Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á unglingsárum mínum, þegar ég var nemandi í Menntaskól- anum á Akureyri, mætti ég stundum stúlku á aldur við mig, sem gekk um göturnar með léttum öruggum hreyfingum og reisn. Ég vissi, að hún var kölluð Kidda, var dóttir Jónasar Þór, verk- smiðjustjóra hjá Gefjun og systir Þórarins Þór, sem þá var ein aðal- stjarnan í leikfélagi menntaskólans. Um það bil hálfum öðrum áratug seinna mættumst við að nýju á öðr- um stað og við ólíkar aðstæður. Ég hafði þá í nokkur ár annast safn- vörslu í Listasafni Einars Jónssonar ásamt fleirum. Ólafur Kvaran, sem var nýlega orðinn forstjóri safnsins, auglýsti eftir safnverði, sem yrði starfsfélagi minn. Ég beið þess því með eftirvæntingu hver yrði ráðinn. Ólafur var laginn við að velja gott starfsfólk. Það var hann einkum, er GUÐLAUG KRISTÍN ÞÓR ✝ Guðlaug KristínÞór fæddist á Akureyri 19. septem- ber 1924. Hún lést í Hafnarfirði 28. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju 6. ágúst. hann réð Guðlaugu Kristínu Þór úr hópi umsækjenda. Ég sjálf var mjög lánsöm. Á fá- mennum vinnustað skiptir miklu máli að samvinna sé góð, svo að öllum líði vel. Betri vinnufélaga en Krist- ínu var varla hægt að fá. Nálægt hálfum öðr- um áratug unnum við saman ásamt fleira góðu fólki. Þar bar aldrei skugga á. Vin- áttubönd hnýttust og urðu traustari er árin liðu. Kristín Þór var yndisleg kona, hjartahlý, bráðgreind, afar listræn og tilfinningarík. Hún var elskuleg í umgengni og hafði gott vald á er- lendum tungumálum, sem var mik- ilvægt þar sem fjöldi útlendinga kom á safnið og spurði um margt. Þegar Kristín hóf störf í listasafninu var hún að ná kröftum eftir veikindi. Það bætti án efa heilsu hennar að kynnast hinum fögru listaverkum Einars Jónssonar. Boðskapur þeirra snerti strengi í listrænu eðli hennar, svo að henni leið vel á vinnustaðn- um. Hún naut þess að sökkva sér niður í djúp þeirrar speki, sem verk- in höfðu að geyma. Ævi Kristínar var ekki alltaf auð- veld. Þegar hún var barn andaðist móðir hennar. Sá missir hefur verið sár fyrir listræna og viðkvæma sál. Þó að faðirinn og aðrir, einkum systkinin, væru henni góð er erfitt að fylla skarð elskulegrar móður. Um líkt leyti og hún lauk hjúkr- unarnámi missti hún síðan kæran föður sinn. Fleiri áföll bættust við, sem ýfðu upp sárin eftir föðurmiss- inn í fíngerðu og viðkvæmu hjarta hennar. Á þessum erfiðu tímum reyndust systkin Kristínar henni mjög vel, enda hafði þeim móður- lausum lærst frá bernsku- og ung- lingsárum að standa saman í blíðu og stríðu. Kristín dvaldist erlendis í nokkur ár. Hér heima stundaði hún hjúkrun og fleiri störf. Um tíma vann hún á Sólheimum í Grímsnesi. Þar naut meðfædd hjartahlýja og hæfileikar hennar sín vel í samskiptum við heimilisfólkið. Hún æfði með því bæði leikþætti og söng og gladdist yfir að geta glatt hina minnstu bræður og systur á staðnum. Mesti gleðigjafinn í lífi hennar var þó dóttirin Helga, sem bæði á björt- um og dimmum dögum reyndist móður sinni afar vel og hefur á síð- ari árum verið sá bakhjarl, sem hún treysti á og aldrei brást. Hún mat tengdason sinn líka mikils og var þakklát honum og dótturdætrunum fyrir aðstoð og hlýju þeirra. Krist- indómurinn, sem birtist skýrt í lista- verkum Einars Jónssonar, átti hljómgrunn í hjarta Kristínar. Hún nefndi eitt sinn, að starfsár sín í listasafninu hefðu haft mikla þýð- ingu fyrir trúarlíf sitt. Enda veit ég að hún lagði sig sjálfa og ástvini sína í Guðs hendur og treysti á náð hans og kærleika. Mér þótti leitt að geta ekki verið Sími 562 0200 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GÍSLASON bóndi á Innri-Skeljabrekku, Borgarfirði, lést mánudaginn 23. september. Jarðsungið verður frá Hvanneyrarkirkju laugar- daginn 28. september kl. 14.00. Gísli Jónsson, Oddbjörg Leifsdóttir, Pétur Jónsson, Svava Kristjánsdóttir, Þorvaldur Jónsson, Dagný Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg systurdóttir mín og frænka okkar, SIGRÚN ANNA MOLANDER, Laugateigi 6, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 27. september kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknar- stofnanir. Fyrir hönd annarra ættingja, Magna Sigfúsdóttir, Ingimundur Pétursson, Guðrún, Sigurbjörg, Þóra og Hildur Björk Ingimundardætur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURBERG MAGNÚS SIGURÐSSON, Digranesvegi 72a, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánu- daginn 30. september kl. 13.30. Jónína María Baldursdóttir, Þóranna M. Sigurbergsdóttir, Steingrímur Á. Jónsson, Borghildur Sigurbergsdóttir, Sigurður Baldursson, Helena Sigurbergsdóttir, Þorgeir Egilsson og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRMANN BRYNJÓLFSSON vélstjóri, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 24. september. Ármann Brynjar Ármannsson, Chuan Thongkham, Ingólfur Arnar Ármannsson, Jóhanna Eyþórsdóttir, Sigurbjörg Lóa Ármannsdóttir, Steinþór Grímsson og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN VALDIMAR BJÖRNSSON, Grund, Ólafsvík, sem lést laugardaginn 21. september, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 28. september kl. 14.00. Jarðsett verður að Búðum. Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 10.00. Björg V. Guðmundsdóttir, Björn Sigurður Jónsson, Steinunn Þórisdóttir, Kristín Stachura, George Stachura, Guðmundur Ómar Jónsson, Jónína Kristjánsdóttir, Sigurlaug Jónsdóttir, Ingólfur Aðalbjörnsson, Reynir Jónsson, Margrét Ingimundardóttir, barnabörn og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, JENNÝ LIND (LILLA) ÁRNADÓTTIR, Vallarbarði 3, Hafnarfirði, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 21. september, verður jarðsung- in frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 27. sept- ember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Hjartavernd. Þorleifur Jónsson, Jón Þorleifsson, Sigrún Pálsdóttir, Gunnar Árni Þorleifsson, Theódóra Sif Pétursdóttir, Sigurður Unnar Þorleifsson, Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, Kolbrún Þorleifsdóttir, Harrý Samúel Herlufsen, Símon Þorleifsson, Dorthe Møller Thorleifsson, Harpa Þorleifsdóttir, Gestur Már Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir, ANNA JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis í Fellsmúla 18, Reykjavík, andaðist föstudaginn 20. september. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum starfsfólki Hrafnistu umönnun í erfiðum veikindum. Fyrir hönd ættingja og venslafólks, Elva Ólafsdóttir, Birgir Hermannsson, Sigurjón H. Ólafsson, Kristín Briem. Elskuleg eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir og amma, SIGRÚN MARÍA SIGURÐARDÓTTIR ARASON, lést föstudaginn 13. september sl., í Kristkirkju Sjúkrahúsinu, (Christchurch), Nýja Sjálandi. Minningarathöfn hefur farið fram á Nýja Sjá- landi. Jarðsungið verður frá Ytri Njarðvíkurkirkju föstudaginn 27. september kl. 14.00. Jarðsett verður í Innri Njarðvíkurkirkjugarði. Jóhannes Arason, Matthildur Hjartardóttir Arason, Þórhildur Sylvía, Magnúsdóttir Robinson, Robert James Robinson, Magnús N. Þóroddsson, Jóhannes Andrew Robinson, James Robert Robinson, Ari Jóhannesson, Merry Elat, Ari Brynjar Arason, Ásgerður Jóhannesdóttir, Óðinn Víglundsson, Ingvar Þór Jóhannesson, Van Jóhannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.