Morgunblaðið - 21.09.2002, Page 23

Morgunblaðið - 21.09.2002, Page 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 23 fyrir þína fegurð COLOUR PLEASURE Veronika notar COLOUR PLEASURE Corail nr 532. Aldrei fyrr hafa varir þínar verið eins mjúkar og freistandi. NÝTT! Nú eru komnir 24 nýir litir sem allir innihalda nýja verndandi formúlu sem gerir varir þínar bæði mjúkar og fallegar. ´ ERLENT INNAN við hina fornu veggi Cam- bridge-háskóla í Bretlandi er risin deila sem greinilega tilheyrir 21. öldinni, og snýst um spurningu sem plagar menntastofnanir um allan heim. Hver á þær hugmyndir sem vísindamenn og fræðingar við stofn- anirnar fá – og sumar hverjar skila miklu í aðra hönd? Stjórnendur Cambridge hafa kall- að yfir sig reiði sumra prófessora við skólann með því að leggja fram afskaplega ameríska hugmynd, þ.e., að allur réttur og einkaleyfi á hug- myndum og uppgötvunum prófess- oranna skuli tilheyra skólanum. Gagnrýnendur þessarar hug- myndar segja, að ef ráðin séu tekin af rannsakendunum sé hætt við að eiginlegt hlutverk háskólans spillist og gróðavonin verði sett ofar hinni hefðbundnu áherslu á aukna þekk- ingu og framlag til almannaheillar. Andstæðingar tillögunnar – sem margir hverjir sinna rannsóknum í tölvu- og líftæknifræðum og hafa hagnast vel á vinnu sinni – vara einnig við því að svona breytingar gætu dregið úr hvötinni til uppfinn- inga og heft vöxt, sem byrjað hafi innan háskólanna og gert Cam- bridge og nágrenni að miðstöð há- tækniþróunar í Bretlandi. „Við kunnum að neyðast til að há- marka tekjur okkar til skamms tíma jafnvel þótt það sé ef til vill ekki til bóta fyrir samfélagið til lengri tíma,“ sagði Mike Clarke, lektor í faraldursfræði. „Mér finnst að há- skólar ættu ekki að hugsa svona.“ Skólastjórnin segir að breytingin yrði sanngjarnari en núverandi fyr- irkomulag, en samkvæmt því hefur Cambridge eignarrétt á niðurstöð- um rannsókna sem kostaðar eru af einkaaðilum og sumum opinberum stofnunum, en vísindamennirnir sjálfir hafa öll réttindi á niðurstöð- um rannsókna sem greiddar eru úr stórum opinberum sjóði. „Það sem háskólinn er að leitast við að gera er að setja allt starfsfólk sitt á sama bekk,“ sagði Simon Jones, yfirmað- ur samstarfsdeildar skólans. Vilji Cambridge með þessu breyta reglum sínum til samræmis við það sem tíðkist hjá öðrum breskum há- skólum. Verði tillagan samþykkt mun skólinn frá og með næsta ári hafa allan rétt á afurðum af vinnu starfs- manna hans nema bókum og grein- um. Ákvörðunin verður tekin í októ- ber og munu allir vísinda- og fræðamenn skólans eiga þátt í henni. Ross Anderson, tölvunarfræðing- ur sem er í fararbroddi þeirra er berjast gegn tillögunni, segir að skólinn myndi með þessu farga gæs- inni sem verpi gulleggjunum. „Há- skólinn verður þá kominn með lúk- urnar ofan í vasa hjá okkur, og það væri fáheyrt.“ Spáir Anderson því, að einhverjir vísindamenn myndu leita á aðrar slóðir. Ekki seldar gegn vilja höfunda Ýmsir kennarar við Cambridge óttast að verði höfundarréttur vís- inda- og fræðamanna tekinn af þeim komi það í veg fyrir að þeir geti deilt hugmyndum sínum með öðrum að vild og tryggt að þær séu notaðar á þann hátt sem komi sem flestum til góða. En skólastjórnin hefur lofað því að hún muni ekki selja hug- myndir gegn vilja höfunda þeirra. Óheft útbreiðsla hugmynda er grundvallaratriði í vísindalegum framförum, segir Clark. Hann nefndi sem dæmi vinnu Sanger-mið- stöðvarinnar í Cambridge, sem kort- lagði genamengi mannsins og hefur gert það aðgengilegt hverjum sem er á Netinu. Bar Clark þetta saman við keppinauta Sanger, sem starfi hjá einkareknum fyrirtækjum og haldi sínum genamengisniðurstöð- um leyndum. Margir háskólar í Bretlandi og Bandaríkjunum, sem reyna eftir megni að auka ráðstöfunartekjur sínar, hafa rennt hýru auga til tekna sumra vísindaprófessora sem hafa getað markaðssett vinnu sína. Flest- ir bandarískir háskólar hafa einka- leyfi á uppgötvunum sem gerðar eru á þeirra vegum, en deila höfundar- launum með uppfinningamönnun- um. Eiga bandarískir háskólar alls um 13 þúsund einkaleyfi og fengu af þeim 1,26 milljarða dollara í höfund- arlaun á árinu 2000. Hver á hugmyndirnar? Cambridge-háskóli vill að skólinn eigi höfundarrétt og einkaleyfi á hugmyndum vísinda- og fræðimanna sinna London. AP. ’ Háskólinn verðurþá kominn með lúk- urnar ofan í vasa hjá okkur, og það væri fáheyrt. ‘ ÞÓRÓLFUR Gíslason, kaupfélags- stjóri á Sauðárkróki, er nýr stjórn- arformaður Vátryggingafélags Ís- lands og tekur við af Kjartani Gunnarssyni. Ný stjórn VÍS var kjörin á hluthafa- fundi félagsins í gær í sem haldinn var í kjölfar breytinga á eign- arhaldi félagsins. Auk Þórólfs voru kjörnir í stjórn: Bogi Páls- son, forstjóri P. Samúelssonar, Eiríkur Tómas- son, forstjóri Þorbjarnar Fiskaness, Guðsteinn Einarsson, kaupfélags- stjóri í Borgarnesi, Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, Óskar H. Gunn- arsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Osta- og smjörsölunnar, sem verður varaformaður stjórnar, og Sigurður Markússon, fyrrverandi stjórnarformaður Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Ker, áður Olíufélagið, er nú stærsti hluthafi í VÍS með 29% hlutafjár. Samvinnutryggingar eiga 26%, Landsbanki Íslands 14%, Sam- vinnulífeyrissjóðurinn 9% og Eign- arhaldsfélagið Andvaka 6%. Í síðasta mánuði seldi Landsbanki Íslands 27% í VÍS en bankinn átti 41% fyrir söluna. Kaupendur voru aðrir eigendur í VÍS, þ.e. Ker, Sam- vinnutryggingar, Samvinnulífeyris- sjóðurinn og Andvaka. Landsbankinn á nú engan fulltrúa í stjórn VÍS en á þó enn 14% í félag- inu. Það stafar af því að þeir sem keyptu hlut Landsbankans í VÍS í lok ágúst sl. sömdu um kaupskyldu á eftirstandandi hlut Landsbankans og verður hann seldur í byrjun næsta árs, að því er fram kom þegar viðskiptin fóru fram. Þórólfur Gíslason stjórnarformaður VÍS Þórólfur Gíslason SÖLUFÉLAGI garðyrkjumanna verður breytt úr samvinnufélagi í hlutafélag hinn 1. október næstkom- andi, og verður félag- ið eingöngu í eigu bænda. Þá mun fé- lagið hætta að dreifa grænmeti til annarra en stórra kaupenda og þjónustugjöld þess verða lækkuð úr 21% í 12%. Georg Ottósson, garðyrkjubóndi og stjórnarformaður SG, segir að breytingarnar á félaginu séu gerðar til þess að bregðast við breyttum að- stæðum á þessum markaði. Með þeim sé stefnt að því að treysta stöðu íslensks grænmetis, jafnt framleið- endum sem neytendum til góða. „Þessar fyrirætlanir voru kynntar á fundi með bændum í Garðyrkjumið- stöðinni í Hveragerði í fyrradag og ég gat ekki merkt annað en að þeim hefði verið mjög vel tekið,“ segir Georg. „Hugmyndin er að bændur muni eignast hlut í hinu nýja félagi í hlutfalli við framleiðslumagn hvers fyrir sig. Nákvæm útfærsla á því hefur ekki verið ákveðin en miðað er við að eigendur verði þeir sem eru í fullum rekstri og eiga hagsmuna að gæta sem framleiðendur.“ Það er eignarhaldsfélagið Fengur sem hefur selt SG til hóps garð- yrkjubænda. Áætlað er að helming- ur starfsmanna, eða um tugur manns, hætti störfum hjá félaginu vegna breytinganna. Að sögn Georgs mun nýja fyrirtækið ein- göngu bjóða upp á íslenskt grænmeti en ekki stunda innflutning. Hann segir að félagsins bíði stórt verkefni að upplýsa neytendur um hvenær þeir séu að kaupa íslenskt grænmeti og hvenær erlent. Það liggi ekki ávallt ljóst fyrir nú. Georg segir að gænmetismarkað- urinn sé nokkuð sérstakur hér á landi því það séu einungis tveir stórir kaupendur sem stýri um 90% af mat- vælamarkaðinum, þ.e. Baugur ann- ars vegar og Búr hins vegar. Hann segir að þessir aðilar verði að lang- stærstum hluta kaupendur SG. „Við munum geta lækkað sölu- þóknunina um nærri helming vegna þess hvað við einföldum fyrirtækið mikið. Milliliðakostnaðurinn verður í algjöru lágmarki. Ef í ljós kemur að kostnaðurinn er of mikill þá verður honum einfaldlega skilað til fram- leiðenda,“ segir Georg. Ætlunin er að treysta stöðu ís- lensks grænmetis Sölufélagi garðyrkjumanna breytt Morgunblaðið/Þorkell Eftir breytingu á Sölufélagi garðyrkjumanna í hlutafélag mun félagið hætta að dreifa grænmeti til annarra en stórra kaupenda. HLUTABRÉF deCODE Genetics, móðurfélags Ís- lenskrar erfðagreiningar, náðu nýju lágmarki í gær og var lokagengi þeirra 1,66 dalir á hlut sem er 10,27% lækkun frá fyrra degi. Í fyrradag var loka- gengið 1,85 dalir, hið lægsta þangað til. Samkvæmt þessu er mark- aðsvirði deCODE nú tæpir 7,9 milljarðar króna. Hlutabréf deCODE í nýju lág- marki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.