Morgunblaðið - 21.09.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.09.2002, Qupperneq 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 29 Málverkasýning SMIÐJAN Innrömmun - Listhús Ármúla 36, sími 568 3890. Opið í dag og á morgun frá kl. 14-18, Einnig verk eftir  Svavar Guðnason  Þorvald Skúlason  Valtýr Pétursson  Sigurbjörn Jónsson  Júlíönu Sveinsdóttur  Jón Engilberts  Valgarð Gunnarsson  Jón Axel  Jón Reykdal  Hlíf Ásgrímsdóttur  Hörpu Björnsdóttur  Björn Birnir  Björgu Þorsteinsdóttur  Steinþór Sigurðsson  Kristínu Geirsdóttur  Kristján Davíðsson  Jóhannes Geir Leitum eftir verkum gömlu meistaranna fyrir næstu sýningu okkar Gæði og góð þjónusta 20% afsláttur af allri innrömmun út september Kjarval Hafsteinn Austmann Ásgrímur Jónsson Sverrir Haraldsson Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Verð aðgöngumiða kr. 2.000. Aðgangur ókeypis fyrir 20 ára og yngri Fyrstu tónleikar vetrarins í Glerárkirkju á Akureyri sunnudaginn 22. september kl. 16.00 Einsöngvari: Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Á efnisskrá er m.a. nýtt verk eftir grænlenska tónskáldið Per Rosing, íslensk sönglög og ítalskar óperuaríur. SÝNINGUM bæjarlistamanna Seltjarnarness árin 2000 og 2001 í Húsi málaranna er að ljúka nú um helgina. Þar sýna þær Messíana Tómasdóttir og Rúna Gísladóttir en sýningin er haldin að frumkvæði menningarnefndar Seltjarnarness. Í fremra rými sýnir Messíana Tómasdóttir verk sem fjalla um táknmerkingu rauða litarins. Um þrjú verk er að ræða, sem nefnast Dyggðirnar, Dauða- syndirnar sjö og Vatn lífsins en í þeim notar Mess- íana mismunandi efni, s.s. plexígler og litaduft, lita- duft í glersalla og sandi, og fljótandi lit í plexíglerstömpum. Þar eru merking og litbrigði rauða litarins þanin til hins ýtrasta, svo hann spann- ar breitt merkingarlitróf. „Rauði liturinn birtist okk- ur sem litur dyggðanna, syndanna, og litur lífsins. Litróf hans frá rauðu niður í hvítt spannar á vissan hátt hringrás lífsins,“ segir Messíana um verk sín. Rúna Gísladóttir sýnir um 30 málverk í tvískiptum hliðarsal gallerísins. Í öðrum salnum eru olíumálverk sem Rúna lýsir sem landslagstilvitnunum. Þar er leikið með birtu, fjarlægðir og þau sterku landslags- form sem viðtekin eru í íslensku landslagi. Auk þess sýnir Rúna myndir sem byggðar eru á barnateikn- ingum og collage-myndir. „Ég lagði verkefni fyrir sex ára börn, þar sem þau vinna myndir eftir upp- stillingu. Síðan mála ég myndir út frá formunum þeirra,“ segir Rúna sem endurspeglar í verkunum þá sýn sem börn hafa á form og sjónræn viðfangsefni. Hús málaranna við Eiðistorg er opið milli kl. 14 og 16 frá fimmtudegi til sunnudags. Bæjarlistamenn í Húsi málaranna Rauður litur nefnist sýning Messíönu Tómasdóttur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rúna Gísladóttir sýnir olíuverk. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á UPPHAFSTÓNLEIKUM 46. starfsárs Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju annað kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 20 verða flutt verk þriggja tónskálda sem uppi eru á þremur ólíkum tímaskeiðum: L.v. Bethoven (1770-1827), Jan Sibelius (1865-1957) og Þórður Magnússon (f. 1973). Flytjendurnir, Sigrún Eð- valdsdóttir (fiðla), Zbigniew Dubik (fiðla), Helga Þórarinsdóttir (lág- fiðla) og Bryndís Halla Gylfadóttir (knéfiðla), bjóða gestum til áheyrnar Strengjakvartett í d-moll, op. 56 (Voces intimae) eftir Sibelius frá árinu 1909 og Guðrúnarkviðu ina fyrstu eftir Þórð, en verkið er kvart- ett í fimm köflum saminn árið 2001. Eftir hlé verður fluttur Strengja- kvartett nr. 7 í F-dúr op. 59.1 eftir Beethoven sem hann samdi árið 1806. Sibelius, mesta tónskáld Finna, er fyrst og fremst kunnur fyrir hljóm- sveitarverk sín og um 90 ljóðsöngva. Færri vita að á yngri árum fékkst hann einnig nokkuð við kammertón- list, tríó, kvartett og kvintetta, en hætti þeirri iðju vegna hins mikla árangurs, sem hann náði með hljóm- sveitarverkum sínum. En árið 1908 staldraði hann við, þá 43 ára gamall, og samdi strengjakvartett þann sem nú verður fluttur í Bústaðakirkju. Eftir Þórð liggur nú rúm tylft tón- verka, sem frumflutt hafa verið hér heima eða erlendis. Þau eru saman fyrir margs konar hljóðfærahópa, en í sumum kemur mannsröddin einnig við sögu. Verkið sem nú er flutt var samið að ósk Trondheims sommer- festivals og frumflutt þar árið 1998. Upphaflega gerðin var fyrir messo- sópranrödd og strengjakvartett. Guðrúnarkviða in fyrsta er eitt af Eddukvæðum og greinir frá harmi Guðrúnar Gjúkadóttur, er hún situr yfir líki bónda síns, Sigurðar Fáfn- isbana. Höfundur endurskrifaði síð- an tónverkið fyrir strengjakvartett, og var það frumflutt í þeirri gerð á Myrkum músíkdögum í Reykjavík á þessu ári. Beethoven var kominn á hátind sköpunargáfu sinnar, þegar hann samdi strengjakvartettana þrjá, op. 59. Hann hafði lokið við að semja Eroica-sinfóníuna og fiðlukonsert- inn. Þessir kvartettar eru einnig tímamótaverk á sínu sviði í tónlist- inni. Kvartettinn er nú fluttur í áttunda sinn, og hafa önnur tónverk ekki verið flutt oftar í klúbbnum. Næstu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins verða 20. október en þá fltytur Cam- erarctica verk eftir Shostakovich og Brahms. Lag við eitt Eddu- kvæða Morgunblaðið/Golli Helga Þórarinsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Zbigniew Dubik og Bryn- dís Halla Gylfadóttir á æfingu fyrir tónleikana annað kvöld. Gallerí Tukt, Hinu húsinu Samsýn- ing ungra íslenskra og bandarískra myndlistarmanna verður opnuð kl. 16. Hópurinn nefnir sig MYX Youth Artist Exchange og gefur að líta á sýningunni verk sem þau unnu sam- an á Íslandi síðastliðið sumar út frá þemanu „landslag, fólk og menning“. Sýningin stendur til 6. október og er opin alla daga nema sunnudaga kl. 14–18. Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10 Rúss- neska kvikmyndin Fangi í Kákasus verður sýnd kl. 15. Myndin var gerð árið 1996 meðan á fyrstu stríðsátök- unum stóð í Tsjetsjníu en undirbún- ingur að töku myndarinnar var þá þegar hafinn. Frumhugmyndin er sótt í smásögu eftir Lév Tolstoj. Leikstjóri er Sergei Bodrov. Myndin var tilnefnd til bandarísku Óskarsverðlaunanna árið 1996 og hlaut á sama ári verðlaun áhorfenda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Enskur texti er með myndinni og er aðgangur ókeypis. Smiðjan, Listhús Ármúla 36 Sýn- ing á sjaldséðum myndum eftir kunna málara verður opnuð í dag kl. 14. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is LISTAKONURNAR Áslaug Höskuldsdóttir og Inga Elín Kristinsdóttir verða að störf- um fyrir framan Gallerí Fold í Kringlunni í dag kl. 13–15 og sýna hvernig þær vinna með leir. Þetta er hluti af þema- dögum sem standa yfir í Kringlunni undir heitinu Upp- lifun. Verk eftir Áslaugu Höskuldsdóttur. Listamenn að störfum í Kringlunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.