síðasta ári eftir að Flugfélag Íslands taldi fjárhagslegan grundvöll þess brostinn. Í minnisblaði samgönguráðherra segir að sú ákvörðun Flugfélags Ís- lands hafi komið mörgum spánskt fyrir sjónir þar sem gert hafi verið ráð fyrir auknum áhuga ferðamanna á Suður-Grænlandi í kjölfar upp- byggingar á bæ Eiríks rauða og Þjóðhildarkirkju í Brattahlíð. Fram kemur í minnisblaðinu að grænlenska landsstjórnin hafi sótt stíft að flug þetta verði hafið að nýju. Landsstjórnin er tilbúin að leggja fram 13,5 milljónir íslenskra króna á ári gegn því að Ísland leggi fram 8,5 milljónir króna. Ráðherra segir að verði þessi upphæð samþykkt hafi Flugfélag Íslands lýst sig reiðubúið til að gera þriggja ára samning við stjórnvöld landanna um þetta flug. Með samningnum er gert ráð fyrir 8 vikna flugi að sumri til og er það mjög í samræmi við óskir þeirra sem gleggst þekkja til ferðamála í Suður- Grænlandi auk þess að vera háanna- tími íslenskrar ferðaþjónustu. Samkvæmt minnisblaðinu er von- ast til þess að flugið auki aðdrátt- arafl Íslands ekki síður en Græn- lands enda geti ferðamenn notfært sér í auknum mæli þann möguleika að slá saman Íslands- og Grænlands- ferð. 15 milljónir af eldri fjárheimild Samgönguráðuneytið hyggst leita eftir heimild fjármálaráðuneytis til að nýta til þessa verkefnis 15 millj- ónir króna af fjárlögum ársins 2000. Þeir fjármunir voru upphaflega ætl- aðir til uppbyggingar ferðamála í Scoresbysundi á Grænlandi en hafa ekki verið nýttir fram að þessu. Í framhaldinu yrði síðan leitað eftir frekari fjárveitingum til að geta upp- fyllt samninginn við grænlensk stjórnvöld á árunum 2004 og 2005. Segir ráðherra í minnisblaðinu að brýnt sé að flýta þessu máli þar sem Flugfélag Íslands og fleiri ferða- þjónustuaðilar vilji hefja kynningu og sölu á ferðum til Suður-Græn- lands hið allra fyrsta. Samgönguráð- herra með tillögu fyrir ríkisstjórn Vill endur- reisn flugs milli Ís- lands og S- Grænlands FLUGFÉLAG Vestmannaeyja og ferðaþjónustufyrirtækið Viking Tours hefja áætlanaferðir milli Reykjavíkur og Eyja á föstudag þar sem Herjólfur fer í slipp á mánudag. Er búist við að Herjólfur verði frá í nokkrar vikur. Viking Tours og Flugfélag Vest- mannaeyja verða með 1-2 ferðir á dag milli Reykjavíkur og Eyja og verður flogið frá Eyjum kl. 8 á morgnana að Bakkaflugvelli þar sem rúta flytur farþegana til Reykjavík- ur. Klukkan 16.30 fer rúta síðan frá Reykjavík að Bakkaflugvelli þaðan sem flogið er til Eyja kl. 18.30. Um helgar verður flogið frá Eyjum kl. 10 yfir að Bakka. Ferðir milli Reykjavíkur, Bakka og Eyja byrja á föstudag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.