Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 26
„NÝR“ vágestur hefur skotið upp kollinum, svo kröftugur að hann er talinn geta rutt reykingum úr vegi sem óvini númer eitt hjá hjartasjúk- lingum. Offita er mjög vaxandi heilsufarsvandamál og skýtur þar skökku við þar sem enginn virðist vilja verða feitur en samt verður það hlutskipti fleiri og fleiri einstaklinga. Offita hefur mikil neikvæð áhrif á heilsufar. Þannig er mikil aukning á ýmsum fylgikvillum, svo sem full- orðinssykursýki, háþrýstingi, blóð- fitutruflunum, insúlínmótstöðu, kæfisvefni, gallblöðrusjúkdómi, slit- gigt og þvagsýrugigt. Sálræn áhrif offitu eru einnig margvísleg, svo sem félagsleg einangrun, minnkað sjálfsálit, þunglyndi og kvíði, ýmis kynlífsvandkvæði, verkjavandamál og hormónatruflanir. Auk þess er lítilleg aukning á krabbameini í brjósti, legi og ristli. Dánarlíkur mjög feitra einstaklinga eru allt að 12 faldar miðað við granna jafnaldra þeirra. Dreifing fitumassans virðist skipta miklu máli. Fita sem safnast á kvið og brjóst er líklegri til að valda sykursýki og hjarta- og æðaáföllum en fitusöfnun sem dreifist jafnar á líkamann. Þegar fjallað er um of- þyngd og offitu er stuðst við líkams- þyngdarstuðul (LÞS). Hann er fund- inn þannig út: líkamsþyngd/hæð í öðru veldi. Offita er mjöx vaxandi vandamál hjá börnum og unglingum. Í Banda- ríkjunum er talið að eitt af hverjum þremur börnum á aldrinum 5–14 ára séu of feit. Hér á landi er þessi öf- ugþróun sem betur fer ekki eins langt á veg komin en ætla má að einn af hverjum sex eigi við ofþyngd að stríða. Helstu aðferðir við með- ferð offitu eru ráðgjöf um breytt mataræði, aukin líkamsþjálfun, at- ferlisbreyting, sálrænn/félagslegur stuðningur, lyfjameðferð og skurð- aðgerðir. Engin þessara aðferða er auðveld. Lausn vandans er því frek- ar að finna í forvarnaraðgerðum, t.d. með aukinni neyslu ávaxta, græn- metis, grófs korns, fitulítilla mjólk- urafurða, fisks og fitulítils kjöts. Fyrsta skrefið í baráttunni gegn ofþyngd er að hætta að þyngjast, auka hreyfingu og huga að mat- aræðinu. Taktu skrefið og njóttu lífsins. Fyrir hönd starfsfólks HL-stöðv- arinnar. Offita og afleið- ingar hennar Eftir Þorkel Guðbrandsson „Offita er vaxandi heilsufars- vandamál og hefur mikil neikvæð áhrif á heilsufar og sálarlíf.“ Höfundur er yfirlæknir HL-stöðvarinnar í Reykjavík. Dæmi: þyngd 67 kg, hæð 1,70 m. BMI = 67/(1,7)²= 23,2 LÞS á bilinu 18,5–25 kjörþyngd LÞS á bilinu 25–30 ofþyngd LÞS á bilinu 30–40 offita LÞS á bilinu 40–60 gríðarleg offita UMRÆÐAN 26 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í MÁLEFNALEGU svari Jóns Steinars Gunnlaugssonar við grein minni um framboðsmál borgarstjór- ans sem birtist í Mbl. síðastliðinn sunnudag tekur hann undir við það meginerindi mitt að það sé á engan hátt ámælisvert og hafi aldrei verið flokkað undir svik að stjórnmála- menn sem kosnir hafa verið til starfa á einum vettvangi færi sig um set og reyni fyrir sér á öðrum. Lögmaðurinn orðar þetta svo: „… margir stjórn- málamenn hafa haslað sér völl á vett- vangi sveitarstjórna og haldið svo út í landsmálin. Og dæmi eru líka til um, að menn hafi byrjað í landsmálum og farið svo í framboð til sveitastjórna. Það er sjálfsagt og eðlilegt.“ Það eina sem okkur greinir á um er að hann telur Ingibjörgu Sólrúnu, eina íslenskra stjórnmálamanna að því er virðist, ekki eiga þessa kost, vegna „loforða“ og „fyrirvaralausra yfirlýsinga“ um annað. Mín kenning er sú, og henni hefur ekki verið mótmælt, að ástæða þess að frambjóðendur séu yfirleitt ekki spurðir hvort þeir hyggist gegna því embætti sem þeir bjóða sig fram til sé sú að það sé talið bæði marklaust og óþarft: sjálft framboð þeirra megi skoða sem næga yfirlýsingu; öll önn- ur svör en þau að þeir hyggist gegna embættinu verði þeir til þess kosnir væru í raun í mótsögn við sjálft fram- boðið – svo mikilli að spurningin sé út í hött. Þannig held ég að menn hafi til að mynda litið á borgarstjóraframboð Davíðs Oddssonar árið 1990, þó svo hann hafi nokkrum mánuðum eftir að hann náði kjöri ákveðið að yfirgefa borgarstjórn og róa á önnur mið. Ég tel augljóst að það hafi því verið leikflétta sjálfstæðismanna að þrá- spyrja borgarstjórann um þetta mál- efni fyrir kosningar, og gera svo svör hennar að meginmáli stjórnmálabar- áttunnar að kosningum loknum, – þeir óttast hennar styrk og vilja skáka henni út af borðinu. En þótt ég kalli þetta herbragð íhaldsins fer því fjarri að ég sé að sökkva í fen sam- særiskenninga af því tagi sem Jón Steinar varar mig elskusamlega við. Því að það á ekkert skylt við samsær- isótta að ætla þrautreyndum stjórn- málamönnum að sjá nokkra leiki fram í tímann og reyna að kæfa mót- leiki andstæðingsins í fæðingu; ég væri þvert á móti að gera lítið úr sjálf- stæðismönnum ef ég ætlaði þeim ekki hæfileika til að tefla þannig gambít. Miklu frekar en að ég væri að saka íhaldið um einhvern fantaskap var ég að átelja andstæðinga þeirra úr röð- um vinstrimanna fyrir að sjá ekki við klækjunum úr Valhöll og vaða blind- andi í gildrurnar, – mála sig svo hryggilega út í horn að telja sig verða að afsala sér möguleika á stórum kosningasigri vegna einhverra lof- orða sem sjálfstæðismenn telja sig eiga heimtingu á að verði efnd. Því samfylkingarfólki sem enn hef- ur ekki skilið samhengið í atburðarás liðinna vikna vil ég benda á hverjir það eru sem þessa dagana tala af mestum hita og ákafa gegn hugsan- legu framboði Ingibjargar Sólrúnar næsta vor. Þeir heita Davíð Oddsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Segir það ekki allt sem segja þarf? Samsæri eða leikfléttur Eftir Einar Kárason „Ég tel aug- ljóst að það hafi verið leikflétta sjálfstæðis- manna að þráspyrja borgarstjóra um þetta málefni fyrir kosningar.“ Höfundur er rithöfundur. EIRÍKUR Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, leitast við að verja veikburða málflutning sinn vegna Áslandsskóla í Morgun- blaðinu 25. september. Ræðst hann þar enn á ný á mig vegna málsins og endurtekur þá staðleysu, að lög hafi verið brotin með því að heimila til- raunina í skólanum að ósk Hafnar- fjarðarbæjar. Eiríkur Jónsson kaus að blanda mér inn í Áslandsskóladeiluna með þeim hætti, sem fram kom í hádeg- isfréttum RÚV 16. september, þar sem sagði: „Þar kom fram að Eiríkur Jóns- son, formaður Kennarasambandsins, telur að einkarekstur Áslandsskóla hafi farið af stað til að fullnægja póli- tískum hvötum fyrrverandi mennta- málaráðherra og bæjarstjóra í Hafn- arfirði. Skólinn hafi verið settur á stofn sem ógnun við samtök kennara og í óþökk þeirra. Þá hafi ekki verið ljóst frá hvaða lagaákvæðum skólinn hafi fengið undanþágu.“ Af þessu tilefni sendi ég frétta- stjóra RÚV athugasemd og var greint frá henni í hádegisfréttum RÚV 17. september. Athugasemdin er svohljóðandi: „Það er sérkennilegt, svo að ekki sé meira sagt, að formaður Kennara- sambands Íslands fullyrði, að þeir, sem koma að rekstri Áslandsskóla, hafi gert það að mínum óskum eða hvötum. Skora ég á hann að færa sönnur á þessa fullyrðingu sína. Und- ir minni forystu brást menntamála- ráðuneytið hins vegar við tilmælum um, að Áslandsskóli yrði einkaskóli og rekinn í tilraunaskyni samkvæmt heimild í grunnskólalögum. Veitti ráðuneytið skólanum starfsleyfi eftir nákvæma athugun af hálfu embætt- ismanna og með vísan til skýrra laga- ákvæða. Formaður Kennarasam- bandsins hefur allt frá fyrsta degi lagt stein í götu starfsins í Áslands- skóla og nú kemur í ljós, að hann hef- ur gert það vegna pólitískrar and- stöðu við mig og fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Íhlutun formanns Kennarasamsambandsins í málefni skólans á þessum forsendum sýnir aðeins, að hann getur ekki fjallað málefnalega og faglega um Áslandsskóla.“ Í pistli á vefsíðu minni (bjorn.is) sagði ég meðal annars í tilefni af þessu frumhlaupi Eiríks Jónssonar: „Ekki er ég síður undrandi á því, hvernig Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands (KÍ), tek- ur á málinu og leitast jafnvel við að klína þessum vandræðum á mig í samtali við fréttastofu hljóðvarps ríkisins. Lét hann orð falla á þá leið, að vegna pólitísks áhuga míns hefði verið farið út í rekstur skólans á þessum forsendum. Ég veit ekki, hvað Eiríkur hefur fyrir sér í þessu. Eitt er víst, að allt frá fyrsta degi hef- ur afstaða hans til Áslandsskóla ein- kennst af mikilli þröngsýni og við- leitni til að leggja stein í götu skólastarfsins. Er auðvelt að færa rök fyrir því, að í því efni hafi Eiríkur farið út fyrir umboðið, sem hann hef- ur sem formaður KÍ.“ Þetta eru þau orð, sem ég hef látið falla um Eirík Jónsson og Áslands- skóla. Í tilefni af þeim segir hann meðal annars í fyrrnefndri Morgun- blaðsgrein: „Yfirlýsing af þessu tagi [athuga- semd mín til RÚV] eru skilaboð frá Birni um að þeir sem ekki aðhyllast skoðanir sjálfstæðismanna séu óhæf- ir til að fjalla um þjóðfélagsmál. Ég hélt satt að segja að þessi lína hefði dáið með falli gömlu Sovétríkjanna. Björn hefur hins vegar kosið að end- urvekja austantjaldsstílinn og gera hann að sínum þegar hann sakar menn um „andsjálfstæðisflokksískan áróður“.“ Þessi sérkennilegu ummæli Eiríks í Morgunblaðinu dæma sig sjálf. Þau staðfesta aðeins, að honum virðist ókleift að fjalla um einkarekinn Ás- landsskóla á málefnalegan hátt. Biðst ég enn undan því, að formaður Kennarasambands Íslands sé að setja mig í þá skúffu með sér. Pólitíkin og formaður KÍ Eftir Björn Bjarnason Höfundur er alþingismaður og borgarfulltrúi. „Eiríki Jóns- syni virðist með öllu ókleift að fjalla mál- efnalega um einkarek- inn Áslandsskóla.“ FYRIR ári var skólaárið í grunn- skólanum lengt um tvær vikur. Með því var komið til móts við kröfu for- eldra þess efnis en um árabil höfðu talsmenn þeirra haldið henni á lofti bæði í ræðu og riti. Lengingu skóla- ársins ber að fagna enda hefur hún margvísleg jákvæð áhrif á nám barna og unglinga. Meiri tími gefst til skipulegs náms í skólanum og möguleikar til fjölbreytni í skóla- starfi aukast. Þá styttist sá tími sem börn þarfnast gæslu yfir sumartím- ann vegna þess misræmis sem er milli lengdar á sumarfríum foreldra og barnanna. Í því þjóðfélagi sem við nú búum við er lenging skólaársins fullkomlega rökrétt og ugglaust verður þess ekki langt að bíða að kröfur um enn lengra skólaár fari að hljóma. Fjölbreytt starf – öflugra nám Það er mikilvægt að sérhverju barni líði vel í grunnskólanum og fái þar það atlæti sem því ber. Sú stað- reynd að engir tveir einstaklingar eru eins gildir í skólanum jafnt sem annarsstaðar. Þar er því brýnt að unnið sé út frá sterkum hliðum hvers og eins, þannig að sérhver einstak- lingur fái að njóta sín. Ein áhrifarík- asta leiðin til þess er að beita fjöl- breyttum kennsluaðferðum og glíma við margvísleg viðfangsefni sem reyna á mismunandi hæfni nemenda. Í viðamikilli könnun á skólastarfi á Íslandi sem gerð var fyrir röskum áratug kom í ljós að kennsluaðferðir voru fremur einhæfar og starfið í skólastofum landsins fábreytt. Á undanförnum árum hefur þetta breyst m.a. með fleiri menntuðum kennurum, betri aðbúnaði skóla, já- kvæðari viðhorfum til skólastarfs og síðast en ekki síst með lengingu skólaársins. Nám án bókar Undanfarna daga hafa heyrst þær raddir að fyrstu dagar skólaársins séu illa nýttir. Tímanum sé „eytt“ í ferðalög og útiveru, sem tæpast telj- ist hlutverk skólans að sinna. Þetta eru viðhorf sem ekki eiga við á 21. öldinni. Nám fer fram á svo margan hátt og sem betur fer eru skólar nú í ríkum mæli farnir að beita öðrum að- ferðum en að láta nemendur sitja við borð með bók fyrir framan sig. Eng- in bók kemur í staðinn fyrir upplifun úti í náttúrunni. Í dagsgönguferð með bekkjarfélögum sínum lærir unglingur að þekkja sjálfan sig og takmörk sín um leið og hann nýtur náttúrunnar – slíkt getur hann ekki numið af bókum. Það er hægt að læra miklu meira af ferð á Þingvöll, í Skálholt eða um Reykjanesið en af heilli bók sem lesin er inni í skóla- stofu. Rannsóknarferð í fjöruna í Kópavogi býður upp á spriklandi pöddur og fullt af tístandi fuglum, en það getur engin bók gert. Það er því miður útbreiddur misskilningur að nám fari aðeins fram með því að lesa og skrifa og í hvert sinn sem eitthvað annað er gert fari tíminn til spillis. Skólinn er á réttri leið Það ber að fagna þeim áherslu- breytingum sem eru að verða í starf- inu í grunnskólunum. Kennararnir leiða þessar breytingar og foreldrar þurfa að styðja þá í því starfi. Þannig munu enn fleiri nemendur fá nám við sitt hæfi og njóta skólagöngunnar. Nemendum líður betur í starfi þar sem þeir njóta sín og í umhverfi sem örvar þá og hvetur. Það leiðir til betri árangurs á öllum sviðum. Skólanir eru að leita leiða til að efla og bæta menntun íslenskra barna, þeir eru á réttri leið. Eru börnin ekkert að læra í skólanum? Eftir Hafstein Karlsson „Það er mik- ilvægt að sérhverju barni líði vel í grunnskól- anum og fái þar það at- læti sem því ber.“ Höfundur er skólastjóri Salaskóla í Kópavogi. Afi/Amma allt fyrir minnsta barnabarnið Við erum á Skólavörðustíg 41, Þumalína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.