Morgunblaðið - 11.09.2002, Page 31

Morgunblaðið - 11.09.2002, Page 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 31 borgarhverfi. Börnin hafa vaxið úr grasi og markað sér stöðu í þjóð- félaginu og sum þeirra sinna mik- ilvægum störfum í fjarlæg- um lönd- um. Svo eru þau sem horfin eru sjónum okkar en lifa áfram í ljúfri endurminningu sem er öllum veru- leika sterkari. Með nánast engum fyrirvara er Hannes Thorarensen, einn frum- byggjanna, kominn í hóp þeirra sem horfnir eru af vettvangi. Því er mik- ill harmur kveðinn að fjölskyldunni á Kjalarlandi 21 og mikill sjónar- sviptir að við skulum ekki lengur sjá þennan ötula starfsmann ganga til verka sinna. Með skáldinu getum við sagt, að skjótt hefur sól brugðið sumri. Í rúmlega þrjátíu ár hafa Hannes, Margrét og börn þeirra verið góðir nágrannar okkar Ingu og fjölskyldu okkar. Þegar við fluttum á Kjalar- landið varð mér fljótlega ljóst að Hannes var lærður húsasmiður. Má segja að hann hafi sjálfur byggt hús sitt frá grunni og vandað þar mjög til allra verka. Seinna hvarf Hannes til starfa hjá Rannsóknarlögregl- unni og Lögreglunni í Reykjavík en smiðurinn var þó aldrei langt und- an. Um Hannes mátti segja hið fornkveðna, að honum féll aldrei verk úr hendi. Hann var einhver mesti eljumaður sem ég hef kynnst um dagana – óþreytandi að sinna margs konar verkefnum, ekki hvað síst við viðhald og endurbætur á húseign fjölskyldunnar. Fyrir mörgum árum komu upp vandkvæði við hús okkar nágrann- anna í Kjalarlandi 17-25 og var þá brugðið á það ráð að fá Hannes til að gera vandasama breytingu á húsun- um. Með góðri aðstoð sona sinna framkvæmdi Hannes verkið af þeirri prýði að vandkvæðin hurfu eins og dögg fyrir sólu og raunar er það mál margra að húsin séu svip- meiri og fallegri eftir en áður. Fyrir þetta stöndum við í mikilli þakkar- skuld við þá feðga. Þá er ótalinn margur greiðinn sem Hannes gerði mér persónulega á þessum rúmlega þremur áratugum sem leiðir okkar lágu saman. Nú hefur hinn mikli dómari úrskurðað að samfylgdinni skuli lokið – að sinni – og við hneigj- um höfuð okkar í virðingu og þökk. Við Inga biðjum Guð að blessa minningu okkar góða nágranna, Hannesar Thorarensen. Margréti og börnunum, móður Hannesar og öðrum ættingjum vottum við dýpstu samúð. Sigurður Markússon. Reiði, tilgangsleysi, tómleiki, ósanngirni, sorg. Þetta eru tilfinn- ingar sem hellast yfir mann þegar vinur og félagi er kvaddur langt fyr- ir aldur fram. Hins vegar er ljóst að hæstur höfuðsmiður ræður för og ekkert um annað að ræða en ylja sér við minningar um góðan vin og starfsfélaga. Þótt lögreglulið höfuðborgar- svæðisins telji ekki nema rúmlega 300 manns eru kynni manna oftast lausleg nema þeir hafi unnið saman að tilteknum verkefnum og oft verða slík kynni að vináttu sem end- ist út ævina. Það var árið 1984 sem kynni okk- ar Hannesar urðu nánari, en þá störfuðum við báðir í ofbeldisbrota- deild Rannsóknarlögreglu ríkisins. Báðir höfðum við þá þegar langan feril að baki sem lögreglumenn og höfðum ýmislegt upplifað. Á kom- andi árum unnum við saman að rannsókn nokkurra alvarlegra sak- arefna sem kallaði á frjóa hugsun og gerði miklar kröfur til rannsakand- ans. Undir slíku álagi koma mann- kostir og færni lögreglumanna gjarnan fram. Þá strax varð mér ljóst að Hann- es var dugmikill og ósérhlífinn rannsóknari sem hafði réttlætið ávallt að leiðarljósi. Hannes var sér- lega nákvæmur í öllum vinnubrögð- um, sem manni á stundum fannst allt að því smámunasemi. Hins veg- ar var það oftlega fyrir þessa „smá- munasemi“ sem mál upplýstust. Ég átti þess einnig kost að starfa með Hannesi að félags- og hags- munamálum rannsóknarlögreglu- manna, er hann var formaður Fé- lags íslenskra rannsóknarlögreglu- manna. Slík mál eru þvælin, oft erfið viðureignar og tímafrek. Reynir oft mikið á þolinmæðina, sem Hannes átti í ríkum mæli. Hannes hafði mik- inn metnað til að auka menntun og færni rannsóknarlögreglumanna. Vann hann ötullega að því að koma á námsstefnum, með fyrirlestrum ís- lenskra sem erlendra sérfræðinga, sérstaklega ætluðum rannsóknar- lögreglumönnum. Er nú svo komið að árlegar námsstefnur eru fastur liður í starfsemi Félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna. Dugnaður og eljusemi voru Hannesi eðlislæg, enda hafði hann ungur farið að vinna fyrir sér. Það, öðru fremur, mun hafa mótað allt viðhorf hans til lífsins og gerði hann sér góða grein fyrir að ekkert er sjálfgefið eða fæst án fyrirhafnar. Hann var sparsamur, nýtinn og út- sjónarsamur hvort sem hann var að vinna að eigin hagsmunum eða ann- arra. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að kynnast Hannesi og hef ég margt af honum lært í gegn- um tíðina. Kveð ég hann með sökn- uði, en er jafnframt viss um að hlut- verki Hannesar er engan veginn lokið. Margrét, Atli, Þór og Björk, ég votta ykkur dýpstu samúð. Bjarnþór Aðalsteinsson. Látinn er fyrir aldur fram góður og traustur samstarfsmaður, Hann- es Thorarensen aðstoðaryfirlög- regluþjónn. Kynni okkar af Hannesi Thor- arensen hófust fyrir réttum þremur árum þegar hann varð yfirmaður sektardeildar Lögreglustjórans í Reykjavík, sem er ein stærsta deild embættisins. Hann tók við þessu starfi að beiðni lögreglustjóra með nánast engum fyrirvara. Við gerð- um okkur strax grein fyrir að Hann- es var kappsamur maður sem vildi hafa hlutina í góðu lagi. Á stundum þótti manni hann jafnvel of kapp- samur en ávallt hafði hann í fyrir- rúmi að inna starf sitt vel af hendi í þágu embættisins. Störf sektar- deildar eru margþætt og krefjandi og mikilvægt að þau gangi hnökra- laust fyrir sig og var það Hannesi mikið kappsmál. Við svo skyndilegt fráfall sam- starfsmanns við góða heilsu sem gekk á fjöll, stundaði veiðar og aðra útiveru verður manni orðfátt og sit- ur eftir hugsi hve lífið getur verið hverfullt. Víst er að Hannesar verð- ur minnst um ókomin ár fyrir dugn- að og ósérhlífni og sem góðs sam- starfsmanns. Fyrir hönd samstarfsmanna vott- um við eiginkonu hans, börnum, móður og öðrum aðstandendum dýpstu samúð okkar. Megi Guð gefa þeim styrk. Hvíl í friði kæri sam- starfsmaður. Ómar G. Jónsson, Sólmundur Már Jónsson. Það haustar að og dimmir. Um helgina þegar vonskuveður gekk yf- ir landið og olli skaða og vandræð- um hringdi síminn og sagt var frá því að vinur og félagi, Hannes G. Thorarensen, hefði veikst og verið fluttur á sjúkrahús. Þrátt fyrir að- gerð lækna náðist ekki árangur og lést Hannes að morgni 2. þ.m. Með nokkrum orðum vil ég nú að leið- arlokum færa Hannesi kveðju og þakklæti fyrir vináttu hans. Hannes hóf störf í lögreglunni í Reykjavík og eftir nám í Lögreglu- skólanum kom hann til starfa tíma- bundið í umferðardeildinni. Upp frá því vissum við vel hvor af öðrum, en það var svo ekki fyrr en leiðir okkar lágu saman í Lögreglukórnum, sem nánari kynni tókust með okkur. Kynni sem urðu að góðri vináttu. Á stundu sem þessari þjóta minn- ingar um hugann og er Hannes oft- ast gleðigjafinn í þeim minningum. Hannes var útivistarmaður og naut þess að vera úti í náttúrunni, við veiðar, á skíðum eða göngu. Margar eru þær stundir sem við sátum sam- an í skurðbakka, biðum eftir fugli á köldum haustmorgni. Marga daga höfum við gengið um fjöll með byssu um öxl, og nokkrum sinnum höfum við farið með veiðistöng til silungs- veiða, en það var sérstakt áhugamál Hannesar. Hnýtti hann allar flugur sínar sjálfur og var góður veiðimað- ur. Til útlanda höfum við ferðast saman og glaðst þar með vinum og félögum. Að leiðarlokum vil ég færa Hann- esi þakkir mínar fyrir vináttu hans og hjálpsemi við mig. Margréti eiginkonu hans, svo og fjölskyldu allri, sendum við Inga hugheilar samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng mun lifa. Garðar Halldórsson. Það var mjög erilsamur dagur í vinnunni, þegar ég fékk af því fregnir að Hannes hefði fengið áfall og verið fluttur á spítala. Í lögreglu- starfinu þurfum við oft að byrgja okkur fyrir tilfinningasemi og halda okkar striki þrátt fyrir að á reyni. Varð ég að gera það þennan dag enda lá mikið við. Samt leitaði hug- urinn aftur og aftur til Hannesar og lifði ég í voninni um að hann myndi hrista þetta af sér, enda alltaf verið frísklegur og vel á sig kominn. Þremur dögum síðar var Hannes látinn, langt um aldur fram. Leiðir okkar Hannesar lágu sam- an sumarið 1997, sem var tími mik- illa skipulagsbreytinga hjá lögregl- unni á Íslandi. Þá var embætti rannsóknarlögreglu ríkisins lagt niður og rannsóknir sakamála færð- ar undir stjórn lögreglustjóra í hverju umdæmi fyrir sig. Hannes hafði um langt skeið unnið hjá RLR og tók þátt í þessum miklu breyt- ingum. Hann var ráðinn sem nýr yf- irmaður í auðgunarbrotadeild lög- reglunnar í Reykjavík sem verið var að stofna í tengslum við þessar skipulagsbreytingar. Við Hannesi blasti krefjandi verkefni, að koma þessari nýju deild af stað og virkja þá rannsóknarlög- reglumenn, sem þangað réðust, til starfa. Þetta var fjölmenn deild sem samanstóð af eldri og reyndari lög- reglumönnum sem og ungum mönn- um með litla reynslu af rannsókn sakamála. Ég var í hópi þeirra ungu og reynsluminni. Hannes stóð sig vel í starfi og vissi nákvæmlega hvað hann var að gera. Hann tók okkur ungu menn- ina upp á sína arma og miðlaði okk- ur af reynslu sinni, sem virtist tak- markalaus. Hann var í raun lærimeistari okkar og kenndi okkur allt sem viðkemur rannsóknum sakamála. Búum við enn að þeirri þekkingu í dag. Fyrir mér var Hannes meira en yfirmaður og lærimeistari. Hann varð mér að nokkru leyti föður- ímynd í lögreglunni, hafði mikla trú á mér og bar hagsmuni mína fyrir brjósti. Þannig gat ég alltaf leitað til hans varðandi smátt sem stórt og fengið heilræði hans um þau málefni sem brunnu á mér hverju sinni. Þess mun ég sakna. Þegar Hannes var ráðinn til enn meiri ábyrgðarstarfa innan lögregl- unnar í Reykjavík beitti hann sér fyrir því að ég var settur í það starf sem hann hafði sinnt í auðgunar- brotadeildinni. Verð ég honum æv- inlega þakklátur fyrir það traust. Það var ekki bara í starfi sem leiðir okkar Hannesar lágu saman. Við vorum báðir félagar í Lögreglu- kór Reykjavíkur og sungum sömu rödd. Hannes var þar sem annars staðar áhrifamaður og var um langt skeið í stjórn kórsins. Á þeim vett- vangi áttum við oft góðar stundir saman. Ekki gerðum við mikil skil á leik og starfi og þannig voru saka- mál og rannsóknir oft til umræðu í kaffihléum á kóræfingum, eins átt- um við það til að taka góðar rokur í vinnunni og syngja stutt stef úr ein- hverju þeirra laga sem verið var að æfa í kórnum þá stundina. Þar sem ég er núverandi formað- ur Lögreglukórs Reykjavíkur vil ég fyrir hönd kórsins votta Margréti og fjölskyldu Hannesar okkar dýpstu samúð, jafnframt því sem við þökkum Hannesi fyrir óeigingjarnt starf í þágu kórsins. Minning hans mun lifa með okkur. Það tekur mig sárt að horfa á eftir kærum vini og félaga. Takk fyrir allt og allt – megi góður Guð geyma þig. Sveinn Ingiberg Magnússon. ✝ Halldór Stein-grímsson fæddist í Reykjavík 28. des- ember 1944. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut miðvikudaginn 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórunn Guðmunda Sigurðardóttir hús- móðir, f. 15. júní 1910, d. 5. júlí 1970, og Steingrímur Guð- mundsson málara- meistari, f. 28. sept- ember 1900, d. 5. maí 1978. Bræður Halldórs eru: Guð- mundur starfsmaður Sundhallar Reykjavíkur, f. 31. ágúst 1944, sonur hans er Ingólfur Þór, f. 2. desember 1974; og Karl J. Steingrímsson fram- kvæmdastjóri, f. 19. mars 1947, börn hans eru Aron Pét- ur, f. 8. júlí 1970, Styrmir Bjartur, f. 23. apríl 1978, Kar- lotta, f. 7. apríl 1979, og Hrafntinna Vikt- oría, f. 9. nóvember 1988. Útför Halldórs verður gerð frá Fríkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Við viljum kveðja þig með nokkr- um fátæklegum orðum elsku Hall- dór okkar. Á miðvikudagskvöldið var fengum við þær fréttir að þú værir dáinn. Bróðir þinn Guðmund- ur hringdi í okkur og tilkynnti okk- ur þessar sorgarfréttir. Ég sem talaði við þig í síma fyrir tveimur dögum og þú varst hjá okkur í heimsókn í síðustu viku og virtist allt í besta lagi hjá þér. Við kynntumst þér fljótlega eftir að við fluttumst á Skúlagötuna fyrir 5–6 árum. Það er svo erfitt að kveðja góðan vin eins og þig. Þú varst alltaf reiðubúinn að hjálpa okkur. Strák- unum þótti rosalega vænt um þig vegna barngæsku þinnar. Þú varst Guðjóni Inga sem besti afi og Jó- hann Stígur dýrkaði þig þótt lítill sé. Þú hafðir gaman af því að passa strákana okkar. Þú fórst mjög oft með Guðjón Inga út að leika. Stundum fenguð þið ykkur góðan göngutúr, þá fóruð þið niður að vita að skoða skipin sem lágu í höfninni og hentuð steinum svo þeir skopp- uðu á sjónum. Stundum þegar veð- ur var gott fóruð þið í ísbúðina á Laugaveginum og fenguð ykkur ís eða fóruð í Aktu-Taktu eða Svarta svaninn og keyptuð ykkur franskar. Þú varst alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd þegar við vorum í vanda. Eins leitaðir þú til okkar þegar eitthvað íþyngdi þér. Þegar þú vaknaðir snemma á morgnana og gast ekki sofið lengur fékkstu þér göngutúr með okkur út á leik- skólann og eins með Guðjón í skól- ann. Þegar annar hvor strákanna varð veikur og Eiríkur gat ekki tekið sér frí í vinnunni varst þú allt- af tilbúinn að hjálpa til. Síðasta vor fluttum við upp í Grafarvog. Þú varst mjög duglegur að koma og sitja hjá okkur í nokkra klukkutíma. Þú áttir auðvelt með að koma okkur öllum til að hlæja. Þú varst búinn að bjóða Guðjóni Inga í bíó hinn fyrsta september. Þú varst hjá okkur í mat um jólin og páskana síðustu og það var mjög gott að hafa þig. Við söknum þín. Guðjón Ingi brestur í grát þegar hann hugsar til þín. Þú varst veikur fyrir hjarta en við vitum að þú áttir marga góða daga. Við trúum því að þér líði betur núna á þeim stað sem þú ert á. Þakka þér fyrir allt. Guð blessi þig. Við vottum bræðrum þínum og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Minning þín mun ávallt hvíla í hjarta okkar. Belinda, Eiríkur, Guðjón Ingi, Hugi og Jóhann Stígur. Kæri bróðir, þegar ég hugsa til þess hvernig ég á að bera mig að við að kveðja þig hinstu kveðju koma fyrst upp í hugann minningar frá æskustöðvunum, Vesturbænum, þar sem við ólumst upp saman, ég örverpið, þú í miðið og Guðmundur bróðir elstur. Við fæddumst á Hringbrautinni, vorum KR-ingar af lífi og sál og héldum líklega meira til á KR-vellinum en heima hjá okk- ur. Þú æfðir og spilaðir eins og við með KR í yngri flokkunum og varst flinkur með boltann, hafðir næmt auga fyrir samleik, varst útsjón- arsamur og duglegur. Þú varst bestur af okkur bræðrunum í knatt- spyrnu og varst án efa eitt mesta knattspyrnuefni í KR á þeim tíma og fyrirmynd okkar sem iðkuðum knattspyrnu á þessum árum. En gæfan og aðstæður léku ekki við þig, þú hættir í fótbolta og fetaðir aðrar brautir og sóttir annan fé- lagsskap heim, sem þú síðan lifðir með og barðist við, elsku bróðir, með reisn fram í andlátið. Leiðir skildi fljótt en við héldum þó alltaf sambandi þrátt fyrir að við færum hvor sína leið. Þú valdir að vera til hlés. Samt varstu ekki feim- inn að eðlisfari. Stundum varstu hrókur alls fagnaðar og oft ánægð- ur með þig, geislaðir jafnvel af sjálfsánægju, þótt ekki gengi allt eftir í lífi þínu. Það hjálpaði þér oft þegar veikindi tóku að herja á þig. Aldrei vottaði fyrir vorkunnsemi í fari þínu, Dóri minn. Þú barst þig alltaf vel, gerðir ekki á hlut neins eða talaðir illa um nokkurn mann, varst þægilegur í umgengni og aldrei fyrir neinum. Við fráfall þitt var ég minntur á orðin fleygu úr Grettissögu, um að sitt er hvort gæfa eða gjörvileiki. Ásýnd barnsins litla er ljós, heil og fögur og síðan drengsins og ung- lingsins, og allt virðist bjart fram- undan en í raun veit enginn nema Guð einn, hvað bíða kann í framtíð- inni. Hversu oft höfum við ekki séð efnispilta bresta, vegna einhvers, sem ekki varð auga á komið að leyndist þar, en náði svo með tím- anum að krækja í viðkomandi og glepja á vafasamar brautir. Án þess að hægt væri að koma nógu fljótt til bjargar. Það er dapurlegt að horfa upp á slíkt, vitandi það, að í raun er einhver annar búinn að ná um stjórnartaumana, einhver sem vill ekki sleppa. Og oft er það svo að hinn sami fer með sigur af hólmi. En hjarta þess veika er samt alltaf eins, þrátt fyrir allt, stendur í raun og veru utan við þessa bar- áttu, er enn sem fyrr hlýtt, ljúft og göfugt. Eins og í þínu dæmi, kæri bróðir, sem ert nú horfinn á braut, langt um aldur fram. Ég minnist þín sem bróður sem ég elska. Þú áttir oft á brattann að sækja en varst með gott og stórt hjarta. Mið- vikudaginn 28. ágúst mæltum við okkur mót kl. 15. Upp úr kl. 14.30, um það leyti sem ég var að fara til fundar við þig, hringdi síminn og mér var tilkynnt andlát þitt. Degi þínum var lokið. Ég geng inn í nóttina. Ekki vegna þess að ég kjósi það, heldur vegna þess, að nóttin kemur. Ég veit ekki hversu lengi ég mun ganga í myrkrinu. Ég veit aðeins að dögunin fylgir öllum nóttum fyrr eða síðar. (Jón Bjarman.) Allt hefur sinn tíma. Nóttin er tími myrkurs og dauða. Öll horfum við fram á nótt, en henni mun fylgja dögun – fyrr eða síðar. Fyrst kemur hún sem örlítil skíma í austri en við vitum það eitt að hún kemur. Dóri minn, ég þakka þér fyrir tímann sem við áttum saman og fyrir samfylgdina, sem var alltof stutt. Guð blessi minningu þína, elsku bróðir. Karl J. Steingrímsson. HALLDÓR STEINGRÍMSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.