Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á byrgð á uppeldinu er alltaf hjá foreldr- unum,“ var fyrir- sögn í Morgun- blaðinu á þriðju- daginn (bls. 15). Vissulega rétt, en ef til vill ekki fréttnæmt. Full- yrðingin „Ábyrgðin er alltaf hjá bílstjóranum“ er varla frétt held- ur og verður vonandi aldrei fyr- irsögn. En hver er ábyrgð þeirra sem leggja vegina, sjá um gatna- kerfið, götuvita, gangstéttir, skipulag borgarinnar, viðhald ljósastaura, setja umferðarregl- urnar og hreinsa göturnar? Bílstjórinn reynir að standa sig í umferðinni, en getur átt von á ýmsum óvæntum og hættulegum uppákomum. Eins er með for- eldra á heimilum, en í fjölmenn- um borgum er stundum sagt að bifreiðin sé annað heimili einstaklinga. Heimilið er líkt og farar- tækið og foreldrar sitja við stýrið á annatíma við gatnamót. Á risa- vöxnum flettiskiltum stendur svo letrað: „Þú berð alla ábyrgðina!“ Áhrifaþættirnir um hvernig foreldrum gengur með uppeldið á heimilinu eru þó margir eins og hjá bílstjóranum í umferðinni; fjölskyldustefna stjórnvalda, sveitarfélaga, fyrirtækja, skól- inn, fjölmiðlar … Nýlega kynnti Reykjavíkur- borg að með aðgerðum og breyttri stefnu hefði tekist að draga úr slysum í umferðinni. Ef til vill mætti einnig draga úr slys- um í uppeldinu ef fleiri aðilar en foreldrar tækju ábyrgð sína al- varlega. Fjölmiðlar eru meðal áhrifa- þátta á heimilum, en stundum heyrist fjölmiðlamaður þó segja þegar hann er spurður um ábyrgð sína: „Ég segi einungis frá því sem gerist“ og „Ég læt lesendur/áhorfendur/hlustendur fá það sem þeir vilja fá“. Líkt og hann sé auðmjúkur þjónn sem semur efni eftir vilja notandans/ kaupandans. Ábyrgðin liggur svo væntanlega öll og alltaf hjá mót- takandanum, og ef börn eru á heimilinu megi bara slökkva á sjónvarpinu, loka blaðinu og skrúfa fyrir útvarpið. Þungt er knúið á skólastofn- anir að kenna sammannleg gildi sem eru óháð búsetu, kyni, trúar- brögðum, litarhætti, fjárhag og stöðu, og að gera gott fólk úr börnum. Í skólum á að efla sið- ferðiskennd og samskiptahæfni og örva borgaravitund, eða mennta vitræna þegna sem hafa hæfileika til að setja sig í spor annarra og finna til með öðrum. Ætlast er til að í skólum læri börn að taka þátt í umræðum um fordóma, erfiðleika í samskipt- um, einelti, samskipti kynjanna, fjölmenningu, siðferðileg álita- mál, og um lýðræði, svo brot sé nefnt. Spyrja má; hvar er ytri stuðningurinn við þetta starf; að kenna um manngildi í samfélag- inu? Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor við Háskóla Íslands, (www.hi.is/~sa) hefur gert til- raunir til að vekja hinar ýmsu stéttir manna til umhugsunar um ábyrgð sína á vexti og þroska æskunnar. Hún sagði nýlega á ráðstefnu um lýðræði í skóla- starfi: „Sum okkar starfa að æskulýðsmálum, aðrir eru kenn- arar, ráðgjafar, sálfræðingar, fjölmiðlamenn eða stjórnmála- menn. Öll erum við uppalendur og sem slíkir höfum við mikil áhrif á uppeldisstarf. […] Miklu skiptir að við leggjumst á árarn- ar hvert með öðru í þeim róðri að rækta með börnum og unglingum manngildi lýðræðislegs þjóð- félags. Þannig ætti lýðræðinu að vera best borgið.“ (SA, 19.9. 02.) Spyrja má: Hvar er þá stuðning- urinn? Hverjir aðrir en kennarar ætla að styðja foreldra til að ala upp sterka þegna í lýðræðisþjóð- félagi? Ættu t.d. alþingismenn, sveit- arstjórnarmenn og fjölmiðlafólk að hafa meiri áhuga á uppeldi og taka meiri ábyrgð? Ef það er rétt að fjölmiðlar hafi áhrif á fólk, þá vaknar um leið spurningin um ábyrgð. Þótt ábyrgð fjölmiðla á uppeldi sé óhjákvæmilega minni en kennara og foreldra geta þeir þó sennilega veitt þeim stuðning með því að vanda sig þegar þeir velja efni, upplýsa, greina, skemmta, hræða, vekja til um- hugsunar, skapa umræður, ögra, hvetja til efasemda og jafnvel hugsjóna. Niðurstaðan er, að til dæmis fjölmiðlar og stjórnvöld ættu að spá alvarlega í ábyrgð sína á upp- eldi, og mögulegan stuðning við foreldra. Þannig geta foreldrar betur borið ábyrgð sína. Fyrir- sagnirnar mega svo gjarnan verða: „Ábyrgðin á uppeldinu er hjá atvinnurekendum“, „Ábyrgð- in er á Alþingi“. „… fjölmiðlum“. Hún er vissulega mismikil en mikilvægt að hver beri sína ábyrgð. Fjölmiðlar gætu m.ö.o. leyft sér að taka meiri þátt í því að fjalla um sammannleg gildi. Um- boðsmaður barna sagði, t.d. við mbl.is á þriðjudag (24.9.) að mið- að við þær ábendingar sem borist hafa á þeim tveimur árum frá því að útvarpslögin tóku gildi mætti ætla að forsvarsmönnum sjón- varpsstöðva væri ókunnugt um efni lagagreinar (14. gr. 53/2000) um að óheimilt sé „að senda út dagskrárefni, þar á meðal aug- lýsingar, sem gæti haft alvarleg skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi dagskrárefni sem felur í sér klám eða tilefnislaust ofbeldi, á þeim dagskrártíma sem hætta er á að börn sjái viðkomandi efni“. Umboðsmaður bætti við: „Sam- félaginu ber skylda til að sjá svo um að réttindi barna séu í heiðri höfð.“ Spurningin er að taka ábyrgð eða að taka ekki ábyrgð. Ég ímynda mér að fjölmiðill sem kýs að taka ábyrgð reyni að forðast að falla í gryfjur hættu- legra fordóma um t.d. kynin og trúarbrögð. Láti ekki sjálfur mata sig á því sem aðrir vilja selja; tilteknu útliti kvenna og karla, lífsstíl, viðhorfum, tækjum, innréttingum, bílum, líferni. Og ráði ekki fólk til starfa sem er sama um allt og alla. Ábyrgð á uppeldinu Heimilið er líkt og farartækið; foreldrar sitja við stýrið á annatíma við gatna- mót. Á risavöxnum flettiskiltum stendur svo letrað: „Þú berð alla ábyrgðina!“ VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is HVAÐ veldur því að geðfatlaður maður lendir í fangelsi fyrir að stela sér mat, að verðmæti 870 krónur? Hér er brot af sögu hans: Hann fæddist norður í landi, yngstur af sex systkinum. Foreldrar hans voru menntafólk, þau slitu samvistum fljótlega eftir að hann fæddist. Fyr- ir um það bil 18 árum, þá enn innan við tvítugt, greindist hann með geð- klofa. Fram að þeim tíma hafði hann verið mjög „þægilegt“ barn og mikill íþróttagormur, var m.a. í sýn- ingarflokki í fimleikum og Íslands- meistari í unglingaflokki í júdó. Eftir grunnskólann fór hann að vinna í fiski á vertíðum fyrir austan og sunnan. Það gekk ýmislegt á áð- ur en hann var greindur með áð- urnefndan sjúkdóm. Eitt sinn í byrjun veikindanna bankaði hann uppá hjá systur sinni um miðja nótt; hafði þá gengið um 20 km leið frá verstöðinni þar sem hann vann. Var þá mjög ruglaður og hélt því fram að allir í bænum hefðu verið að ofsækja sig og hann hefði ekki getað borðað þar sem eitrað væri fyrir honum. Þá var hann lagður inn á Vífilsstaði þaðan sem hann var síðan útskrifaður „frískur“. Einhverju síðar, heima hjá móður sinni, henti hann sér út um glugga á annarri hæð; skutlaði sér í gegnum glerið og lenti á bílaplaninu fyrir neðan en til allrar mildi slasaði hann sig ekki mikið en marðist og fékk húðblæðingar um allan líkam- ann. Þá ætlaði hann að losa sig við illa anda eða raddir. Daginn eftir skar hann sig með hníf í kviðinn og gaf enga sérstaka skýringu á því. Greinilegt var að honum leið mjög illa og var að biðja um hjálp. Eftir þetta fékkst innlögn fyrir hann og meðferð hjá geðlækni. Var þá sagt að líklega væri hann með geðklofa. Fjölskyldan átti bágt með að sætta sig við þá greiningu þar sem hann virtist vera svo „heil- brigður“ á milli „kastanna“. Hann hefur alltaf verið mjög góð sál, blíð- ur og má ekkert illt sjá. Hann þótti myndarlegur, snyrtilegur með sig, ber sig vel og góðum gáfum gædd- ur. Hann er með góða kímnigáfu, sér spaugilegu hliðarnar á tilver- unni og getur fengið fólk til að hlæja. Næstu ár gengu brösuglega, hann vann stopult, svaf óreglulega, stundum ekkert og lenti oft á sjúkrahúsi bæði fyrir norðan og sunnan. Það gekk illa að koma lyfjagjöf á rétt ról, hann ýmist neit- aði að taka lyfin eða þau verkuðu misvel. Aukaverkanir af lyfjunum eru slæmar og önnur lyf þarf vegna þeirra. Hann hefur alltaf verið upp- lýstur um lyfin og hljómar í dag eins og lyfjafræðingur, a.m.k. þegar rætt er um geðlyf, svefnlyf og því- líkt. Í heimabænum var reynt að gera það fyrir hann sem hægt var en úr- ræðin voru ekki alltaf til. Komst hann nokkru sinnum inn á sambýli en var látinn fara þar sem hann braut reglur, oftast fyrir að spila músík á nóttunni. Hefur hann ekki verið í húsum hæfur með öðrum geðfötluðum og minna veikum. Tal- að var um að annað úrræði þyrfti fyrir hans líka og það væri verið að vinna í því. Hann fékk líka vinnu á vernduðum vinnustöðum; þá var það færibandavinna – en lyfin hafa þau áhrif að hann getur ekki verið kyrr – eða garðvinna, sem virtist eiga vel við hann, en úthald var lít- ið, honum fannst líka minnkun í því að vera settur með þroskaheftum þótt það væri ágætt folk, eins og hann sagði. Hann fær örorkubætur en kann ekkert með peninga að fara og end- ast bæturnar einungis í nokkra Þjóðfélags- legt einelti? Eftir Laufeyju Baldursdóttur „Hversu margir þurfa að ganga í gegn um þetta víti áður en varanleg lausn finnst?“ HVERS virði eru náttúruperlur? Hvers virði er að vernda gróður- lendi á miðhálendi Íslands? Gróð- urlendi sem á sér mörg þúsund ára gróðursögu og hýsir meira en þriðj- ung íslensku flórunnar og fjölda fugla, t.a.m. stærstu heiðagæsa- byggð í heimi? Hvort er mikilvæg- ara að vernda Þjórsárver til fram- tíðar og nýta fremur aðra virkjunarkosti, sem hafa minni um- hverfisáhrif, eða að geta innan skamms tíma afhent orku til ál- framleiðslu? Frá því Skipulagsstofnun heim- ilaði fyrir sitt leyti veitu við Norð- lingaöldu í Þjórsárverum sunnan Hofsjökuls og lón í allt að 578 m y.s. hafa þessar spurningar með aukn- um þunga leitað á huga minn. Þjórsárver eru stærsta gróðurvinin á miðhálendi Íslands. Fjölbreytni gróðurs er þar mjög mikil en verin geta þakkað hárri vatnsstöðu og sí- rennsli sem kemur bæði frá Hofs- jökli og frá lindum og tjörnum á svæðinu sérstöðu sína. Sífrerinn og lítil sauðfjárbeit hjálpa einnig til við að gera Þjórsárver jafnsérstök og raun ber vitni. Þessi friðlýsta nátt- úruperla er einnig á svonefndum Ramsar-lista yfir alþjóðleg mikil- væg votlendi. Glöggt er gests augað Á hátíðarstundum státum við Ís- lendingar af stórbrotinni náttúru landsins okkar. Við finnum vissu- lega fyrir stolti þegar erlendir vinir hrífast af fegurð landsins, fjöllum, fossum, gróðri og dýralífi. Að upp- lifa sitt eigið land með augum er- lends vinar er svolítið sérstakt. Margbreytileg birtan, víðáttan og síðast en ekki síst friðsældin var t.a.m. það sem heillaði danska vin- konu mína hvað mest er hún kom í heimsókn hingað til lands í fyrra- sumar. Þegar hlaða þarf „batteríin“ og safna kröftum fyrir amstur hversdagsleikans er fátt betra en að komast út fyrir borgarmörkin og í frið og ró náttúrunnar. Óbyggðir Íslands búa yfir auðæfum sem eru á undanhaldi í okkar heimshluta. Náttúran á miðhálendi Íslands er einstök og fólk er þegar farið að sækja í vaxandi mæli í þá fegurð og kyrrð sem þar er að finna. Ekki að- eins við Íslendingar heldur einnig og ekki síður fólk frá hinum þétt- býlu löndum heims leitar í auknum mæli upp á hálendi landsins til að næra hugann og meðtaka þá fegurð og þá stórbrotnu náttúru sem þar er að finna. Ábyrgir aðilar í ferðaþjónustu hafa árum saman skipulagt ferðir um hálendið og með því opnað mörgum þann töfraheim sem þar er að finna. Með því að vinna skipu- lega og með því að umgangast land- ið af virðingu getum við aukið þann þátt verulega. Þannig getum við aukið tekjur okkar af ferðaþjónustu og boðið fólki upp á einstakar ferð- ir. Aðrir virkjunarkostir Þótt ég telji að margir náttúru- verndarsinnar setji stórt spurning- armerki við stóriðjuáform stjórn- valda, þýðir það ekki að náttúruverndarsinnar séu almennt á móti virkjunum, séu þær í sem mestri sátt við náttúruna. Árið 1999 lét ríkisstjórnin hefja gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Markmið rammaáætlunar er að „leggja mat á og flokka virkjunarkosti, jafnt vatnsafl og háhita, með tilliti til orkugetu, hagkvæmni, áhrifa á náttúrufar, náttúru- og menningar- minjar, svo og hagsmuni allra þeirra sem nýta þessi sömu gæði“ (heimasíða rammaáætlunar). Nið- urstöður úr tilraunamati á 15 vatns- afls virkjunarkostum hafa nýverið verið kynntar og þar kemur fram að aðrir virkjunarkostir en Norð- lingaölduveita hafa mun minni áhrif á náttúruna. Væri því ekki rétt að staldra við og huga frekar að öðrum virkjunarkostum í stað þess að skerða svæði sem er einstakt í sinni röð? Hugsum til framtíðar! Ég vil trúa því að það sé vilji okk- ar allra sem byggjum þetta land að fara vel með náttúru þess. Það breytir því ekki að við getum haft ólíkar skoðanir á náttúruvernd. Upplýst og fordómalaus umræða er því ekki bara mikilvæg heldur nauðsynleg. Við þurfum að hlusta á hvert annað, vega rök með og á móti og leitast við að móta afstöðu okkar af yfirvegun og þekkingu. Það er ekki síst brýnt þegar taka þarf ákvarðanir sem miklu skipta. Nú stöndum við frammi fyrir slíkri ákvörðun. Á að leyfa að gert verði lón við Norðingaöldu eða ekki? Er réttlætanlegt að skerða Þjórsárver frekar en orðið er? Þessum spurn- ingum verðum við að svara sem ein- staklingar og þjóð. Gleymum því ekki að verði lónið að veruleika þá verður unnið tjón sem ekki verður bætt. Er ekki hyggilegt í þessu efni sem öðrum að huga að langtíma fremur en skammtíma hagsmun- um? Það kann að vera að lón við Norðlingaöldu sé álitlegur kostur, frá þröngu fjárhagslegu sjónarmiði en ef við hins vegar metum það með langtíma hagsmuni í huga og með hliðsjón af náttúruvernd þá tel ég að okkur beri að hafna þessari framkvæmd. Það er mitt mat að skaðleg áhrif Norðlingaölduveitu á lífríki og náttúrufar Þjórsárvera verði slík að með þeim verði of miklu fórnað. Verndun – virkjun Eftir Hafdísi Hönnu Ægisdóttur „Væri ekki rétt að huga frekar að öðrum virkj- unarkostum í stað þess að skerða svæði sem er ein- stakt?“ Höfundur er líffræðingur og hefur unnið við vistfræðirannsóknir í Þjórsárverum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.