Morgunblaðið - 11.09.2002, Page 11

Morgunblaðið - 11.09.2002, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 11 ÞORBJÖRN Á. Friðriksson hefur hannað öryggiskerfi í skip og hefur meðal annars þróað fjórar gerðir af útskotsbúnaði fyrir björgunarbáta. Tækið, sem kastar björgunarbátn- um fyrirfram ákveðna vegalengd, er knúið sérstakri sprengihleðslu. Báturinn er síðan blásinn upp með tvöföldum gasloka. Annar hlutinn er virkjaður þannig að togað er í spotta, en hinn með fjarræsibún- aði, en í stjórnstöð er tölva og ann- að sem til þarf. Norska vottunar- fyrirtækið Det Norske Veritas hefur viðurkennt allan búnaðinn og segir Þorbjörn að það skipti mjög miklu máli með sölu erlendis í huga. Iðntæknistofnun hefur fram- kvæmt um 1.500 einstakar prófanir á búnaðinum og Þorbjörn hefur fengið einkaleyfi á lykilatriðum kerfisins. Margra ára þróunar- og hönnunarvinna Að sögn Þorbjörns tók nokkur ár að þróa knýefnið með það í huga að búnaðurinn virkaði rétt og auk þess hafi þurft að ganga í gegnum mjög ítarlegt þróunarferli með los- un og sjálfvirka uppblásturinn neð- ansjávar. Krafa hafi verið gerð um að björgunarhylkið færi 4 metra út fyrir borðstokk og segir Þorbjörn að það sé ekki vandamál. Eins hafi prófanir sýnt að þótt hylkið sé mjög ísað, jafnvel hulið hálfu tonni af ís, hindri það hvorki útskotið né uppblásturinn. Útskotið, uppblásturinn, stjórn- kerfið, kerfi til að halda björgunar- bátunum í réttum skorðum, ramp- ar til að renna út í björgunar- bátana, skynjarar og fleira er það sem verið er að markaðssetja er- lendis og er allt tilbúið í sölu, að sögn Þorbjörns. „Við getum boðið heildarlausn á neyðarkerfum skipa,“ segir hann og nefnir í því sambandi að hægt sé að fjarstýra öllu innan kerfisins. Þannig sé hægt að nema halla, hita, vökva og þrýsting, opna dyr, loka þeim, opna fyrir krana og loka þeim aftur og svo framvegis. Þorbjörn segir að fyrir um 20 ár- um hafi hann byggt sér lítið iðn- aðarhúsnæði austur á Rangárvöll- um í þeim tilgangi að vinna þar að tilraunum og rannsóknum í sprengiefnatækni. Þróun sjósetn- ingarbúnaðarins hafi síðan hafist fyrir um 17 árum, þegar mikil um- ræða hafi verið um vandamál í sambandi við útskotsbúnað fyrir björgunarbáta. Hugmynd hans byggist á sömu tækni og notuð sé í herflugvélum, geimförum og ann- ars staðar þar sem útskot þurfi að eiga sér stað einu sinni með miklu öryggi. Þessi tækni bjóði upp á gíf- urlega möguleika en um ákaflega lokaðan heim erlendis sé að ræða. Fyrst og fremst sé um framleiðslu og tækjaþróun hjá hergagnafyrir- tækjum að ræða, en hann hafi séð smugu til að nota sérþekkingu sína á þessum málum á öðrum vettvangi og afraksturinn liggi nú fyrir í góðri söluvöru. Miklir möguleikar Að sögn Þorbjörns gekk vinnan hægt til að byrja með en þróun- ardæminu hafi lokið 1998. Þá hafi tekið við tveggja ára prófunarferli, sem hafi byggst á kröfum NASA og bandaríska flotans, en því hafi lokið síðla árs 1999. Í byrjun ársins 2000 hafi hann stofnað fyrirtæki með sonum sínum um búnaðinn, Varðeld ehf. Síðar hafisparisjóðir, vélsmiðjan Tæknistál og fleiri komið inn í fyrirtækið og loks hafi Gísli Guðmundsson, forstjóri Bif- reiða og landbúnaðarvéla, gengið til liðs við hópinn. Ásgeir Logi Ás- geirsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ólafsfirði, hafi verið ráðinn fram- kvæmdastjóri ekki alls fyrir löngu, en hann þekki vel til mála í Noregi eftir að hafa stundað nám og út- skrifast í sjávarútvegsfræðum í Tromsö. Þorbjörn segir að kröfurnar sem gerðar séu til útskotsbúnaðarins hér á landi séu séríslenskar. Auk þess þurfi svona búnaður að fá al- þjóðlega viðurkenningu vottunar- félags til að vera söluvara á alþjóð- legum markaði. Íslenski mark- aðurinn sé takmarkaður en al- þjóðlega viðurkenningin frá Norsk Veritas, sem sé eitt af þremur stærstu vottunarfyrirtækjum heims, geri búnaðinn að alþjóðlegri söluvöru. Boðið upp á heildarpakkalausn Þorbjörn segir að búnaðurinn sé í athugun í nágrannalöndunum vegna aukinna krafna. M.a. sé þess krafist að mikill fjöldi farþega geti yfirgefið skipin á örskömmum tíma. Þá sé ekki nóg að henda gúmmíbjörgunarbáti í sjóinn held- ur verði að vera til staðar tæki sem virki umsvifalaust og geri fólki kleift að komast í björgunarbáta, helst þurrum fótum. Fyrsta mark- aðsátakið byggist á því að bjóða upp á heildarpakkalausn. Ásgeir Logi segir að unnið sé í samvinnu við framleiðendur gúmmíbjörgunarbáta og ekki sé vitað til þess að aðrir séu komnir með viðlíka vottanir. Eftir að norska hraðferjan Sleipnir hafi far- ist fyrir um tveimur árum hafi Norðmenn farið í gegnum sínar reglugerðir og norsk siglingamála- yfirvöld skerpt á reglunum, en Varðeldur sé tilbúinn með lausnina og þessar reglugerðarbreytingar opni því ákveðna markaðsgeira. Varðeldur rekur dótturfyrirtæki í Noregi, Varden AS, til að fylgja málum þar eftir, en útskotsbúnað- urinn er m.a. um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar, hafrann- sóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni og nokkrum togurum. Þorbjörn segir að hérlendis sé miðað við þjálfaðar áhafnir en vandamálið sé annað í Noregi því þar sé gert ráð fyrir jafnvel fleiri hundruð farþeg- um í hverri ferju, fólki á öllum aldri alls ókunnugt því hvernig bregðast skuli við á neyðarstundu. Kerfi sitt miðist við að leysa mörg vandamál sem brenni á mönnum við gefnar aðstæður. Um 500 hraðferjur eru í Noregi auk annarra ferja og því ljóst að mikið er í húfi. Þorbjörn segir að kerfið kosti frá um 10 til 30 millj- ónir króna, allt eftir því hvað um- fangsmikið kerfi sé valið, en það sé ekki stór hluti af heildarkostnaði ferja. 16 manns hafi farist með Sleipni og það hafi verið guðslán að ferjan hafi hangið á skeri í nærri klukkutíma, en í ferðinni á undan hafi verið um 400 manns, mest ungir skólakrakkar. Hann segir að kominn sé tími til að sama björg- unartækni og sé til staðar í flugvélum sé í skipum og aðrar þjóðir líti mjög til Noregs í þessum efnum auk þess sem Norðmenn eigi mikið í útgerðum í öðr- um löndum. Áður en sala á kerf- inu hefst í Noregi þarf að prófa búnaðinn um borð í ferju við ákveðnar aðstæður, m.a. verður ölduhæð að vera þrír metrar og ákveðinn vindstyrkur, til að sanna að búnaður- inn virki við erfiðar að- stæður. Að því loknu gera menn sér vonir um að búnaðurinn standi sérstaklega vel gagn- vart norska markaðn- um. Þorbjörn segir samt að þótt mikill markaður sé fyrir kný- efnatæki víða um heim sé um sérstakan og lok- aðan markaðsheim sé að ræða. Vænlegur fjár- festingarkostur Gísli Guðmundsson bendir á að þessi búnaður sé eini bátasleppibúnaðurinn sem Norsk Veritas viðurkennir. Þarna séu því miklir möguleikar á íslensku hug- viti og því um vænlegan fjárfest- ingarkost að ræða. Hann segir að hann hafi óvænt komið að málum og þegar hafi sér þótt spennandi það sem Þorbjörn væri að gera. Hann hefði alla tíð verið í innflutn- ingi en þarna hefði hann fengið tækifæri til að aðstoða við útflutn- ing og það væri skemmtilegt. „Þarna eru möguleikar á ákveðinni útrás og það er gaman að geta lagt þessu verkefni lið,“ segir Gísli. Morgunblaðið/Árni Sæberg Miklar prófanir hafa farið fram á skotbún- aðinum og m.a. var hylki með björgunarbáti í hulið hálfu tonni af ís áður en því var skotið. Búnaður fyrir björg- unarbáta markaðs- settur í Noregi Þorbjörn Á. Friðriksson, uppfinningamaður og efnafræðingur, hefur hannað útskotsbúnað fyrir björgunarbáta og annað honum tengt og fengið einkaleyfi á búnaðinum í grundvallaratriðum. Í spjalli við Steinþór Guðbjartsson kemur meðal annars fram að þessi búnaður er sá eini sem norska vottunarfyrirtækið Norsk Veritas viðurkennir og að framundan er markaðsátak í Noregi. steg@mbl.is Skotbúnaðurinn án björgunarbáts. Gísli Guðmundsson, Þorbjörn Á. Friðriksson og Ásgeir Logi Ásgeirsson vinna við að markaðssetja búnaðinn í Noregi. NORRÆNI lögreglusamvinnu- samningurinn sem Ísland gerðist aðili að árið1972, var undirritaður í endurskoðaðri mynd í Åbo í Finn- landi á fundi ríkislögreglustjóra Norðurlandanna 2. til 3. september sl. Tekur hinn endurskoðaði samn- ingur gildi 1. janúar 2003. Við endurskoðun samningsins voru felld brott úrelt eða þýðing- arlaus ákvæði auk þess sem efnis- skipan samningsins var gerbreytt og nýjum ákvæðum bætt við. M.a. voru markmið skilgreind með skýr- ari hætti en áður, ákvæði sett um fresti, skipti á upplýsingum, þátt- töku lögreglu í rannsókn í öðru landi og sameiginleg rannsókna- teymi. Ákveðið var í ágúst 2000 að end- urskoða samninginn og setja á stofn vinnuhóp þar að lútandi undir for- mennsku Norðmanna. Ástæða þess voru miklar breytingar sem orðið höfðu á skipulagi lögeglu sl. 30 ár svo og margvíslega þróun í alþjóð- lega lögreglusamstarfi m.a. vænt- anleg þátttaka Norðurlandanna í Schengen-samstarfinu sem knúðu á um endurskoðun. Norræna lögreglusamvinnu- samningnum er ætlað að greiða fyr- ir kerfisbundnum upplýsingaskipt- um milli Norðurlandanna, koma á reglulegum fundum með lögreglu- mönnum sem fást við fíkniefnamál og veita lögreglu færi á að taka þátt í eða fylgjast með rannsókn í öðru norrænu landi. Samningurinn var upphaflega gerður árið 1968 milli Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar. Fjórum árum síðar var hann endur- skoðaður um leið og Ísland gerðist aðili að honum. Fund norrænna ríkislögreglustjóra, þar sem samningurinn var und- irritaður, sóttu Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri. Samningur um norræna lögreglusamvinnu endurskoðaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.