Morgunblaðið - 11.09.2002, Side 40

Morgunblaðið - 11.09.2002, Side 40
40 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞINGMENN hófu hefðbundið þing- mannaþras í morgun og nú um hjúkr- unarheimilin. „Reykjavíkurborg hef- ur ekki haft frumkvæði að þeirri viljayfirlýs- ingu sem borgar- stjóri og heil- brigðisráðherra skrifuðu undir í vor.“ Þeir fullyrða að það sé „frum- kvæði“ borgar- innar sem vanti, en skipting kostn- aðar milli sveitarfélagsins og ríkisins er þannig að borgin greiðir 30% af byggingarkostnaði og hefur sam- þykkt það í borgarráði. Ríkið greiðir 60% og allan rekstrarkostnað. „Borg- in hefur ekki haft frumkvæði,“ segja þingmenn og þar með er langavit- leysan hafin sem endar (venjulega með vatnsgraut) í fjáraukalögunum en þessi einkennilegu lög notar rík- isvaldið til að fela það sem það veit að það á að gera og svo kasta þingmenn málum milli sín og segja svo á fram- boðsfundunum að þarna hafi nú verið hlaupið undir bagga! Þetta má ekki gerast núna. Þessi skrípaleikur má ekki fara á svið. Almenningur og allir íbúar landsins verða að gera sér ljóst að heilbrigðiskerfið mun hrynja á nokkrum árum ef fólkið í landinu kemur ekki og leggur allt í sölurnar. Líka beina peninga. Bjóðið fram ykkar peninga. Bjóðið fram 1% söluskatt í fimm ár. Þá pen- inga fáið þið margfalda til baka. Þótt loforð ríkisins og borgarinnar verði uppfyllt gerist nánast ekki neitt. Ég þekki vel þróun biðlista á öðru sviði. Neyðartilfellin eru elst og aftast. Þeim verður að bjarga. Svo mjakast listinn og þeir elstu fara í neyðarröð en þeir sem hægt væri að hæfa eða endurhæfa mjakast aftar. Þetta er ekki flókið að skilja. „Vöxtur heilbrigðiskerfisins“ heit- ir þetta á venjulegu mannamáli. „Ekki tap á spítulunum.“ „Vöxtur heilbriðiskerfisins“ er að heilbrigðis- kerfið þróist með þróuninni, að fylgst sé með nýrri tækni, nýjum lyfjum, nýjum stofnunum og nýrri þjónustu. Þetta er „vöxtur“ heilbrigðiskerfisins en ekki tap á spítulum eða öðrum stofnunum. Eitt skal þó varast og það er að miða okkur við kannski 1–5 bestu þjóðirnar en ana ekki áfram eins og við gerum stundum. Í þessum mála- flokki verður að gæta hófs. Þau mörk sem setja verður í velferðarþjóð- félögunum verða að vera ískalt val og þróun fari fram innan mögulegra marka. Sú siðferðislega spurning er komin til okkar líka en núna er bar- átta okkar niðri í grunninum og í henni ætti öll þjóðin að taka þátt – ekki aðeins einhvern tíma seinna, heldur strax í dag. Við eigum eftir að sjá mikið eftir því ef við gerum það ekki. HRAFN SÆMUNDSSON, fyrrv. atvinnumálafulltrúi. Þjóðin verður að koma með í slaginn Frá Hrafni Sæmundssyni: Hrafn Sæmundsson MÖRG orð hafa fallið um virkjanir og fallvötn landsins og um fegurð öræfa sem óbyggða. Öll þau orð eiga sér hljómgrunn hjá öllum þeim, sem hálendið hafa gist. Grein þessi á þó ekki að fjalla um fegurð himins og jarðar heldur hver eigi öll þessi her- legheit. Það er ekki langt síðan sveitar- stjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps lýsti því yfir, að hún myndi kæra úr- skurð Skipulagsstofnunar vegna byggingar Norðlingaölduveitu og synja Landsvirkjun um fram- kvæmdaleyfi. Það fylgdi og fréttinni, að þeir hygðust vinna að aðalskipu- lagi á svæðinu sunnan Hofsjökuls. Lög um þjóðlendur nr. 58 frá 10. júní 1998 fjalla um eignarrétt og nytjar hálendisins og heita lög um þjóðlendur. Lögin öðluðust gildi 1. júlí 1998. Þar segir: Þjóðlenda: Landsvæði utan eignarlanda, þó að einstakling- ar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi. 2. gr. kveður skýrt á um að ríkið sé eigandi lands og hlunninda. Ekki verður frekar vitnað beint í lögin í þessari stuttu grein, en þar kemur fram að virt er hefðbundin nýting hálendisins til beitar búfjár. Eins kemur fram að á þjóðlendum má ekkert rask gera án leyfis ráðherra, sem fer með eignina í umboði þjóð- arinnar. Hann hefur sér til ráðgjafar „samstarfsnefnd um málefni þjóð- lenda“ (sbr. 4. gr.) Ráðherra getur og skv. 4. gr. sett reglur um not þjóðlenda og skilyrði þar um til sveitarstjórnar. Því vaknar spurningin: Geta sveit- arstjórnir skipulagt og fest með lög- um aðalskipulag þjóðlenda sem þær eiga ekki? Þetta er áleitin spurning. Venju samkvæmt er það óeðlilegt að annar en eignaraðili ráðstafi eða breyti nýtingu eignar. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ætlar sér greinilega að gera þetta í skjóli beitar- og upprekstrarréttar, sem engan veginn er eignarréttur sam- kvæmt gildandi lögum nr 58/98. Það er óþarfi fyrir ólöglærðan mann að orðlengja þetta frekar, enda sá tilgangur einn með þessum línum að vekja athygli á skilnings- leysi undirritaðs á þessu máli. BRYNLEIFUR H. STEINGRÍMSSON, læknir, Sólvöllum 1, Selfossi. Um þjóðlendur og stjórnsýslu Frá Brynleifi H. Steingrímssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.