Morgunblaðið - 11.09.2002, Page 14
SUÐURNES
14 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Nú er til leigu á besta stað á jarðhæð í miðbæ Akureyrar tæplega
270 fm þjónustuhúsnæði. Undanfarið hefur verið þar veitingastarf-
semi. Eignin hentar vel til rekstrar veitingastaðar, skemmtistaðar eða
hvers kyns verslunar. Húsnæðið er laust frá 1. nóv. 2002.
Allar frekari uppl. eru veittar á
Fasteignasölunni BYGGÐ
Strandgötu 29
s. 462 1744 og 462 1820 - fax 462 7746
Til leigu
Í FRUMDRÖGUM að landnáms-
þorpi við Fitjar í Njarðvík er gert ráð
fyrir að svæðið verði afmarkað frá
umhverfi sínu með háum görðum.
Inni á svæðinu verði síðan aðstaða til
að fræða gesti og skemmta, auk að-
stöðu fyrir víkingaskipið Íslending.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar
efndi til samkomu í Listasafni
Reykjanesbæjar á lokadegi Ljós-
anætur fyrir þá sem komið hafa að
stuðningi við víkingaskipið Íslending.
Þar voru jafnframt kynntar hug-
myndir að landnámsþorpi við Fitjar í
Njarðvík. Á eftir skoðuðu ráðherrar
og aðrir velvildarmenn verkefnisins
skipið sem síðan var haft almenningi
til sýnis.
Þorpið mun verða öflug viðbót við
menningartengda ferðaþjónustu en
forráðamenn bæjarfélagsins segja
Reykjanesbæ „hlið“ inn og út úr land-
inu.
Aðgreint með háum görðum
Guðmundur Jónsson arkitekt í
Noregi hefur gert frumdrög að skipu-
lagi landnámsþorpsins en hann hefur
áður hannað víkingaland í skemmti-
garði skammt fyrir utan Osló. Sýndi
hann samkomugestum myndir úr vík-
ingalandinu samhliða kynningu sinni
á landnámsþorpi hér.
Guðmundur segir að svæðið sem
stjórnendur bæjarins hafi valið fyrir
landnámsþorp blasi við vegfarendum
um Reykjanesbraut. Það hafi um leið
þann ókost að vegurinn og iðnaðar-
hverfið blasi við úr fyrirhuguðu þorpi.
Hann leggur því til að svæðið verði
aðgreint frá umhverfinu með háum
görðum, allt að fimm metrum á hæð,
og þannig verði reynt að draga úr
tengslum þess við nútímann og að
skapa því sérstakan heim.
Arkitekinn leggur til að gestir fái
einfaldan kufl þegar þeir kaupa sig
inn á svæðið og þeir verði þannig hluti
af leikmyndinni. Gestirnir byrji síðan
að fara um söguslóð sem hann nefnir
Aldanna rás, þar sem tíminn sé talinn
niður allt aftur til landnámsaldar með
tilvísun til atburða í sögunni í öfugri
tímaröð. Býlið Stekkjarkot sem þar
er fyrir verður á þeirri leið. Á sögu-
slóðinni yrði jafnframt tenging til
annarra merkra sögustaða á Íslandi
enda leggur Guðmundur áherslu á
mikilvægi þess að slíkir staðir vinni
saman við mótttöku ferðafólks.
Þegar gestirnir eru komnir aftur á
landnámsöld geta þeir gengið á milli
ýmissa staða í landnámsþorpinu,
skoðað þinghald, hof, grafhaug, leik-
velli og kaupang. Guðmundur segir
að landnámsþorpið þurfi að vera líf-
vætt með fólki að störfum, þannig
muni handverksfólk vinna að sinni
iðju og selja afurðirnar á kaupangi.
Guðmundur leggur áherslu á að
starfsfólkið lifi sig inn í landnámstím-
ann og eigi mikil samskipti við gest-
ina á þeim forsendum.
Niðri við sjóinn verður síðan
bryggja þar sem gert er ráð fyrir að
skipasmiður verði að störfum og stór
skáli fyrir víkingaskipið Íslending.
Telur Guðmundur að unnt verði að
nýta það einnig fyrir sérstaka sögu-
sýningu og til fræðslustarfs. Arki-
tektinn leggur áherslu á að ekki séu
til neinar fyrirmyndir af stórum hús-
um fyrir skip frá þessum tíma. Því sé
ekki ástæða til að fara að stækka upp
víkingaaldarskála í þessum tilgangi
heldur að byggja nútímalegt hús sem
hæfi notum þess. Skálinn verður eina
nútímabygging þorpsins en honum er
ætlaður staður úti við sjóinn og skap-
ar það að sögn Guðmundar ákveðin
skil milli hans og þorpsins sjálfs. Hef-
ur arkitekinn hugmyndir um að nýta
endurkast á bliki sjávar við hönnun á
útliti skálans.
Guðmundur Jónsson gerir ráð fyrir
að landnámsþorpið verði byggt í
áföngum. Brýnast sé að byrja á skál-
anum fyrir Íslending til þess að hægt
verði að hýsa hann yfir vetrartímann
og vinna að viðhaldi.
Gert er ráð fyrir að landnámsþorp-
ið verði byggt í áföngum og sagði
Guðmundur að fyrst yrði að byggja
skála fyrir Íslending svo hægt yrði að
að hýsa hann við Fitjar yfir vetrar-
tímann.
Guðmundur telur þetta verkefni
mikilvægt fyrir landið. Hann hefur
búið lengi erlendis og segir að sér
virðist að Íslendingar taki ýmsa þætti
sögu sinnar sem sjálfgefna, það er að
segja að þeir séu sjálfkrafa tengdir
landinu. Svo sé ekki, halda verði uppi
áróðri fyrir sögunni svo hún tapist
ekki. Landnámsþorpið sé kjörinn
vettvangur til þess. Hann telur að auk
gildis slíks þorps fyrir ferðaþjónustu
muni það nýtast til fræðslu barna og
skólafólks og landsmanna almennt.
Stofna undirbúningsfélag
Árna Sigfússyni bæjarstjóra líst
vel á hugmyndir Guðmundar. Segir
að hann hafi reynslu af verkefni sem
þessu og sjái hagkvæmar lausnir við
uppbyggingu og ekki síður rekstur
þorpsins. Það sé mikilvægt.
Ekki hefur verið gerð áætlun um
kostnað við uppbyggingu landnáms-
þorpsins. Árni vekur athygli á því að
hugmyndin byggist mikið á landmót-
un með grjóti og torfi. Nóg sé til af
slíku efni á Reykjanesi. Segir bæjar-
stjórinn að næsta skrefið sé að stofna
undirbúningsfélag til að standa að
framkvæmdinni. Áður hefur komið
fram að Reykjanesbær mun ekki
byggja þorpið upp eða reka heldur
ýta hugmyndinni úr vör og leita til
fjárfesta um að taka hana í fóstur.
Landnámsþorpið verður afmarkað með háum garði. Innan hans verður m.a. kaupangur, höfuðból og þing.
Landnámsþorp lífvætt
með fólki að störfum
Njarðvík
Skýli Íslendings verður eina nútímahúsið í landnámsþorpinu. Sjávar-
blikið speglast í gluggum þess, á teikningu Guðmundar Jónssonar.
Daglegt líf í víkingaþorpi sem Guðmundur hannaði í skemmtigarði.
Námskeiðið „Skimun erfiðleika
í stærðfræði með Talnalykli“
verður 18. september en á því
verður m.a.
fjallað um almenn skilyrði og
undirbúning skimunar með
Talnalykli, mikilvæg hugtök í
skimun, ítarlega greiningu og
kennslu eða þjálfun. Kennarar á
námskeiðunum eru Einar Guð-
mundsson sálfræðingur og dósent
við HÍ og Guðmundur Arnkelsson
dósent við HÍ. Námskeiðin verða
haldin í Þingvallastræti 23 og er
skráning á skrifstofu Símenntun-
ar sem er flutt á Sólborg.
VETRARSTARF Símenntunar
Háskólans á Akureyri er að hefj-
ast um þessar mundir og verður
námskrá kynnt á næstu dögum.
Fyrsta námskeið verarins
verður 17. september næstkom-
andi, en það er „Talnalykill –
Staðal- og markbundið próf í
stærðfræði.“ Um er að ræða
greinandi próf í stærðfræði fyrir
nemendur í 1.–7. bekk grunnskóla
og gefur Námsmatsstofnun próf-
ið út. Niðurstaða þess gefur gott
yfirlit um hvar nemendur standa í
einstökum þáttum stærðfræðinn-
ar.
Fyrstu námskeið
vetrarins að hefjast
Símenntun Háskólans
TVEIR ungir Akureyringar, þeir
Steingrímur Pétursson viðskipta-
fræðingur og Baldur Guðnason,
framkvæmdastjóri Sjafnar, hafa
keypt Stíl ehf. á Akureyri.
Gunnar Kr. Jónasson hefur átt og
rekið Stíl frá árinu 1983. Fyrirtækið
hefur um árabil þjónustað viðskipta-
vini sína á sviði auglýsingamála, graf-
ískrar hönnunar, skiltagerðar og
merkinga. Nýir eigendur tóku við
rekstrinum 1. september síðastliðinn.
Gunnar mun starfa tímabundið áfram
hjá Stíl en snúa sér síðar að öðrum
verkefnum. Steingrímur mun þá taka
við stöðu framkvæmdastjóra Stíls.
Nú starfa 7 manns hjá fyrirtækinu
og segir í frétt frá nýjum eigendum að
þeir muni áfram kappkosta að bjóða
góða og samkeppnisfæra þjónustu við
viðskiptavini sína og leggja sitt af
mörkum til að Stíll geti átt áfram-
haldandi ánægjulegt samstarf við við-
skiptavini sína.
Nýir eig-
endur taka
við StílAKUREYRARHLAUP (Akureyr-
armaraþon) verður þreytt laugar-
daginn 14. september og hefst það
kl. 12. Hlaupið er þrískipt, 3 km
skemmtiskokk, 10 km hlaup og hálf-
maraþon (21,1km). Skemmtiskokkið
er ekki aldursskipt en í 10 km hlaupi
verður skipt í flokka, 13–15 ára, 16–
39 ára, 40–49 ára, 50–59 ára og 60 ára
og eldri, og í hálfmaraþoninu í 16–39
ára, 40–49 ára, 50–59 ára og 60 ára
og eldri. Allir flokkar eru kynja-
skiptir. Að vanda verður hlaupið
ræst frá Akureyrarvelli og verður
endamarkið þar sömuleiðis. For-
skráning fer fram á Hlaupasíðunni, í
Sportveri á Glerártorgi á Akureyri
og á skrifstofu Reykjavíkur-mara-
þons, Íþróttamiðstöðinni Laugardal.
Opið er fyrir skráningu á Hlaupas-
íðunni til föstudagskvölds 13. sept-
ember en önnur forskráning þarf að
berast fyrir 12. september en einnig
verður hægt að skrá sig í hlaupið á
Akureyrarvelli föstudaginn 13. sept-
ember frá 14 til 23.
Akureyrar-
hlaup
SÍMENNTUN Háskólans á Akur-
eyri og Verkmenntaskólinn á Akur-
eyri kynna þau enskunámskeið sem í
boði verða í vetur á Amtsbókasafn-
inu laugardaginn 14. september frá
kl. 10 til 14. Á því tímabili geta þeir
sem áhuga hafa á enskunámi komið
og fengið viðtal við enskukennarana.
Þátttakendum verður boðið upp á
viðtal þar sem lagt verður mat á
enskukunnáttu þeirra. Matið fer
þannig fram að lögð verður fyrir æf-
ing sem skiptist í fjóra skýrt afmark-
aða kafla, á vaxandi þyngdarstigum.
Stefnt er að því að bjóða upp á 4
stig; tvö byrjendastig og tvö fram-
haldsstig auk viðskiptaensku sem
verður sérstaklega sniðin fyrir at-
vinnulífið. Þannig verður þátttak-
endum gert mögulegt að halda
áfram og bæta við sig enskukunn-
áttu stig af stigi.
Nánari upplýsingar er að finna á
www.simey.is
Námskeið í ensku
kynnt á bókasafni