Morgunblaðið - 11.09.2002, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 37
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Snyrtifræðingar
Til leigu er herbergi með tækjum.
Einnig til leigu aðstaða fyrir nuddara.
Allar upplýsingar í síma 551 0311.
Bakarí — afgreiðsla
Okkur vantar duglegan og hressan starfskraft
til afgreiðslustarfa nú þegar. Vinnutími frá
kl. 13.00—18.30 alla virka daga. Framtíðarstarf.
Upplýsingar á staðnum eftir kl. 13.
Bakarinn á hjólinu,
Álfheimum 6.
Evrópuverkefni
í líftækni
Sérfræðingur í sameindaerfðafræði
Fullt starf við ferjun og tjáningu gena úr svepp-
um og fléttum. Doktors- eða meistaragráðu
krafist.
Starf við rekstur og stjórnun
Hálft starf sem getur hentað með námi.
Góð þekking á lífvísindum, færni í ensku og
áhugi á rekstri verkefna nauðsynlegur.
Upplýsingar veitir Ólafur S. Andrésson í símum
567 4700 og 864 2149.
Umsóknir sendist Tilraunastöð HÍ í meinafræði
að Keldum, 112 Reykjavík, eða til osa@hi.is
fyrir 18. september.
Við ráðningu er tekið mið af jafnréttisáætlun
Háskóla Íslands.
Samband íslenskra sveitarfélaga
Sviðsstjóri
Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir
að ráða sviðsstjóra á kjarasvið í tengslum við
endurskipulagningu á starfsemi sambandsins.
Starfið felst m.a. í yfirumsjón og ábyrgð
eftirtalinna verkefna:
■ Vinnu fyrir Launanefnd sveitarfélaga.
■ Vinnu við undirbúning og gerð kjarasamn-
inga.
■ Samskiptum við aðila vinnumarkaðarins.
■ Ráðgjöf varðandi vinnumarkaðs- og starfs-
mannamál.
■ Kjararannsóknum.
■ Þjónustu við sveitarfélög varðandi starfs-
mannamál.
Menntunar- og hæfniskröfur:
■ Háskólamenntun á sviði viðskipta og/eða
stjórnunar.
■ Reynsla af kjarasamningagerð.
■ Þekking á vinnumarkaðsmálum.
■ Reynsla af sveitarstjórnarmálum og stjórn-
unarstörfum.
■ Góð tölvukunnátta.
■ Góð samskiptahæfni.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknir skulu berast fyrir 20. september til
Þórðar Skúlasonar, framkvæmdastjóra
Sambands íslenskra sveitarfélaga, Háaleitis-
braut 11, 128 Reykjavík, sem veitir nánari upp-
lýsingar um starfið í síma 515 4900.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
BÍLAR
Þetta einstaka eintak til sölu. Árg. 2000,
ekinn aðeins 24 þús. kílómetra. Eins og
nýr. V6 - 194 hestöfl. Verð 3.200.000.
Engin skipti. Uppl. í síma 896 8555.
TIL SÖLU
Land til sölu
Bræðraland, skammt sunnan Húsavíkurkaup-
staðar, er til sölu, rúmir 13 ha. Til margra hluta
nytsamlegt. Upplýsingar gefa Örlygur Hnefill
Jónsson hdl., sími 464 1305 og Kristján Páls-
son, sími 464 1139 og 896 7790.
TILKYNNINGAR
Hafnarfjarðarbær
Auglýsing um breytingu
á deiliskipulagi fyrir
„Jófríðarstaðir — Skuld“
í Hafnarfirði
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi
sínum þann 3. september 2002 að auglýsa til
kynningar breytingu á deiliskipulagi fyrir
"Jófríðarstaði - Skuld" í Hafnarfirði í samræmi
við 1. mgr. 26.gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997 m.s.br.
Breytingin felur í sér stækkun til austurs á lóð
og byggingarreit fyrir leikskólann Hvamm og
færsla á stíg.
Breytingin verður til sýnis í afgreiðslu umhverf-
is- og tæknisviðs, Strandgötu 8 - 10, þriðju
hæð, frá 11. september 2002 - 10. október 2002.
Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskipu-
lagi.
Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta
er gefinn kostur á að gera athugasemdir við
breytinguna og skal þeim skilað skriflega til
bæjarskipulags í Hafnarfirði, eigi síðar en 25.
október 2002. Þeir sem ekki gera athugasemd
við breytinguna teljast samþykkir henni.
Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar.
Innköllun
vegna rafrænnar skráningar
hlutabréfa í SR-mjöl hf.
Mánudaginn 23. september 2002 verða
hlutabréf í SR-mjöl hf. tekin til rafrænnar skrán-
ingar hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í sam-
ræmi við ákvörðun stjórnar SR-mjöl hf. þar
að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti
með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim
tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrir-
tækinu í samræmi við ákvæði laga og reglu-
gerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa.
Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í SR-mjöl
hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru
öll í einum flokki og gefin út á nafn hluthafa.
Útgáfudags er getið á hverju bréfi.
Hér með er skorað á alla eigendur ofan-
greindra hlutabréfa sem telja nokkurn
vafa leika á að eignarhald þeirra sé rétti-
lega fært í hlutaskrá SR-mjöl hf. að stað-
reyna skráninguna með fyrirspurn til
hlutaskrár SR-mjöl hf., Kringlan 7, 103
Reykjavík eða í síma /netfangi 520 3300/
info@srmjol.is . Komi í ljós við slíka könn-
un að eigendaskipti hafi ekki verið skráð
ber eigendum að færa sönnur á þau gagn-
vart félaginu fyrir nefndan dag.
Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga
takmörkuð réttindi til ofangreindra hluta-
bréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á
framfæri við fullgilda reikningsstofnun,
þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða spari-
sjóð sem gert hefur aðildarsamning við
Verðbréfaskráningu Íslands hf. fyrir skrán-
ingardag.
Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu
hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því
er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafn-
framt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skrán-
ingar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa
til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að
undanskildum sjálfum skráningardeginum.
Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar
að fela reikningsstofnun umsjón með eignar-
hlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti
sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reiknings-
stofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning
í nafni viðkomandi hluthafa.
Stjórn SR-mjöl hf.
Til sveitarstjórnarmanna
frá Fjárlaganefnd Alþingis
Fjárlaganefnd Alþingis ráðgerir að gefa sveitar-
stjórnarmönnum kost á að eiga fund með
nefndinni dagana 23.—30. september nk. frá
kl. 8.30—18.00.
Uppl. og tímapantanir eru í síma 563 0405 frá
kl. 9.00—16.00 eigi síðar en 20. sept. nk.
Rannsóknaboranir á
vestursvæði við Kröflu í
Skútustaðahreppi
Mat á umhverfisáhrifum — úrskurður
Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt
lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif-
um. Fallist er á rannsóknaboranir á vestur-
svæði Kröflu í Skútustaðahreppi eins og þeim
er lýst í framlögðum gögnum framkvæmdar-
aðila.
Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu-
lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu
Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is .
Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til um-
hverfisráðherra og er kærufrestur til 16. októ-
ber 2002.
Skipulagsstofnun.
ATVINNUAUGLÝSINGAR
sendist á augl@mbl.is