Morgunblaðið - 11.09.2002, Síða 21

Morgunblaðið - 11.09.2002, Síða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 21 Nýjar og spennandi snyrtivörur með ótrúlegt litaúrval, ilmefnalausar og ofnæmisprófaðar og verðið... það gerist ekki betra KYNNING: Apótekið Iðufelli miðvikudag kl. 13-17 Spönginni fimmtudag kl. 13-17 Kringlunni föstudag kl. 13-17 ARNALDUR Indriðason hefur á undanförnum fimm árum gefið út jafnmargar sakamálasögur, spennu- bækur þar sem flett er ofan af víð- tækum spillingarmálum eða ráðgáta leyst. Honum hefur tekist á þessum fáu árum að verða vinsælasti höfund- ur á íslenska tungu og nú er svo komið að fjöldi lesenda hans bíður spenntur eftir næstu bók sem koma á út fyrir jólin. Hann hlaut í fyrravor Glerlykil- inn, norrænu glæpasagnaverðlaun- in, fyrir bók sína Mýrina, en fram- haldsleikrit eftir Arnald, byggt á þeirri bók, var einmitt flutt í útvarp í fyrrasumar. Grafarþögn kom út fyrir jólin í fyrra og er að mörgu leyti skref fram á við í höfundarferli Arnalds. Það er kafað dýpra í persónurnar og tengsl- in milli orsakaþátta og afleiðingar eru hrein og bein. Að baki eru sam- særiskenningar sem einkenna nokkrar fyrri bókanna og við tekur sálfræðileg stúdía þar sem spilað er á áhrif uppeldis á skapgerð nokkurra einstaklinga. Þegar borin eru saman bók og framhaldsleikrit kemur í ljós hve gíf- urleg vinna liggur að baki því að snúa sögunni í leikrænt form. Arn- aldur heldur sig að mestu við tilsvör- in í bókinni en hann þarf að stytta efnið töluvert til að ná því í fimmtán stutta þætti, honum tekst þetta án þess að samhengið rofni og ferst nokkuð vel úr hendi að halda uppi spennunni. Útgangspunktur framhaldsleik- ritsins er að líkamsleifar finnast í húsgrunni. Flétta verksins er flókin því hér eru raktir sam- hliða fjórir aðskildir þættir: daglegur fram- gangur rannsóknar- innar, sem myndar ramma um leikritið, persónuleg saga Er- lends rannsóknarlög- reglumanns; og tvær gamlar harmsögur sem koma upp á yfir- borðið eftir því sem rannsókninni vindur fram, önnur sem af- vegaleiðir lögreglu- mennina en hin sem smám saman kemur í ljós að er skýringin á beinafundinum. Það meistaralega við þetta fram- haldsleikrit er hvernig frásögnin af hinum þremur mannshvörfum sem við sögu koma tvinnast saman uns öll kurl eru komin til grafar og áhorf- endur gera sér grein fyrir hvernig þau hafa mótað þá er eftir lifðu og haft óafmáanleg áhrif á líf þeirra gjörvallt. Aðaltengiliðnum við fortíð- ina sem lögreglan leitar að, Mikk- elínu, er lýst svo af sjónarvotti að hún sé „skökk“. Þó að hægt sé að nota þetta orð til að lýsa henni lík- amlega er hún í raun eina persónan sem hefur sigrast á hörmungum for- tíðarinnar – hinar hafa allar skekkst á sálinni og bíða þess aldrei bætur – og þá Erlendur rannsóknarlögreglu- maður ekki síst. Höfundurinn dregur upp dökka mynd af íslensku nútímaþjóðfélagi en fortíðin er hér sýnu verri, sú harð- ýðgi sem persónurnar búa við er skelfileg og úrræðaleysi þeirra gagnvart kaldlyndi samfélagsins al- gjört. Þær neyðast því til að grípa til örþrifaráða sem marka þá sem næst þeim standa um eilífð. Efni leiksins er í eðli sínu meló- dramatískt en í besta skilningi þess orðs. Spennan er í fyrirrúmi sem or- sakar kvíðablandna forvitni hjá áhorfendum. Sagan er mun áhrifa- meiri en aðrar sögur Arnalds vegna þess að hún er trúverðug – allir vita að forsendurnar eru réttar þó að í flestum tilfellum hafi fórnarlömbin borið þjáningar sínar í þögn – og þegja enn. Hér er leikið stórt enda verið að segja frá miklum átök- um. Hilmir Snær Guðnason og Finnur Guðmundsson eru áhrifamestir sem feðg- arnir Grímur og Símon, fulltrúar skefjalausrar grimmdar og dýpsta sársauka í verkinu. Sig- urður Skúlason er ákaf- lega traustur sem Er- lendur og Guðrún Ásmundsdóttir og Mar- grét Helga Jóhanns- dóttir sýna mjög hóf- stilltan leik í tilfinningaþrungnum atriðum. Steindór Hjörleifsson var frábær sem vitni á síðasta séns. Það mæddi mikið á Maríu Ellingsen og Brynhildi Guð- jónsdóttur sem stóðu sig mjög vel og þá ekki síður Jóhann G. Jóhannsson sem bandaríski bjargvætturinn, David. Edda Heiðrún og Magnús Ragnarsson voru traust sem hjálp- arkokkar Erlends, Sigurður Óli og Elínborg. Fjöldi annarra leikara kom fram og ber að hrósa Hjálmari Hjálmarssyni fyrir breitt leikaraval, enda þar með nýttur einn helsti kost- ur flutnings leikrita í útvarpi. Vinnan við hljóðmynd verksins var framúr- skarandi og gaf því mikið gildi. Flutningi verksins í útvarp er lok- ið en nokkra næstu daga er hægt að hlusta á framhaldsleikritið í heild sinni á slóðinni http://www.ruv.is, svo er smellt á útvarpsleikhúsborð- ann með hlæjandi og grátandi grímu. Þetta ætti að vera aðdáend- um Arnalds nokkur sárabót meðan beðið er með óþreyju eftir næstu bók. Skökk á sálinni LEIKLIST Útvarpsleikhúsið Höfundur: Arnaldur Indriðason. Leik- stjóri: Hjálmar Hjálmarsson. Hljóð- vinnsla: Grétar Ævarsson. Leikarar: Agnes Jóhannesdóttir, Arnmundur Back- man, Brynhildur Guðjónsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Finnur Guðmundsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Helga Braga Jónsdóttir, Hilmir Snær Guðmundsson, Hjálmar Hjálm- arsson, Hjálmar Óli Hjálmarsson, Jóhann G. Jóhannsson, Jóhann Sigurðarson, Jó- hanna Vigdís Arnardóttir, Júlíus Brjáns- son, Karl Guðmundsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Magnús Ragnarsson, María Ellingsen, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Ólafur Þór Jóhannesson, Pétur Ein- arsson, Róbert Arnfinnsson, Sigurður Skúlason, Steindór Hjörleifsson, Valur Freyr Einarsson og Þóra Friðriksdóttir. Mánudagur 19. ágúst, þriðjudagur 20. ágúst, miðvikudagur 21. ágúst, fimmtu- dagur 22. ágúst, föstudagur 23. ágúst, mánudagur 26. ágúst, þriðjudagur 27. ágúst, miðvikudagur 28. ágúst, fimmtu- dagur 29. ágúst, föstudagur 30. ágúst, mánudagur 2. september, þriðjudagur 3. september, miðvikudagur 4. september, fimmtudagur 5. september og föstudag- ur 6. september. GRAFARÞÖGN Arnaldur Indriðason Sveinn Haraldsson MÉR hefur aldrei að tekist að stytta mér stundir með því að fylgj- ast með stríðsbrölti eða herkænsku. Ekki nema áherslan sé á hið mann- lega drama. Ég var því alls ekki spennt fyrir þessari mynd og minnt- ist með hrolli leiðinlegu karlamynd- arinnar U-571 þegar ég lagði af stað í bíó. En tilhugsunin um að sjá Ingvar E. í félagsskap Harrisons Fords og Liams Neesons létti mér þó sporin. Þeir síðastnefndu leika tvo ólíka skipstjóra á rússneskum kjarnorku- kafbáti árið 1961, þegar kalda stríðið er í algleymingi. Þeir eru að prufu- keyra kafbát til að sýna Ameríkön- unum að þeir búi nú líka yfir öflugum kjarnorkuvopnum. En það kemur babb í bátinn; kjarnakljúfurinn klikkar. Vostrikov skipstjóri (Ford) er harðpólitíski gaurinn sem vill ekki biðja Kanana um hjálp og skipar undirmönnum sínum að reyna að kippa kljúfnum í lag, þótt það þýði að þeir menn muni deyja úr geisla- virkni. Hættan er líka sú að ef verkið mistekst muni kjarnakljúfurinn springa og líklega sprengja upp am- erískan tundurspilli sem er á sveimi í kring og þar með koma af stað heimsstyrjöldinni þriðju. Skipstjór- inn Polenin (Neeson) er hins vegar föðurlega týpan sem setur velferð sinna manna í fyrirrúm. Hann reynir að hafa áhrif á ákvarðanatöku Vostrikovs, en þeir félagar eru al- gerlega á öndverðum meiði. Harrison og Neeson eru mjög sannfærandi í hlutverkum sínum – jafnvel með léttrússneskan hreim – og spennan þeirra á milli er áþreif- anleg. Bigelow tekst að skapa virki- lega sterka innilokunarkennd meðal skipverja og vænisjúka stemmningu um borð. Allt leggur það grunninn að hápunkti myndarinnar, þegar menn- irnir eru sendir inn í geislavirka klef- ann. Þetta atriði kemur manni samt algerlega í opna skjöldu og er rosa- lega áhrifaríkt, eiginlega svo hrika- legt að erfitt er að horfa á. Og tónlistin er flott, með þessum rússneska undirtóni, þessum sára trega og dásamlega drunga sem hentar efni myndarinnar mjög vel og hjálpaði til við að gera stemninguna áhrifaríka. Myndin er hins vegar of löng, sér- staklega fyrri hlutinn, sem er mjög tæknilegur og þurr. Seinni hlutinn er mun meira spennandi, drama- tískari og mannlegri, samt ekki nóg að mínu mati – eins og ég óttaðist. Hér er verið að segja frá sönnum at- burðum, en eins og alltaf í bíómynd- um þarf auðvitað að dramatísera at- burðina svo bíómyndin virki. Hér er eins og bara sé farið hálfa leið í þeim efnum. Hvernig hefði t.d. verið að sjá meira af Ingvari, liðsforingjanum Gorelov, hetjunni í lykilatriðinu? Það hefði skapað vissa andstæðu við Vadím nokkurn kjarnaofnsstjórn- anda, líkt og Ford og Neeson eru andstæður. Við kynntumst gung- unni, af hverju ekki líka hetjunni? Það er hrikalegt að vera innilokaður í svona litlu rými neðansjávar – efni til alls konar mannlegra átaka, skemmtilegra hliðarsagna, sem hefðu undirstrikað enn frekar hrika- leika þessara atburða. Mér fannst líka vanta einhvern út- gangspunkt til að hleypa boðskap að. Handritið er margslungið á pólitísk- an og siðferðilegan máta, samt er ekki beint verið að segja neitt, bara segja frá. Þetta er í raun saga „vonda“ karlsins, sem Ford leikur, og hann lærir sína lexíu í myndinni. Persónubreyting hans er þó fullhast- arleg og frekar óraunveruleg. Það, ásamt endi sem er ofaukið, kemur með væmni inn í myndina sem engin var. Þetta er nefnilega engin venju- leg Hollywood-mynd – sem allir geta sagt sér strax þar sem hún fjallar um Rússa í kalda stríðinu – og mun drungalegri og flóknari en venja er. Þessi stórmynd, sem nokkrir Ís- lendingar koma að – og allir hinir hafa beðið með eftirvæntingu – virk- ar. Hún er tæknilega vel úr garði gerð. Stórmerkileg saga af mönnum sem fórnuðu lífi sínu til að afstýra heimsstyrjöld. Hrikaleg saga og sönn. Samt ekki nógu minnisstæð. Ég mun þó alltaf muna eftir Ingvari E. þar sem hann stendur trekk í trekk á milli Ford og Neeson – eins og ekkert sé sjálfsagðara. Í stríði við sjálfa sig „Þetta er engin venjuleg Hollywood-mynd – sem allir geta sagt sér strax þar sem hún fjallar um Rússa í kalda stríðinu – og mun drunga- legri og flóknari en venja er,“ segir meðal annars í umsögninni. KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó Leikstjórn: Kathryn Bigelow. Handrit: Louis Nowra og Christopher Kyle. Kvik- myndataka: Jeff Cronenweth. Tónlist: Klaus Badelt. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Liam Neeson, Peter Skarsgaard og Ingvar E. Sigurðsson. Bandar./Bretl./ Þýs. 138 mín. Paramount Pictures 2002. K-19: The Widowmaker/K-19: Ekkjusmið- urinn  Hildur Loftsdóttir Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.