Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isStórar tölur í meistaradeild Evrópu / C1 Ísfirðingar afþökkuðu sæti í úrvalsdeildinni / C1 4 SÍÐUR Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið „Sjónvarps- dagskráin“ frá Sonet ehf. Blaðinu verður dreift um allt land. 16 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Á FIMMTUDÖGUM STARFSHÓPUR, sem heilbrigðis- ráðherra skipaði í júlí síðastliðnum og átti að skilgreina hverjir teljist læknar í starfsnámi, hefur aldrei komið saman að sögn Odds Stein- arssonar, formanns Félags ungra lækna (FUL). Hópurinn átti að ljúka störfum og skila af sér tillögum 15. september síðastliðinn. Segir Oddur að fyrst hafi fjórir fulltrúar verið í starfshópnum, frá heilbrigðisráðuneyti, fjármálaráðu- neyti, Landspítala–háskólasjúkra- húsi og læknadeild Háskóla Íslands. Eftir mótmæli FUL og Læknafélags Íslands hafi fulltrúum frá þeim verið veitt seta í nefndinni. Oddur segir að hann hafi fengið þær skýringar í heilbrigðisráðuneytinu að starfshóp- urinn hafi ekki enn komið saman þar sem staðið hafi á fulltrúa fjármála- ráðuneytis. Dæmi þess að eldri læknar séu skilgreindir unglæknar „Þeir benda hver á annan, þetta eru vinnubrögð sem við erum mjög óhress með. Þetta er stórt kjaramál fyrir okkur,“ segir Oddur. Hann seg- ir að það hafi verið beðið eftir því frá árinu 1997 að hugtakið læknar í starfsnámi verði skilgreint, en þá hafi hugtakið fyrst komið fram í kjarasamningum. Í kjarasamningi sem tók gildi í apríl síðastliðnum er kveðið á um að læknar í starfsnámi séu undanþegnir ákvæðum um lág- markshvíld og skerðingu á henni. Allir læknar sem ekki hafi lokið sér- fræðinámi séu flokkaðir sem læknar í starfsnámi og njóti ekki sömu hvíld- arréttinda og aðrir læknar. Oddur segir að ekki fari allir í sérfræðinám og dæmi séu um að læknar á sex- tugs- og sjötugsaldri teljist til ung- lækna. Þá segir hann að lögfræðingur FUL, Lára V. Júlíusdóttir, sé að undirbúa mál fyrir félagsdómi. Fé- lagið ætli að kæra framkvæmd kjarasamningsins. Starfshópur í læknadeilu kom aldrei saman Átti að ljúka störfum fyrir ellefu dögum HJÖRTUR Jónsson, kaupmaður og fyrrver- andi formaður Kaup- mannasamtaka Íslands, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 24. september síðastlið- inn, 91 árs að aldri. Foreldrar Hjartar voru Jón Hjartarson bóndi í Vatnsdal í sautján ár og síðar al- þingisvörður í Reykja- vík, og k.h. Guðrún Friðriksdóttir. Þau voru fædd á bökkum Blöndu og voru Húnvetningar í báðar ættir. Hjörtur fæddist í Saurbæ í Vatnsdal í Austur-Húna- vatnssýslu 12. nóvember 1910 og ólst upp í Vatnsdalnum fyrstu fjórtán ár- in en flutti þá til Reykjavíkur og var í foreldrahúsum meðan hann var í skóla. Hann lauk prófi frá Verzlun- arskóla Íslands 1929. Að námi loknu hóf Hjörtur skrif- stofustörf hjá Eimskipafélagi Ís- lands, vann þar í bókhaldi 1929 til 1942, og var aðalbókari 1943 til 1944, er hann snéri sér að rekstri eigin fyr- irtækja. Hjörtur stofnaði verzlunina Ol- ympíu 1938 og starfrækti ásamt eig- inkonu sinni, Þorleifu Sigurðardótt- ur, Lífstykkjaverksmiðjuna Lady, sem hún stofnaði 1937 og rak í fimm- tíu ár. 1958 til 1963 var hann formað- ur og framkvæmdastjóri Uppsala hf., verzlunarhúss, sem hann reisti að Laugavegi 26, og 1964 stofnaði hann Hús- gagnahöllina með Jóni, syni sínum. Hjörtur sat í stjórn og framkvæmdastjórn Verzlunarráðs Íslands 1952 til 1959 og 1970 til 1971, sat í skóla- nefnd VÍ 1951 til 1955 og formaður hennar 1953 til 1955, sat í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í tutt- ugu og eitt ár frá stofnun og formaður sjóðsins 1956 til 1977, sat í stjórn Fjárfestingarfélags Íslands 1971 til 1980, í stjórn Hún- vetningafélagsins og formaður þess 1946, í stjórn Félags vefnaðarvöru- kaupmanna, í stjórn Kaupmanna- samtaka Íslands um árabil og for- maður þeirra 1970 til 1973, og var þátttakandi í ýmsum öðrum félögum og samtökum. Hann var varaþingmaður Reyk- víkinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1971 til 1974. Hjörtur var sæmdur heiðurs- merki Kaupmannasamtaka Íslands og var heiðursfélagi Húnvetninga- félagsins. Hjörtur kvæntist 31.12. 1937 eft- irlifandi konu sinni, Þorleifu Sigurð- ardóttur, f. 8.8. 1916, iðnrekanda, og eignuðust þau þrjá syni. Andlát HJÖRTUR JÓNSSON ÓVENJUMIKIÐ var af ritu í Vest- mannaeyjum í sumar og segir Sig- urgeir Jónasson fréttaritari Morg- unblaðsins að ritustofninn þar virðist hafa verið í örum vexti síð- ustu ár. Heilu breiðurnar af ritu hafi hafst við á golfvellinum í Eyj- um og víðar þar sem ekki hafi sést rita fyrr. Þá sé ritan búin að yf- irtaka mörg þekkt svartfuglsbæli í Ystakletti og einnig í Stórhöfða. Þessi mynd var tekin austan við Brimurð, skammt frá Ræningja- kletti í austanverðri Heimaey, en Sigurgeir segir að mikið sé af ritu í öllum eyjunum. Á syllum og í kór- um, þar sem svartfugl verpti áður, sé rita nú alls ráðandi. Heilu mó- bergsveggirnir sem áður voru brúnir séu nú hvítir af ritudriti. Arnþór Garðarsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, hef- ur gert rannsóknir á ritustofninum og áætlað stofnstærð út frá taln- ingum í Krýsuvíkurbjargi á Reykja- nesi og Skoruvíkurbjargi á Langa- nesi. Hann hefur ekki heyrt um fjölgun stofnsins í Vestmannaeyjum en sagðist hafa áætlað að stofninum fjölgaði um 1% á ári. Ritustofninn losaði alls um 600.000 pör á land- inu, þar af verptu um 30.000 í Vest- mannaeyjum eða um 5% stofnsins. Arnþór segir að ritan komi ein- ungis að landi yfir sumartímann til að verpa. Ekki sé óalgengt að mikið sjáist af rituungum á haustin, þá yf- irgefi ungar hreiðrin og sjáist gjarnan á óvenjulegum stöðum. Morgunblaðið/Sigurgeir Óvenjumikið af ritu í Eyjum EKKI er gert ráð fyrir að starfrækt verði sérstök verslun með varning frá varnarliðinu eftir að verslun Um- sýslustofnunar varnarmála verður lokað fyrir fullt og allt hinn 30. nóv- ember nk. Frá og með næstu áramótum tek- ur Sýslumaðurinn á Keflavíkurflug- velli við verkefnum Umsýslustofn- unar sem verður lögð niður. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslu- manns á Keflavíkurflugvelli, verður varnarliðsmönnum boðið að selja bíla sína á völdum bílasölum en varn- arliðið mun síðan ákveða hvernig varningur í eigu Bandaríkjahers verður seldur. Sýslumannsembættið mun einungis sjá um eftirlit. Sá háttur var hafður á hjá Um- sýslustofnuninni að vörur voru keyptar af varnarliðinu og síðan seldar ýmist í versluninni á Grens- ásvegi 9 eða á uppboðum. Sumt seld- ist aldrei og var því fargað. Jóhann segir að sýslumannsembættið muni ekki kaupa vörur af varnarliðinu heldur fyrst og fremst sjá til þess að opinber gjöld séu greidd af því sem er selt út af varnarsvæðinu. Varnarliðseignir Ekki sér- stök versl- un með varninginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.