Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 33
daga. Hann ýmist eyðir peningun- um í áfengi, gefur þá eða kaupir einhverja fáránlega hluti. Í gegnum þjónustu hjá Landsbankanum hefur verið hægt að draga af bótunum fyrir húsnæði og mat hjá Geðhjálp. En Geðhjálp hefur um skamman tíma boðið upp á heitan mat einu sinni á dag fyrir geðsjúka og nú ný- lega er líka hægt að fá mat um helgar. Er það iðulega eini mat- urinn sem hann fær. Hann hefur búið í misjöfnu leiguhúsnæði stutt- an tíma í einu, þess á milli hafa ver- ið reddingar hjá ættingjum og á gistiheimilum. Móðir hans og flest systkinin fluttu suður og hann var ýmist þar eða fyrir norðan. Það kom samt að því fyrir u.þ.b. 8 árum að honum var boðið húsnæði fyrir norðan sem virtist geta hentað honum en þá var það orðið of seint; hann vildi ekki vera fyrir norðan, átti ekki samleið með neinum þar lengur og í Reykjavík voru „vinir“ hans. Óregla hefur farið stöðugt versn- andi hjá honum í gegnum árin. Með stuttu millibili dóu foreldrar hans og tveir nánustu vinir hans dóu sviplega. Hann hefur kynnst meira mótlæti heldur en maður veit um. Mörgum sinnum hefur honum verið hent út af stofnunum þar sem hann hefur brotið reglur og ekki átt í nein hús að venda. Hann hefur sofið hjá „kunningjum“ af götunni þegar hann átti pening eða getað verið hjá einhverjum sem svipað hefur verið ástatt fyrir. Þegar hann hefur get- að, hefur hann líka skotið skjólshúsi yfir aðra. Oftar en einu sinni hefur lögreglan verið kölluð til á gisti- heimilum þar sem hann hefur feng- ið bráðabirgðahúsnæði og honum hent út á götu. Fólk hefur verið hrætt við hann enda oft eins og villimaður með sítt hár og skegg eða krúnurakaður. Systkinin hafa haft miklar áhyggjur af honum þeg- ar ekki heyrist frá honum í nokkra daga og ómögulegt að vita hvað honum dettur í hug. Hann hefur fundið upp á því að leggja land und- ir fót og ferðast á puttanum pen- ingalaus og alls laus sama hver árs- tíðin er og hvernig viðrar. Ætlar hann þá að fara ýmist austur á land í fisk eða flytja norður. Hann á eina dóttur sem hann ber mikla um- hyggju fyrir, hún er hjá góðu fólki fyrir norðan sem leyfir honum að fylgjast með henni. Í gegnum árin hefur þurft að svipta hann sjálfræði annað slagið þegar allt er komið í óefni og mikið rugl á honum. Hefur hann þá fengið inni á bráðadeildum þar til hann er búinn að ná „veruleikanum“ en eft- irmeðferð er lítil eða engin. Í gegn- um árin hefur margt gott fólk hjálpað en það gefast allir upp á endanum því að framtíðarlausn fæst ekki. Gistiskýlið í Þingholtun- um sem Samhjálp kom á fót hefur oft bjargað honum. Þar hafa heim- ilislausir fengið að sofa, en nú er þar alltaf fullt. Hjálpræðisherinn hefur líka reynst vel og Geðhjálp hefur verið með opið hús og kaffi á könnunni. Í gegnum öll þessi ár hefur fjöl- skyldan fylgt honum eftir og átt við „Kerfið“ en varanleg lausn er ekki til. Hversu margir þurfa að ganga í gegnum þetta víti áður en lausn finnst? Er endalaust hægt að hegna mönnum fyrir að vera veikir og skilja ekki reglur þjóðfélagsins? Hann hefur breyst mikið, er daufur, horaður og illa útlítandi og á til að æsa sig og vera hótandi. Í dag er hann í hegningarhúsinu fyrir að stela mat. Lögreglan segir að hann eigi ekki heima þar, geðdeildirnar segja að hann eigi ekki heima hjá þeim þar sem þar er eingöngu rekin bráðaþjónusta, meðferðarheimilin geta heldur ekki tekið hann þar sem hann er geðfatlaður, sambýli er ekki til fyrir hans líka, leigusalar vilja ekki leigja honum, ættingjar treysta sér heldur ekki til að hafa hann. Hann er að nálgast fertugt en honum finnst hann alltaf vera átján. Ættingjar eru enn að leita eftir úrlausnum í „Kerfinu“, heilbrigð- isstarfsfólk sem hefur haft með hann að gera hefur alla tíð sagt að hann geti ekki séð um sig sjálfur vegna sjúkdómsins. Á síðasta ári kom loforð um að opnuð yrðu þrjú heimili fyrir óreglufólk og geðfatl- aða sem áttu hvergi höfði sínu að halla og var sagt að hann væri í for- gangshópi. Í gegnum kunningsskap fékk hann til bráðabirgða herbergi til leigu í iðnaðarhverfi. Dróst nokk- uð að borgin opnaði fyrsta heimilið og þegar að því kom var fjölskyldu hans sagt að það passaði ekki nógu vel fyrir hann en það næsta yrði betur til fallið. Þegar það var síðan opnað var sagt að það passaði ekki fyrir hann, það fyrra hefði passað betur en það væri því miður orðið fullt. Meðan hann er í fangelsi veit fólkið hans hvar hann er, hann hef- ur húsaskjól og mat en fangels- islæknirinn segir að vistin hafi slæm áhrif á líðan hans. En það hefur líka vistin á götunni. Höfundur er systir geðfatlaðs manns. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 33 FIMMTUDAGSTILBOÐ DÖMUSTÍGVÉL Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Teg: HPH86917 Litur: svart Str: 36 - 41 Verð nú 9.995 Verð áður 16.995 FRÁ F l o k k u r Innlausnartímabil Innlausnarverð* á kr. 10.000,00 1981 - 2.fl. Lokagjalddagi 1. 10. 2002 299.919,55kr. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Innlausnarverð er höfuðstóll vextir, vaxtavextir og verðbætur.* Reykjavík, 24. september 2002 1982 - 2.fl. 15. 10. 2002 til 14. 10. 2003. 208.085,10kr. Í FYRSTU grein laga um heil- brigðisþjónustu er þessi víðfræga setning sem oft er vitnað til. „Allir landsmenn skulu eiga kost á full- komnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og fé- lagslegri heilbrigði“. Þar segir einnig að ráðherra heil- brigðis- og tryggingamála sjái um að heilbrigðisþjónsuta sé eins góð og þekking og reynsla leyfir og sé í sam- ræmi við lög og reglugerðir. Þessi sömu lög skilgreina einnig hvað heilsugæsla er; „Heilsugæsla merkir í þessum lögum heilsuvernd- arstarf og allt lækningastarf, sem unnið er vegna heilbrigðra og sjúkra, sem ekki dveljast á sjúkrahúsum“. Á síðustu 30 árum hefur heilsu- gæsla tekið á sig þá mynd, sem hún hefur í dag. Það eru ýmsir aðliar sem sinna heilsugæslu, en aðallega eru það heilsugæslulæknar og annað starfsfólk heilsugæslustöðva ríkis- ins. Ennþá eru eftir fáeinir læknar sem stunda heilsugæslu (heimilis- lækningar) með samningi við Trygg- ingastofnun ríkisins, en þeim hefur fækkað mjög mikið á síðustu árum og nýjum læknum ekki verið bætt í þann hóp. Í þessum hópi eru ýmsir læknar, ýmist með sérgrein eða ekki. Talsverður hluti heilsuverndar- starfs í Reykjavík fer fram á Heilsu- verndarstöðinni í Reykjavík. Einnig sinna læknar á einkastof- um talsverðum hluta heilsugæslunn- ar, en þessi hópur er samsettur af læknum sem hafa sérmenntað sig í einhverrri grein læknisfræðinnar, annarri en heimilislækningum og starfa samkvæmt samningi við Tryggingastofnun ríkisins. Mestur kostnaður við heilsugæslu er greiddur úr ríkissjóði, en sjúkling- ar greiða hluta, samkvæmt ákvörðun heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytis. Mörg undanfarin ár hefur borið á talsverðri óánægju með heilsugæsl- una á höfuðborgarsvæðinu. Fólk hef- ur átt erfitt með að fá þá þjónustu, sem það telur sig eiga rétt á, eða fengið þjónustuna seint. Lengi vel var borið við ónógri uppbyggingu heilsugæslusgöðva og menn trúðu að lausnin fælist í byggingum og mann- virkjum. Það hefur hins vegar komið á daginn að ekki er nóg að byggja eða leigja húsnæði, því það er margt ann- að sem skiptir máli, einkum hæft, duglegt og ánægt starfsfólk. Á einhvern hátt hefur ríkisreknum heilsugæslustöðvum ekki tekist að halda starfsánægju starfsfólks, a.m.k. heilsugæslulækna og kemur þar ýmislegt til. Einkum eru þeir óánægðir með að fá ekki að starfa sjálfstætt og gera samninga við Tryggingastofnun ríkisins, eins og aðrir sérfræðingar í læknastétt. Einnig hafa ýmis starfskjör þeirra breyst og valdið óánægju. Í umræðu undanfarinna mánaða hefur talsvert verið rætt um einka- rekstur í heilbrigðisþjónustu. Þar hafa komið fram ýmis sjónarmið og margt rangtúlkað og bornir saman ólíkir hlutir. Eitt eru þó flestir sam- mála um og það er að sjúkratrygg- ingakerfið, sem við búum við, skuli áfram vera hornsteinn í heilbrigðis- þjónustunni, en það þýðir einfaldlega að ríkissjóður greiðir meginkostnað- inn af allri heilbrigðisþjónustu. Þetta er að mörgu leyti ágætt kerfi, en að sjálfsögðu væri einnig hægt að búa við eitthvert annað tryggingakerfi, eins og t.d. sjúkrasamlög af gömlu ís- lensku gerðinni. Vel má vera að við slíkt kerfi myndi skapast meiri kostnaðarvitund, en það er einn af megingöllum íslenska heibrigðis- kerfisins, að það skortir talsvert á kostnaðarvitund stjórnenda og al- mennings. Í umræðu um afköst í heilsugæslu eru gjarnan nefnd mikil afköst í danskri og breskri heilsugæslu, en þar er þjónustan veitt á einkarekn- um stofum, sem reknar eru með samningi við almannatryggingakerf- ið. Einnig munu Danir vera manna ánægðastir með sína heilbrigðisþjón- ustu. Í Svíþjóð á fólk hins vegar oft erfitt með að fá læknisþjónustu og þar koma vel fram gallar ríkisrekins kerfis, eins og þess íslenska. Til lausnar vanda heilsugæslunnar á Reykjavíkursvæðinu þurfa að mínu mati að koma til fjölbreyttari rekstr- arform. Þar má hugsa sér að við hlið ríkisrekinna heilsugæslustöðva komi einkareknar stofur heimilislækna, með svipuðu kerfi og er í Danmörku. Þannig gætu læknar með samningi við heilbrigðisyfirvöld/almanna- tryggingakerfið rekið eigin stofur eða fyrirtæki og borið fjárhagslega og faglega ábyrgð sjálfir á sinni starfsemi. Einnig má spyrja sig hvort heimilislæknar ættu ekki að geta gert samninga við Trygginga- stofnun ríkisins eins og aðrir sér- fræðingar og starfað sjálfstætt að hluta eða öllu leyti. Á þennan hátt má ná þeim meginmarkmiðum heil- brigðisráðherra, að allir eigi rétt á ódýrri og aðgengilegri þjónustu. Með þessum hætti tel ég að fjöl- breytni í rekstrarformum mundi bæta heilsugæsluna og gera hana að- gengilegri, neytendum þjónustunnar til hagsbóta. Fyrir hverja er annars heilsugæsla? Heilsugæsla Eftir Sverri Jónsson „Til lausnar vanda heilsugæsl- unnar þurfa að koma til fjölbreyttari rekstrar- form.“ Höfundur er yfirlæknir hjá Læknalind. Bankastræti 3,  551 3635 blue mat; eau de parfum japanski herrailmurinn hannaður af MASAKÏ MATSUSHÏMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.