Morgunblaðið - 21.09.2002, Side 28
ÚR VESTURHEIMI
28 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Brunaslöngur
Eigum á lager 25 og 30 m
á hjóli og í skáp
Ármúla 21,
sími 533 2020
HEILSALA - SMÁSALA
HECLAEYJA í Manitoba er einn af
sumaráfangastöðum flestra ferða-
manna í fylkinu og Brynjólfur
Helgi Sigurgeirson, eða Binni eins
og hann er kallaður, hefur tekið á
móti mörgu fólki þar undanfarin
ár. „Ég hef stundað þetta í um 10
ár og sérstaklega eftir að ég hætti
sem fiskimaður 1996,“ segir hann.
Binni er sérfræðingur í sögu
Heclueyju í Manitoba enda fæddur
þar og íbúi lengst af nema hvað
hann bjó í Gimli í nokkur ár eftir
að íbúum var gert að flytja burtu
um 1974. Foreldrar hans voru
Helgi Sigurgeirson, sem fæddist í
Heclu 1895, og Ingibjörg Brynjolfs-
son, sem var alltaf kölluð Emma,
en Vilhjálmur Sigurgeirsson, afi
hans, fór frá Íslandi til Gimli 1888
og tveimur árum síðar til Heclu.
Kona hans var Kristín Tómasson
frá Reynistað, en Reynivellir heitir
hús Binna og þar fæddist hann
1929. Hann hefur dundað sér við
að koma upp söfnum og sýnir
ferðamönnum þau og aðra mark-
verða staði á svæðinu, en David
Gunnar Kristinn Tomasson, fiski-
maður, aðstoðar hann þegar hann
getur.
Þegar mest var bjuggu um 500
manns af íslenskum ættum í þorp-
inu en nú eru þar sjö fjölskyldur,
um 20 manns. „Þetta er ekkert
orðið,“ segir Binni en bætir við að
þeim mun fleiri komi í heimsókn til
að fræðast um svæðið, skoða nátt-
úruna, fara í golf eða njóta lífsins á
hótelinu Gull Harbour.
Binni segir að Neil Bardal, að-
alræðismaður Íslands í Gimli, hafi
fyrst fengið sig til að leiðbeina
ferðamönnum og hann hafi strax
fundið sig í starfinu. „Umfangið fer
eftir því hvað fólkið hefur mikinn
tíma,“ segir hann en gamla þorpið
hefur að geyma mikla og merki-
lega sögu. Niður við höfnina er
safn um fiskveiðarnar og skammt
frá hefur Binni útbúið verkfæra-
og tækjasafn. „Þegar ég hætti að
fiska vegna aðgerðar á mjöðm fór
ég að leika mér við þetta og það
kom sér vel því ég var mjög eirð-
arlaus enda verið fiskimaður alla
tíð frá því ég kom úr skóla 1945.
Ég tíndi hlutina saman, málaði og
gerði það sem til þurfti.“
Ekki hefur verið kennt í gamla
barnaskólanum síðan 1970, en
hann er opinn ferðamönnum sem
og menningarsafn við hliðina, en
þar má sjá hvernig fólk bjó á árum
áður. Þá er bjálkahús Vilhjálms
Sigurgeirssonar merkileg heimild
og verslunin er á sínum stað. Ís-
lendingar þurfa yfirleitt ekki að
borga aðgangseyri nema þeir vilji
það, en Binni segir að það taki því
ekki að rukka um aðgangseyri.
„Við höfum bara gaman af því að
fá ferðamenn í heimsókn, sér-
staklega frá Íslandi, og það er
gaman að taka á móti þeim. Í gula
húsinu, þar sem safnið er, er box
fyrir peninga, en fólkið er upptekið
við að skoða og það er allt í lagi.
Við hugsum ekki um peningana en
setji fólk peninga í boxið fara þeir í
það að halda þessu áfram.“
Íslendingar sérstaklega velkomnir á Heclueyju
„Gaman að taka á móti þeim“
Morgunblaðið/Steinþór
Íslenska tengingin leynist engum í Manitoba. Þegar ferðamenn aka frá
Heclu blasir þetta skilti við þeim með vinalegri kveðju á íslensku.
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Binni og David Gunnar Kristinn Tomasson tóku meðal annars á móti félögum úr Harmonikufélagi Reykjavíkur
og fólki í bændaferð í nýliðnum mánuði. Binni er þriðji til vinstri og David í stutterma skyrtu við hliðina á hon-
um en lengst til vinstri er Cara Andruschak, starfsmaður Heclu/Grindstone-fylkisgarðsins.
ANDRI Snær Magnason, Hallgrím-
ur Helgason og Hávar Sigurjónsson
verða fulltrúar Íslands og sitja fyrir
svörum um verk sín á al-
þjóðahátíð höfunda í Ottawa
í Kanada, sem var sett í vik-
unni og er nú haldin í sjötta
sinn.
Leikritið Englabörn eftir
Hávar Sigurjónsson verður
flutt í enskri þýðingu hans í
dag. Kvikmyndin 101
Reykjavík verður sýnd á
mánudag, en Hallgrímur
Helgason er sem kunnugt
er höfundur samnefndrar
bókar, sem handrit myndar-
innar er byggt á. Á miðviku-
dag les Andri Snær Magna-
son síðan úr verkum sínum.
Hátíðin stendur yfir frá
18. til 28. september og er
um að ræða yfirgripsmestu
hátíð höfunda sem um get-
ur, að sögn Neils Wilsons,
framkvæmdastjóra hennar,
en hann kom henni á lagg-
irnar 1997 og hefur haldið
hana árlega síðan.
Hjálmar W. Hannesson,
sendiherra Íslands í Ot-
tawa, hefur aðstoðað Neil
Wilson varðandi íslensku
tenginguna og fyrir hans til-
stuðlan kom Neil til Íslands
fyrir tæplega ári til að
kynna hátíðina fyrir for-
ystumönnum í íslenskum
listaheimi. Hann hafði hug á
að bjóða allt að 12 íslenskum
höfundum en úr varð að þrír urðu
fyrir valinu.
Hátíðin hefur aldrei verið viða-
meiri en nú en 87 höfundar frá
Egyptalandi, Englandi, Grikklandi,
Íslandi, Ísrael, Kanada, Kína, Nor-
egi, Skotlandi og Wales taka þátt í
henni að þessu sinni.
Menningin
brúar bilið
Fjölmenni var við setningarhátíð-
ina og við það tækifæri fluttu feðg-
arnir Neil og Sean Wilson ávörp.
Einnig sendiherrar þeirra ríkja sem
eiga rithöfunda á hátíðinni, en mót-
taka í tengslum við setninguna var á
þeirra vegum í samstarfi við að-
standendur hátíðarinnar.
Í erindi sínu vakti Hjálmar m.a.
athygli á mikilvægi Íslend-
ingasagnanna og vitnaði í
tékkneska rithöfundinn Mil-
an Kundera í því sambandi.
Hann greindi frá Halldóri
Laxness og verkum hans og
þeim áhrifum sem Íslend-
ingasögurnar höfðu á hann,
en þó langur tími hefði liðið
á milli verka hans og Íslend-
ingasagna, hefðu öll þessi
verk haft áhrif á nútímahöf-
unda eins og fulltrúa Ís-
lands á hátíðinni. Hjálmar
sagði frá miklum lestrar-
áhuga íslenskra barna og
mikilvægi rithöfunda. Ís-
lendingarnir sem hefðu flutt
til Kanada seint á 19. öld og í
byrjun 20. aldar hefðu nán-
ast ekkert haft með sér
nema bækur, en útbreiðsla
bóka og annara lista væri
besta leiðin til að brúa bilið
milli ólíkra menningar-
heima og hefða. Með slíkum
brúm styrktust tengslin
milli ólíkra þjóða og þær
tryggðu öryggi þeirra í al-
þjóða samfélaginu. Ritfrelsi
væri því mikilvægur þáttur í
að tryggja heimsfrið.
Eftir þátttöku sína í Ott-
awa fara Andri Snær
Magnason og Hallgrímur
Helgason til Winnipeg til að
taka þátt í árlegri rithöf-
undahátíð þar í borg, en þar hitta
þeir m.a. nemendur í íslenskum nú-
tímabókmenntum við íslenskudeild
Manitoba-háskóla.
Norræna kvikmynda-
hátíðin í Ottawa
Tvær íslenskar kvikmyndir verða
sýndar á Norrænu kvikmyndahátíð-
inni í Ottawa 11. til 20. október.
Kvikmyndin Íslenski draumurinn,
sem Róbert I. Douglas leikstýrir,
verður sýnd þriðjudaginn 15. októ-
ber og myndin Englar alheimsins í
leikstjórn Friðriks Þórs Friðriks-
sonar verður sýnd sunnudaginn 20.
október.
Alþjóðahátíð höfunda í höfuðborg Kanada
Andri Snær
Magnason
Hallgrímur
Helgason
Hávar
Sigurjónsson
Þrír íslenskir
rithöfundar
til Ottawa
INGVELDUR Ýr Jónsdóttir,
mezzósópran, og Guðríður St. Sig-
urðardóttir, píanóleikari, eru á leið í
tónleikaför um Bandaríkin og Kan-
ada og koma víða fram vestra fyrstu
þrjár vikurnar í október.
Þjóðræknisfélag Íslendinga og
sérstök verkefnisnefnd á vegum
Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vest-
urheimi, International Visits Pro-
gram, vinna saman með stuðningi
Flugleiða að því að stuðla að heim-
sóknum listafólks og fyrirlesara frá
Íslandi til Norður-Ameríku annað
hvert ár og listafólks að vestan til Ís-
lands hitt árið. Verkefnið byrjaði
1997, þegar Aðalsteinn Ingólfsson
flutti fyrirlestra víða í Kanada. 1998
hélt Patricia (Guttormson) Peacock
málverkasýningu í Vesturfarasetr-
inu á Hofsósi, Einar Vigfússon sýndi
útskurð sinn á Íslandi 1999 og Páll
Stefánsson hélt myndasýningu víða í
Kanada og Bandaríkjunum sama ár.
Fríður Ólafsdóttir sýndi íslenska
þjóðbúninginn og gerð hans í Norð-
ur-Ameríku í fyrra og þá komu Car-
ole (Thorsteinsson) Davis, söngkona,
og Harold Brow, undirleikari henn-
ar, í hljómleikaför til Íslands. Aug-
lýst er eftir þátttakendum og voru
Ingveldur Ýr og Guðríður valdar til
vesturfarar að þessu sinni og sjá við-
komandi Íslendingafélög um kostn-
aðinn á hverjum stað. Gail Einarson-
McCleery í Toronto er formaður
nefndarinnar og hefur staðið á bak
við viðamiklar kynningar vestra.
Hún segir að þetta sé viðamesta
heimsóknin til þessa og margir hafi
komið að undirbúningnum.
Fyrstu hljómleikar Ingveldar og
Guðríðar í ferðinni verða í Minnea-
polis 2. október. Þær koma fram í
Winnipeg 4. október, Gimli 5. októ-
ber, Vatnabyggð 8. október, Edmon-
ton 10. október, Calgary 11. október,
Vancouver 16. október, Ottawa 18.
október, Toronto 20. október og
Guelph 21. október.
Guðríður og Ingveldur Ýr í tónleikaferð í Norður-Ameríku
Koma víða
fram vestra
Morgunblaðið/Golli
Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzósópran, og Guðríður St. Sigurðardóttir,
píanóleikari, komu fram í Salnum í Kópavogi í fyrrakvöld.
UM ÞESSAR mundir eru liðin 125
ár síðan lúterski söfnuðurinn í Gimli
var stofnaður og var þess minnst í
fjölmennri messu í kirkju safnaðar-
ins fyrir skömmu.
Séra Georg Johnson, prestur safn-
aðarins, þjónaði fyrir altari, en Rich-
ard Smith, biskupinn í Manitoba og
Suðvestur-Ontario, prédikaði. Að
loknum sameiginlegum hádegisverði
kirkjugesta var fjölbreytt dagskrá
með ræðuhöldum, kórsöng og al-
mennum söng, en séra Ingþór Ísfeld,
sem var prestur safnaðarins frá 1970
til 1975, flutti ræðu þar sem hann
rakti sögu safnaðarins.
Fyrsti prestur lúterska safnaðar-
ins í Gimli var séra Jón Bjarnason,
en meðal annarra presta sem þar
hafa þjónað eru Halldór Briem,
Magnus Skaptason, Oddur Gíslason,
Runolfur Marteinson, Sigurður Olaf-
son, Johann Bjarnason, Skuli Sigur-
geirsson, Harald Sigmar og sr.
Bragi Friðriksson. Fram til ársins
1935 var einvörðungu messað á ís-
lensku, um skeið var bæði messað á
íslensku og ensku en nú fara allar
guðsþjónustur fram á ensku.
Tímamót hjá
lúterska
söfnuðinum