Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 37 jöreign ehf Sími 533 4040 www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, Nýtt - TRÖNUHJALLI - KÓP. Mjög falleg 2ja herb. íbúð, neðri hæð, í einbýli með sérinngang. Falleg gólf- efni, góð innrétting í eldhúsi, rúmgott baðherbergi með tengi f. þvottavél, ágætt hjónaherbergi. Stofan er góð með útgang í garðinn. Gólf eru með parketi og flísum. Verð 10,5 millj. Nr. 2300 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 HÁALEITISBRAUT 119 - RVÍK OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 16-18 BÁSENDI 8 - RVÍK OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 HÁALEITISBRAUT 113 - RVÍK Í dag ertu velkomin að kíkja til okkar og skoða sérlega rúmgóða og skemmtilega íbúð sem hefur upp á margt að bjóða, s.s. gott útsýni, opin rými, tvennar svalir, rólegt hverfi, hús í góðu ástandi og góða sameign. Íbúðin er 5 herbergja endaíbúð með parket á flestum gólfum, 3 svefnherbergi, 2 stofur, rúmgott eldhús og baðherbergi með bæði baði og sturtu. Gluggar á þrjá vegu sem gefa góða birtu. Skápar í öllum herbergjum. Verð 13,9 millj. Áhv. byggingasj. 4,0 millj. 1957 Við Ragnheiður og Páll bjóðum ykkur velkomin milli kl. 14 og 16 í dag. Nýtt - GAUKSHÓLAR 3ja herb. góð íbúð, rúmgóð, á 3ju hæð með s-svalir. Þvottah. á hæðinni, verið að taka húsið í gegn. Stærð 74 fm. Verð 9,9 millj. Nr. 2301 Nýtt - HRAUNBÆR 2ja herb. mjög falleg íb. á 2. hæð, parket á góflum, flísar á baði, s-svalir, hús klætt að utan. Stærð 51 fm. Verð 8,3 millj. Nr. 2304 Nýtt - BJARTAHLÍÐ - MOSB. Glæsilega innréttuð og rúmgóð 3ja til 4ra herb. íbúð um 104 fm á jarðh. með stórri timburverönd í suður. Sérþvottahús í íbúð. Sérsmíðaðar innrétt- ingar, falleg gólfefni. Áhv. húsbréf 3,2 millj. Verð 13,9 millj. Nr. 2211 Nýtt - HRÍSRIMI - M. bílskýli Falleg og rúmgóð 95,0 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð efstu, ásamt stæði í bíl- geymslu. Sérþvottahús. Suðursvalir. Laus 01/12. ´02 Áhv. húsbr. 6,9 millj. Verð 12,9 millj. Nýtt - BARMAHLÍÐ - Tvöf. bílsk. Góð efri sérhæð í þríbýli, um 106,0 fm, ásamt tveimur bílskúrum. Stórt geymsluris yfir íbúð. Suðursvalir. Hús nýl. tekið að utan. Laus fljótl. Áhv. 5,3 millj. Verð 15,6 millj. Nr. 2291 Nýtt - EFSTALAND - M. útsýni Mjög góð 4ra herb. íbúð á 2. hæð, efstu, í litlu fjölbýli. Fallegt útsýni yfir Fossvogsdalinn. Suðursvalir. Endurnýjað eldhús og baðherbergi. Verð 12,4 millj. Nr. 2216 Góð neðri sérhæð ásamt tveim herbergjum í kjallara (búið að opna á milli, en auðvelt að breyta aftur). Tvíbýlishús, um 123 fm, frábær staðsetning. Gott hús. Ýmsir möguleikar. Nýr eignaskiptasamningur. Gæti verið til afhend- ingar fljótlega. Hagstæð lán áhvílandi. Verð 15,5 millj. Áhv. 7,2 millj. húsbr. Nr. 9078 Sigurður og Sigríður bjóða ykkur velkomin milli kl. 16 og 18 í dag. Rúmgóð 4ra til 5 herb. íbúð á 1. hæð til hægri í fjölbýli. Eigninni fylgir bílskúrsréttur. Eignin skiptist: Í gott anddyri, stofu, borðstofu, eld- hús, þvottahús og búr, baðherbergi og þrjú góð svefnherbergi. Góðar innréttingar, falleg gólf og hús að utan í góðu ástandi. Eigninni fylgir merkt bílastæði við húsið og einnig eru góð bílastæði við húsið. Verð 13,5 millj. Áhv. 8,1 millj. húsbréf. Súsanna býður ykkur velkomin í dag milli kl. 15 og 18. Verið velkomin - Það er heitt á könnunni SUNNUDAGUR Skrifstofan opin í dag frá kl. 12-14 Penthouse - Með eða án bílskúrs. Til sölu 149 fm Penthouse íbúð á tveimur hæð- um í rólegu og snyrtilegu fjölbýli. Hægt er að kaupa íbúðina með eða án 27 fm bíl- skúrs. Þrjú svefnherbergi á neðri hæðinni ásamt baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf. Á efri hæð er stór og björt stofa með peruvið í lofti, eldhús með snyrtilegri innréttingu og borðkrók. Möguleiki á tveimur svefnherbergjum á efri hæðinni. Hús- vörður í húsinu. Frábært útsýni yfir alla Reykjavík. Verð 15,9 millj. með bílskúr. Verð 14,7 millj. án bílskúrs. Nánari uppl. gefur Gunnar á Holti í síma 690 9988. www.holtfasteign.is GAUKSHÓLAR 2 - PENTHOUSE - ÍBÚÐ 7-F FRÁBÆRT ÚTSÝNI Opið hús í dag milli kl. 14.00 og 15.30 MARÍUBAUGUR TIL SÝNIS Í DAG Í dag milli kl: 14:00 og 16:00 kynnum við þessi glæsilegu raðhús við Maríubaug 43-49. Einstaklega vönduð hús sem þegar eru fullbúin að utan og tilbúin til afhendingar. Húsin eru 121 fm ásamt 28 fm bílskúr. Hægt er að velja milli þess að fá húsin fokheld að innan eða tilbúin til innréttinga. Húsin eru einangruð að utan og múruð með marmarasalla. Álgluggar eru í húsunum og viðhald því í lágmarki. Mjög vandaður lóðafrágangur. Skjólsæll suðurgarður. Í lengjunni eru 6 hús og eru 4 þegar seld. Vönduð hús fyrir kröfuharða kaupendur, sem byggð eru af metnaðarfullum byggingaraðila. Hægt er að skoða fullbúin hús. Verð frá 13,9 milljónum. Sunnudagaskóli verður í Grafarvogskirkju í dag Í YFIRLITI yfir kirkjustarf í Grafarvogskirkju í dag, sem birtist í blaðinu í gær, féll niður að sunnu- dagaskóli verður í kirkjunni klukkan 11 í dag og klukkan 13 í Engjaskóla. Þeir sem leiða sunnudagaskólann að þessu sinni eru Signý Guðbjarts- dóttir, Bryndís Erla Ásgeirsdóttir ásamt séra Bjarna Þór Bjarnasyni og Guðlaugi Viktorssyni sem er við píanóið. LEIÐRÉTT KVIKMYNDATÖKULIÐ frá Rúss- landi kom hingað til lands á dögun- um til að skoða Orkuveitu Húsavíkur en hópurinn vinnur að heimildar- mynd um uppfinningamanninn dr. Alexander Kalina, sem fann upp Kal- ina-orkuvinnslurásina sem er notuð til raforkuframleiðslu. Orkuveitan á Húsavík er eini staðurinn í heimin- um þar sem jarðhitavatn er notað til raforkuframleiðslu með tækninni. Runólfur Maack, framkvæmda- stjóri verkfræðistofunnar VGK, sem lagði til við Húsvíkinga að nota þessa tækni, segir að Kalina-tæknin geri mönnum kleift að nota jarðhitasvæði með lægra hitastigi til jarðhitafram- leiðslu. Gott sé að hitastig vatnsins sem er notað sé yfir 100° C en það sé ekki nauðsynlegt. Á Húsavík sé vatnið rúmlega 120° C heitt. Útflutningsvara frá Íslandi? Runólfur segir að raforkufram- leiðslan eigi sér stað í lokaðri hring- rás þar sem vatn og ammoníak myndar ammoníakgufu sem fer í gegnum hverfil og framleiðir raf- orku. Áður hafi hreint ammoníak verið notað en Kalina hafi fundið út að með því að blanda vatni við amm- oníakið væri hægt að auka nýtnina í hringrásinni verulega. Hafa Húsvíkingar og VGK stofnað sérstakt hlutafélag, X-Orku, sem mun leitast við að koma þessari tækni í gagnið á fleiri stöðum, bæði hér á landi og á meginlandi Evrópu. Segir Runólfur að félagið hafi unnið nokkuð að markaðsstarfi í öðrum Evrópulöndum en það hefur leyfi frá einkaleyfishöfum tækninnar til að selja aðferðina til Evrópu. „Það er því aldrei að vita nema þetta verði útflutningsvara frá Íslandi,“ segir Runólfur. Kvikmyndaliðið sem kom hingað til að kynna sér notkun tækninnar hér á landi var frá fyrirtækinu Gran- at Film Studio í Moskvu. Dr. Alex- ander Kalina var einnig með í hópn- um. Stendur til að heimildar- myndinni verði dreift til sýningar víða um heim. Rússneskt kvikmyndatökulið á Húsavík Kynntu sér notkun Kal- ina-tækni í orkuvinnslu KOMIÐ er út nýtt tölublað tímarits Stjórnendaskóla Háskólans í Reykja- vík, Árangur. Er þar að finna greinar um málefni stjórnenda og sérfræð- inga ásamt upplýsingum um nám- skeið. „Í boði eru styttri námskeið sem og lengra nám þar sem þátttakendum gefst kostur á að efla stjórnenda- hæfni sína,“ segir í frétt frá Stjórn- endaskóla HR. „Tækniakademía Stjórnendaskóla HR býður að auki sérstök námskeið á sviði upplýsinga- tækni og rafrænna viðskipta. Stjórnendaskóli HR er einn þeirra alþjóðlegu skóla sem hefur í vaxandi mæli lagt áherslu á sérsniðið nám, enda erum við sannfærð um að nám sem er sniðið að þörfum og einkenn- um hvers fyrirtækis skili hámarksár- angri.“ Þá segir að stjórnendamennt- un sé annað og meira en flutningur á þekkingu frá kennurum til nemenda, hún feli í sér áskorun um að efla stjórnunar- og leiðtogahæfileika stjórnenda, meðal annars með því að virkja hæfni til að innleiða nýjar hug- myndir á árangursríkan hátt. Nálgast má tímaritið Árangur með því að hafa samband við Háskólann í Reykjavík. Ný námskeið hjá Stjórnenda- skóla HR SIGURÐUR Jónsson á Mælivöllum á Jökuldal stöðvaði bíl sinn til að kasta mæðinni á leið um Mývatns- sveit. Hann var að koma með 300 lömb austan af Fljótsdal til slátr- unar hjá Norðlenska á Húsavík. Sagðist nýbyrjaður með þennan stóra bíl og þyrfti að flytja um 8.000 dilka af Austurlandi til Húsa- víkur nú í sláturtíðinni. Austfirð- ingar hafa samið við Norðlenska um slátrun þessa fjár. Það er vegna skilyrða um slátrunar- aðstæður sem féð er flutt til Húsa- víkur. Ætlar að flytja um 8.000 dilka Húsavík. Morgunblaðið Morgunblaðið/BFH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.