Morgunblaðið - 21.09.2002, Síða 55

Morgunblaðið - 21.09.2002, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 55 SÖNGVARINN Peter Gabriel segir allar líkur á því að hann geti fylgt nýju plötunni sinni, Up, eftir með annarri innan 18 mánaða. Nægt efni hafi orðið afgangs frá vinnu við Up, efni sem nánast sé full- klárað. Óvíst er þó hvort aðdáendur Gabriels taka orð hans trúanleg, enda hafa þeir lengi mátt bíða nýrr- ar plötu frá kappanum. Up kemur í verslanir á mánudag en tíu ár eru nú liðin síðan Gabriel sendi frá sér breiðskífuna Us. Biðin hefur því verið löng og ströng og hafa aðdáendur þurft að hugga sig við ýmis hliðarverkefni popparans; s.s. plötuna Ovo frá árinu 2000, en hún hafði að geyma tónlist sem hann samdi fyrir þúsaldarhvelf- inguna í London, sem nú hefur ver- ið lokað. Þá sendi Gabriel frá sér plötu fyrr í sumar með tónlist sem hann samdi fyrir áströlsku kvik- myndina Rabbit Proof Fence. Titillinn á Up þýðir ekki endilega að tónlistin á nýju plötunni sé upp- lífgandi, segir Gabriel. Raunar er Gabriel á býsna alvarlegum nótum í sumum laganna á Up. Sjálfur er hann hins vegar hamingjusamari en nokkru sinni fyrr, nýgiftur hinni írsku Meabh, og orðinn pabbi á nýj- an leik, 52 ára gamall. Gabriel segir að dætur sínar frá fyrra hjónabandi, Anna og Melanie, hafi í fyrstu átt erfitt með að sætta sig við ráðahaginn enda er Meabh á svipuðum aldri og þær. Nú sé hins vegar allt í lukkunnar velstandi og báðar ætli þær að hjálpa honum að kynna Up en tónleikaferð um Bandaríkin hefst strax í október. Mun Melanie syngja bakraddir, eins og hún gerir reyndar í nokkr- um laganna á Up, og Anna hyggst gera heimildarmynd um tónleika- ferðalagið. Fyrsta lagið af Up er þegar farið að heyrast í viðtækjum landans en það ber nafnið „The Barry Williams Show“. Um er að ræða ádeilu á við- talsþáttamenningu samtímans og líklega líkist Barry Williams, sem um er fjallað, einna helst hinum umdeilda sjónvarpsþáttastjórnanda Jerry Springer. Leikarinn Sean Penn leikstýrði myndbandinu við lagið og er það býsna sjónrænt eins og Gabriels er von og vísa en mynd- band við lagið „Sledgehammer“ (1986) þótti marka tímamót á sínum tíma. Gabriel kom fram í viðtals- þætti Larrys Kings á CNN í liðinni viku og söng þar lag af nýju plöt- unni sem fjallar um söknuð, „I Grieve“, í tilefni þess að þá var eitt ár liðið frá árásunum á Bandaríkin. Hann kom einnig nýverið fram á tónleikum í Þýskalandi og flutti þar gamalt lag, „Here Comes the Flood“, svona til að votta þeim virð- ingu sína sem farist höfðu í miklum flóðum er léku Mið- og Austur- Evrópu grátt um miðjan ágúst. Biðin eftir næstu breiðskífu styttri Það sætir ávallt tíðindum þegar Peter Gabriel gefur út plötu. Ný plata Peters Gabriels kemur út á mánudag www.regnboginn.is Hverfisgötu  551 9000 Ný Tegund Töffara Yfir 14.000 MANNS La Communidad / Húsfélagið sýnd kl. 3.40 Lola Vende Cá / Lola sýnd kl. 3.40 El Hijo De La Nova / Gifstu Mér Loksins sýnd kl. 6 Último Viaje De Robert Rylands / Síðasta Ferð Roberts Rylands sýnd kl. 6 Solas / Einar sýnd kl. 8 En Construcción / Byggt Upp Á Nýtt sýnd kl. 8 Los Amantes Del Circulo Polar / Elskhugar við Heimskautsbaug sýnd kl. 10 Juana La Loca / Jóhanna Brjálaða sýnd kl. 10 „Besta mynd ársins til þessa“ 1/2HÖJ Kvikmyndir.com „Ein besta mynd þessa árs. Fullkomlega ómissandi.“  SV Mbl  HK DV  Radíó X „meistaraverk sem lengi mun lifa“  ÓHT Rás 2 i l i li Sýnd kl. 7 og 10. B. i. 14. Sýnd kl. 4.30, 7 og 10. B.i. 14. Sýnd kl. 3.40. Nýjasta meistaraverk Pedro Almodovars ÓHT Rás2 SG DV 1/2 HL MBL Síðasta sýningarhelgi!  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Aukasýningar vegna fjölda áskorana www.laugarasbio.is Sýnd kl. 2, 4 og 6. með íslensku tali. Sýnd kl. 2 og 4. með íslensku tali. Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 14. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.  Radíó X FRUMSÝNING Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14.  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ M A T T D A M O N E R J A S O N B O U R N E FRUMSÝNING Heimurinn hefur eignast nýja hetju sem heitir Jason Bourne. Hér er á ferðinni frumlegasti njósnatryllir ársins. Matt Damon sýnir snilldartakta.Byggð á metsölubók Roberts Ludlum. HANN VAR HIÐ FULLKOMNA VOPN ÞAR TIL HANN VARÐ SKOTMARKIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.