Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 26. sept.- 3. okt. „YKKAR ÆFING - ALLRA ÖRYGGI“ Sjómenn! Alþjóðasiglingadagurinn er í dag! Setningarathöfn öryggisviku sjómanna verður kl. 11:00 í Sundahöfn í Reykjavík. SKULDIR Mosfellsbæjar eru rúmir þrír milljarðar króna eða um hálf milljón á hvern bæjarbúa samkvæmt nýrri úttekt endurskoðunarfyrirtæk- isins KPMG. Ákveðið var að grípa til aðhaldsaðgerða vegna þessa á bæj- arráðsfundi í gær sem meðal annars fela í sér að störf jafnréttisfulltrúa, staðardagskrárfulltrúa og atvinnu- fulltrúa verða lögð niður auk þess sem eignir á borð við bæjarskrifstof- urnar og vatnsveitur verða seldar og þjónustugjöld sveitarfélagsins hækk- uð. Í fréttatilkynningu, sem bæjaryf- irvöld sendu frá sér í gær segir að í upphafi kjörtímabils hafi nýr meiri- hluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn falið endurskoðendum bæjarins, KPMG, að gera úttekt á fjárhags- stöðu bæjarsjóðs sem hafi leitt í ljós að hún væri alvarleg. Þannig sé rekstrarkostnaður bæjarsjóðs rúm- lega 97 prósent af skatttekjum á fyrri helmingi ársins 2002 auk fyrrnefndra skulda. Ef gjaldfærð fjárfesting og greiðslubyrði lána eru tekin með í reikninginn hækkar þessi tala, að sögn bæjarstjóra, hins vegar upp í 120 prósent. Hafa bæjaryfirvöld ákveðið þrí- þættar aðgerðir til að bregðast við þessum vanda og má þar fyrst nefna hagræðingu og aðhald í rekstri. Segir í tilkynningunni og bókun meirihluta bæjarráðs frá í gær að leitast verði við að hlúa að kjarnastarfsemi á borð við skólarekstur og samfélagsþjón- ustu „en verkefni sem ekki eru talin bráðnauðsynleg verða aflögð eða þeim slegið á frest.“ Stjórnskipulagið endurskoðað Þá var ákveðið á fundinum að leggja niður störf atvinnu- og ferða- málafulltrúa, staðardagskrárfulltrúa og jafnréttisfulltrúa. Innt eftir því hvort bæjarfélagið geti verið án þessa fólks segir Ragnheiður Ríkharðsdótt- ir bæjarstjóri að stundum hafi menn ekkert val og bæjaryfirvöld standi nú frammi fyrir því að þurfa að leysa fjárhagsvanda bæjarins. „Við teljum að við getum sinnt staðardagskránni og jafnréttisáætlun bæjarins með því að fela forstöðumönnum sviðanna að fylgja því eftir. Jafnframt leggjum við til að stjórnskipulagið verði endur- skoðað og að rekstrarlega komi allar stofnanir til með að heyra beint undir bæjarstjóra og bæjarstjórn. Þannig ætlum við að reyna með beinum hætti að nýta fjárhagsáætlanir okkar sem stjórntæki.“ Aðspurð segir hún lög ekki kveða á um að jafnréttisfulltrúi þurfi að vera starfandi hjá bæjar- félögum. En þýðir endurskoðun stjórn- skipulagsins að frekari uppsagnir séu í vændum? „Við erum að færa frá rekstrarlega ábyrgð forstöðumanna sviða. Það þýðir umtalsverðar breyt- ingar á verksviði þeirra og það verður að vera ákvörðun þeirra sem þar eiga hlut að máli hvort þeir vilji vinna með okkur að þessum breytingum. Í þessu skipuriti okkar er ekki verið að leggja niður störf heldur gera forstöðumenn faglega ábyrga en rekstrarlega koma stofnanirnar til með að heyra undir bæjarstjóra og bæjarstjórn.“ Hún segir því ekki útlit fyrir frekari upp- sagnir en þær þrjár stöður sem til- greindar eru í bókun bæjarráðs. Þá var ákveðið á fundi bæjarráðs að stjórnar- og nefndarlaun kjörinna fulltrúa og nefndarfólks verði lækkuð um 10 prósent. Í annan stað verða ýmis þjónustu- gjöld bæjarins hækkuð til samræmis við það sem gerist í nágrannasveit- arfélögunum en að sögn Ragnheiðar hafa þau verið mun lægri í Mos- fellsbæ en annars staðar á höfuðborg- arsvæðinu og verið fjármögnuð með lántökum. „Við höfum ekki efni á því að hafa lægstu þjónustugjöld á höf- uðborgarsvæðinu og þurfa að taka lán til að hafa þau svona lág. Þannig að við erum að endurskoða öll þjón- ustugjöld bæjarfélagsins frá A til Ö.“ Hún segir aðspurð að þetta gildi um gjöld á borð við sorphirðugjöld, dag- vistargjöld, sundlaugargjöld, heils- dagsskóla og gatnamálagjöld svo eitt- hvað sé nefnt. Loks er ráðgert að selja eignir til að lækka skuldir og vaxtagreiðslur. Verður í þessu skyni kannað með sölu húsnæðis Mosfellsbæjar í Kjarna þar sem bæjarskrifstofurnar eru meðal annars til húsa. En þarf bæjarfélagið ekki á þessu húsnæði að halda? „Við höfum sáralítið að selja. Við eigum skólana og ekki seljum við þá en sveitarfélagið sem slíkt er öruggur leigjandi. Það er ein hugmynd að kanna möguleika á sölu Kjarna. Hins vegar höfum við ekki áhuga á að fara úr þessu húsi því við erum ágætlega staðsett í miðbæ Mosfellsbæjar og vorum frekar að velta fyrir okkur ef einhver keypti af okkur að við gætum leigt þetta hús til einhverra ára.“ Ekki selt á spottprís Þá verður athugað með sölu veitna í eigu bæjarins. „Við eigum við hita- veituna og vatnsveituna og erum líka að velta því fyrir okkur hvort við þurfum að selja þær. En það er alveg ljóst að við komum ekki til með að selja þessar eignir okkar á spottprís,“ segir Ragnheiður. Hún segir að með þessum aðgerð- um öllum sé vonast til að hægt verði að lækka skuldir og ná rekstrar- kostnaði bæjarfélagsins niður. „Á fyrstu sex mánuðum ársins fórum við með rúm 97 prósent af skatttekjum bæjarins í rekstur og 120 prósent í rekstur, gjaldfærða fjárfestingu og greiðslubyrði lána. Með þessu stefnum við að því á næstu fjárhags- áætlun að fara úr 97 prósentum niður í 80 til 85 prósent. Það er markmiðið sem við setjum okkur.“ Bæjaryfirvöld grípa til víðtækra aðgerða vegna slæmrar fjárhagsstöðu bæjarsjóðs Veitur seldar og starf jafnréttis- fulltrúa aflagt Morgunblaðið/Arnaldur Húsnæði bæjarskrifstofanna í Kjarna er meðal þeirra eigna sem bæjar- yfirvöld hugleiða að selja til að bæta skuldastöðu bæjarsjóðs. Mosfellsbær LANDSPÍTALI – háskólasjúkra- hús hefur óskað eftir því að byggja við húsnæði Blóðbankans við Bar- ónsstíg. Áætlað er að nýbyggingin verði tæplega 1.000 fermetrar að stærð en forstöðumaður Blóðbank- ans segir þörfina fyrir stærra hús- næði vera mjög brýna. Í umsókn sem send var skipu- lags- og byggingasviði Reykjavíkur segir að fyrirhuguð nýbygging verði á þremur hæðum og tengist eldri byggingu að norðanverðu með gler- byggingu. Segir að áferð hússins verði í anda nágrannabygginga, þ.e. með steindum útveggjum, en stærð hússins er áætluð 990 fermetrar. Skipulagsyfirvöld hafa ekki tekið afstöðu til umsóknarinnar en óska eftir að bílastæðamál byggingarinn- ar verði skoðuð og hvort færa megi húsið lengra frá Eiríksgötu en fyrstu hugmyndir gera ráð fyrir. Hönnun nýbyggingarinnar er í höndum Teiknistofu Halldórs Guð- mundssonar. Að sögn Sveins Guð- mundssonar, forstöðumanns Blóð- bankans, er þörfin fyrir aukið húsnæði ákaflega aðkallandi. „Blóð- bankinn var stofnaður árið 1953 í núverandi húsnæði og á þeim tíma sem liðinn er hefur margt breyst í blóðbankastarfsemi. Kröfurnar sem eru gerðar til hennar eru mjög miklar og líkjast að mörgu leyti því sem gerist í lyfjaframleiðslu.“ Athugasemdir frá Vinnueftirlitinu Hann bendir á að aðstaða fyrir blóðgjafa sé ákaflega þröng og erfið í dag en leggur þó áherslu á að starfsemi Blóðbankans lúti að mun fleiru en einungis blóðtöku og nefn- ir blóðflokkanir, veiruskimun og fleira. Þannig hafi þörfin fyrir stærra húsnæði ekki minnkað þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir því að fjórðungur til þriðjungur blóðsöfn- unar á næstu árum geti farið fram í sérstökum blóðbankabíl, sem ný- lega var tekinn í notkun hjá bank- anum. Þá kemur fram í umsókninni að stækkunin muni ekki hafa áhrif á fjölda starfsmanna þar sem verið sé að koma til móts við kröfur um nú- tíma vinnuaðstöðu. Í umsókninni er þess enn fremur getið að Vinnueftirlit ríkisins hafi ítrekað gert athugasemdir við að- stöðu starfsfólks bankans og Sveinn staðfestir að það sé rétt. „Þetta er eitt af því sem við höfum vakið at- hygli á. Við þetta má bæta að víða erlendis er ákveðið skipulag á eft- irliti með svona vinnustöðum eins og Blóðbankinn er. Slíkt eftirlit er ekki til staðar hér en við höfum kallað eftir því og þá eru til svo- nefndir GMP-staðlar (Good Manu- facturing Practise) fyrir blóðbanka- þjónustu. Það er ljóst að ef við værum yfirfarin af slíku yfirvaldi myndum við fá fjölda ábendinga um ýmislegt sem mætti betur fara.“ „Komin upp að vegg“ Hann segir þó allt gert til að inna starfið innan Blóðbankans sem best af hendi og í því skyni hafi verið komið upp gæðakerfi sem sé yf- irfarið af alþjóðlegum aðilum. „Það breytir ekki því að við erum eig- inlega komin upp að vegg í þessum málum og þurfum brýna úrlausn. Við erum eina stofnunin sem starf- ar sérhæft á þessu sviði og það er mjög mikilvægt að hér rísi bygging sem stendur undir öllum þeim ör- yggiskröfum sem eru til staðar hvað varðar innbrot, bruna og fleira.“ Í umsóknarbréfinu er bent á að ekki sé hægt að bíða eftir því að lokið verði við gerð skipulags lóð- arinnar þar sem ekki sé útlit fyrir að því verði lokið í bráð. „Það er augljóst að Blóðbankinn getur ekki beðið eftir lausnum svo árum skipt- ir,“ segir Sveinn um þetta. „Við er- um í það brýnum vanda að við erum að leita að lausnum sem geta leyst okkar vandræði á næsta einu til tveimur árum. Annars þurfum við að flytja annars staðar í bæinn og það er talið mjög óhentugt vegna annarrar starfsemi spítalans.“ Hann undirstrikar að Blóðbankinn hafi fengið mjög góðan stuðning yf- irstjórnar Landspítalans til að kanna möguleika á stækkun til þrautar. Teikning/Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar Fyrstu tillögur að útliti Blóðbankans og nýbyggingarinnar. Rétt er að undirstrika að ekki er um endanlegt útlit hússins að ræða. Blóðbankinn óskar eftir að byggja við Forstöðumaður segir þörfina ákaflega brýna Austurbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.