Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 25 HÁÞRÝSTI ÞVOTTATÆKI Verð frá kr. 8.900,- „Fyrir stjórnendur sem vilja styrkja sig í starfi og ná æskilegu jafnvægi á milli atvinnu og einkalífs.” Nýr stjórnenda- og lífstíll 10 vikna stjórnendanám Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík býður námskeið ætlað stjórnendum sem vilja auka stjórnunar- lega hæfni sína, ná andlegri og líkamlegri vellíðan og æskilegu jafnvægi á milli atvinnu og einkalífs. Leiðbeinendur eru sérfræðingar Stjórnendaskóla HR. Á hverjum fimmtudegi verður farið í jóga þar sem áhersla verður lögð á slökun og teygjur. Námskeiðið hefst 3. október nk. og stendur í 10 vikur, alla fimmtudaga frá kl. 8.30 til 12.30. Verð: 98.000 kr. Sigurþór Gunnlaugsson verkefnastjóri við Stjórnendaskóla HR. Allar nánari upplýsingar og skráning á www.stjornendaskoli.is eða í síma 510 6200 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H IR 1 88 64 09 /2 00 2 Ummæli þátttakenda á síðasta námskeiði má sjá á stjornendaskoli.is KRISTJANA og Hrönn Helgadætur ásamt Álafosskórnum, undir stjórn Helga R. Einarssonar, halda minn- ingartónleika um Steinunni Sigur- geirsdóttur í Hjallakirkju í kvöld, fimmtudagkvöld, kl. 20.30. Ágóðinn rennur óskiptur til Hjúkrunarþjón- ustunnar Karitas. Á efnisskrá er Sjóleiðin til Bagd- ad eftir Jón Nordal og Sónata eftir C.P.E. Bach fyrir einleiksflautu, Sálmforleikurinn Schmücke dich, o liebe Seele BWV 654 eftir J.S. Bach og Prelúdía, fúga og tilbrigði op. 18 eftir César Franck fyrir orgel og þrjú lög eftir Helga R. Einarsson við texta eftir Halldór Laxness. Kristjana og Hrönn eru sonar- dætur Steinunnar. Kristjana og Hrönn Helgadætur ásamt Álafosskórnum og stjórnandanum Helga R. Einarssyni. Tónleikar til styrktar Karitas ÞAÐ var dálítið merkileg uppá- koma á dögunum þegar japanska sendiráðið í Reykjavík bauð uppá djasstónleika í Salnum í Kópavogi. Hljómsveitin, Japonijazz, er undir forustu Miyamoto Dairo píanista, sem var bestur sólisti þeirra félaga með sterkar rætur í píanóstíl hinna karabísku djassmeistara og minnti meirað segja stundum á McCoy Tyn- er með latínbandi sínu. Miyramoto Dairo sem blés aðallega í tenórsaxó- fón var afturá móti af Coltraneskól- anum, einum of harður í tóninum og átti hljóðblöndunin, sem var í jap- önskum höndum, kannski sinn þátt í því. Tónn sveitarinnar var of hvellur fyrir minn smekk og kom m.a. mjög niðrá gítarleik Fujiwara, sérí lagi fyr- ir hlé meðan hann var með rafgítar- inn. Ogimi Gen bar af í hrynsveitinni, fínn konguleikari en Geato bassaleik- ari var með plötubassa og þar verður tónninn sjaldan fallegur. Trommar- inn Tastsuhiko var af bræðingsætt- inni, sem kom ekki að sök, því klass- ísk sveifla var hljómsveitinni fjarri. Þetta var fyrstaflokks skemmti- sveit og hefði sómt sér betur í dans- húsi en konsertsal. Sviðsframkoman var einstaklega skemmtileg, en það er mikill misskilningur að þessir pilt- ar séu í hópi fremstu djassleikara Japans; í það minnsta kosti eru þeir langt frá því að vera í sama gæða- flokki og trompetleikararnir Ter- umasa heitinn Hino og Tiger Okoshi eða Toshiko Akiyoshi, en þau hafa að vísu unnið sína sigra í Bandaríkjun- um. Hvað þá píanistinn Yosuke Yam- ashita, sem á rætur í frjálsdjassi en hefur tekist frábærlega að tengja þjóðlega japanska tónlist djassi sín- um. Japonijazz hefur reynt að sameina hefðbundna japanska tónlist við bossa nova, mambó og annan suður- amerískan hryn og kallar afrakstur- inn Enka Bossa. Ekki fannst mér sú sameining hafa tekist sem skyldi, en fjörugt salsað vakti mikla hrifningu áheyrenda ekki síður en húmorískur söngur Dairo saxófónleikara er fór með þulu af íslenskum orðum og skattaði í stíl Bobby McFerrins, Geato söng slagara á spænsku en ekta japanskur söngur heyrðist fyrst að ráði eftir hlé er Fujiwara gítarleik- ari hafði klætt sig uppá japönsku og söng lög sín um lífsgleðina, gaukinn og fleira. Afturá móti blandaðist jap- anskur sönglandinn illa sömbunni. Fátt var frumlegt í tónlist þeirra fé- laga og þó gaman hafi verið að coltra- inískum sóló Dairo í innganginum að Ave Maria Schuberts fór gamanið að kárna er Fujivara sönglaði laglínuna. Ekki var Jóhann Sebastian Bach – latínó – uppá marga fiska meðan Dairo blés Aríu, en sem betur fór reyndi Toru ekki að spinna að hætti Loussier heldur vatt sér beint í kar- abíska sveiflu. Fínn sóló og svo leyst- ust tónleikarnir upp í dansi og sölsu. Óneitanlega sérstakir tónleikar þarsem húmorinn réð ríkjum og dansinn hefði átt að duna. Japanska sendiráðið á þakkir skildar fyrir að leyfa okkur að heyra þessa sérstöku samsuðu af djassi, sömbu og jap- anskri tónlist en mikið væri nú gam- an að fá Yosuke Yamashita einhvern- tíma í heimsókn. DJASS Salurinn Miyamoto Dairo tenór- og barrýonsaxó- fón, flauta og rödd, Nakajima Toru píanó, melódíka og rödd, Caorinho Fujiwara gít- ar og söngur, Takahashi Getao bassi og rödd, Takeda Tastsuhiko trommur og Ogimi Gen kongótrommur, slagverk og rödd. Sunnudagskvöldið 16.9. 2002. JAPONIJAZZ Japanski stíllinn Enka Bossa Vernharður Linnet LISTMÁLARINN Pétur Már Pétursson sýnir um þessar mundir verk sín í vestursal Gerðarsafns, í Kópavogi. Sýninguna nefnir hann „Stæður“ og inniheldur hún 40 málverk, unnin með akrílmálningu á pappír og tex. Verkin eru óhlut- bundin og efnistökin expressjónísk. Ásamt pensiláferð hefur listamað- urinn kosið að vinna með odd- hvassa hluti, sem hann notar til að krota í málninguna, og sköfum, sem hann ýmist notar til að bera málningu á myndflötinn eða taka hana af. Með sköfunum skapar hann opin form á fletinum sem hafa vægi líkt og þau séu í for- grunni. Það er nokkuð skemmtileg tilbreytni að fást við formfræði í málverki með því að taka máln- inguna af. Hafa allnokkrir mynd- listarmenn gert slíkar tilraunir en enginn náð jafn frábærum árangri og Þjóðverjinn Gerhard Richter. Vafalaust hafa abstrakt verk hans fengið margan málarann til að segja skilið við pensilinn. Í myndum Péturs Más minnir sitthvað á verk Cobra-málaranna. Nóg er af litum og formum, en málverkin eru yfirunnin þannig að litir og form kæfa hvert annað. Að hlaða upp formum og litum og þéttvinna málverk er vandasamt en getur vel gengið upp, eins og danski listamaðurinn Per Kirkeby og Frakkinn Eugéne Leroy eru til vitnis um, en á ólíkan hátt virðast þeir endalaust geta borið málningu á myndflöt og samt gætt hann ríku lífi. Ekki bætir það myndir Péturs hve þröngt er á milli þeirra í sýn- ingarsalnum. Hefði listamaðurinn mátt grisja allverulega svo tilbrigði við form og efni skýrðust frekar og þá vera vandlátari í málverkavali. Auk sýningarinnar í Gerðarsafni hefur Pétur Már haldið 2 opinber- ar einkasýningar á 18 árum. Sú síðasta var árið 1991 í listhúsi Vesturgötu. Þykir mér það ein- kennilegt að nú 11 árum síðar hlotnist honum, því sem næst óþekktum málaranum, stór einka- sýning á verkum sínum síðustu þriggja ára í einu af listasöfnunum. Þætti mér eðlilegra að markvisst sýningarhald í smærri galleríum, þar sem listamaður skapar sér orðstír á meðan hann þroskast í sýningarhaldi, mundi leiða að slíku sýningarboði. Jón B.K. Ransu Yfirlitsmynd af sýningu Péturs Más Péturssonar í Gerðarsafni. Þétt skafið MYNDLIST Gerðarsafn Safnið er opin frá kl. 11–17. Lokað á mánudögum. Sýningu lýkur 29. sept- ember. MÁLVERK PÉTUR MÁR PÉTURSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.