Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 45
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 45 Kringlan 8-12, sími 568 6211. Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420. PONNY st. 26-35 Svart 5.990 kr. MELANIA St. 24-32 Ljósbrúnt 4.990 kr. PONNY St. 24-32 Svart/Rautt 4.990 kr. BONITA St. 28-35 Svart 2.990 kr. BONITA St. 28-35 Svart 2.990 kr. STAR St. 28-41 Ljósbrúnt 3.990 kr.Kjólar frá LAUGAVEGI 53, s. 551 4884 New York Hin sívinsæla ávaxtakarfa frá Mörkinni 3, 108 Reykjavík sími 588 0640 Opið mán-fös 11-18 lau 11-15 50 ára verð 9.490.- afmælistilboð 7.490.-tilboðið gildir til1. október Afmælisþakkir Innilegar þakkir til allra sem heimsóttu mig og glöddu á aldarafmæli mínu þann 13. september síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. Rósamunda P. Friðriksdóttir. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur. Sigrún G. Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur, kemur í heimsókn. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorg- unn kl. 10–12. Opið hús. Söngstund. Kl. 12.10 stuttir orgeltónleikar – ókeypis að- gangur. Jón Stefánsson leikur á Noack-org- el Langholtskirkju. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel milli kl. 12 og 12.10. Að bænastund og altaris- göngu lokinni er léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Einfalt, fljótlegt og innihalds- ríkt. Alfa-námskeið kl. 19. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Nedó – unglingaklúbbur. 8. bekkur kl. 17, 9. bekkur og eldri kl. 20. Svenni og Hans. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstu- dag kl. 10–12. Digraneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Kirkjustarf aldraðra, leikfimi kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Unglingakór Digra- neskirkju kl. 17–19. Fella- og Hólakirkja. Biblíu- og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf fyrir 8–10 stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12. Fræðandi og skemmtilegar samveru- stundir, ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar fyrir börn 7–9 ára í Húsaskóla og Grafarvogskirkju kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk í Graf- arvogskirkju kl. 20–22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safnaðarheimilinu Borg- um. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyr- irbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Alfa-námskeið kl. 19. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Ath. breyttan tíma. Gott er að ljúka deg- inum í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hress- ing í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðar- heimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með börn að koma saman í notalegu um- hverfi og eiga skemmtilega samverustund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 16.30–18. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Keflavíkurkirkja. Fermingarhópur 2002 fer í Vatnaskóg. 1. Hópur. Holtaskóli og 8. MK Heiðarskóla. Brottför frá Kirkjulundi kl. 8 árd. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld aldraðra, í kvöld kl. 20 í umsjá félaga úr Lionsklúbbi Njarðvíkur, Ástríðar Helgu Sigurðardóttur og sr. Baldurs Rafns Sigurðssonar. Fyrsta skiptið á þessu hausti. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Sr. Kristján Björnsson. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stundina. Safnaðarstarf Í KVÖLD hefst Alfa-námskeið í Stykkishólmskirkju. Námskeiðið er nú kennt víða um land en í því er lögð áhersla á að kynna innihald kristinnar trúar á 10 vikum og að þátttakendur hafi góðan tíma til að skoða málið án nokkurra skuld- bindinga. Kvöldið hefst með léttum kvöld- verði kl. 19, síðan er fyrirlestur og loks umræður sem lýkur eigi síðar en kl. 22. Námskeiðið er samstarfs- verkefni Stykkishólmskirkju og Kristniboðssambandsins, en fræð- arar verða þeir séra Gunnar Eirík- ur Hauksson, sóknarprestur, og Ragnar Gunnarsson, kristniboði. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við kirkjuna, Kristni- boðssambandið eða mæta í kirkjuna í kvöld og kynna sér námskeiðið. Ferð Hjallasafnaðar til Stykkishólms NÆSTA sunnudag, 29. september, mun Hjallasöfnuður leggja land undir fót og heimsækja Stykk- ishólmssöfnuð. Lagt verður af stað frá Hjalla- kirkju kl. 9.30 og haldið til Stykk- ishólms þar sem sungið verður við messu í Stykkishólmskirkju kl. 14. Sökum ferðarinnar fellur messa niður í Hjallakirkju næsta sunnu- dag en barnaguðsþjónusta verður á sínum stað kl. 13. Öllum er velkomið að taka þátt í ferðinni, skráning fer fram í Hjalla- kirkju á opnunartíma kirkjunnar. Sorg og sorgarviðbrögð NÝ dögun, samtök um sorg og sorg- arviðbrögð, standa fyrir fræðslu- fundi í safnaðarheimili Háteigs- kirkju, 2. hæð, fimmtudagskvöldið 26. september kl. 20–22. Þar mun Hafliði Kristinsson, fjölskylduráð- gjafi, fjalla um sorgina í ljósi eigin reynslu. Hann mun meðal annars koma inn á glímuna við Guð, sem margir syrgjendur hafa þurft að horfast í augu við. Þá fjallar Hafliði um hvernig sorgin hefur áhrif á daglegt líf og hvaða úrræði gefast á sorgargöngunni. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma og er sá fyrsti í röð fjögurra á þessu misseri, auk op- inna húsa, sem verða í tvígang. Á fundinum verður einnig kynntur sorgarhópur, sem starfa mun í haust undir leiðsögn Svölu S. Thomsen, djákna. Nýútkominn bæklingur samtakanna Nýrrar dögunar um sorg og sorgar- viðbrögð mun liggja frammi. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Biblíufræðsla Biblíuskólans BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg stendur fyrir fræðslukvöldi um Biblíuna fyrir almenning fimmtu- daginn 26. september kl. 20–22 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg, gegnt Langholtsskóla. Skúli Svav- arsson kristniboði mun að þessu sinni fjalla um Postulasöguna. Fræðslukvöldið er liður í þriggja ára áætlun skólans þar sem öll rit Biblíunnar verða kynnt og er fræðslan fram að jólum síðasta fimmtudag í mánuði. Allir eru vel- komnir og aðgangur ókeypis. Sporin 12 í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði Í KVÖLD, fimmtudagskvöldið 26. september kl. 20, verður fundur í safnaðarheimili Fríkirkjunnar í Hafnarfirði þar sem kynnt verður dagskrá sem ber yfirskriftina spor- in 12, andlegt ferðalag. Hér er um nýjung að ræða í safnaðarstarfinu sem hófst sl. vetur og er ætluð fólki sem kann að hafa orðið fyrir ein- hverri neikvæðri reynslu eða vill einfaldlega byggja sig upp á já- kvæðum forsendum. Þetta er and- leg leiðsögn þar sem byggt er á 12 reynslusporum AA-samtakanna og boðskap Biblíunnar. Það hefur sýnt sig að reynslusporin 12 nýtast ekki aðeins alkóhólistum heldur duga þau vel sem almenn andleg upp- bygging. Starfið hófst á liðnum vetri og eftir 3 kynningarfundi voru myndaðir nokkrir hópar sem komu vikulega saman fram á vor. Nú er ætlunin að fara af stað með nýja hópa og verður eins og að framan greinir fyrsti kynning- arfundur af þremur haldinn í kvöld, fimmtudagskvöldið 26. september, kl. 20 í safnaðarheimili kirkjunnar við Linnetsstíg og svo næstu fimmtudagskvöld þar á eftir. Um- sjón með starfinu hefur Hugrún Helgadóttir. Nánari upplýsingar veita prestarnir í viðtalstímum sín- um. Kraftaverk í Krossinum TRÚBOÐINN Claus Möller verður gestur Krossins um helgina. Hann er af dönsku bergi brotinn, en stundaði nám við skóla Livets Ord í Uppsölum í Svíþjóð. Hann hefur boðað fagnaðarerindið með táknum og undrum meðal átján þjóða. Sam- komur með Claus Möller verða á laugardagskvöldið kl. 20.30 og sunnudaginn kl. 16.30. Alfa-námskeið í Stykkis- hólmskirkju Morgunblaðið/Ómar Stykkishólmskirkja .... og afköstin margfaldast! www.h.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.