Morgunblaðið - 15.09.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum
Konur í læri
um stjórnmál
NEFND um aukinnhlut kvenna ístjórnmálum var
skipuð árið 1998 af félags-
málaráðherra, Páli Pét-
urssyni, að undangenginni
þingsályktunartillögu sem
samþykkt var á Alþingi í
júní sama ár. Tillagan var
borin fram af sex konum
og sex körlum úr öllum
stjórnmálaflokkum á Al-
þingi. Í nefndinni sitja
fulltrúar allra stjórnmála-
flokka sem sæti eiga á Al-
þingi, fulltrúi frá Kven-
réttindafélagi Íslands og
Jafnréttisstofu. Nefndin
hefur síðan hún hóf störf í
október 1998 unnið að
bættum hlut kvenna í
stjórnmálum og hefur Una
María Óskarsdóttir verið
verkefnisstjóri nefndarinnar í
hlutastarfi. Nefndin hefur staðið
fyrir margvíslegum verkefnum,
s.s. auglýsingaherferðum, útgáfu,
námskeiðum, fundum og sérstakri
fundaherferð til þess að fá fjöl-
miðla til þess að gefa konum jafnt
og körlum sem jöfnust tækifæri í
fjölmiðlum.
„Nokkuð hefur áunnist, en enn
er mikilvægt verk að vinna,“ segir
Una María. „Hlutur kvenna á Al-
þingi er nú 35%, en var fyrir kosn-
ingar 1999 25%, hlutur kvenna í
sveitarstjórnum er nú 31%, en var
fyrir kosningar 2002 28%. Í að-
draganda þingkosninga sem
haldnar verða hinn 10. maí 2003
vill nefnd um aukinn hlut kvenna í
stjórnmálum hvetja konur til þess
að kynnast störfum kvenna á Al-
þingi og kvenna í sveitarstjórn-
um.“
– Hvernig verður þeirri hvatn-
ingu háttað?
„Hinn 1. október nk. hyggst
nefndin hrinda af stað verkefninu
Konur í læri – dagar í lífi stjórn-
málakvenna. Nefndin hefur sent
bréf til þeirra 23 kvenna sem sitja
á Alþingi og þeirra 205 kvenna
sem sitja í sveitarstjórnum og
óskað eftir því að þær taki þátt í
verkefninu. Nefndin hefur gert
samkomulag við ASÍ, BSRB, VR,
BHM, SÍB, SA, SFR, Eflingu og
Bændasamtök Íslands um að þau
hvetji konur innan sinna raða til
þess að taka þátt í verkefninu.
Stjórn stjórnmálafræðiskorar HÍ
með milligöngu Jafnréttisnefndar
HÍ hefur einnig ákveðið að gefa
þeim kvennemendum sem taka
þátt í verkefninu kost á að nýta
sér verkefnið til einnar einingar
með því að skrifa ritgerð um þátt-
töku sína. Þá hefur verið leitað til
sveitarfélaga og jafnréttisnefnda
þeirra um að stjórnmálakonur
verði hvattar til þess að taka þátt í
verkefninu.“
– Hvert er markmiðið með
verkefninu?
„Markmiðið með verkefninu er
að koma á samskiptum stjórn-
málakvenna og kvenna sem hafa
áhuga á að kynna sér stjórnmála-
starf. Tilgangurinn er að konur fái
fræðslu um að stjórn-
málastarf sé ekki síður
fyrir konur en karla.
Einnig að fá umfjöllun
fjölmiðla um mikilvægt
starf stjórnmála-
kvenna. Það er nú einu sinni svo
að kynin hafa í gegnum tíðina ekki
hlotið samskonar uppeldi, mennt-
un og reynslu. Við vitum að þegar
við tökum ákvarðanir þá byggjast
þær m.a. á þessum þáttum. Það er
einmitt þess vegna sem bæði kyn-
in þurfa að taka saman þátt í
stjórnmálum því þar eru teknar
ákvarðanir sem hafa áhrif á bæði
kynin sem byggja landið.“
– Hversu lengi stendur verk-
efnið?
„Ætlunin er að verkefnið hefjist
formlega við setningu Alþingis
hinn 1. október nk. og standi til
nóvemberloka. Verkefnið er hugs-
að þannig að konur á Alþingi og
konur í sveitarstjórnum hafi sam-
ráð við lærling sinn um hvenær
lærlingurinn getur komið og
fylgst með. Má áætla að einu sinni
til tvisvar í viku geti verið raun-
hæft viðmið í þessar átta vikur.
Við höfum fengið mjög góð við-
brögð frá konum vítt og breitt um
landið. Samstarfsaðilarnir, sam-
tök launþega og atvinnulífs, eru
nú í fullum gangi að hvetja sínar
konur til þátttöku. Það er full
ástæða til þess að þakka þeim fyr-
ir að stuðla að framgangi verkefn-
isins og sýnir það mikla framsýni
af þeirra hálfu. Við erum sann-
færðar um að verkefnið geti ein-
mitt gagnast félögunum beint á
þann hátt að umræða um að fleiri
konur taki þátt í að móta sam-
félagið hafi þau áhrif að fleiri kon-
ur taki þátt í störfum innan fé-
lagsins. Nöfn kvenna sem vilja
verða lærlingar eru að streyma
inn og eins nöfn kvenna á Alþingi
og kvenna í sveitarstjórnum.
Verkefnið stendur og fellur með
þátttöku beggja þessara hópa.“
– Hvernig geta konur skráð sig
til þátttöku?
„Við viljum hvetja sveitar-
stjórnarkonur, konur á Alþingi og
konur sem hafa áhuga
á stjórnmálum til þess
að hafa samband við
nefndina og tilkynna
sig til þátttöku, ef þær
hafa ekki þegar látið
verða af því, fyrir fimmtudaginn
19. september nk. Netfang nefnd-
ar um aukinn hlut kvenna í stjórn-
málum er: fleirikonuristjornmal-
@fel.stjr.is. Þá hvetjum við til
þess að þeir lærlingar sem taka
þátt í verkefninu hvaðan sem er af
landinu og eiga heimangengt
verði á þingpöllum þegar Alþingi
verður sett hinn 1. október og veki
þar með athygli á verkefninu.“
Una María Óskarsdóttir
Una María Óskarsdóttir frá
Laugum í Þingeyjarsýslu er
fædd 19. september 1962. Hún er
uppeldis- og menntunarfræð-
ingur frá HÍ og hefur verið verk-
efnisstjóri nefndar um aukinn
hlut kvenna í stjórnmálum frá
upphafi. Var áður ritstjóri Skin-
faxa, málgagns Ungmennafélags
Íslands. Hefur verið formaður
Íþrótta- og tómstundaráðs Kópa-
vogs frá 1998, einnig formaður
Þingeyingafélagsins í Reykjavík
og nágrenni frá 2001. Eigin-
maður Unu Maríu er Helgi
Birgisson hrl. og eiga þau börnin
Elínu Ósk, Birgi Ólaf og Diljá.
Enn er mik-
ilvægt verk
að vinna
BJARNI Jón Finnsson, sem býr í Vík, er farinn að safna
melgrasfræi fyrir Landgræðslu ríkisins á söndunum
fyrir austan Víkurkauptún. Hann slær með heima-
tilbúinni sláttuvél sem hann hefur fest á gamlan þýskan
hertrukk af Bens-gerð.
Þegar fréttaritari Morgunblaðsins hitti Bjarna var
hann að byrja sláttinn. Hann segir að fræöflunin verði
með minna móti þetta haustið vegna mikilla fræbirgða
hjá Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti. Bjarni Jón
segir fræið vel þroskað og því gott hráefni. Hann segir
þýska hertrukkinn hafa komið vel út við sláttinn enda
gerður til að fara ótroðnar slóðir.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Melsláttur í Mýrdalnum
Fagradal. Morgunblaðið
GUÐMUNDUR Lárusson, stjórnar-
formaður Kjötframleiðenda hf., sem
er útflutningsfyrirtæki í eigu bænda
í sauðfjárrækt, hrossarækt og naut-
griparækt, segir að í óefni stefni með
útflutning á lambakjöti eftir að út-
flutningsskylda vegna haustslátrun-
ar var lækkuð með ákvörðun land-
búnaðarráðherra. Eins og fram
hefur komið í Morgunblaðinu gerðu
Bændasamtökin kröfu um 28% út-
flutningsskyldu, einkum vegna mik-
illa birgða, en ráðherra kvað upp úr
um að flytja mætti út 25% af því
lambakjöti sem til félli í þessum
mánuði og út október nk.
„Þessi ákvörðun landbúnaðarráð-
herra ýtir enn undir vandann í sauð-
fjárrækt. Lambakjötið selst ekki
meira hér innanlands en það hefur
gert, sama hvað ráðherra segir.
Meiri hætta er á undirboðum ef
menn þurfa að afsetja enn meira
magn hér heima. Ég tel að þetta hafi
verið ákaflega slæm ákvörðun hjá
ráðherra og snerti ekki aðeins sauð-
fjárbændur heldur kjötmarkaðinn í
heild,“ segir Guðmundur Lárusson.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær áforma nokkrir svína-
bændur útflutning á svínakjöti til
Færeyja og jafnvel fleiri landa í sam-
ráði við Kjötframleiðendur hf. Guð-
mundur segir að forsenda fyrir út-
flutningnum til Færeyja hafi verið
tilkoma landamærastöðvar þar í
landi fyrir lamba- og svínakjöt sem
gefi möguleika á flytja þangað ferskt
kjöt sjóleiðis. Það hafi skipt sköpum.
Telur Guðmundur að í Færeyjum
eigi að vera hægt að fá sama verð
fyrir svínakjöt og hér á landi. Hann
segir möguleika vera fyrir hendi á
útflutningi annarra afurða, s.s. á
eggjum, kjúklingum og nautakjöti,
en þar virðist sem jafnvægi sé á
markaði innanlands.
Vaxandi útflutningur
á hrossakjöti
Útflutningur á hrossakjöti hefur
skapað Kjötframleiðendum hf. einna
mestar tekjur, en fyrirtækið velti á
síðasta ári um 130 milljónum króna.
Guðmundur segir að frá árinu 1997
hafi sífellt fleiri hrossum verið slátr-
að vegna útflutnings. Slátrunin fer
að mestu fram hjá Sláturfélagi Suð-
urlands á Selfossi og Kaupfélagi V-
Húnvetninga á Hvammstanga. Á
þessu ári stefnir í að kjöt af um fjög-
ur þúsund hrossum verði flutt út sem
er talsverð aukning frá síðasta ári.
Stærsti markaðurinn er á Ítalíu en
einnig fer nokkurt magn til Japans.
Guðmundur bendir á að um einka-
framtak sé að ræða og fari því fram
án opinbers stuðnings. Keppt sé við
heimsmarkaðsverð hverju sinni á
sama tíma og margar þjóðir haldi
uppi kerfi útflutningsbóta, sem hafi
verið aflagt hér árið 1991.
Talsmaður Kjötframleiðenda hf. um kindakjötsframleiðslu
Stefnir í óefni vegna
minni útflutningsskyldu