Morgunblaðið - 15.09.2002, Page 27

Morgunblaðið - 15.09.2002, Page 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 27 HAMLET Danaprins, Leyndarmál rósanna, Venjulegt kraftaverk og Uppistand um jafnréttismál eru á meðal þess sem Leikfélag Akureyr- ar mun bjóða gestum sínum upp á í vetrardagskrá sinni en Þorsteinn Bachmann, sem nýlega tók við stöðu leikhússtjóra, kynnti verkefnin í Samkomuhúsinu á dögunum. Þorsteinn sagði stefnu leikfélags- ins að setja upp a.m.k. fjögur verk á hverju leikári, gamanleik, klassískt verk, barnaleikrit og samtímaverk eða nýsköpun. Hann sagði að eitt þessara verka í það minnsta yrði ís- lenskt. Hann nefndi að félagið hefði getu til að setja upp fleiri verk en fjármagn væri hins vegar ekki fyrir hendi. Endurbætur gerðar Komandi leikári mun ljúka óvenju snemma eða 1. apríl, en þá verður hafist handa við framkvæmdir við Samkomuhúsið. Búningsaðstaða leikara verður endurbætt til muna og kvað Þorsteinn ekki af veita, hún væri algjörlega óviðunandi. Þá verð- ur aðgengi fatlaðra bætt með því að lyfta verður sett í húsið og eins munu áhorfendur njóta góða af fyr- irhuguðum breytingum. Fram- kvæmdir munu standa til áramóta 2003-’04, þannig að á haustmánuðum næsta ár verður leikið í öðrum hús- um. Tilraunir þar að lútandi hefjast raunar í vetur, en þá hyggst félagið sýna í Ketilhúsinu og eða Deiglunni. Hamlet í huganum í 20 ár Ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstu hvað fyrsta verkefni leikársins varðar, en 27. september næstkomandi frumsýnir Leikfélag Akureyrar Hamlet danaprins eftir William Shakespeare. Sveinn Ein- arsson er leikstjóri, en hann hefur í 20 ára verið að sviðsetja Hamlet í huganum og nú er loks komið að því að áhorfendur fá að sjá afraksturinn. Um verður að ræða heilmikla af- mælissýningu. haldið er upp á 85 ára afmæli Leikfélags Akureyrar og þá á félagið 30 ára afmæli sem atvinnu- leikhús næsta vor, Akureyrarbær er nýlega orðin 140 ára og þá eru 400 ára frá því leikritið var skrifað. Að sögn Þorsteins verður sérstak- lega reynt að höfða til ungs fólks, enda fjalli verkið um kornungt fólk. Með því að varpa fram spurningum eins og: Hvað myndir þú gera ef föð- urbróðir þinn myndi drepa pabba þinn og giftast mömmu þinni? er ætlunin að vekja áhuga leikhúsgesta í hópi þeirra yngri. „Þetta er mjög metnaðarfull sýning og alls ekki þung,“ sagði Þorsteinn og tók því fjarri að menn stæðu og ræddu við hauskúpur í þrjá tíma en á þann hátt sæu margir Hamlet fyrir sér. Leyndarmál og kraftaverk Næsta verkefni, Leyndarmál rós- anna verður frumsýnt í Ketilhúsinu í október en með þá sýningu mun LA leggjast í ferðalög. Leikritið er eftir Manuel Puig og gerist á sjúkrahúsi í Suður Ameríku og greinir frá sam- skiptum tveggja kvenna, hjúkrunar- konu af lágstétt og sjúklingi hennar, yfirstéttarkonu og tilfinninga- þrungnum átökum þeirra. Halldór E. Laxness leikstýrir. Rússneski leikstjórinn Vladimir Bouchler kem- ur til liðs við LA og setur upp barna- og fjölskylduleikrit eftir landa sinn, Évgení Schwarts en það heitir Venjulegt kraftaverk. Að sögn Þor- steins hefur hann verið að hasla sér völl sem leikstjóri í Evrópu síðustu misseri, „og ég held við höfum dottið í lukkupottinn með því að fá hann hingað,“ sagði Þorsteinn. Sýningin er bæði fjölmenn og litrík en í verk- inu greinir frá töframanni sem hefur breytt birni í ungan mann með þeim álögum að verði hann kysstur af prinsessu breytist hann aftur í björn. Eins og gera má ráð fyrir hittir hann prinsessu og þá vandast málið. Jafnréttismálin brotin til mergjar Leikfélagið hefur auglýst eftir stuttum leikþáttum um jafnréttis- mál og hefur auglýsingin vakið at- hygli að sögn leikhússtjóra. Áætlað er að frumsýna um miðjan janúar í Ketilhúsinu en sýndir verða þrír stuttir leikþættir fyrir uppistand- andi leikara. Sýningargestum verð- ur boðið upp á þríréttaðan kvöldverð í tengslum við sýninguna í samstarfi við Karólínu. Um páskana er ætlun Leikfélags Akureyrar að bjóða upp á „Bland í poka“, eins konar festivalstemmn- ingu á víð og dreif um bæinn. Þá má geta þess að í næsta mán- uði hefjast leiklistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 3ja til 14 ára en þeim lýkur með sýningu í Samkomu- húsinu. Mikill áhugi var fyrir nám- skeiðunum á liðnu hausti. Um aðra helgi, 14. september verður opið hús hjá LA þar sem gestum gefst kostur á að kynna sér starfsemi félagsins og vetrardagskránna, skoða Sam- komuhúsið, fylgjast með óvæntum uppákomum og þiggja veitingar. Leikfélag Akureyrar hefur opnað nýja heimasíðu, leikfelag.is þar sem er að finna upplýsingar um félagið. Leikfélag Akureyrar kynnir vetrardagskrá sína Ríða á vaðið með sýningu á Hamlet Morgunblaðið/Kristján Þorsteinn Backmann leikhús- stjóri Leikfélags Akureyrar kynnti vetrarstarf félagsins. NÚ stendur yfir myndlistarsýning Guðrúnar Jóhannesdóttur í félags- heimilinu Gullsmára, Gullsmára 13. Sýninguna heldur Guðrún í tilefni af 80 ára afmæli sínu. Félagsheimilið er opið virka daga kl. 9-17. Guðrún Jóhannesdóttir meðal verka sinna í Gullsmára. Afmælis- sýning í Gullsmára KÁRI Þormar, organisti við Áskirkju í Reykjavík, leikur á orgel Hjallakirkju í dag, sunnu- dag, kl. 17. Þegar orgel Hjalla- kirkju var vígt árið 2001 var tekinn upp sá siður að hafa orgelandakt þriðja sunnu- dag í hverjum mánuði og hefur sú hefð haldist að und- anteknum nokkrum mánuðum þegar kirkjan var lokuð vegna framkvæmda. Hér er um að ræða um 40 mínútna tónlistar- flutning og lestur úr Ritning- unni. Tónleikarnir nú eru þeir 14. í röðinni. Kári leikur verk eftir Johann Sebastian Bach, Siegfried Karg-Elert, Johann- es Brahms, Felix Mendels- sohn-Bartholdy og Louis Vierne. Séra Íris Kristjánsdóttir annast talað mál. Kári Þormar leikur á orgel Hjalla- kirkju Kári Þormar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.