Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum Konur í læri um stjórnmál NEFND um aukinnhlut kvenna ístjórnmálum var skipuð árið 1998 af félags- málaráðherra, Páli Pét- urssyni, að undangenginni þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi í júní sama ár. Tillagan var borin fram af sex konum og sex körlum úr öllum stjórnmálaflokkum á Al- þingi. Í nefndinni sitja fulltrúar allra stjórnmála- flokka sem sæti eiga á Al- þingi, fulltrúi frá Kven- réttindafélagi Íslands og Jafnréttisstofu. Nefndin hefur síðan hún hóf störf í október 1998 unnið að bættum hlut kvenna í stjórnmálum og hefur Una María Óskarsdóttir verið verkefnisstjóri nefndarinnar í hlutastarfi. Nefndin hefur staðið fyrir margvíslegum verkefnum, s.s. auglýsingaherferðum, útgáfu, námskeiðum, fundum og sérstakri fundaherferð til þess að fá fjöl- miðla til þess að gefa konum jafnt og körlum sem jöfnust tækifæri í fjölmiðlum. „Nokkuð hefur áunnist, en enn er mikilvægt verk að vinna,“ segir Una María. „Hlutur kvenna á Al- þingi er nú 35%, en var fyrir kosn- ingar 1999 25%, hlutur kvenna í sveitarstjórnum er nú 31%, en var fyrir kosningar 2002 28%. Í að- draganda þingkosninga sem haldnar verða hinn 10. maí 2003 vill nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum hvetja konur til þess að kynnast störfum kvenna á Al- þingi og kvenna í sveitarstjórn- um.“ – Hvernig verður þeirri hvatn- ingu háttað? „Hinn 1. október nk. hyggst nefndin hrinda af stað verkefninu Konur í læri – dagar í lífi stjórn- málakvenna. Nefndin hefur sent bréf til þeirra 23 kvenna sem sitja á Alþingi og þeirra 205 kvenna sem sitja í sveitarstjórnum og óskað eftir því að þær taki þátt í verkefninu. Nefndin hefur gert samkomulag við ASÍ, BSRB, VR, BHM, SÍB, SA, SFR, Eflingu og Bændasamtök Íslands um að þau hvetji konur innan sinna raða til þess að taka þátt í verkefninu. Stjórn stjórnmálafræðiskorar HÍ með milligöngu Jafnréttisnefndar HÍ hefur einnig ákveðið að gefa þeim kvennemendum sem taka þátt í verkefninu kost á að nýta sér verkefnið til einnar einingar með því að skrifa ritgerð um þátt- töku sína. Þá hefur verið leitað til sveitarfélaga og jafnréttisnefnda þeirra um að stjórnmálakonur verði hvattar til þess að taka þátt í verkefninu.“ – Hvert er markmiðið með verkefninu? „Markmiðið með verkefninu er að koma á samskiptum stjórn- málakvenna og kvenna sem hafa áhuga á að kynna sér stjórnmála- starf. Tilgangurinn er að konur fái fræðslu um að stjórn- málastarf sé ekki síður fyrir konur en karla. Einnig að fá umfjöllun fjölmiðla um mikilvægt starf stjórnmála- kvenna. Það er nú einu sinni svo að kynin hafa í gegnum tíðina ekki hlotið samskonar uppeldi, mennt- un og reynslu. Við vitum að þegar við tökum ákvarðanir þá byggjast þær m.a. á þessum þáttum. Það er einmitt þess vegna sem bæði kyn- in þurfa að taka saman þátt í stjórnmálum því þar eru teknar ákvarðanir sem hafa áhrif á bæði kynin sem byggja landið.“ – Hversu lengi stendur verk- efnið? „Ætlunin er að verkefnið hefjist formlega við setningu Alþingis hinn 1. október nk. og standi til nóvemberloka. Verkefnið er hugs- að þannig að konur á Alþingi og konur í sveitarstjórnum hafi sam- ráð við lærling sinn um hvenær lærlingurinn getur komið og fylgst með. Má áætla að einu sinni til tvisvar í viku geti verið raun- hæft viðmið í þessar átta vikur. Við höfum fengið mjög góð við- brögð frá konum vítt og breitt um landið. Samstarfsaðilarnir, sam- tök launþega og atvinnulífs, eru nú í fullum gangi að hvetja sínar konur til þátttöku. Það er full ástæða til þess að þakka þeim fyr- ir að stuðla að framgangi verkefn- isins og sýnir það mikla framsýni af þeirra hálfu. Við erum sann- færðar um að verkefnið geti ein- mitt gagnast félögunum beint á þann hátt að umræða um að fleiri konur taki þátt í að móta sam- félagið hafi þau áhrif að fleiri kon- ur taki þátt í störfum innan fé- lagsins. Nöfn kvenna sem vilja verða lærlingar eru að streyma inn og eins nöfn kvenna á Alþingi og kvenna í sveitarstjórnum. Verkefnið stendur og fellur með þátttöku beggja þessara hópa.“ – Hvernig geta konur skráð sig til þátttöku? „Við viljum hvetja sveitar- stjórnarkonur, konur á Alþingi og konur sem hafa áhuga á stjórnmálum til þess að hafa samband við nefndina og tilkynna sig til þátttöku, ef þær hafa ekki þegar látið verða af því, fyrir fimmtudaginn 19. september nk. Netfang nefnd- ar um aukinn hlut kvenna í stjórn- málum er: fleirikonuristjornmal- @fel.stjr.is. Þá hvetjum við til þess að þeir lærlingar sem taka þátt í verkefninu hvaðan sem er af landinu og eiga heimangengt verði á þingpöllum þegar Alþingi verður sett hinn 1. október og veki þar með athygli á verkefninu.“ Una María Óskarsdóttir  Una María Óskarsdóttir frá Laugum í Þingeyjarsýslu er fædd 19. september 1962. Hún er uppeldis- og menntunarfræð- ingur frá HÍ og hefur verið verk- efnisstjóri nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum frá upphafi. Var áður ritstjóri Skin- faxa, málgagns Ungmennafélags Íslands. Hefur verið formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Kópa- vogs frá 1998, einnig formaður Þingeyingafélagsins í Reykjavík og nágrenni frá 2001. Eigin- maður Unu Maríu er Helgi Birgisson hrl. og eiga þau börnin Elínu Ósk, Birgi Ólaf og Diljá. Enn er mik- ilvægt verk að vinna BJARNI Jón Finnsson, sem býr í Vík, er farinn að safna melgrasfræi fyrir Landgræðslu ríkisins á söndunum fyrir austan Víkurkauptún. Hann slær með heima- tilbúinni sláttuvél sem hann hefur fest á gamlan þýskan hertrukk af Bens-gerð. Þegar fréttaritari Morgunblaðsins hitti Bjarna var hann að byrja sláttinn. Hann segir að fræöflunin verði með minna móti þetta haustið vegna mikilla fræbirgða hjá Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti. Bjarni Jón segir fræið vel þroskað og því gott hráefni. Hann segir þýska hertrukkinn hafa komið vel út við sláttinn enda gerður til að fara ótroðnar slóðir. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Melsláttur í Mýrdalnum Fagradal. Morgunblaðið GUÐMUNDUR Lárusson, stjórnar- formaður Kjötframleiðenda hf., sem er útflutningsfyrirtæki í eigu bænda í sauðfjárrækt, hrossarækt og naut- griparækt, segir að í óefni stefni með útflutning á lambakjöti eftir að út- flutningsskylda vegna haustslátrun- ar var lækkuð með ákvörðun land- búnaðarráðherra. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu gerðu Bændasamtökin kröfu um 28% út- flutningsskyldu, einkum vegna mik- illa birgða, en ráðherra kvað upp úr um að flytja mætti út 25% af því lambakjöti sem til félli í þessum mánuði og út október nk. „Þessi ákvörðun landbúnaðarráð- herra ýtir enn undir vandann í sauð- fjárrækt. Lambakjötið selst ekki meira hér innanlands en það hefur gert, sama hvað ráðherra segir. Meiri hætta er á undirboðum ef menn þurfa að afsetja enn meira magn hér heima. Ég tel að þetta hafi verið ákaflega slæm ákvörðun hjá ráðherra og snerti ekki aðeins sauð- fjárbændur heldur kjötmarkaðinn í heild,“ segir Guðmundur Lárusson. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær áforma nokkrir svína- bændur útflutning á svínakjöti til Færeyja og jafnvel fleiri landa í sam- ráði við Kjötframleiðendur hf. Guð- mundur segir að forsenda fyrir út- flutningnum til Færeyja hafi verið tilkoma landamærastöðvar þar í landi fyrir lamba- og svínakjöt sem gefi möguleika á flytja þangað ferskt kjöt sjóleiðis. Það hafi skipt sköpum. Telur Guðmundur að í Færeyjum eigi að vera hægt að fá sama verð fyrir svínakjöt og hér á landi. Hann segir möguleika vera fyrir hendi á útflutningi annarra afurða, s.s. á eggjum, kjúklingum og nautakjöti, en þar virðist sem jafnvægi sé á markaði innanlands. Vaxandi útflutningur á hrossakjöti Útflutningur á hrossakjöti hefur skapað Kjötframleiðendum hf. einna mestar tekjur, en fyrirtækið velti á síðasta ári um 130 milljónum króna. Guðmundur segir að frá árinu 1997 hafi sífellt fleiri hrossum verið slátr- að vegna útflutnings. Slátrunin fer að mestu fram hjá Sláturfélagi Suð- urlands á Selfossi og Kaupfélagi V- Húnvetninga á Hvammstanga. Á þessu ári stefnir í að kjöt af um fjög- ur þúsund hrossum verði flutt út sem er talsverð aukning frá síðasta ári. Stærsti markaðurinn er á Ítalíu en einnig fer nokkurt magn til Japans. Guðmundur bendir á að um einka- framtak sé að ræða og fari því fram án opinbers stuðnings. Keppt sé við heimsmarkaðsverð hverju sinni á sama tíma og margar þjóðir haldi uppi kerfi útflutningsbóta, sem hafi verið aflagt hér árið 1991. Talsmaður Kjötframleiðenda hf. um kindakjötsframleiðslu Stefnir í óefni vegna minni útflutningsskyldu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.