Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Evrópski tungumáladagurinn Málþing um málakennslu EVRÓPSKI tungu-máladagurinn erhaldinn hátíðlegur í dag, öðru sinni. Á síðasta ári var Evrópskt tungu- málaár og ákvað Evrópu- ráðið að hér eftir skyldi 26. september ár hvert vera sérstaklega helgaður evr- ópskum tungumálum. Í tilefni dagsins efnir menntamálaráðuneytið til málþings á Grand hóteli, en Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungumálum var falið að annast undirbúning og framkvæmd þingsins. Stofnunin, sem áður hét Stofnun í erlendum tungu- málum við Háskóla Ís- lands, fékk nýtt heiti í október í fyrra, þegar Há- skólinn ákvað að heiðra forsetann fyrrverandi fyrir störf hennar í þágu tungumála. – Hvert er efni málþingsins? „Málþingið ber yfirskriftina Straumar og stefnur í kennslu er- lendra tungumála á Íslandi,“ segir Guðný Guðlaugsdóttir. „Dagskrá- in hefst kl. 14 með ávarpi mennta- málaráðherra, sem var sjálfur tungumálakennari um árabil, en að því loknu verða nokkur málefni tekin fyrir. Hjálmar Sveinsson ætlar að kynna niðurstöður könn- unar, sem menntamálaráðuneytið lét vinna á síðasta ári um viðhorf til tungumálakennslu. Þá verður fjallað um viðhorf stjórnenda fyr- irtækja til tungumála og tungu- málakunnáttu. Þar verða þrír fyr- irlesarar, Frosti Bergsson, for- stjóri Opinna kerfa, Anna Gunn- hildur Sverrisdóttir, rekstrar- stjóri Bláa lónsins, og Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri ut- anlandssviðs Eimskips. Þriðji þáttur málþingsins ber yfirskriftina Ungt fólk með tungu- málakunnáttu í farteskinu. Fyrir- lesarar eru Sigríður Ásthildur Andersen, lögfræðingur hjá Verslunarráði Íslands, Björgvin Þór Björgvinsson, meistaranemi í sjávarútvegsfræðum og Katrín Þórðardóttir, starfsmaður sendi- ráðs Kanada hér á landi. Síðasti dagskrárliðurinn fjallar um kosti og galla námsskráa í er- lendum tungumálum. Fyrirlesar- ar eru Guðmundur Helgason, enskukennari í Langholtsskóla, Valgerður Bragadóttir, þýsku- kennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, kennsluráðgjafi á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, og Margrét Helga Hjartardóttir, frönskukennari við Kvennaskól- ann. Að fyrirlestrum loknum verða almennar umræður sem Hólm- fríður Garðarsdóttir formaður STÍL, Samtaka tungumálakenn- ara á Íslandi, stýrir.“ – Er málþingið öllum opið? „Já, það er öllum opið á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Við gerum ráð fyrir að málþingið standi frá kl. 14 til 17.30.“ – Er Evrópski tungumáladagurinn haldinn hátíðlegur um alla Evrópu? „Já, þegar hann var haldinn í fyrsta sinn á síðasta ári tóku 45 þjóðir þátt í verkefninu og héldu á lofti fjölbreytni tungumála og kostum þess að geta talað erlend tungumál.“ – Hvað er annars á döfinni hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadótt- ur? „Á næstunni kynnum við dag- skrá vetrarins, en stofnunin skipu- leggur fyrirlestra, ráðstefnur og málstofur, þar sem innlendir og erlendir fyrirlesarar fjalla um efni sem tengjast erlendum tungumál- um og menningarfræði. Í nóvem- ber fara frú Vigdís Finnbogadóttir og Auður Hauksdóttir forstöðu- maður stofnunarinnar til Japans, en tilgangurinn er að kynna stofn- unina og efna til tengsla við há- skóla þar. Háskóli Íslands hefur nýlega gert samstarfssamning við Waseda-háskólann, sem er einn virtasti háskóli Japans og þær munu meðal annars heimsækja þann skóla. Þetta er fyrsta kynn- isferðin til útlanda, en fyrirhugað er að kynna stofnunina á þeim málsvæðum er tengjast þeim er- lendu tungumálum sem kennd eru við Háskóla Íslands. Stofnunin vinnur líka að því að afla fjármagns til starfseminnar og hefur leitað til fyrirtækja á Ís- landi. Við höfum fengið ágætan stuðning, sem við erum afar þakk- lát fyrir, en betur má ef duga skal. Hér á landi ríkir almennur skiln- ingur á nauðsyn þess að vera vel að sér í erlendum tungumálum. Það getur skipt sköpum í þeirri hnattvæðingu sem nú ríkir. Góð tungumálakunnátta og læsi á menningu annarra þjóða er lykill- inn að árangri í alþjóðaviðskipt- um. Dagskrá málþingsins í dag fjallar einmitt um mikilvægi tungumálakunnáttu fyrir einstak- linginn, menningu okkar og síðast en ekki síst fyrir at- vinnulífið. Fyrirtæki fjárfesta í auknum mæli í mannauði og þar með talið er fólk með góða tungumálakunn- áttu, sem er læst á menningu ann- arra þjóða. Í þessu sambandi vil ég nefna að Myako Þórðarson, prestur heyrnarlausra, heldur fyr- irlestur í vetur m.a. um hin óorð- uðu samskipti og líkamstjáningu, sem eru svo mikilvæg í Japan og útlendingar átta sig oft ekki á. Það er mikilvægt að kunna skil á um- gengnisreglum, rétt eins og reglum tungumálsins.“ Guðný Guðlaugsdóttir  Guðný Guðlaugsdóttir fæddist í Reykjavík 22. maí 1974. Hún lauk B.Ed.-prófi frá Kennarahá- skóla Íslands árið 1998, hélt svo til Sviss og lauk MBA-prófi frá City University í Zürich. Í Zürich fékkst hún við kennslu og starf- aði hjá markaðsrannsóknarfyrir- tæki. Frá júlí sl. hefur hún verið verkefnastjóri hjá Stofnun Vig- dísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Guðný er gift Andra Stefánssyni, sem er að ljúka doktorsnámi við ETH- háskólann í Sviss og starfar hjá Raunvísindastofnun HÍ. Þau eru búsett á Kjalarnesi. Skilja nauð- syn tungu- málakunnáttu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.