Morgunblaðið - 21.09.2002, Page 30
30 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
H
afið, ný kvikmynd eftir Baltasar Kor-
mák, var frumsýnd í síðustu viku. Um
frumsýningarhelgina sáu fleiri mynd-
ina en nokkra aðra íslenska kvikmynd
á jafnskömmum tíma, frá því að hlut-
lausar mælingar hófust, eins og sagði í Morg-
unblaðinu. Þá virðist myndin höfða til þeirra, sem
erfiðast er að ná í kvikmyndahúsin, eldri borgara.
Kemur það heim og saman við hópinn, sem sat í sal
1 í Háskólabíói, þegar ég sá Hafið í upphafi vik-
unnar.
Hafið „ber þess vitni að íslenskt listafólk hafi náð
fullkomnum tökum á hinu alþjóðlega tungumáli
kvikmyndalistarinnar,“ segir í lofsamlegum dómi
Heiðu Jóhannsdóttur, gagnrýnanda Morgunblaðs-
ins.
Kynningarstarf vegna myndarinnar hefur verið
markvisst unnið. Evrópska kvikmyndaakademían
tilnefndi myndina til evrópsku kvikmyndaverð-
launanna 2002, einu íslensku myndina að þessu
sinni. Myndin var sýnd á kvikmyndahátíð í Toronto
fyrir skömmu og verður í næstu viku á 50. kvik-
myndahátíðinni í San Sebastian á Spáni, en þar
keppir Hafið ein 18 mynda.
Síðastliðið vor var skýrt frá því, að franska fyr-
irtækið Pyramid hefði keypt sölurétt á Hafinu. Þá
kom jafnframt fram, að myndin hefði þegar verið
seld til um tuttugu landa.
Hafið á eftir að bera hróður Íslands víða.
x x x
Á tímum hnattvæðingar eru smáþjóðir ekki að-
eins þiggjendur heldur einnig veitendur. Nái menn
tökum á hinu alþjóðlega tungumáli listarinnar,
standa þeir jafnfætis, hvort sem þeir koma frá fjöl-
mennri eða fámennri þjóð. Í alþjóðaumræðum um
kvikmyndir og sjónvarpsefni er þó rík tilhneiging
til að álykta sem svo, að enginn eigi í raun upp á
pallborðið, nema hann komi frá Hollywood.
Aldrei hefur verið gerð íslensk kvikmynd, sem
nýtur vinsælda á borð við nokkra Hollywood-mynd.
Á hinn bóginn hafa Íslendingar oftar en ein
freistað gæfunnar í Hollywood. Frægt er, þ
Halldór Laxness fór til Los Angeles og rey
sér við gerð kvikmyndahandrita. Spurning
lítill árangur hans hafi síðan ráðið miklu um
hans til Bandaríkjanna. Öðrum Íslendingum
vegnað betur á þessum slóðum, eins og nú
Daða Einarssyni, sem fékk hin eftirsóttu E
verðlaun fyrir framlag sitt til tækniundra m
um í leikinni kvikmynd.
Í Hollywood byggist styrkur kvikmyndag
arinnar á fleirum en Bandaríkjamönnum. U
ar mundir er til dæmis verið að sýna Hollyw
mynd í kvikmyndahúsum hér, K-19, þar sem
ison Ford, Liam Neeson og Ingvar Sigurðs
meðal leikara, en Sigurjón Sighvatsson er m
framleiðenda myndarinnar
Hin miklu umsvif og fjármunir kvikmynd
arinnar eru segull, sem dregur til sín hæfile
frá öllum heimshornum. „Ógnin“ af Hollywo
ar ekki aðeins af áhrifum einsleitra kvikmy
heldur einnig hinu, að þangað flykkjast fram
andi listamenn frá öllum heimshornum og s
ættlönd sín eftir enn veikari en ella.
x x x
Sjálfsmynd þjóðar ræðst verulega af því,
einstaklingum hennar vegnar í heimi kvikm
skemmtana og íþrótta. Þarf enginn að fara
götur um að Björk hefur ekki aðeins mótað
myndir margra útlendinga um Ísland – hún
einnig mótað hugmyndir margra Íslendinga
sjálfa og land þeirra. Fordæmi Bjarkar hef
öðrum Íslendingum sjálfstraust til að láta a
kveða í alþjóðlegri samkeppni, þar sem höfð
milljóna eða tugmilljóna manna.
Í umræðum á alþjóðavettvangi um áhrif „
aniseringar“ eða menningarlegrar hnattvæð
gjarnan bent á Björk. Hún sanni, að ekki þ
að vera steyptir í sama móti. Hún hafi náð
athygli, þótt hún komi frá innan við 300 þús
VETTVANGUR
Hafið heima og að h
eftir Björn Bjarnason
U
M MIÐJAN sjötta áratuginn og fyrr var
Stefán Hörður Grímsson tveggja bóka
maður, höfundur Glugginn snýr í norður
og Svartálfadans. Síðarnefnda bókin var
hin dæmigerða atómljóðabók, hafði sín
áhrif og átti eftir að hafa meiri áhrif. Svo birtust eftir
hann ljóð í tímaritum en það var bið á nýrri bók sem
var Hliðin á sléttunni.
Ég minnist þess að hafa náð í Svartálfadans korn-
ungur og hreifst af bókinni og skrifaði um hana ritgerð
sem ég birti þó aldrei. Þarna var Vetrardagur, (Sjá
Lesbók, bls 3) þetta myndræna ljóð sem speglar kalda
ásjónu landsins og íshjartað slær. Hreyfingin sundrar
logni vetrarins með því að mennirnir koma eftir
hjarninu á mjóum fótleggjum með fjöll á herðum sér.
Þetta þótti sérkennileg myndbeiting. Einnig Steinn-
inn en ormar skríða úr holum hans í bláhvítu ljósi.
Steinninn er þó vinur skáldsins, eitthvað varanlegt í
tilverunni.
Ég held að Stefán Hörður hafi sótt eittthvað til Jóns
úr Vör í þorpsljóðum bókarinnar en honum var ég vel
kunnugur og ég veit að Stefán mat hann mikils.
Einkennilegasta ljóðið þótti þó Bifreiðin sem hemlar
hjá rjóðrinu. Í því ljóði kemur fram óhugnaður sem
ekki er óþekkt fyrirbæri hjá Stefáni Herði.
Óhugur og einnig yndisþokki vega stundum salt hjá
Stefáni. Hjá því varð ekki komist hjá skáldi sem lifað
hafði stríðið og gat ekki gleymt því.
Martraðarkennd sýn er í sumum ljóðanna. Hún er
hluti af eigin reynslu skáldsins og fylgdi honum eftir til
æviloka.
Kannski hefur hún stundum verið honum of þung-
bær og girt fyrir að hann orti meira.
Stefán Hörður var góður vinur ungra skálda á þess-
um árum en lagði ekki hart að þeim að yrkja og gefa
út. Hann vildi að þau vönduðu sig eftir föngum og
næðu eðlilegum þroska fyrir veigamikil verk. Gagn-
rýni hans var ekki silkihanskarýni sem nú hefur færst
í aukana.
Sjötti áratugurinn sérstaklega var kaffihúsatími og
einnig var töluvert um heimsóknir. Þá var fundað um
skáldskap og vitanlega líka stjórnmál.
Auðvelt var að komast í samband við menn eins og
Stefán Hörð en þó held ég að hann hafi metið vinkon-
urnar meira en skáld sem leituðu ráða.
Með árunum varð Stefán einangraðri en eignaðist
líka fleiri aðdáendur, fékk verðlaun og komst í heið-
urslaunaflokk. Aldrei minntist hann á þetta. Hann
vissi nákvæmlega hvar hann stóð og þurfti ekki að láta
segja sér það. En ég varð var við að honum var ekki
sama um hver skrifaði um bækur hans.
Það skemmti honum ekki væru ljóðin misskilin og
hann kærði sig ekki um bull um þau.
Því miður er ekki alltaf létt að vita hvað ská
en það gildir um fleiri góð skáld.
Stefán Hörður var eitt þeirra skálda sem e
fjöldans. Hann er skáld fárra. Þetta breytist
Erindi hans er mikilvægt og tímabært
líka þótt innri heimur sé honum áleitnari en
er á yfirborðinu.
Umhverfisvernd ljóða hans er um mannin
og tilgang hans í veröldinni og vopnin eru
fremst skáldskapurinn, ekki skoðanirnar.
Í Þrettán gular, ein svört, yrkir hann:
Þessi blóðdans í ljóskeilunni
Ekki er að undra þótt við séum þreytt
við kristöllun ofþreytunnar
sem sló útum sóttheitan hnöttinn
þetta dansfífl með þjófaljósið í skottinu
Við salt jarðar
Sviti einnar skopparakringlu
Tengsl (1987) nefndist ein af síðustu ljó
Stefáns Harðar Grímssonar. Athygli vakti
ljóð bókarinnar, Húm, birtist í skyldri en
mynd í lok bókarinnar og hét þá Húm II.
Sams konar leik bregður fyrir í síðustu bók
heiðan morgun (1989). Morgunljóð kallast fyr
í lokakaflanum og Morgunljóð II síðasta ljóðið
Farvegi (1981) nefndi Stefán Hörður reyn
Stefán Hörður Gr
Eftir Jóhann Hjálmarsson
VEGAGERÐ Á VESTFJÖRÐUM
Í samtali við Morgunblaðið fyrirskömmu lýsti Einar OddurKristjánsson, alþingismaður
Sjálfstæðisflokks, þeirri skoðun, að
það væri lífsnauðsynlegt fyrir íbúa á
sunnanverðum Vestfjörðum að kom-
ast í heilsárs vegasamband. Um
þetta sagði þingmaðurinn:
„Ég hef margsinnis lýst óánægju
minni með það, hversu lítið fjármagn
hefur fengizt til þess að bæta vegi á
Vestfjörðum. Kostnaður við að koma
Barðaströnd og sunnanverðum Vest-
fjörðum í heilsárs vegasamband er
um tveir milljarðar króna ... Væri
fjármagn tryggt til að endurbyggja
veginn (frá Múla í Kollafirði til
Þorskafjarðar) mundi undirbúning-
ur við veginn taka um það bil fimm
ár.“
Til rökstuðnings þessari skoðun
segir Einar Oddur Kristjánsson í
fyrrnefndu samtali við Morgunblað-
ið, að flutningur á fiski milli lands-
hluta sé miklu meiri en áður var og
byggðarlög í Vestur-Barðastrandar-
sýslu sem ekki séu með tryggar
landsamgöngur árið um kring séu
alls ekki samkeppnisfær varðandi þá
verzlun og viðskipti.
Vegagerð á Vestfjörðum hefur alla
tíð verið bæði erfið og dýr. Þess
vegna má segja að það hafi tekið
mun lengri tíma að koma Vestfjörð-
um í sæmilegt vegasamband en
flestum öðrum byggðarlögum á
landinu. Vegir voru að vísu lengi
slæmir á Austurlandi en á því hefur
orðið mikil breyting.
Fyrir aðeins rúmum þremur ára-
tugum voru nánast engir vegir við
Djúp. Smátt og smátt tókst að koma
byggðum þar í vegasamband.
Þegar litið er yfir landið í heild má
fullyrða, að það svæði á Vestfjörð-
um, sem Einar Oddur Kristjánsson
hefur gert að umtalsefni, er einna
verst sett með samgöngur á landi.
Þá má spyrja hvort rök þingmanns-
ins fyrir því að verja eigi svo miklum
fjármunum í vegagerð á þessu svæði
séu fullnægjandi. Þarna býr fátt
fólk. En vegagerð snýst ekki ein-
ungis um þá, sem búa á viðkomandi
svæðum. Fengin reynsla hefur sýnt,
að vegagerð gjörbreytir ekki bara
lífi þeirra, sem búa á þessum svæð-
um heldur stuðlar hún að stóraukn-
um samskiptum og viðskiptum, sem
koma þjóðarbúinu öllu til góða. Vest-
fjarðagöngin hafa haft byltingar-
kennd áhrif á atvinnulífið í byggð-
unum á norðanverðum Vestfjörðum.
Hið sama mundi gerast ef ráðizt yrði
í vegabætur samkvæmt þessum til-
lögum Einars Odds Kristjánssonar.
Þá er alveg ljóst að til viðbótar við
fiskflutninga til og frá byggðunum á
sunnanverðum Vestfjörðum mundu
Vestfirðir opnast sem nýtt ferða-
mannasvæði. Ekki veitir af að opna
ný svæði fyrir þá vaxandi atvinnu-
grein, bæði vegna aukins fjölda
ferðamanna og líka vegna hins að við
þurfum að auka fjölbreytni þess,
sem boðið er upp á fyrir ferðamenn.
Á Vestfjörðum mundi þeim opnast
nýr heimur.
Þegar á þetta er litið er full
ástæða til að Alþingi kanni rækilega
möguleika á að hefja undirbúning að
því að koma sunnanverðum Vest-
fjörðum í heilsárs vegasamband. Við
hljótum að leggja áherzlu á að ljúka
varanlegri vegagerð á þeim tiltölu-
lega fáu svæðum á landinu, sem enn
er eftir að koma í viðunandi vega-
samband.
TÍMAMÓTALAUSN?
Það er enginn skortur á nýjumhugmyndum hjá nýrri ríkis-
stjórn í Danmörku. Nú hefur Vinstri-
flokkurinn (Venstre), sem fer með
stjórnarforystuna, lagt til nýstárlega
lausn á flóttamannavandamálinu; að
byggja 100 þorp yfir afganska flótta-
menn heima í Afganistan, tryggja
þeim aðgang að hreinu vatni, mennt-
un og læknishjálp en spara engu að
síður 5,8 milljarða króna á ári miðað
við þann kostnað, sem fyrirsjáanleg-
ur er við að halda 5.000 afgönskum
hælisleitendum uppi í Danmörku.
Aðrir flokkar á danska þinginu
hafa tekið tillögunni vel. Íhaldsflokk-
urinn, sem situr í stjórn með Venstre,
Danski þjóðarflokkurinn, Róttæki
vinstriflokkurinn og jafnaðarmenn
segjast t.d. styðja hana í meginatrið-
um. Danski Rauði krossinn styður
hana og það gerir líka Flóttamanna-
stofnun Sameinuðu þjóðanna. Tals-
menn Venstre tala glaðbeittir um að
hér geti verið á ferðinni „tímamóta-
lausn á flóttavandamálinu í Evrópu.“
Hugmyndin er vissulega athyglis-
verð og verðskuldar nánari skoðun. Á
henni eru hins vegar ýmsir annmark-
ar, sem þarf að skoða hvort hægt sé
að leysa. Í fyrsta lagi eru afgönsku
flóttamennirnir ekkert sérstaklega
hrifnir af henni. Þeir segja að ástæð-
an fyrir flótta þeirra hafi ekki verið
fátækt eða húsnæðisleysi, heldur hafi
þeir óttast um öryggi sitt og fjöl-
skyldna sinna. Þeir segjast ekki
sannfærðir um að friður sé kominn á í
Afganistan. Í öðru lagi er Afganistan
íhaldssamt ættbálkasamfélag og það
þarf að tryggja að byggt sé yfir fólk í
þess eigin heimabyggð, enda yrði það
oft ekki velkomið í öðrum landshlut-
um. Í þriðja lagi eru það oft þeir, sem
hafa meira handa á milli, sem eiga
fyrir fargjaldi til Vesturlanda og geta
flúið – hinir sitja eftir og komast
hvorki lönd né strönd. Það er hætta á
því að ef hinir fyrrnefndu snúa aftur
og fá góð hús og þjónustu í „dönsk-
um“ þorpum myndist togstreita á
milli þeirra og fyrrum nágranna
þeirra. Aðstoðin þarf því að ná til
fleiri en bara þeirra, sem tóku sig upp
og flúðu til Vesturlanda.
Takist að vinna bug á þessum ann-
mörkum og ýmsum fleirum, sem
vafalaust koma í ljós þegar menn fara
að huga að framkvæmdinni, getur
verið að hér sé á ferðinni góð hug-
mynd, sem stuðlað geti að því að
draga úr flóttamannavandamálinu í
Evrópu. Ætla má að margir flótta-
menn kjósi það heldur að snúa aftur,
takist að skapa þeim góð lífsskilyrði í
eigin heimalandi, en að þurfa að tak-
ast á við lífsbaráttuna í nýju og fram-
andi landi.