Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 31
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 31
Þá ég hníg í djúpið dimma,
Drottinn, ráð þú hvernig
fer.
Þótt mér hverfi heimsins gæði, –
hverfi allt, sem kærast mér er:
Æðri heimur, himnafaðir,
hinumegin fagnar mér.
(M. Joch.)
Með þessum sálmi langar okkur til
að kveðja Brynhildi sem lést 5. sept-
ember eftir stutta baráttu við
krabbamein.
Við urðum þeirrar gæfu aðnjót-
andi að vera í félagsskap Brynhildar
og Kristjáns sambýlismanns hennar,
snemma á þessu ári þegar við fórum
til Flórída ásamt Guðmundi syni
Brynhildar og konu hans. Þangað
fórum við til þess að halda uppá 70
ára afmæli tengdamóður Guðmund-
ar, en Brynhildur og Kristján voru
búin að vera okkur innan handar við
að skipuleggja þessa ferð. Á Flórída
voru þau öllum hnútum kunnug þar
sem þau höfðu dvalið stóran hluta
BRYNHILDUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Brynhildur Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
15. mars 1930. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans á
Landakoti fimmtu-
daginn 5. september
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Langholtskirkju
13. september.
ársins í nokkur ár.
Ekki var að spyrja að
því að þau gerðu allt til
þess að gera ferðina
sem ánægjulegasta og
tóku virkan þátt í lífinu
okkar þar ytra.
Á heimili þeirra
mátti sjá að þrátt fyrir
fjarlægðina frá fjöl-
skyldunni fann Bryn-
hildur leið til þess að
vera nálægt ástvinum
sínum. Víða mátti sjá
myndir af fjölskyldu-
meðlimum, en auk þess
var hún búin að tileinka
sér nýjustu tæknina og var í góðu
tölvupóstsambandi við fólkið sitt
heima.
Þessar minningar um Brynhildi
og margar aðrar geymum við í
hjarta okkur og þökkum fyrir að
hafa fengið tækifæri til að kynnast
henni. Því þrátt fyrir margar þungar
raunir á lífsleiðinni, var hún allaf svo
hress og kát, og það geislaði af henni
lífsgleðin í hvert skipti sem við hitt-
um hana.
Elsku Guðmundur, Elvira, Elín
Ósk, Brynhildur, Kristján Á., Krist-
ján S., Guðrún, Sigmundur, Ólöf og
fjölskyldur ykkar. Við hugsum hlýtt
til ykkar á þessum erfiðum tímum.
Megi Guð gefa ykkur styrk í sorg-
inni.
Viktor, Elín, Kristín,
Sveinbjörn, Lýður, Sigríður,
Berglind og Unnar.
Mig langar til að
deila með ykkur
nokkrum minninga-
brotum um Sólveigu,
konu sem í burtu var
kölluð of fljótt.
Í nóvember árið
1973 fluttu tvær fjölskyldur inn í ný-
byggt hús við Efstahjallann í Kópa-
vogi. Þetta er tveggja hæða hús með
litlum grasbletti fyrir framan. Á efri
hæðina flutti Sólveig og hennar fjöl-
skylda, en við á þá neðri. Kvöld eitt
er bankað hjá mér og inn kemur Sól-
veig, hávaxin og glæsileg kona, vel
klædd með flott hár. Hún gefur af
sér við fyrstu kynni. Þegar við höf-
um heilsast, þá segir Sólveig: „Ég
get kannski hjálpað þér eitthvað
með þessar og vísar orðum sínum til
dætra minna á fyrsta og öðru ári.
Sólveig átti svo sannarlega eftir að
standa við orð sín. Þau eru ótalin
skiptin sem dæturnar á neðri hæð-
inni fengu pössun uppi. Ég var
kannski stundum sein fyrir og því
þegar ég kom að sækja þær mátti
sjá Sólveigu sitjandi með stelpurnar
í fanginu inni í stofu, styttandi þeim
stundirnar með upplestri.
Við drukkum oft saman morgun-
kaffi. Á meðan á því stóð deildi Sól-
veig með mér svona eins og gengur
og gerist, sínum hugðarefnum. Hún
sagði mér frá ljósmæðrastarfinu,
vinnunni sinni sem hún var ákaflega
stolt af. Hún sagði áhugasöm frá
vinnustaðnum sem á þessum árum
var Fæðingarheimili Reykjavíkur
og því starfi og hugmyndum sem
Hulda Jensdóttir leiddi þar.
Sólveig sagði mér líka frá fyrri
tíð. Þegar þau Bragi voru í tilhuga-
lífinu og þegar börnin þeirra komu í
heiminn. Þá var blik gleðinnar í aug-
unum. Seinna þegar við hittumst á
förnum vegi fyrir nokkrum árum og
Bragi var í harðri baráttu við
krabbamein, lýstu augun hennar
SÓLVEIG
MATTHÍASDÓTTIR
✝ Sólveig Matt-híasdóttir fædd-
ist í Reykjavík 20.
maí 1937. Hún lést í
bílslysi 21. ágúst síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá
Hjallakirkju í Kópa-
vogi 2. september.
von. Eftir lát hans var
þar söknuður sem hún
bar lítt á borð. Jafn-
framt gladdist Sólveig
yfir smáum fjölskyldu-
meðlimum sínum.
Sólveig var kona
ljóss og friðar, hún
kveikti gjarnan á kerti
á kaffiborðinu. Hún
var lagin að ná fram
þeirri stemningu sem
hún vildi. Þegar jólin
fóru að nálgast þá var
allt í einu kominn lítill
jóladúkur á borðið. Á
vorin var hún oft og
iðulega að nostra við garðinn, litla
blettinn í norðri, fyrir framan húsið.
Henni tókst að fá túlipana, páskalilj-
ur og fleiri blóm til að minna á vorið.
Þegar tók að hausta var það gjarnan
lampi í stofuglugganum sem lýsti og
skapaði hlýju og frið. Vetur, sumar,
vor og haust mátti sjá Sólveigu á
ferðinni með stórar listilega skreytt-
ar marsipantertur eða margra hæða
kransakökur. Þær hafði hún bakað
og skreytt til að aðstoða og gleðja þá
sem áttu afmæli eða héldu veislu.
Hún vann á einhvern hátt þannig
að hlutirnir virtust gerast af sjálfu
sér, róleg, yfirveguð og alltaf í jafn-
vægi. Hún hafði gaman af handa-
vinnu og var listræn. Hafði skipu-
lagshæfileika og var úrræðagóð. Til
hennar mátti ég ávallt leita og hún
var mér sem móðir. Sólveig var sér
sérlega meðvitandi um hvað heilsa
og heilbrigt líferni eru mikils virði.
Synti mikið og naut íslenskrar nátt-
úrufegurðar. Hafði ógurlega gaman
af matreiðslu og bakstri. Fletti
gjarnan upp í bókum þess efnis og
reyndi uppskriftir óspart.
Þegar ég flutti úr Efstahjallanum
fór ég strax að sakna Sólveigar, nú
sakna ég hennar enn meira. Kærar
þakkir fyrir yndisleg, ógleymanleg
ár. Ég sendi dætrum hennar þeim
Berglindi sem á frumbýlisárunum
mínum var eins og fiðrildi, þjótandi
upp og niður, út og inn og Sirrý sem
þá heillaðist af handavinnu og hafði
gaman af lestri léttra bókmennta,
fjölskyldum þeirra, Skúla bróður
hennar, Þorbjörgu, bræðrabörnum
og vinum, mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Þar sem kærleikurinn hefur fast-
ar rætur, lætur guð rósirnar
spretta.
Lifðu sæl í alheimi.
Jófríður Benediktsdóttir
og fjölskylda.
Nú eru margir dagar liðnir og ég
vakna ekki upp frá þessum vonda
draumi. Sólveig mín hefur kvatt
þennan heim. Ég hef margsinnis
reynt að hripa þessar kveðjulínur á
blað en þau orð sem ég hef valið hafa
engan veginn verið nógu máttug til
að lýsa þér og öllum þeim kærleika
sem þú hafðir að gefa. Orðin megna
heldur ekki að lýsa þeim söknuði og
tómarúmi sem nú ríkir í huga mín-
um.
Við Sólveig kynntumst á Fæðing-
arheimilinu fyrir rúmum tuttugu ár-
um. Ég var nýkomin heim frá námi
erlendis, 21 árs gömul; óttalegur
krakki eins og gefur að skilja. Ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
leiðir okkar Sólveigar lágu saman á
þessum sérstaka vinnustað. Að
bindast vináttuböndum við aðstæð-
ur sem þessar, að hjálpa nýju lífi í
heimin, gerir mann lotningarfullan
og gæðir vináttuna vissri dýpt. Að
standa frammi fyrir lífsundrinu
sjálfu kennir manni hve stór gjöf líf-
ið sjálft er.
Við þessar aðstæður þróaðist vin-
átta okkar Sólveigar sem varð mátt-
ug og djúp, sérstaklega þó eftir að
hún varð svo „ljósan mín“. Hún hug-
hreysti mig og hvatti á erfiðustu en
jafnframt undursamlegustu augna-
blikum lífs míns. Ætíð eftir að börn-
in mín fæddust gaf hún mér það að
finnast þau jafn stórkostleg og mér
fannst þau vera.
Elsku Sólveig, ég veit að hið eilífa
ljós umvefur þig þar sem þú dvelur
núna og ég bið að geislar þess ljóss
teygi sig niður til jarðar og lýsi
dætrum þínum og fjölskyldum
þeirra, einnig eftirlifandi bróður,
Skúla. Megi það ljós verða þeim til
huggunnar í sorg þeirra nú.
Þig kveð ég með trega og tileinka
þér Sólsetursljóð Jónasar Hall-
grímssonar:
Hóglega, hæglega,
á hafsæng þýða,
sólin sæla!
síg þú til viðar.
Nú er um heiðar
himinbrautir
för þín farin
yfir frjóvga jörð.
Vonin vorblíða,
vonin ylfrjóvga
drjúpi, sem dögg,
af dýrðarhönd þinni,
döpur mannahjörtu
í dimmu sofandi
veki, sem vallblómin
vekur þú á morgni.
Ása Hlín Svavarsdóttir.
Við viljum minnast
vinar okkar, Aðalsteins
á Höfða, með nokkrum
orðum. Við áttum því
láni að fagna að fá að
búa í sveit hluta af
æskuárum okkar, hjá Aðalsteini á
Höfða. Þessi tími lifir sterkt í minn-
ingu okkar systkinanna.
Aðalsteinn vildi hafa hlutina eftir
sínu lagi og fengum við að kynnast
því þegar við tókum þátt í búskapn-
um með honum. Við roguðumst með
stórar járnskjólur með vatni úr lækn-
um til þess að brynna ám og hestum.
Við reyndum eftir mætti við baggana
í heyskapnum og hvíldum lúin bein á
heyvagninum þegar Aðalsteinn lötr-
AÐALSTEINN
BJARNASON
✝ AðalsteinnBjarnason fædd-
ist í Tunguhaga á
Völlum 9. apríl 1914.
Hann lést 31. ágúst
síðastliðinn á Sjúkra-
húsinu á Egilsstöð-
um og var útför hans
gerð frá Vallanes-
kirkju 7. september.
aði heim á gamla trak-
tornum með vel hlaðinn
heyvagninn. Svo leyfði
hann eldri systkinunum
að keyra traktorinn,
sem var ekki auðvelt
þar sem þurfti sérstaka
lagni á skrjóðinn.
Við fórum stundum
með þegar farið var
með rollur til dýralækn-
isins og sátum þá með
rollunum aftur í gamla
Land Rovernum.
Ævintýrin í sveitinni
voru óþrjótandi og vild-
um við óska þess að öll
börn fengju að njóta slíks í einhvern
tíma.
Fengum við fjölskyldan svo að eiga
með honum góðar stundir eftir að við
fluttum úr sveitinni, þá sérstaklega á
hátíðisdögum og í heyskapnum.
Minnumst við Aðalsteins með hlý-
hug og helst með pípuna sína við eld-
húsborðið með bros í augunum og
kankvís á svip.
Finnur, Katrín, Jóhanna
Bjarnveig og Aðalsteinn Ingi.
Guðrún var af skag-
firsku bændafólki
komin, elst níu barna
hjónanna Kristjáns
Árnasonar og Ingi-
bjargar Jóhannsdóttur, er bjuggu
á Kríthóli, Stapa og víðar í Lýt-
ingsstaðahreppi. Af þeim eru nú
þrjár systur á lífi, allar búsettar á
Sauðárkróki. Um fermingaraldur
var Guðrún tekin í fóstur af hjón-
unum Sigurði Þórðarsyni, síðar
kaupfélagsstjóra og alþm. á Nauta-
búi, og konu hans, Ingibjörgu Sig-
fúsdóttur, frændkonu sinni, og hjá
þeim dvaldi hún til fullorðinsára.
Árið 1937 gekk Guðrún að eiga Pál
Gísla Ólafsson frá Starrastöðum,
og hófu þau búskap á föðurleifð
hans hið sama ár og bjuggu þar
farsælu búi allt til ársins 1982, eða
í hálfan fimmta tug ára, er þau
fluttust til Sauðárkróks. Þau eign-
uðust synina: Ólaf, Sigurð, Reyni,
Ingimar og Eyjólf. Eyjólfur lést
25. jan. 2000 eftir þungbær veik-
indi, drengur góður og syrgður af
öllum, er honum kynntust. Eftirlif-
andi eiginkona hans er María
Reykdal og eignuðust þau fjögur
börn.
Við fráfall Guðrúnar frá Starra-
stöðum koma upp í hugann margar
góðar minningar frá viðkynningu
um nærri tveggja áratuga skeið.
Er ég og fjölskylda mín komum í
Mælifell haustið 1983, höfðu þau
Guðrún og Páll nýlega flust niður á
Sauðárkrók í litla íbúð á Freyju-
götu 26, en látið búið í hendur Eyj-
ólfi syni sínum og fjölskyldu hans.
Hugurinn var þó áfram á Starra-
stöðum og þangað komu þau hve-
nær sem tækifæri gáfust. Þar áttu
þau sterkar rætur, sem aldrei
slitnuðu. Heilsu Páls var tekið að
hraka nokkuð um þetta leyti. Síð-
ustu árin dvaldi hann á Dvalar-
heimili aldraðra á Sauðárkróki.
Hann lést 12. jan. 1990. Páll var
heilsteyptur drengskaparmaður,
sem gott er að minnast.
Margar minningar mínar um
Guðrúnu á Starrastöðum eru
tengdar kirkju og safnaðarstarfi á
Mælifelli. Hún og hennar fólk voru
tíðir gestir í Mælifellskirkju. Guð-
GUÐRÚN
KRISTJÁNSDÓTTIR
✝ Guðrún Krist-jánsdóttir fædd-
ist á Krithóli í Lýt-
ingsstaðahreppi 11.
júlí 1913. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Skagafjarðar hinn
17. júlí síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Mælifells-
kirkju 27. júlí.
rún var virk í safnað-
arstarfinu, söng lengi
í kirkjukór presta-
kallsins og sýndi
kirkjunni sinni á
Mælifelli mikla rækt-
arsemi í hvívetna.
Hún færði kirkjunni
stórgjafir, saumaði
ásamt fleiri sóknar-
konum klæði það, sem
er á altari, gaf messu-
klæði og nú síðast fyr-
ir ári gaf hún ný ljós í
kirkjuhúsið í minn-
ingu eiginmanns og
sonar. Guðrún var
gjafmild kona, en hún vildi ekki
gefa, svo á því bæri, en hún vildi
koma því í verk, sem hún hafði ætl-
að sér. Það var hennar lífsmáti.
Hún var trúuð manneskja og hug-
leiddi mikið andlegu málin og sótti
þangað styrk í mótlæti og sorg.
Hún var sannfærð um, að lífið héldi
áfram handan grafar og dauða og
að þar myndi hún hitta ástvini sína
á ný. Fráfall Eyjólfs varð henni
þungbær sorg, en trúarvissan og
vissa um líf og endurfundi gaf
henni mikinn styrk í þeirri raun.
Það varð henni líka gleðiefni, að
María og börnin skyldu halda
áfram búskap á Starrastöðum.
Guðrún var mikil fjölskyldumann-
eskja og ættmóðir, hún átti stóra
fjölskyldu, sem var henni allt, ekki
síst voru það litlu ömmubörnin,
sem áttu hug hennar og hjarta, þau
elskuðu hana öll. Hún unni sveit-
inni sinni og héraði og var áhuga-
söm um hvaðeina, er til heilla
horfði í samfélaginu. Guðrún var
ein af stofnendum Kvenfélags Lýt-
ingsstaðahrepps og virk fé-
lagsmanneskja þar allt til dauða-
dags. Það munaði um hana, hvar
sem hún tók til hendi. Guðrún á
Starrastöðum verður okkur minn-
isstæð fyrir margra hluta sakir.
Hún var góður nágranni og traust-
ur vinur. Ætíð fylgdi henni glað-
værð og góð nærvera, því hún var
glaðlynd að eðlisfari. Hún var
greind kona og hafði af miklu að
miðla, var sterkur persónuleiki og
ákveðin, ef því var að skipta, sagði
meiningu sína hispurslaust, hver
sem í hlut átti. Það fylgdi henni
ætíð hressilegur blær og ákveðin
reisn, hvar sem hún fór. Við á
Mælifelli þökkum langa samfylgd
og biðjum henni blessunar og far-
arheilla. Minningin lifir um ein-
staka heiðurskonu, sem gott og
gefandi var að kynnast. Ég trúi
því, að þau þrjú, sem dauðinn hafði
aðskilið, séu nú aftur sameinuð í
ríki Guðs, þar sem allt er orðið
nýtt. Öllum aðstandendum skal
blessunar beðið um ókomin ár.
Í helgri bók segir:
Sælir eru þeir, sem í Drottni deyja, þeir
hvílast frá erfiði sínu, því að verk þeirra
fylgja þeim.
(Op.14.)
Ólafur Þ. Hallgrímsson.
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.