Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 16
LANDIÐ
16 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Nýbýlavegi 12, Kópavogi,
sími 554 4433.
Mikið úrval
af blússum
meistar inn. is
GULL ER GJÖFIN
HVER nefndin á fætur annarri hef-
ur heimsótt Grímsey nú í haust og
er gaman að fá góða gesti.
Fjárlaganefnd Alþingis var hér á
dögunum og Ólafur Örn Haralds-
son, formaður fjárlaganefndar,
sagði að nefndin færi árlega í kynn-
isferð um eitt kjördæmi og að
þessu sinni hefði Norðurland eystra
orðið fyrir valinu. Fyrst sótti nefnd-
in heim Þingeyjarbyggð og Húsa-
vík. Síðan var það Grenivík, Eyja-
fjarðarsveit og Akureyri. Þá voru
byggðirnar vestan Eyjarfjarðar
heimsóttar, Dalvík, Ólafsfjörður og
Hrísey. Síðasta daginn var haldið
til Þórshafnar og þar munu nefnd-
armenn hitta bæjarstjórn og heima-
menn frá Raufarhöfn og Kópaskeri.
Vildi Ólafur Örn sérstaklega undir-
strika mikilvægi svona heimsókna
fyrir byggðirnar og fyrir nefndar-
mennina sem sæju með eigin aug-
um aðstæður og líf fólksins og gætu
hlustað og lært um viðfangsefnin.
Ólafi Erni fannst eftir fyrsta dag-
inn standa upp úr krafturinn og
bjartsýnin hjá framámönnum og
íbúum bæði í hinu sameinaða sveit-
arfélagi Þingeyjarbyggðar og
Húsavíkur. Fólk lítur á sínar
byggðir í uppsveiflu og sér marga
öfluga vaxtarsprota t.d. í ferða-
mennsku. Ólafur Örn vildi líka
nefna Framhaldsskólann á Húsavík
og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.
Það er mikið hægt að hjálpa til,
sagði Ólafur Örn, þá sérstaklega í
samgöngumálum bæði í vegagerð
og skapa aðstæður fyrir flug. Huga
þarf vel að Framhaldsskólanum á
Húsavík, því bein tenging er á milli
íbúafjölda og góðs framhaldsskóla.
Vildi hann að reiknilíkanið sem
menntamálaráðuneytið fer eftir,
samkvæmt einingum í skólastarfi,
yrði athugað, þar sem það getur
reynst óhagstætt minni skólum.
Hafnarbætur á Húsavík skipta líka
gríðarlega miklu máli fyrir Húsvík-
inga. Formanni fjárlaganefndarinn-
ar fannst mikilvægt að heyra að
Þingeyjarbyggð og Húsavík líta á
allar byggðirnar í kringum Akur-
eyri sem eitt þróunar- og vaxta-
svæði. Ólafur Örn taldi þessa hugs-
un sérstaklega mikilvæga í byggða-
þróun á Norðausturlandi. Skemmti-
legast við ferðina að þessu sinni
fannst Ólafi Erni að stíga fæti í
fyrsta sinn í Grímsey og á heim-
skautsbaug.
99 og einn á leiðinni
Hann hafði gaman af að segja frá
því að fyrrverandi oddviti Gríms-
eyinga, Þorlákur Sigurðsson, hefði
verið sérstakur aufúsugestur hjá
fjárlaganefndinni. Það hefði verið
eftirminnilegt að hitta Þorlák í
fyrra og heyra hvað hann kom öllu
vel og hispurslaust á framfæri og
hélt vel á málum sinnar heima-
byggðar. Eitt sinn var Þorlákur
spurður af einum úr fjárlaganefnd-
inni hver íbúafjöldinn væri í Gríms-
ey. Hann sneri sér þá við og sagði
99 og einn á leiðinni! Svona tengsl
við byggðir eru geysilega mikilvæg
fyrir fjárlaganefnd Alþingis, sagði
formaðurinn að lokum.
Þeir sem komu til Grímseyjar í
þessari ferð voru: Ólafur Örn Har-
aldsson, Ísólfur Gylfi Pálmason,
Einar Oddur Kristjánsson, Arn-
björg Sveinsdóttir, Kristján Páls-
son, Drífa Hjartardóttir, Ásta Möll-
er, Einar Már Sigurðarson, Gísli S.
Einarsson, Kristján Möller fyrir
Margréti Frímannsdóttur, Þuríður
Backman fyrir Jón Bjarnason, Álf-
hildur Álfþórsdóttir, starfsmaður
nefndarinnar, Helgi Hallgrímsson
vegamálastjóri, Gunnar Gunnars-
son, framkvæmdastjóri stjórnsýslu-
sviðs Vegagerðarinnar, Hermann
Guðjónsson siglingamálastjóri auk
maka, Sigrúnar Richter, Garðars R.
Sigurgeirssonar og Oddnýjar H.
Jóhannsdóttur.
Morgunblaðið/Helga Mattína
Fjárlaganefnd Alþingis og fleiri góðir gestir heimsóttu Grímseyinga á dögunum.Fjárlaganefnd
Alþingis
heimsækir
nyrstu byggð
Grímsey
Fjárlaganefnd Alþingis og fleiri góðir gestir heimsóttu Grímseyinga á dögunum.
LIONSKLÚBBURINN Múli á
Fljótsdalshéraði keypti nýlega og
gaf Heilbrigðisstofnun Austurlands
nýtt lækningatæki, svokallaða
blöðruómsjá, sem notuð er til að
mæla rúmmál þvags í blöðru og er
mikilvæg til rannsókna.
Tækið var formlega afhent HSA
á fyrsta Lionsfundi vetrarins og var
það Pétur Heimisson yfirlæknir
sem tók við ómsjánni fyrir hönd
stofnunarinnar. Hann sagði við það
tækifæri að Lionsklúbburinn hefði
áður safnað fyrir og gefið HSA
fjögur mikilvæg lækningatæki;
tvær vökvadælur, eyrna- og
augnasmásjár. Þessi tæki nýttust í
daglegu starfi á sjúkrahúsi og
heilsugæslustöðvum og sérfræðing-
ar sem koma reglulega hefðu einnig
af þeim gagn. Þá sagði Pétur að
starf klúbba og samtaka að vel-
ferðar- og líknarmálum væri ómet-
anlegt og gjafir sem þessar styrktu
heilsugæsluna til að veita betri
þjónustu en ella væri.
Blöðruómsjáin kostaði ríflega 1,2
milljónir króna og hefur þegar ver-
ið tekin í notkun.
Fjórða lækningatækið sem Lionsklúbburinn Múli
færir Heilbrigðisstofnun Austurlands
Blöðru-
ómsjá á
Austur-
landi
Egilsstaðir
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Pétur Heimisson yfirlæknir (t.h.) tekur við nýrri blöðruómsjá sem
Lionsklúbburinn Múli á Fljótsdalshéraði hefur fært Heilbrigðisstofnun
Austurlands að gjöf. Það voru þeir Gísli Sigurðsson og Höskuldur Mar-
inósson (t.h.) sem afhentu tækið á fyrsta Lionsfundi vetrarins.BUBBI Morthens og Hera Hjartar-
dóttir heimsóttu Þórshafnarbúa á
mánudagskvöldið og spiluðu fyrir
fullu húsi í félagsheimilinu Þórsveri.
Tónleikagestir voru á öllum aldri, allt
frá eins árs og yfir sjötugt en Bubbi
Morthens höfðar sterkt til fólksins í
sjávarþorpunum því lög hans og
textar fjalla oft um þessa staði, kvóta-
kerfið og þá sorglegu þróun sem hef-
ur átt sér stað í mörgum byggðarlög-
um sem byggðu afkomu sína á
sjávarútvegi en eru mörg hver rústir
einar í dag. Hann talar ekkert rósa-
mál og syngur sig inn í hjarta lands-
byggðarinnar.
Bubbi hóf tónleikana og brást ekki
áheyrendum fremur en áður en síðan
tók Hera við og kom þægilega á óvart
með óþvingaðri sviðsframkomu og
ljúfri röddu. Tónleikar þeirra voru vel
heppnaðir og fögnuðu áheyrendur
gestum sínum ákaft í lokin.
Fullt hús hjá
Bubba og Heru
Þórshöfn
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Fjölmennir tónleikar á Þórshöfn
NEMENDUR og kennarar Barna-
skólans í Vestmannaeyjum gengu
nýla á Helgafell og hittu þar fyr-
ir garðyrkjustjóra Vestmanna-
eyjabæjar. Erindið? Jú, til stend-
ur að barnaskólinn taki Helgafell
í fóstur; hver árgangur skólans
mun taka að sér ákveðið verkefni
í næstu viku til þess að græða
fellið og hjálpa því við að klæðast
grænni kápu, m.a. með því að
gróðursetja hríslur þar sem við á.
Í tilkynningu frá skólanum
kemur fram að stefnt sé að því að
nemendur fari einnig á fellið í
lok útmánaða og vinni þá nauð-
synleg vorverk.
Þetta starf nemendanna er lið-
ur í lífsleikniáætlun skólans þar
sem nemendur eiga að sinna
þjónustuverkefni fyrir samfélagið
auk þess sem það styður þau um-
hverfisverkefni sem skólinn tekur
þátt í.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Taka
Helgafell
í fóstur
Vestmannaeyjar