Morgunblaðið - 21.09.2002, Qupperneq 56
56 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Kvikmyndir.is
Roger Ebert
DV
Kvikmyndir.com
1/2
SK.RadioX
Sýnd kl. 5.40 og 10.20. B.i. 16.
1/2
HI.Mbl
/
I l
SK.RadioX
HK DV
Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 8. B.i. 16.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14.
M A T T D A M O N E R J A S O N B O U R N E
FRUMSÝNING
Andie Macdowell
Sýnd kl. 10. B. i. 12.
HANN VAR HIÐ
FULLKOMNA VOPN
ÞAR TIL HANN VARÐ
SKOTMARKIÐ
GH Kvikmyndir.com
„Þetta er
fyrsta flokks
hasarmynd.“
Þ.B.
Fréttablaðið.
SV Mbl SG. DV
ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.is
Tilboð
200 kr
Sýnd kl. 1.45 og 3.45 Ísl tal.Sýnd kl. 2. Ísl tal.
Tímamótaverk í
íslenskri
kvikmyndasögu
HJ Mbl
Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera
Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV
1/2 Kvikmyndir.is
Hér er á ferðinni frumlegasti
njósnatryllir ársins.
Byggð á metsölubók Roberts Ludlum.
Sýnd kl. 4, 6 og 8.
Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12.
frumsýning
Hér kemur ein
vinsælasta,
athyglisverðasta
, magnaðasta
og umtalaðasta
kvikmynd
Japana.
Gætir þú drepið
besta vin þinn?
Sýnd kl. 7. Vit 426
Mathew Perry (Friends) og Elizabeth
Hurley fara á kostum í þessari
sprenghlægilegu gamanmynd sem
kemur verulega á óvart.
Það eina sem getur
leitt þau saman er
HEFND
Sýnd kl. 1.45 og 4. Ísl tal. Vit 429
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 3.40, 5.45 8, 9.05 og 10.15 . Vit 433
Rás 2
HJ Mbl
1/2 HK DV
1/2 Kvikmyndir.is
Rás 2
HJ bl
1/2 HK DV
1/2 Kvik yndir.is
1/2
Kvikmyndir.is
MBL
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 435
Kvikmyn
NÚ STENDUR yfir í
Regnboganum spænsk
kvikmyndahátíð og verða
aukasýningar á laugardag-
inn og sunnudag kl. 15.40 á
spennumyndinni Tesis/
Lokaverkefninu eftir Alej-
andro Amenabar, sem
gerði garðinn frægan með
The Others með Nicole Kidman; svörtu kómedí-
unni La Communidad/Húsfélaginu eftir Álex de
la Iglesia; sígaunadramanu Lola vende cá/Lolu
sem ákveðið hefur verið að nota sem kennsluefni
í sögu sígauna í framhaldsskólum, argentínsk/
spænsku myndinni Hijo de la novia/Gifstu mér
loksins, sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna
sem besta erlenda myndin 2002 og Hable con
ella/Ræddu málin eftir Almodóvar.
Aukasýningar
á spænskum
kvikmyndum
Íslenskir gagnrýn-
endur hafa hlaðið
Ræddu málin lofi.
Í KVÖLD kl. 21.00 á Rás 2 fer dans-
tónlistarþátturinn Party Zone í loftið
en hann hóf þrettánda starfsvetur
sinn um síðustu helgi. Sem fyrr eru
umsjónarmenn þeir Kristján Helgi
Stefánsson og Helgi Már Bjarnason.
Þeir gerast vart langlífari út-
varpsþættirnir og lék Morgun-
blaðinu forvitni á að vita hvað ylli
þessu. Sérstaklega í ljósi þess að um
er að ræða dans-/raftónlistarþátt en í
þeim geira gerast hlutirnir afar
hratt.
„Við höfum einfaldlega gætt þess
að þróast með tónlistinni,“ segir
Kristján Helgi. „Þegar við byrjuðum
í október 1990, á gömlu góðu Útrás,
þá var það „hardcore“ af gamla skól-
anum sem var málið. Svo höfum við
spilað teknó, trans og fleira. Það er
helst „húsið“ sem hefur fylgt okkur
alla tíð.“
Party Zone hefur flækst á milli út-
varpsstöðva í gegnum tíðina, en er
nú á Rás 2. „Við grínuðumst með það
þegar við byrjuðum að við ættum
eftir að enda sem gamlir kallar á Rás
2,“ segir Kristján hlæjandi. „Og þar
erum við víst nú!“
Að lokum segir hann að það sem
hafi haldið þeim gangandi í gegnum
tíðina sé fyrst og síðast ástin á tón-
listinni.
„Þetta hefur alltaf verið rekið sem
áhugamál. Það mætti kalla þetta
ákveðna trúboðsstarfssemi.“
Á ferm-
ingaraldri
Morgunblaðið/Golli
Teitistrúboðarnir Kristján og Helgi.
Þátturinn Party Zone kominn í loftið
Sambíóin Álfabakka
Pétur Pan 2 kl. 14.
Fríða og Dýrið kl. 14.
Sambíóin Kringlunni
Jimmy Neutron kl. 13.30.
Villti folinn kl. 14.
Scooby Doo kl. 15.
Háskólabíó
Villti folinn kl.13.45 og 15.45.
Hjálp ég er fiskur kl. 13.45
Fríða og Dýrið kl. 14.
Sambíóin Akureyri
Pétur Pan kl. 14.
Jimmy Neutron kl. 14 og 16.
Sambíóin Keflavík
Hjálp ég er fiskur kl.14 og 16.
Fjölskyldudagar í Sambíóunum og Háskólabíói
SAMBÍÓIN og Háskóla-
bíó hafa tekið upp á þeirri
nýbreytni að efna til sér-
stakra fjölskyldudaga nú
um helgina.
Alla helgina verður þá
hægt að sjá valdar fjöl-
skyldumyndir fyrir að-
eins 200 kr. í Sambíóun-
um um land allt og
Háskólabíói. Myndirnar sem um eru
að ræða eru Disney-teiknimyndirnar
Fríða og Dýrið og Pétur Pan: Aftur
til Hvergilands, Villti Folinn, sem
kemur frá framleiðendum Shrek,
myndin um vísindastrákin Jimmy
Neutron, danska neðansjávarævin-
týrið Hjálp ég er fiskur og leikin
endurgerð á gömlu góðu Scooby
Doo-teiknimyndaþáttunum. Allar
eru myndirnar sýndar með íslenskri
talsetningu að undanskildri Scooby
Doo og miðaverð að þeim öllum er
kr. 200.
Tilboðsdagskráin er eftirfarandi
bæði laugardag og sunnudag:
Fjölskyldumyndir á 200 kr.
EINS og kunnugt er lögðu Sambíóin niður
kvikmyndahúsrekstur í Austurbæjarbíói við
Snorrabraut í júlí síðastliðnum. Mörgum
var þetta harmur enda er menningar-
sögulegt gildi hússins ótvírætt en þegar
það var opnað árið 1947, sem Austurbæj-
arbíó, var það stærsta samkomuhús lands-
ins.
Nú hefur Óttar Felix Hauksson, athafna-
maður með meiru, tekið húsið á leigu og
hyggst hann beita sér fyrir fjölþættri
menningarstarfsemi þar innanhúss. Um
tímabundinn leigusamning er að ræða sem
verður endurskoðaður að leigutíma liðnum,
en honum lýkur 1. júní á næsta ári. „Bygg-
ingarverktakarnir sem ég leigi af hafa
áform um að rífa húsið og byggja þjónustu-
íbúðir,“ segir Óttar. „En ef þeir sjá að þeir
geta haft tekjur af menningarstarfsemi þá
opnast auðvitað ýmsar leiðir. Með því að
taka húsið á leigu er ég að reyna að sporna
við þessum niðurrifsáformum. Ég ætla s.s.
að láta reyna á það hvort ekki sé hægt að
halda við einhverri menningarstarfsemi í
þessu sögufræga og góða húsi.“
Óttar dregur ekki dul á það að hann beri
tilfinningar til hússins.
„Eins og ábyggilega fleiri Reykvíkingar,“
segir hann. „Þarna sá ég t.d. Kinks á sínum
tíma og sjálfur hef ég skipulagt ýmsa við-
burði í þessu húsi.“
Óttar segir að hann hafi hugsað sér að
þarna væri hægt að standa fyrir tónlistar-
og leikhúsuppákomum; einnig gætu verið
þarna stjórnmálafundir, nemendasýningar
og jafnvel að þarna skapaðist vettvangur
fyrir unglinga og þá helst í samstarfi við
borgaryfirvöld.
„Það hefur vantað húsnæði af þessari
stærðargráðu,“ segir Óttar. „Framkvæmdir
eru þegar hafnar og við erum byrjaðir að
bóka. Það verða uppákomur strax á haust-
dögum sem verða auglýstar nánar síðar.“
Austurbæjarbíó lifnar við að nýju
Morgunblaðið/Jim Smart