Morgunblaðið - 15.09.2002, Side 42

Morgunblaðið - 15.09.2002, Side 42
42 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MEÐ atvinnu- og menntamálum er gott gengi heilbrigðismála forsenda fyrir farsæld þjóðar. Styr hefur ver- ið um heilbrigðiskerfið og er svo komið að margir þættir þess eru ólíðandi vegna niðurskurðar, enda afleiðingarnar skelfilegar. Vísast er auðveldara að bæta um en stjórn- sýslan telur, en þar á bæ bendir hver á annan. Fáir þora, því flestir vilja vera miklir án ábyrgðar og fá há laun. Ráðherra sem verður að styðj- ast við ráðgjafa í svo flóknu samspili sem störf á sjúkrahúsum eru á ekki möguleika á að hafa allt á eigin hendi. Foræðishyggja æðri ráðherra getur verið honum fjötur um fót. Af fjórum síðustu forverum hans gáfust þrír upp og hættu í stjórnmálum og sá fjórði var lengi á ystu nöf. Það er nöturlegt fyrir þjóðina ef heilbrigð- ismálin eru hornreka og ráðherran- um gert erfitt fyrir ef hann lætur ekki að stjórn óskyldra ráðuneyta. Fái hann villandi upplýsingar frá ráðgefandi sérfræðingum er ekki von á góðu. Vandi sjúkrahúsanna er vandi þjóðarinnar og hann verður að leysa. Skipulag og forgangsröðun eru í ólestri og öryggi sjúklinga og starfsfólks sífellt í uppnámi. Fólki sem býr við slíkt í atvinnu- og fé- lagsmálum líður illa og það kemur víða niður. Ef hjúkrunarforstjórar eða aðrir verkstjórar eiga erfitt með skap sitt og gera meira í að þóknast fjarlægum yfirboðurum en að setja sig vel inn í málin og sýna starfsfólki skilning og tillitssemi verða afleið- ingarnar aukinn kostnaður vegna veikinda og annarra óþæginda. Við slíka vandræðaverkstjórnendur er fáránlegt að una. Það veldur kvíða að fara á vinnustað þar sem slæmur andi gerir vinnuálagið óbærilegt. Þegar við bætist lágt kaup flýr vant fólk. Vanhugsuð og sérlega heimsku- leg er sparnaðarráðstöfun sú er lýt- ur að bæklunarlækningum og eykur fjöldann sem bíður kvalinn eftir að- gerð. Biðlistinn lengist ört og er kostnaður ríkisins í rándýrum ávanabindandi verkjalyfjum og bót- um gríðarlegur. Þarna er um vísvit- andi skemmdarverk á fólki að ræða sem kostar margfalt á við að lækna það. Hrikalegar afleiðingarnar vefja upp á sig og margfaldast þegar til lengdar lætur. Vinnutapið veldur meiriháttar kostnaði og kemur það meðal annars fram í því að margt fólk gefst upp og mætir ekki framar í vinnu (atvinnuleysisbætur). Afleið- ingar atvinnuleysis eru mann- skemmandi og þjóðfélaginu skaðleg- ar. Fólk sljóvgast og skemmist af lyfjunum, missir vinnulöngun en þunglyndi og uppgjöf taka við. Framfarir í lyflækningum eru mikl- ar á skömmum tíma og kostnaður hefur minnkað. Eins til tveggja tíma aðgerð og líf manneskju verður sárs- aukalaust og eðlilegt og hún fer að gefa í stað þess að þiggja. Það er greinilegt að þeir sem nú ráða sjá þetta ekki og eru því óhæfir. Rödd þeirra fáu sem þora og sjá er kæfð. Hver er svo hugsuðurinn á bak við hrókeringar heilabilaðs fólks? Er verið að gera atlögu að heilsu ætt- ingjanna? Til hvers að byggja hjúkr- unarrými á meðan önnur eru rýmd? Hafa gárungar eitthvað með þetta að gera? Hugsið gott fólk um yfirgengilegt bruðlið í stjórnsýsunni þar sem ekki verður þverfótað fyrir dæmum um óskapnaðinn eins og t.d. forstjóra- greiðslunum, siðlausum starfsloka- samningum, biðlaunum og lífeyri til þing- og embættismanna og millj- arðagreiðslum til einstaklinga í sjáv- arútvegi. Oft undrast ég að þjóðin skuli aft- ur og aftur kjósa svo gagnslítið fólk til að varða veginn. Manneskjur sem sýna þing eftir þing að þær valda ekki starfinu og láta blekkjast hver af annarri. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Góðviljaður ráðherra Frá Alberti Jensen: EINN kennari minn í Iðnskóla Reykjavíkur vakti athygli mína á því að Alþingi hefði tekið þá ákvörðun að of dýrt væri að útvega öllum framhaldsskólanemum bæk- ur. Reiknað var út að það myndi kosta íslenska ríkið um 65–70 millj- ónir. Mér finnst skrítið að ekki hafi verið íhugað að fella a.m.k. virð- isaukaskatt á skólabókum niður, en nú kostar hátt í 40 þúsund krónur að kaupa örfáar bækur fyrir eina önn. Þá er bara spurt hvort ætlast sé til þess að hver og einn 16 ára ung- lingur sé með fastar tekjur allt sumarið. Það er greinilegt að hér er hugarfarið annað en á öðrum Norð- urlöndum, svo sem Svíþjóð, þar sem er ekki ætlast til þess að unglingar fari að vinna fyrr en um 18 ára ald- ur. Mér var líka bent á að það hefði kostað íslenska ríkið um 40 millj- ónir króna að fá Kínaforseta í heim- sókn til landsins, sem mér sýnist að hafi ekki haft neitt nema eintóm leiðindi í för með sér. Það þarf að forgangsraða í stjórnarkerfinu og ég held að það þurfi eithvað að end- urskoða það. Mér reiknast svo til að ef sleppt hefði verið að bjóða þess- um manni til landsins hefði verið hægt að útvega um 50% framhalds- skólanemenda skólabækur. Það ætti kannski að sleppa því eitt árið að bora göt í fjöll fyrir 30 manns á einhverjum firði og greiða í staðinn niður bókakostnað fram- haldsskólanema. EYJÓLFUR SIGURJÓNSSON, Leiðhömrum 19, Reykjavík. Erlendir gestir meira virði en nemendur? Frá Eyjólfi Sigurjónssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.