Morgunblaðið - 15.09.2002, Qupperneq 11
í byggð notast í almenningsveitur og
fiskeldi. Ef tekið yrði 1% af árlegu
vatnsmagni til viðbótar til útflutnings
myndi þýða um 100 til 150 milljónir
tonna af vatni. Drykkjarvatn selst
víða á 25–40 kr. lítrinn og verð á góðu
vatni mun án efa fara hækkandi. Til
samanburðar má nefna að um 1 millj-
ón tonna af eldsneyti er flutt til lands-
ins á hverju ári, og fiskútflutningur
nemur nokkrum hundruðum þúsunda
tonna á ári. Hér er því um gríðarlegt
magn af nýtanlegu, góðu neysluvatni
að ræða, sem sjálfsagt er að nota til
útflutnings. Það hefur vissulega verið
reynt, en mistekist fram að þessu til
langframa. Tel ég að með skilningi og
stuðningi stjórnvalda og skýrara
lagaumhverfi um vatnið mætti auð-
velda mönnum að koma á fót nýrri
starfsgrein og öflugum útflutningi.
Vænlegastir eru langtímasamningar
um vatnssölu. Við þurfum ekki að
keppa við þekkt nöfn í vatnssölunni,
heldur ættum við að finna okkur nýj-
an vettvang til vatnssölunnar. Svo
virðist sem um ýmsar leiðir sé að
ræða,“ bætir hún við.
Nauðsynlegt að setja
vatnsmál undir einn hatt
Nauðsynlegt er, að mati Katrínar,
að ein stofnun haldi utan um rann-
sóknir og þekkingaröflun á gæðum og
magni vatns hér á landi. „Eftirlit með
neysluvatni er í góðum höndum Holl-
ustuverndar, nú Umhverfisstofnunar,
og heilbrigðisnefnda sveitarfélaga og
engin ástæða til að breyta því.“ Eðli-
legast telur hún að Orkustofnun hafi
að öðru leyti með málefni kalda vatns-
ins að gera, enda hafi þar farið fram
mikil rannsóknarvinna undanfarna
áratugi. „Vatnið fellur undir fjölda
laga og reglugerða, sem er alveg með
ólíkindum. Þar þarf að setja málin
undir einn hatt svo að vatnið fái verð-
ugan sess sem auðlind. Með þeim
hætti má kortleggja möguleikana
sem í vatninu liggja og fela svo einka-
aðilum að kanna útflutning. Ef rétt er
að málum staðið er hér um mikilvæga
búgrein að ræða fyrir þjóðarbúið.“
Freysteinn Sigurðsson á Orku-
stofnun er sammála Katrínu hvað
þetta varðar. „Það þarf að koma betra
skipulagi á neysluvatnsbúskapinn, án
þess að það þurfi að þýða skerðingu
frelsis vatnsútflytjenda eða annarra
sem fást við vatnsmál hér á landi.
Eðlilegt væri að fela Orkustofnun
þessi mál. Starfsmenn hennar hafa
unnið mikið að þessum málum og búa
yfir mikilli þekkingu.“
bjarniben@mbl.is
Morgunblaðið/Rax
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 11
J ÓHANN Guðlaugsson viðskipta-fræðingur skrifaði lokaritgerðsína í Háskólanum í Reykjavík
um vatnsútflutning. „Þetta er
heillandi viðfangsefni og Íslendingar
hafa haft mikla trú á vatninu sem út-
flutningsvöru. Við teljum vöruna vera
einstaklega góða og auðseljanlega.
Hins vegar hefur ekkert fyrirtæki
sem reynt hefur vatnsútflutning náð
tilætluðum árangri. Í ritgerðinni leit-
ast ég við að svara því hvort í raun og
veru sé hagkvæmt að flytja út vatn,“
segir hann.
Nokkur atriði torvelda útflutning
„Spurningin er í raun hvað fór úr-
skeiðis. Við því eru nokkur svör. Flest-
ir sem hafa reynt útflutning hafa farið
sömu leið, en hægt er að selja vöruna á
fjöldamarga vegu. Heimildir um ís-
lenskt vatn eru oft ekki mjög góðar,
ýmsu er slegið fram sem ekki á við rök
að styðjast. Þar er bæði alhæft og ýkt.
Aðstæður verðandi útflytjenda eru
þess vegna ekki mjög hentugar. Vatnið
er mjög gott að okkar mati og ekkert
til fyrirstöðu hvað það varðar. Það er
mjög steinefnasnautt en syðst í Evr-
ópu er því haldið fram að steinefnaríkt
vatn sé hollara. Þannig verða sérkenni
íslenska vatnsins því til trafala á Evr-
ópumarkaði en í Bandaríkjunum þykir
þetta kostur. Svona atriði verða að
vera útflytjanda ljós áður en ráðist er í
málið.“
Markaðssetningin mikilvæg
„Hins vegar verður að fara varlega
í markaðssetninguna. Að mínu mati
er nauðsynlegt að koma upp neti sölu-
manna og beina sjónum að dreifing-
araðilum í stað þess að reyna mark-
aðssetningu beint til neytenda.
Auglýsingakostnaður verður of mikill
og áróðurinn nær ekki eyrum neyt-
enda. Hins vegar, ef varan er kynnt
vel fyrir heildsölum og verslunum, má
ná mun betri árangri.
Ég tel vatnsútflutning mjög vel
mögulegan. Það þarf töluvert fjár-
magn til, sérstaklega til þess að kom-
ast yfir fyrsta hjallann. Ekki er væn-
legt að sökkva sér í skuldir meðan
markaðssetning er í reifum. Ég tel að
ef íslenskir útflytjendur myndu skapa
sér sérstakan sess og kynna vöruna
sem eitthvað nýtt og spennandi, í stað
þess að reyna að keppa við stóra selj-
endur vatns í heiminum, myndi skap-
ast svigrúm til sölu á vörunni. Einnig
er magnið mjög mikilvægt ef ekki er
um að ræða mikið magn nær salan
ekki að verða ábatasöm,“ segir Jó-
hann.
Davíð Scheving Thorsteinsson,
fyrrverandi framkvæmdastjóri og
vatnsútflytjandi, var leiðbeinandi Jó-
hanns við skrif ritgerðinnar. „Mér
finnst sannarlega sjálfsagt að skil-
greina hið ferska vatn Íslendinga sem
auðlind. Þó að útflutningur vatns hafi
ekki gengið að óskum hingað til mun
eflaust koma sá dagur að útflutning-
urinn mun standa undir sér og því er
nauðsynlegt að vernda þessa auðlind
okkar sem best við getum,“ segir
Davíð.
Mjög erfitt að selja vatn
Orkuveitan, þáverandi Vatnsveita
Reykjavíkur, tók þátt í stofnun Þórs-
brunns hf. Guðmundur Þóroddsson
forstjóri segir Vatnsveituna hafa lagt
til þekkinguna á vatninu og vatnið
sjálft. „Framan af gekk allt vel, en
fyrir um ári var ráðist í mikla mark-
aðssókn sem misheppnaðist vegna
kreppuástands í Bandaríkjunum. Af
þeim sökum lenti fyrirtækið í fjár-
hagsvanda sem lauk með að vöru-
merki og tæki voru seld Ölgerðinni
Agli Skallagrímssyni,“ segir Guð-
mundur.
„Það er mjög erfitt að selja vatn,
það er fyrst og fremst markaðssetn-
ing, en vatnið sjálft skiptir minna
máli. Þó að það sé rétt að við eigum
mikið af góðu vatni er líka til gott vatn
víða annars staðar. Útflutningurinn
krefst mikillar þolinmæði og lang-
tímafjármagns. Miklu skiptir að ná
samningum um að selja vatn í versl-
unum, þar sem aðeins fáar tegundir
vatns komast í hillurnar. Neytandinn
sjálfur er ekki aðalatriði, hann kaupir
eðlilega ekki þá vöru sem hann kemst
ekki að. Að sama skapi er vatnssölu
mjög mikilvægt að hafa gott dreifi-
kerfi sem veitir búðum fyrirtaks þjón-
ustu og á auðvelt með að afgreiða vatn
oft í viku. Ég tel að Íslendingar eigi
möguleika í vatnsútflutningi. Ímynd
landsins er hrein og hjálpar til við
markaðssetningu.“
Guðmundur telur útflutning vatns
á tankskipum ekki mjög vænlegan, að
minnsta kosti ekki viðskiptalega.
„Hins vegar væri mögulegt að bregð-
ast við neyðarástandi vegna vatns-
skorts í öðrum löndum. Hins vegar
eru gróðamöguleikar á sölu vatns til
fjarlægra, fátækra landa, litlir að
mínu mati.“
Þrjú fyrirtæki um þessar mundir
Um þessar mundir eru þrjú vatns-
sölufyrirtæki á Íslandi. Þau eru Za-
nus Rex, Íslenska vatnsfélagið og Öl-
gerðin Egill Skallagrímsson. Jón
Diðrik Jónsson, forstjóri Ölgerðarinn-
ar Egils Skallagrímssonar, segir að
eftir að fyrirtækið hafi keypt tæki og
vörumerki Þórsbrunns hf. hafi út-
flutningi verið haldið áfram til Banda-
ríkjanna og verið sé að athuga mark-
aði í Evrópu. „Við eigum vörumerkin
Iceland Spring og Thorspring og höf-
um haldið sölu vatnsins áfram í
Bandaríkjunum eftir að við tókum yf-
ir vörumerkin og tækin,“ segir Jón
Diðrik. „Fyrirtækið hefur áhuga á að
halda áfram útflutningi á vatni til út-
landa. Hins vegar teljum við fyrirtæk-
ið hvorki hafa fjármagn né þekkingu
til að standa í markaðssetningu ytra á
eigin vegum.
Við erum í samstarfi við aðila á er-
lendum mörkuðum um markaðssetn-
ingu, áhættufjármögnun og kynningu
á vörunni. Ef við finnum fleiri áhuga-
sama aðila erum við tilbúnir til sam-
starfs,“ útskýrir Jón Diðrik. „Á sama
hátt og við teljum okkur hæfari til
markaðssetningar vörunnar hér á
landi treystum við Bandaríkjamönn-
um best til þess á sínum heimamark-
aði.“„Við höfum flutt vatnið til Banda-
ríkjanna í heilsubúðir og sérbúðir, til
dæmis Vitamin Shoppe og Whole Fo-
ods. Þar er íslenska vatnið markaðs-
sett sem hágæðavatn. Vatn í hæsta
gæðaflokki er með um 7% markaðar-
ins. Salan á þeim vettvangi gengur
ágætlega þar sem við höfum tengst
aðilum sem hafa áratugareynslu af
markaðnum. Við höfum þrengt mark-
aðinn þar ytra og minnkað áherslu á
sölu vatnsins til stórmarkaða þar sem
við höfum ekki talið okkur eins sam-
keppnishæfa.
Framtíðaráformin eru að leita frek-
ara samstarfs við dreifingaraðila í út-
löndum og treysta böndin við þau fyr-
irtæki sem við skiptum við nú þegar. Í
Evrópu er markaðurinn nokkuð ann-
ars eðlis en í Bandaríkjunum. Við vilj-
um fara okkur hægt þar og ekki lenda
í gryfju tilboða í stórmörkuðum. Mun
fremur viljum við leita leiða til að geta
fengið viðunandi verð fyrir vöruna.“
Vatnsútflutningur frá
Íslandi hefur verið reyndur
oftar en einu sinni. Á ýmsu
hefur gengið og fæst þau
fyrirtæki sem reynt hafa
fyrir sér á þeim markaði
hafa náð þeirri markaðs-
hlutdeild sem ætlað var.
Davíð Scheving
Thorsteinsson
Jóhann
Guðlaugsson
Jón Diðrik
Jónsson
!" # $
%
& Jón Diðrik „Við viljum
fara okkur hægt þar og
ekki lenda í gryfju tilboða
í stórmörkuðum. Mun
fremur viljum við leita leiða
til að geta fengið viðunandi
verð fyrir vöruna.“
Jóhann „Ég tel vatnsút
flutning mjög vel möguleg-
an. Það þarf töluvert fjár-
magn til, sérstaklega til
þess að komast yfir fyrsta
hjallann. Ekki er vænlegt að
sökkva sér í skuldir meðan
markaðssetning er í
reifum.“
Davíð Scheving „Þó að
útflutningur vatns hafi ekki
gengið að óskum hingað til
mun eflaust koma sá dagur
að útflutningurinn mun
standa undir sér og því er
nauðsynlegt að vernda
þessa auðlind okkar sem
best við getum.“
Þurfum að skapa
okkur sérstöðu að koma á samningum um þessar fjölþjóðlegu ár, en með litlum árangri.
Ein þeirra er Efrat, sem á upptök sín í Tyrklandi, en liggur svo um Sýrland
og Írak í átt til sjávar. Sýrlendingar horfa upp á þurrkatíð en Tyrkir hafa
nægt vatn til akuryrkju. Stórfelldar áveituframkvæmdir Tyrkja hafa tekið
mikið vatn úr ánni, svo að Sýrlendingar óttast að ekki sé nóg eftir handa
þeim.
Lítið hugsað um vatnsvernd Hér á landi er lítið hugsað um
vatnseyðslu, mæling vatnsnotkunar á hverju heimili er ekki talin svara
kostnaði. Að sama skapi er Íslendingum ekki í blóð borið að spara vatn,
þeir vilja frekar láta það renna þar til það er orðið almennilega kalt, á með-
an þeir bursta í sér tennurnar og vaska upp svo eitthvað sé nefnt. Tölurnar
yfir vatnsnotkun Íslendinga eru sláandi, sérstaklega þegar þær eru bornar
saman við eyðslu annarra þjóða sem meira þurfa að hafa fyrir að afla
vatnsins. Það kann að hljóma ótrúlega, en á veitusvæði Orkuveitu Reykja-
víkur notar meðalíbúinn um 150–160 lítra af köldu vatni á dag.
Íslendingar búsettir erlendis hafa margir hverjir kynnst öðrum vatns-
venjum ytra en viðgangast hér heima. Til dæmis má nefna, að í Bandaríkj-
unum hafa Íslendingar fengið heimsókn frá vatnsveitunni þar sem klósett-
kassar voru minnkaðir með plasthúðun til þess að minnka vatnsnotkun.
Önnur ráð voru uppi í Bretlandi fyrir um áratug, þar sem almenningi var
ráðlagt að setja múrsteina í klósettkassann til þess að spara vatnið.
Hvers vegna ættu Íslendingar að spara vatn? Við því geta verið mjög
ólík svör, en Morgunblaðið ræddi við nokkra Íslendinga um gildi vatnsins,
bæði sem náttúruauðlindar og verðmætrar útflutningsvöru.