Morgunblaðið - 21.09.2002, Side 27

Morgunblaðið - 21.09.2002, Side 27
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 27 www.sagamedica.com eykur orku, þrek og vellíðan N O N N I O G M A N N I | Y D D A N M 0 7 3 4 6 /s ia .i s Angelica Angelica fæst í apótekum, heilsuvörubúðum og heilsuhornum matvöruverslana. Jakobína Björnsdóttir, Hafnarfirði: „Ég fór að taka Angelicu vegna þess að ég hafði lengi verið slæm í maga. Magaóþægindin minnkuðu og því til viðbótar varð ég bæði kraftmeiri og mér líður mun betur.“ Viðhald í lágmarki. Húsin eru einangruð að utan og klædd með áli og harðvið. Gluggar eru álklæddir. Innréttingar, skápar og hurðir eru vandaðar og hægt er að velja milli þriggja viðartegunda. Lögð er sérstök áhersla á góða hljóðeinangrun. Gólfplötur annarar hæðar og ofar verða einangraðar undir gólfílögn. Í öllum íbúðum er þvottahús auk sér geymslu í kjallara. Íbúðum er skilað fullbúnum án gólfefna að undanskyldum baðherbergisgólfum sem eru flísalögð. Í öllum íbúðum er dyrasími tengdur myndavél í anddyri. Settur verður upp tengikassi í hverja íbúð fyrir síma, loftnet og ljósleiðara og verða sjónvarps-, síma- og nettengingar mögulegar í öllum herbergjum. Sér bílastæði í bílageymsluhúsi fylgir öllum íbúðum. Sameign og lóð verða fullfrágengin með snjóbræðslu í stétt fyrir framan húsið. ÍAV - Íslenskir aðalverktakar hf., Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200, fax 530 4205, www.iav.is Ítarlegar upplýsingar á www.iav.is Sér inngangur er í allar íbúðir af glerklæddum svalagangi. Á morgun, sunnudaginn 22. september, halda Íslenskir aðalverktakar kynningu á íbúðum í smíðum við Laugarnesveg milli kl. 13 og 15. Allar upplýsingar og gögn á staðnum. Heitt á könnunni og allir velkomnir. HÖFUÐLÚSIN lifir enn góðu lífi alls staðar í heiminum og skiptir ekki máli hversu siðmenntaðar og þrifnar þjóðirnar eru. Lúsin er ekki hættuleg heilsunni en hún hefur í för með sér amstur og óþægindi. Hún fer ekki í mann- greinarálit og ber ekki vott um sóðaskap. Lús smitast við snert- ingu og reglulega kemur upp far- aldur, einkum þar sem börn eru saman. Lúsin er um 2–3 mm fullvaxin en erfitt getur reynst að finna hana í hárinu. Egg lúsarinnar kallast nit og klekst hún út á sex til tíu dögum. Nitin sést sem örlít- ill hnúður á hárinu nálægt hárs- verðinum. Lúsin nærist eingöngu á blóði og veldur kláða þegar hún sýgur. Ekki er hægt að eyða lús með venju- legum hárþvotti. Hvað er til ráða? Það er á ábyrgð foreldra og forráðamanna barna að hefta útbreiðslu lús- arinnar. Starfsfólk heilsugæslunnar ráðleggur og leiðbeinir og hefur samráð við skólana um að koma upplýsingum til foreldra ef lús kemur upp. Til að upp- ræta lús er mælt með eftirfarandi meðferð:  Leita lúsa með því að kemba hárið með lúsakambi. Góð birta er nauðsynleg og ljóst undirlag svo að lúsin sjáist ef hún losnar úr hárinu.  Finnist lús þarf að bera í hárið lúsalyf, en þau fást án lyfseðils í lyfjabúðum. Aðeins á að meðhöndla þann sem lús greinist hjá. Ef allir í fjölskyldunni eða bekknum fá meðferð gæti það valdið ónæmi lúsarinnar gegn efninu.  Eftir meðferð þarf að kemba hárið reglulega til að vera viss um að árangur hafi náðst. Ráðlagt er að endurtaka meðferðina eftir eina til tvær vikur þar sem nitin getur lifað meðferðina af.  Þrífa þarf fatnað og rúmföt einstaklings sem lús eða nit hefur greinst hjá. Lúsin drepst á 30 mínútum við 50 gráða hita, en nitin á einni klukkustund. Jafnframt drepst lúsin á 30 mínútum við 50 gráða frost, en nitin á fjórum klukkustundum. Lúsin getur lifað í yfir 50 klst án næringar. Meðferð með ólífuolíu eða hárnæringu ásamt kembingu með sérhönnuðum lúsakambi hefur verið reynd erlendis og eru vísbendingar um að þær aðferðir beri einnig árangur. Mikilvægast er að vanda til verka því skeytingarleysi gefur lúsinnni færi á að dafna og breiðast út. Einnig er nauðsynlegt að láta skóla eða dagvistun vita ef lúsar verður vart hjá barni. Á heimasíðu Landlæknisembættisins (www.landlaeknir.is) er að finna frekari leiðbeiningar og einnig hefur Miðstöð heilsuverndar barna gefið út bæklinginn Að fanga HÖFUÐLÚSINA. Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur Frá landlæknisembættinu Heilsan í brennidepli Lúsin er lífseig! Höfuðlús er ekki hættuleg heilsunni en hún hefur í för með sér amstur og óþægindi. Ég er eins og hinn venjulegi Íslend- ingur sem finnst gaman að ferðast. Ferðalögin mín hafa breyst í gegnum árin og nú finnst mér mun skemmti- legra að fara á fjarlægar slóðir líkt og Asíu og Afríku. Nú í haust ætla ég reyndar að fara í tveggja vikna ferð um Tyrkland. Ég er venjulega 1–3 vik- ur í ferðunum mínum. Er þörf á ferða- mannabólusetningum fyrir svona stuttar ferðir? SVAR Fréttir af fátækt, nátt-úruhamförum, vatns- skorti og sjúkdómum ættu að færa manni heim sanninn um, að sé skipt um umhverfi geti því fylgt áhætta fyrir heilsuna. Hættan er minni eftir því sem dvölin er styttri, minni í borgum en sveitum, minni á góðum hótelum og veitingahúsum en léleg- um o.s.frv. Auðvelt er nú að komast á dagparti beina leið til fjarlægra staða í þróunarlöndum. Það að geta staðið nánast fyrirvaralaust hinum megin á jarðarkringlunni virðist villa fólki sýn varðandi smithættu og aðr- ar hættur í umhverfinu. Sömuleiðis virðist iðandi mannlíf og brosandi andlit fólksins vekja þá ímynd að sjúkdómar séu fjarlægur möguleiki. Vissulega er hraustu fólki með góð lífsskilyrði, sem gistir og borðar á góðum stöðum og stoppar tiltölulega stutt, ekki eins hætt við sýkingum og innfæddum. Frá hagrænu sjón- armiði er misjafnt hvað borgar sig að gera af ónæmisaðgerðum. Við heilsuvernd vegna ferðalaga verður hver og einn að ákveða, í samráði við lækni, hve mikið á að gera vegna hverrar ferðar, enda er verið að stofna til kostnaðar, sem sjúkra- tryggingar greiða ekki. Á seinni ár- um hafa komið ný og betri bóluefni og gefa þau oft margra ára eða ára- tuga vörn gegn helstu smit- sjúkdómum. Þeir sem hafa gaman af að ferðast og láta bólusetja sig vel þurfa því ekki að fá nema einn og einn skammt af bóluefni, á nokkurra ára fresti. Ástæða getur verið til að láta bólu- setja sig eða a.m.k. endurnýja gaml- ar bólusetningar. Þetta á jafnvel við fyrir ferðir til nálægra landa, einkum ef ferðast er um sveitir eða dvalið úti í náttúrunni. Algengast er að end- urnýja barnaveiki, stífkrampa og mænusótt og bólusetja við smitgulu (lifrarbólgu A). Mæli ég til dæmis með þessum bólusetningum til Tyrk- lands. Smitgula berst með mat og drykk og er útbreiddur sjúkdómur í heiminum. Oft er bólusett við tauga- veiki, sem er sérstök salmon- ellubakteríusýking, þegar um er að ræða sumarleyfisdvöl í einhverju þróunarlandi og ýmsar aðrar bólu- setningar eru mögulegar og stöku sinnum nauðsynlegar (lifrarbólga B, mýgulusótt, japönsk heilabólga, heilahimnubólga A, C, W135 og Y, hundaæði, kólera, blóðmaura- heilabólga, hettusótt, mislingar, rauðir hundar, hlaupabóla, lungna- bólga og inflúensa). Sjálfsagt er að vera varkár í mat og drykk. Byggja þarf á skilningi og reynslu (rannsóknum) en ekki órök- studdum hugmyndum. Mestu máli skiptir að forðast hrámeti og krana- vatn, þegar ekki er vissa fyrir heil- næmi þessara hluta. Skyndifæði, sérstaklega „götumatur“ er algeng ástæða iðrasýkinga og einnig hrátt grænmeti vegna krossmengunar. Ég vil leyfa mér að segja að einna öruggast sé að borða innlendan mat, sem er soðinn eða steiktur og drekka drykki sem keyptir eru í lokuðum ílátum og drukknir án ísmola. Oftast er óhætt að borða ávexti, sem maður tekur sjálfur hýðið af eða skolar á viðeigandi hátt. Verjast þarf stungum skordýra og annarra liðdýra, sem bæði geta borið marga sjúkdóma og valdið ofnæm- isviðbrögðum. Þótt hættan sé lítil er rétt að gera sér grein fyrir að bitmý (mosquitoflugur) og blóðmaurar (ticks) eiga það til að bera alvarlega sjúkdóma í nálægum háþróuðum löndum eins og Bandaríkjunum, Þýskalandi, Ítalíu og Svíþjóð. Í fjar- lægum þróunarlöndum eru ýmsir hættulegir sjúkdómar sem smádýr bera mun algengari og þar er enn þýðingarmeira að huga að vörnum gegn stungum. Helstu ráðin eru: (a) Að vera ekki mikið úti við á mesta áhættutímanum, en hann getur verið mismunandi eftir stað og tegundum flugna. (b) Að vera í meiri og þykkari fötum til að fækka þeim stungum sem maður fær. (c) Að bera á sig efni, sem fælir skordýrin frá, einkum á ristar og fótleggi auk nakinna staða. (d) Að sofa undir neti ef hús- næðið er ekki flugnahelt og malaría er á svæðinu. (e) Að eyða þeim skor- kvikindum sem komist hafa inn með tiltækum ráðum. Vert er að geta þess í þessu sambandi að mörg ráð, tæki og efni sem eru í boði til að hindra stungur eru gagnslaus, en alltaf eru til viðhlítandi úrræði ef að er gáð. Fólk þarf að hafa með nóg af þeim lyfjum, sem notuð eru að staðaldri eða grípa þarf til auk annarra lyfja og hluta sem ferðin útheimtir. Þar á meðal gæti verið sólvörn, verkjatöfl- ur, 4–6 cm breiður plástur sem hægt er að klippa niður, flísatöng, flugnafæluáburður, hýdrókortisón- áburður, ofnæmistöflur, malaríulyf og e.t.v. fleira eftir þörfum hvers og eins. Vaxandi athygli hefur það feng- ið að hindra hættu á blóðtappa í flugi eða eftir flug með viðeigandi sokk- um, notkun á aspiríni (barnamag- nýli) til blóðþynningar, fótaæfingum eða hreyfingu í flugi. Ef barnamag- nýl er notað er rétt að taka það í a.m.k. 3 daga fyrir og eftir flug. Loks þarf að huga að sérþörfum barna, aldraðra, sjúklinga, vanfærra kvenna, fólks sem er að fara í skóla eða vinnu í útlöndum, fólks sem ætl- ar á há fjöll, fólks sem er að fara á sérstök hættusvæði o.s.frv. Ferðamannabólusetningar eftir Helga Guðbergsson Sjálfsagt er að vera varkár í mat og drykk Lesendur Morgun- blaðsins geta komið spurn- ingum varð- andi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum per- sona.is. Senda skal tölvu- póst á persona@persona.- is og verður svarið jafn- framt birt á persona.is. Höfundur er yfirlæknir á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.