Morgunblaðið - 11.09.2002, Side 45

Morgunblaðið - 11.09.2002, Side 45
um svo pirraðir að við rústuðum sviðið í lokin á laginu „Stick’em Up“! Stuð með Tommy Lee Eftir skemmtilega dvöl og vel heppnaða tónleika í Ástralíu, lá leiðin loks heim (fyrir suma). Framundan var um sólarhringsflug heim til Íslands aftur og þriggja mánaða lotu nánast lokið. Ég ákvað þó að verða eftir í Los Angeles því hljóm- sveitin Switched bauð mér að rúlla með sér á Ozzfest í viku (tón- leikahátíð sem stýrt er af rokkkónginum Ozzy Osbourne). Ég þáði það með þökkum enda dágóður slatti af góð- um böndum á boð- stólum. Fyrsta Ozz- festið var í San Francisco í Kaliforníu og voru meðlimir Switched í góðu stuði enda hentaði Ozzfest þeim mun betur en Warped-hátíðin. Í millitíðinni höfðu þeir farið í tónleika- ferðalag til að hita upp fyrir Tommy Lee og hann var tíður gestur í Switched-rútunni þessa viku sem ég var með í för. Ég var ekki með bak- sviðspassa á þessum fyrstu tón- leikum en öðlingurinn Tommy Lee sá um að fylgja mér hvert sem ég vildi. Fyrst á dagskránni var að berja The Apex Theory augum en Quarashi voru svo heppnir að fá að hita upp fyrir þá í vor á MTV2-hátíðinni. Flestir meðlimir hljómsveitarinnar eru frá Armeníu og var söngvari þeirra áður trommari hjá System Of A Down (sem voru einmitt eitt af að- alnúmerum Ozzfest). Það var hrein unun að horfa og hlusta á Apex Theory. Þeir tóku nokkur vel valin lög af meistarastykkinu Topsy-Turvy og hátt í 5 þúsund manns tóku vel undir með þeim. Eitt allra skemmti- legasta rokkband dagsins í dag. Eftir að The Apex Theory hafði lokið sér af tók ég smátíma í að skoða svæðið. Ozzy var með nóg í boði eins og venjulega; hægt var að fara í teygju- stökk, fá sér húðflúr, kaupa sér föt af ýmsum toga, fá sér gat í líkam- ann og margt margt fleira. Nú fór að líða að hápunkti hátíðarinnar því sænsku snilling- arnir í Meshuggah voru við það að stíga á svið þegar ég kom úr labbitúrnum. Mes- huggah hafa aukið vin- sældir sínar til muna vestan hafs og sér- staklega eftir að Jack Osbourne (sonur Ozzy) fór að spila tónlistina þeirra í sjónvarpsþætt- inum The Osbournes sem er einn vinsælasti sjónvarpsþáttur Am- eríku um þessar mund- ir. Meshuggah steig á stokk með miklum lát- um og áhorfendur kunnu vel að meta níð- þunga tónlistina. Margir úr öðrum hljómsveitum hátíð- arinnar (Down, System Of A Down, Ozzy Osbo- urne og Glassjaw) voru mættir til að horfa á Svíana. Bróðurpartur efnisskrárinn- ar var af meistaraverkinu Chao- sphere en þeir tóku einnig nokkur lög af plötunni Destroy Erase Improve. Eftir tónleikana fór ég svo að veiða með einum af gítarleikurum sveit- arinnar og æfði mig í sænskunni. Hann sagði að sumarið hefði gengið framar öllum vonum og var ánægður með hversu marga nýja aðdáendur hljómsveitin hafði eignast. Ég spurði hvort það væru einhverjar líkur á að þeir myndu spila á Íslandi og var hann vongóður um að það myndi ger- ast einhverntímann í vor þegar dag- skránni í Bandaríkjunum væri lokið. Vonbrigði … en svo léttir Mestu vonbrigði Ozzfest voru Down (sem er samsuða úr Pantera, Corrosion Of Conformity og Crow- bar) með Phil Anselmo í broddi fylk- ingar. Þeir þurftu nánast hjálp á svið- ið vegna þess hversu dópaðir þeir voru og gátu svo varla spilað þegar þangað var komið. Ekki mikil fag- mennska þar á ferð. Eftir að hafa horft á Hatebreed, System Of A Down og Rob Zombie var loksins komið að aðalnúmeri hátíðarinnar, sjálfum Ozzy Osbourne. Hljómsveit hans var stjörnum prýdd svo ekki sé meira sagt. Sjálfur Zakk Wylde á gít- arnum, Mike Bordin úr Faith No More á trommum og Rob Trujillo úr Suicidal Tendencies á bassa. Ozzy hóf tónleikana á að spila 10 mínútna kynningarmyndband fyrir viðstadda þar sem hann hann gerði nett grín að Madonnu, Ali G, Saddam Hussein og fleirum. Hann steig svo loks sjálfur á svið við mikinn fögnuð áhorfenda og hóf leikinn. Ætla má að um 60 þús- und manns hafi verið á stóra sviðinu meðan hann spilaði. Hann tók nokkur vel valin Black Sabbath-lög í bland við eigið efni og djöflaðist fram og aftur sviðsenda á milli allan tímann. Alveg merkilegt að hann skuli geta þetta ennþá, fimmtugur maðurinn. Eftir tónleikana tók ég stefnuna á Los Angeles en ég þurfti að ná flug- vél til London daginn eftir. Fyrir lá að spila á einum tónleikum með Switched í Camden í London og fljúga svo heim daginn eftir. Ég varð orðinn langeygur eftir heimförinni enda búinn að vera á ferðalagi í þrjá og hálfan mánuð samfleytt. En þegar uppi var staðið var þessi ferð í alla staði frábær og sannarlega einstök forréttindi að fá að hafa feng- ið að taka þátt í þessu ævintýri með Quarashi-strákunum. Tarfurinn sjálfur lætur gítarinn væla. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 45 Skráning er í síma 565-9500 Undirstaða árangursríkrar símenntunar er góður lestrarhraði. Byrjaðu á grunninum og gerðu eftirleikinn auðveldan. Höldum hraðlestrarnámskeið í fyrirtækjum og stofnunum símenntun Næsta almenna námskeið hefst 24. september. www.h.is HRAÐLESTRARSKÓLINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.