Morgunblaðið - 11.09.2002, Page 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 17
Draumavél
heimilanna!
Vegleg brúðargjöf!
Ísaumuð svunta
með nöfnum og
brúðkaupsdegi fylgir!
5 gerðir - margir litir
Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900
60 ára frábær reynsla.
menn töldu, að þeir væru fleiri og
haft var eftir farþega, sem komst lífs
af, að meira en 150 manns hefðu far-
ist. Með lestinni voru 535 farþegar.
Þrettán af vögnum lestarinnar
fóru út af teinunum þegar hún var að
fara yfir brú og féll einn þeirra 90
metra niður í Dhave-ána fyrir neðan.
Aðrir tveir héngu út af brúnni en
hinir lentu hver ofan á öðrum.
Ýjað að hryðjuverki
Bandaru Dattatreya, aðstoðar-
járnbrautaráðherra, sagði, að hugs-
anlega bæru kommúnistar eða maó-
ískir skæruliðar ábyrgð á slysinu.
Lal Krishna Advani, innanríkisráð-
herra Indlands, kvað hins vegar of
snemmt að segja nokkuð um ástæðu
slyssins.
Lestarslys eru mjög tíð á Indlandi
enda er járnbrautakerfið gamalt og
viðhald ónógt. Með lestunum ferðast
um 13 milljónir manna á dag og
starfsmenn þeirra eru 1,6 milljónir.
Lítið hefur þó borið út af með lest-
ina, sem fór út af sporinu í gær,
Rajdhani-hraðlestina, enda er það
aðeins fyrir efnafólk að ferðast með
henni. Kostar farmiðinn allt að
13.000 ísl. kr., sem er miklu meira en
venjuleg mánaðarlaun óbreyttra
Indverja.
AÐ minnsta kosti 80 manns týndu
lífi í gær á Indlandi og 180 slösuðust
er hraðlest fór út af sporinu er hún
var að fara yfir brú. Lenti einn lest-
arvagnanna úti í ánni en aðrir tveir
héngu út af henni. Talið er hugsan-
legt, að um hafi verið að ræða
hryðjuverk.
Nitish Kumar, járnbrautaráð-
herra Indlands, kom í gær á slys-
staðinn og fullyrti þá, að átt hefði
verið við teinana áður en lestin, sem
var á leið frá Kalkútta til Nýju-
Delhi, kom aðvífandi á 130 km hraða.
Sagði hann, að um 50 manns hefðu
farist í slysinu en aðrir embættis-
AP
Slysið varð við bæinn Rafiiganj í Bihar-ríki. Ekki er talið útilokað, að átt hafi verið við lestarteinana.
Hugsanlega um
hryðjuverk að ræða
Tugir manna fórust í lestarslysi á Indlandi
Gaya. AFP.
IAN Huntley kom fyrir rétt í Bret-
landi í gær en hann er ákærður fyr-
ir að hafa myrt stúlkurnar Holly
Wells og Jessicu Chapman í síðasta
mánuði. Dómari úrskurðaði að
Huntley, sem er 28 ára, skyldi sæta
frekari geðrannsóknum og var
hann því fluttur aftur til Rampton-
réttargeðdeildarinnar í Nott-
ingham-skíri, en þar hefur hann
dvalið frá því að lögregla ákærði
hann fyrir morð 20. ágúst sl.
Bættu saksóknarar í gær við
ákæru á hendur honum fyrir að
hindra framgang réttvísinnar en
þeir telja að Huntley og kærasta
hans, Maxine Carr, hafi í samein-
ingu ákveðið að bera ljúgvitni við
yfirheyrslur lögreglumanna.
Huntley kom til réttarins í Pet-
erborough um áttaleytið í lög-
reglubíl með dökkar rúður. Þrír
lögreglubílar fylgdu bíl Huntleys
og um 50 lögreglumenn voru á
staðnum til að varna því að hann
fengi sömu móttökur og Carr, þeg-
ar hún kom fyrir rétt en hróp voru
þá gerð að henni. Aðeins höfðu þó
um 200 manns komið saman til að
lýsa andstyggð sinni.
Huntley látinn sæta
frekari geðrannsókn
Reuters
JAFNRÆÐI var með Rússum og
„heiminum“ í sjöttu og sjöundu
umferð skákmótsins í Moskvu í
gær. Að þeim loknum stóðu leikar
þannig, að heimurinn hafði fengið
35,5 vinninga en Rússar 34,5.
Í sjöttu umferð unnu hvorir
tvær skákir en hinum sex lauk
með jafntefli. Í þeirri sjöundu
vann hvort lið eina skák en jafn-
tefli varð í átta.
Það vakti athygli í fyrradag
þegar Judit Polgar, eini kvenmað-
urinn í mótinu, sigraði Garrí
Kasparov og í sjöttu umferðinni í
gær hafði hún lengi töglin og
hagldirnar gegn Vladímír Kram-
ník, næststigahæsta skákmannin-
um, en honum tókst þó að hanga á
jafnteflinu. Í sjöundu umferðinni
brást henni hins vegar bogalistin
gegn Alexei Dreev.
„Heimurinn“ með forystu
Moskvu. AP.
Skákmótið í Moskvu