Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 11 SENDINEFND frá Íslandi, skipuð tíu mönnum frá Fjárfestingarstof- unni, Orkustofnun, iðnaðarráðuneyt- inu, Atvinnuþróunarfélagi Þingey- inga og nokkrum orkufyrirtækjum, er stödd á Spáni fram að helgi þar sem skoða á súrálsverksmiðju Alcoa þar í landi. Farið er að frumkvæði Fjárfestingarstofunnar vegna hag- kvæmniathugunar sem fram fer vegna áforma um súrálsverksmiðju Atlantsáls á Húsavík eða Keilisnesi. Er stefnt að því að ljúka þeirri at- hugun í lok næsta árs en Atlantsál er í eigu Rússa og Íslendinga. Páll Magnússon, stjórnarformað- ur Fjárfestingarstofunnar og að- stoðarmaður iðnaðarráðherra, sagði við Morgunblaðið að vegna undir- búningsvinnunnar hefði verið talið nauðsynlegt að hagsmunaaðilar skoðuðu starfsemi súrálsverksmiðju af eigin raun. Verksmiðja Alcoa framleiðir um 1,2 milljónir tonna af súráli á ári og veitir um 600 manns atvinnu. Atlantsál hefur uppi áform um verksmiðju á Íslandi með allt að 2 milljóna tonna framleiðslugetu á ári sem mun kalla á hundruð nýrra starfa. „Við þurfum að fá svör við spurn- ingum sem hafa vaknað við fyrstu at- hugun. Meðal annars þurfum við að átta okkur á landnotkun undir svona verksmiðju, skoða staðsetninguna, hafnaraðstöðuna og eðli flutninga til og frá á hráefni og mönnum. Einnig skoðum við orkunotkunina því eitt af því sem verið er að athuga á Íslandi er gufuaflið. Þá kynnum við okkur samfélagslegar aðstæður í kringum svona verksmiðju, hvaða áhrif hún hefur haft á svæðið í kring, hvaðan starfsmennirnir koma og þess hátt- ar,“ sagði Páll. Undirbúningsvinna gengur vel Sendinefndin skoðar einnig tækni- legar útfærslur á meðhöndlun og los- un úrgangs frá súrálsverksmiðjunni en hann er yfirleitt umtalsverður í framleiðslu sem þessari. Páll sagði engin tengsl á milli þess að Alcoa hefði boðist til að sýna súr- álsverksmiðjuna og að fyrirtækið væri í viðræðum við stjórnvöld um álver í Reyðarfirði. Hann sagði bandaríska fyrirtækið engin áform hafa uppi um súrálsframleiðslu á Ís- landi en það rekur níu slíkar verk- smiðjur víða um heim. Páll sagði undirbúningsvinnu ganga vel og hagkvæmniathugun ætti að vera lokið í lok árs 2003. Íslensk sendinefnd skoðar súrálsverk- smiðju Alcoa á Spáni DANSKI forvörðurinn Mikala Bagger hefur skilað skýrslu til Listasafns Reykjavíkur um ástand listaverkanna sem skemmdust í stórbrunanum í Fákafeni 9 í sumar. Kemst hún að þeirri niðurstöðu að tjónið sé í minna lagi en á móti kemur að öll verkin skemmdust að ein- hverju leyti af völdum sóts, vatns og reyks. Yfirborðs- skemmdir eru í öllum högg- myndunum, um eitt hundrað talsins, sem geymd voru í hús- næðinu. Eiríkur Þorláksson for- stöðumaður Listasafns Reykja- víkur segir að nú sé búið að skipta verkunum í viðgerða- flokka og forgangsraða þeim með tilliti til þess hversu aðkall- andi viðgerðir eru. Segir hann að næst verði farið í að semja við forverði um viðgerðir á ein- stökum verkum svo og rætt við þá núlifandi listamenn sem í hlut eiga. Verkunum hefur öll- um verið komið fyrir í bráða- birgðageymslu, en voru áður á tveimur stöðum sem hentuðu illa fyrir þá vinnu sem framund- an er. Á vegum Reykjavíkurborgar stendur nú yfir heildarúttekt á brunavörum í Listasafni Reykjavíkur, þ.e. Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundar- safni. Lögreglan í Reykjavík, sem rannsakar brunann, hefur kom- ist að því að kveikt var í Fáka- feni 9 en hefur ekki upplýst hver eða hverjir gætu hafa kveikt í. Öll lista- verkin skemmd en tjónið í minna lagi NÝLEGA var formlega opnuð ný heimasíða, fræðsluvefur um tákn með tali (www.tmt.is) fyrir börn með mál- og talörðugleika. Að síð- unni standa móðir málhamlaðs barns, Inga Vigdís Einarsdóttir, og Eyrún Ísfold Gísladóttir, talmeina- fræðingur, en hún hefur sérhæft notkun tákna með tali. Tákn með tali (TMT) er tjáning- arform ætlað heyrandi einstak- lingum sem eiga við mál- og talörð- ugleika að stríða og að sögn Ey- rúnar er TMT fyrst og fremst byggt á látbragði, svipbrigðum, og nátt- úrulegum táknum að viðbættum táknum úr táknmáli heyrnarlausra. Táknin eru alltaf notuð samhliða töluðu máli og aðeins lykilorð hverrar setningar, eitt eða fleiri, táknuð. Eyrún segir að heimasíðunni sé einkum ætlað að styðja og efla fjöl- skyldur barna sem eru að byrja að nota TMT, að gera táknin aðgengi- legri og gæða TMT meira lífi auk þess að gera notkun enn skemmti- legri og meira spennandi, bæði fyrir börn og fullorðna. „Við höfum feng- ið mjög góð viðbrögð, fólk hefur sent þakkir og vefsíðan hefur mikið verið skoðuð þótt hún hafi ekki ver- ið opnuð formlega fyrr en nú. Nei, þetta er nú einfaldlega einkaframtak og það má segja að hún Inga Vigdís hafi unnið þrek- virki með því að hanna þennan vef og í raun mikið þrekvirki þegar haft er í huga að hún er ein með fjögur börn. Ég kem fyrst og fremst inn í þetta sem fagaðili og við höfum haft gott samráð. En hún átti hugmynd- ina og hefur sett vefinn upp,“ segir Eyrún. Vandamál í tjáskiptum á heimilinu var kveikjan Inga Vigdís segir að þetta hafi komið til í framhaldi af því að yngsti sonur hennar, Kjartan Daníel, hafi greinst málhamlaður. „Mér þótt bæði seinlegt og erfitt að fá aðstoð en sonur minn fór hins vegar í kennslu í tákni með tali á leikskól- anum og var mjög fljótur og dugleg- ur að læra. Það fóru einfaldlega að skapast vandamál heima fyrir því hann varð sár og reiður þegar við skildum hann ekki. Það var erfitt fyrir mig að komast að á námskeiði og erfitt að finna bækur sem gögn- uðust. Ég hef verið að gera heima- síður og þess vegna kviknaði þessi hugmynd.“ Inga Vigdís segist hafa byrjað að vinna að hugmyndinni snemma í vor og í framhaldinu gert eins konar sýnieintak og síðan hafi verið ákveðið að gera þetta að veruleika. „Jú, þetta hefur verið mikil vinna en ég hef fengið ótrúlega mikinn frið þótt ég sé með fjögur börn. En ég þarf auðvitað að sinna þeim líka og það er kannski ástæða þess að vefurinn er ekki enn fullgerður.“ Inga Vigdís segir son sinn hafa fylgst með því sem hún sé að gera. „Honum finnst þetta mjög gaman, ég hef leyft honum að velja myndir og þetta hefur hvatt hann töluvert í náminu. En síðan ég byrjaði að vinna heimasíðuna hefur hann tekið svo miklum framförum í tali þannig að síðan á kannski ekki eftir að gagnast honum mjög mikið. Hann verður talandi en það tekur hann bara lengri tíma. En þó að hún eigi ekki eftir að gagnast honum mikið finnst mér full ástæða til þess að halda verkinu áfram. Ég hef fengið bréf frá fjölda fólks sem sýnir þessu mikinn áhuga og hrósar framtakinu í hástert. Þannig að það er vissulega til nokkurs unnið.“ Tákn með tali aðgengilegt Morgunblaðið/Kristinn Kjartan Daníel opnar heimasíðuna. Hjá standa f.v. Aron Gunnar, Fanney Lilja, Inga Vigdís og Linda María. Móðir málhaml- aðs barns hannar vefsíðu fyrir börn með tal- og mál- örðugleika HEIMSSÝN hefur opnað skrifstofu í Austurstræti 16 og stjórn félagsins hefur ráðið Birgi Tjörva Pétursson, lögfræðing, framkvæmdastjóra fé- lagsins. Ennfremur hefur Heimssýn opnað vef, www.heimssyn.is, en hann er ætlaður öllum áhugamönn- um um Evrópumál. Að sögn Birgis Tjörva verður fyrsta ráðstefna Heimssýnar haldin 6. október og verður þar fjallað um áhrif ESB-aðildar á íslenskan sjáv- arútveg. Framsögu flytur Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður, ásamt Dag Seierstad, sérfræðingi frá Noregi, og Ian MacSween, fram- kvæmdastjóra Scottish Fishermen’s Organisation eða samtaka skoskra sjó- og útgerðarmanna. Birgir Tjörvi segir að þegar samtökin hafi verið stofnuð hafi markmiðið verið að leiða saman ólíka hópa og skapa umræðu- vettvang fyrir þá. „Það er engin launung að menn eru þarna á mjög ólíkum forsendum en þeir hafa engu að síður eitt sameiginlegt markmið, að efla upplýsta umræðu um Evr- ópumálin, m.a. vegna þess að menn telja hana hafa verið nokkuð einlita um langt skeið.“ Birgir Tjörvi telur að heimasíðan muni verða einn af mikilvægustu þáttunum í starfsemi félagsins og menn vonist til að þar skapist öfl- ugur vettvangur fyrir sjónarmið Heimssýnar. „Það var ljóst þegar fé- lagið fór af stað að það hafði hljóm- grunn en nú liggur fyrir að hann er slíkur að full ástæða var til þess að taka það skref sem nú hefur verið stigið. Ég tel einnig að það hafi sýnt sig í skoðanakönnunum, sem hafa verið gerðar að undanförnu, að æ fleiri hafa efasemdir um aðild að Evrópusambandinu. Hvort tveggja hefur gerst að bein andstaða við að- ild hefur aukist og dregið hefur veru- lega úr fylgi við aðild en það mældist töluvert. Það eru margir sem hafa efasemdir um ávinninginn af aðild og óttast þá óvissu sem hún getur haft, t.d. fyrir sjávarútveginn og frelsi okkar til þess að taka ákvarðanir í eigin málum,“ segir Birgir Tjörvi. Heimssýn ræður framkvæmdastjóra og opnar skrifstofu Morgunblaðið/Árni Sæberg Ragnar Arnalds, formaður stjórnar Heimssýnar, flytur ávarp við opnun skrifstofunnar. Segja að æ fleiri efist um kosti ESB-aðildar NÁÐST hefur samkomulag á milli Landsvirkjunar og eigenda jarð- arinnar Laugavalla á Norður-Hér- aði, sem eiga land vestan megin Jökulsár á Brú, vegna brúargerðar yfir ána í tengslum við fram- kvæmdir vegna Kárahnjúkavirkj- unar. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að þar sem samkomulag liggi nú fyrir sé ekkert í vegi þess að fram- kvæmdir við smíði brúarinnar hefj- ist. Hann var ekki reiðubúinn að greina frá efnisatriðum samnings- ins við landeigendur. Samið við landeigendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.