Morgunblaðið - 26.09.2002, Side 36
MINNINGAR
36 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Elsku afi, þú hefur
alltaf átt svo stóran
hluta af mér og munt alltaf eiga.
Þegar ég hugsa til baka minnist ég
allra Skorradalsferðanna okkar,
þegar þú keyrðir fjallajeppann þinn
út úr bænum með ömmu í framsæt-
inu og mig aftur í, alsæla af tilhugsun
um Skorraskjól. Við settum niður
kartöflur, lögðum netin, slógum
grasið og kveiktum upp í kamínunni.
Svo spilaðir þú við mig heilu kvöldin
og ég vann alltaf af einhverri ástæðu.
Þegar við mamma og Gummi
bróðir bjuggum hjá þér og ömmu í
nokkur ár varst þú alltaf löngu vakn-
aður áður en ég komst á lappir. Allt-
af tilbúinn með egg og beikon eða
hafragrautinn góða á morgnana og
reiðubúinn að gera allt fyrir mig. Ég
er svo þakklát fyrir allt sem þú hefur
kennt mér og allar góðu stundirnar
sem þú hefur gefið mér. Það er mér
svo minnisstætt þegar við sátum
saman í hægindastólnum þínum fyr-
ir framan arininn og sungum saman
upp úr söngbókinni svo tímum
skipti. Ég mun halda áfram að
syngja fyrir þig eins oft og ég get því
ég veit þú heyrir til mín. Mér verður
alltaf hugsað til þín þegar ég heyri
þau lög sem við sungum saman. Það
var alltaf svo gaman þegar þú sýndir
mér myndir á tjaldinu þínu, myndir
af mömmu þegar hún var lítil og ykk-
ur ömmu, myndir frá því að þið vor-
uð ung.
Þið amma fóruð með mig til Sví-
þjóðar, í mína fyrstu ferð til útlanda.
Þeirri ferð mun ég aldrei gleyma.
Við amma tíndum snigla, blóm og
alls konar hluti á meðan að þú varst
önnum kafinn úti í bæ við heimilda-
söfnun.
Afi, ég mun alltaf líta upp til þín
fyrir allt sem þú hefur gert og fyrir
þann metnað sem einkenndi þig. Í
hvert skipti sem ég fékk einkunnir
úr prófum vildi ég alltaf sýna þér
sem fyrst. Mig hefur alltaf langað að
standa mig fyrir þig, gera þig stoltan
og ég mun reyna að gera það áfram
af bestu getu.
Elsku afi minn, takk fyrir að leyfa
mér að eiga svona yndislegar minn-
ingar. Núna ertu farinn héðan en ég
veit að þú munt alltaf vera hjá mér
þegar ég þarfnast.
Þín dótturdóttir,
Valgerður.
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld …
Hann var sex árum yngri en ég,
svo að með dauða hans er nú rétt
tímaröð atburða tekin að riðlast.
Þegar hann kom til náms í íslenskum
fræðum við Háskóla Íslands hafði ég
lokið þar sams konar námi og þóttist
mörgu geta miðlað þessum unga vini
mínum, í palladómum um prófessora
og ýmsum öðrum fróðleik. Síðan
lágu leiðir okkar saman með marg-
víslegum hætti í meir en hálfa öld,
við nátengd störf og mannfagnað á
góðum stundum. Og þó hittumst við
sjaldnar en skyldi, eins og verða vill
þegar brauðstritið tekur sinn tíma
og við bætist skyld umhyggja fyrir
vaxandi niðjafjöld.
Sveinn var gáfaður maður og auk
þess eljusamur með afbrigðum með-
an heilsa entist. Þegar hann hafði
lokið námi við háskólann okkar vildi
hann víkka sjónhring sinn og lánað-
ist það einkar vel. Hann stundaði eitt
ár nám í dönskum bókmenntum í
Kaupmannahöfn – líklega þá þegar
með Gunnar Gunnarsson í huga, og
SVEINN SKORRI
HÖSKULDSSON
✝ Sveinn SkorriHöskuldsson
prófessor fæddist á
Sigríðarstöðum í
Hálshreppi í Suður-
Þingeyjarsýslu 19.
apríl árið 1930. Hann
lést á Landspítalan-
um – Borgarspítala
7. september síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Hall-
grímskirkju 23. sept-
ember.
síðan annað ár í ensk-
um bókmenntum í
Winnipeg. En mest
skurkið gerði hann
þegar hann var lektor í
íslensku við háskólann í
Uppsölum 1962–68.
Þar stundaði hann jafn-
framt kennslunni mikið
nám í almennum bók-
mennta- og skáldskap-
arfræðum og lauk prófi
í þessum greinum til
viðbótar því sem hann
hafði áður numið við
Háskóla Íslands.
Árið 1968 hvarf
Sveinn Skorri heim til Íslands með
fjölskyldu sinni og gerðist lektor í ís-
lenskum bókmenntum við Háskól-
ann, en sú staða þróaðist eftir tvö ár í
stöðu prófessors sem hann gegndi til
sjötugs eða í þrjá áratugi. Ég er
hreykinn og ánægður yfir því að hafa
átt nokkurn þátt í þessari ráða-
breytni, hún varð til hamingju bæði
fyrir Svein sjálfan og þá stofnun sem
hann þjónaði. Segja má að með
Sveini Skorra hafi nútíminn hafið
innreið sína í bókmenntarannsóknir
og bókmenntakennslu við Háskóla
Íslands.
Síðan hafa að sjálfsögðu margir
„nútímamenn“ bæst í hópinn, en
Sveinn kom þeirra fyrstur. Frá
stofnun Heimspekideildar Háskól-
ans 1911 og fram til þessa hafði bók-
menntakennslan mestmegnis verið
fólgin í fyrirlestrum sem mótuðust af
fílólógíu 19. aldar, og af þeirri aðferð
sem stundum er kölluð „bíógrafísk“,
það er að segja fræðslu um ævi og
verk þeirra skálda og rithöfunda
sem hæst þykja gnæfa. Þessi stefna
hafði haldist hér lengur en víðast í
grannlöndunum af því ferðinni réðu
miklir garpar og snjallir fræðarar
sem stóðu föstum fótum í eldri tíma.
En „nú kom þessi nýi forkur“ og
ruddi nýjar brautir. Með lestri fjöl-
þættra erlendra rita og með nútíma-
legum aðferðum lærimeistara sinna í
Vesturheimi og á Norðurlöndum tók
Sveinn að fræða stúdentana um
strauma og stefnur bókmenntanna á
hverjum tíma, fremur en þylja ævi-
atriði úrvalinna höfunda. Og síðan
hefur hver nýjungin rekið aðra í bók-
menntakennslunni, svo að gömlum
svokölluðum bókmenntamönnum
þykir nóg um og gengur erfiðlega að
fylgjast með í þeim flugastraumi. En
þetta er nútíminn, þetta er framtíð-
in, og sé horft yfir sviðið um alda-
mótin 2000 þá er Sveinn Skorri fyrsti
nútímamaðurinn við kennslu í ís-
lenskri bókmenntafræði.
En ævisöguaðferðin hefur einnig
margt til síns ágætis, og hún hefur
ekki liðið undir lok í rannsóknum
sagnfræði og bókmennta á tuttug-
ustu öld, öðru nær. Menn skynja
enn, vitandi eða óvitandi, að „allt hið
mesta er af einum gert“. Og það er
býsna dæmigert að Sveinn Skorri,
brautryðjandi nýrra aðferða og
stefnumiða í bókmenntafræði, samdi
öll aðalverk sín sem ævisögur ein-
stakra afreksmanna. Ungur tók
hann að rannsaka ævi og verk Gests
Pálssonar, forystumanns raunsæis-
stefnunnar á Íslandi, gaf síðar út
mikið rit um Gest og bjó ritverk hans
til prentunar. Þegar hann hóf að
kanna menningarstrauma og sam-
vinnuhreyfingu í átthögum sínum í
Þingeyjarþingi, þá gerði hann það í
formi ævisögu aðal-foringjans,
Benedikts á Auðnum. Og þriðja stór-
virki Sveins var enn helgað ein-
stökum afreksmanni, en það er ævi-
saga Gunnars Gunnarssonar skálds.
Til þess verks hafði hann með hléum
varið mörgum árum ævi sinnar, með
gaumgæfilegum rannsóknum hér
heima og erlendis. Hygg ég að því
verki hafi verið nálega fulllokið þeg-
ar hann féll frá. Nú kemur það í hlut
nemenda Sveins og niðja og annarra
hollvina Gunnars skálds að leiða
þetta verk til lykta og koma því út á
prent.
Þótt Sveinn Skorri væri eljumikill
maður og athafnasamur, þá var hann
jafnframt gleðimaður og hrókur alls
mannfagnaðar þegar tilefni og færi
gafst. Hann hafði hljómmikla rödd
og og ágæta frásagnargáfu og var
fús að láta aðra njóta hennar á góð-
um stundum. Mér er í minni frásögn
sem hann flutti eitt sinn á heimili
okkar hjónanna um fyrstu kynni sín
af bókasafni Benedikts frá Auðnum
á Húsavík, og um heimsókn sína í
Gautlönd, hið forna vígi samvinnu-
hreyfingar og þingeyskrar menning-
ar. Sá skáldlegi fyrirlestur verður
með vissu ógleymanlegur öllum
þeim er á hann hlýddu.
Margir rannsakendur bókmennta
taka sér fyrir hendur að setja sjálfir
saman skáldskaparverk af ýmsu
tagi, og ná stundum svo góðum ár-
angri að þessi verk yfirskyggja ann-
að sem þeir hafa látið frá sér fara. Af
slíkum toga er síðasta rit Sveins
Skorra sem hann nefndi Svipþing.
Þetta er einskonar „skáldævisaga“
eða öllu heldur „skáldættarsaga“,
fjallar um þá tvo ættstofna sem að
honum stóðu, annan borgfirskan og
hinn þingeyskan. Í þessari litlu bók
nýtur sín vel hin ágæta frásagnar-
gáfa Sveins og hið látlausa en þó
svipmikla tungutak. Menn tóku bók-
inni með miklum áhuga og lásu hana
með áfergju, bæði sunnan og norðan
heiða. Flestir voru hrifnir, en heyrt
hef ég að sumum kunnugum hafi
nokkuð misþóknast, enda hlýtur svo
jafnan að fara ef eitthvað er birt ann-
að en eintómt skjall og skrum. Ég
þekki nokkuð til hins þingeyska
stofnsins og þeirra atburða sem ger-
ast fyrir norðan, og mitt mat er það
að Sveini hafi tekist afbragðsvel að
lýsa eftirminnilegum mönnum og
frásagnarverðum atburðum, án þess
að særa nokkurn eða afhjúpa nokkuð
það sem best mundi að láta þögnina
varðveita.
Okkur vinum og vandamönnum
Sveins Skorra þykir hann nú horfinn
á braut óvænt og helst til snemma.
En við það skal huggast að hann
hafði lifað hamingjuríka ævi og skil-
að miklu og góðu æviverki. Hann
kvæntist ungur náinni frændkonu
sinni, þau hjónin voru mjög svo sam-
valin og oftast samstiga, eignuðust
fjögur myndarleg og dugandi börn
og mörg barnabörn. Við Sigríður
sendum Vigdísi og niðjum þeirra og
öðrum vandamönnum hlýjar samúð-
arkveðjur og biðjum þeim blessunar
Guðs.
Jónas Kristjánsson.
Það fylgir því að eldast, að menn
sjá sífellt á eftir fleiri samferða-
mönnum sínum yfir landamæri lífs
og dauða. Laugardaginn 7. septem-
ber s.l. lést Sveinn Skorri Höskulds-
son, gamall kunningi og vinur, og
hafði vinátta okkar staðið í röska
hálfa öld eða frá árinu 1950. Ástæða
fyrstu funda okkar var sú, að við
höfðum báðir gengið til liðs við sam-
tök ungra framsóknarmanna og nut-
um þar nokkurs trúnaðar um skeið.
Á þeim árum, sem á eftir komu,
bjuggust margir við því, að Sveinn
Skorri mundi láta stjórnmál mikið til
sín taka enda maðurinn bæði mælsk-
ur og ritfær í besta lagi en vísinda-
störfin heilluðu hann meira en
stjórnmálin. Hins vegar hafði hann
alla tíð áhuga á stjórnmálum og
ræddum við þau oft frá ýmsum hlið-
um og skipti þá ekki máli þótt vík
væri milli vina. Þar komu síminn og
pósturinn til hjálpar, en sem kunn-
ugt er, var hann oft langdvölum er-
lendis við nám og störf.
Sveinn Skorri var vandvirkur við
þau störf sem hann tók sér fyrir
hendur og eru rit hans orðin mikil að
vöxtum en mest þeirra rit um Gest
Pálsson í tveimur bindum og kom út
1965 og Benedikt á Auðnum sem
kom út 1993 en ég ætla ekki að
leggja dóm á æviverk hans, það
munu þar til hæfir menn gera. En
eina bók get ég þó ekki stillt mig um
að nefna sem er af öðrum toga en
flest annað, sem hann fjallaði um, og
á ég þar við bók sem hann gaf út
1998 og nefndi Svipþing, minninga-
þættir og er æskuminningar hans
sjálfs. En því nefni ég þessa bók að í
henni telja margir að komi ef til vill
skýrar fram listrænir hæfileikar höf-
undarins en í öðrum ritum hans.
Hann hefði sómt sér vel í hópi þeirra
listamanna, sem hann fjallaði um í
verkum sínum.
Að lokum flyt ég vini mínum
Sveini Skorra innilegustu þakkir fyr-
ir samfylgdina á langri vegferð og
óska honum velfarnaðar á ókunnum
stigum. Ég mun lengi sakna hans og
þó að ekki sé langur tími liðinn frá
andláti hans, hafa komið upp mörg
mál, sem ég hefði haft gaman af að
ræða við hann. Ég og fjölskylda mín
vottum Vigdísi og aðstandendum
þeirra Sveins okkar dýpstu samúð
og biðjum þeim allrar blessunar á
ókomnum tímum.
Einar Sverrisson.
Það var dálítið spennandi að vera í
fyrsta hópnum sem Skorri kenndi
þegar hann kom heim frá Svíþjóð og
hóf að kenna við Háskóla Íslands,
nýorðinn lektor. Okkur nemendun-
um fannst hann ungur, þótt við vær-
um þá á þeim aldri þegar manni
finnst að allir séu eldgamlir sem eru
10–15 árum eldri en maður sjálfur.
Það kom líka með honum ferskur og
framandlegur andblær, sænskur,
sögðu sumir, enda lét hann okkur
lesa Romanens formvärld eftir Staff-
an Björck. Samt er manni minnis-
stæðara að hafa lesið mikið af skáld-
sögum, smásögum og kvæðum undir
handleiðslu hans en að hafa verið að
kafa djúpt í einhverjar kenningar að
baki þeim. Maður fann að kennarinn
naut þessara bókmennta sjálfur;
hann horfði stundum út um
gluggann á litlu stofunni á íþrótta-
húsloftinu, út í snjómugguna, og einu
sinni gleymdi hann sér í umræðum
um eitthvert álitamál og sagði ann-
ars hugar á sænsku: „Kan hända.“
Samt var hann allra manna áhuga-
samastur um fagurt íslenskt mál og
talaði stundum eins og bók.
Seinna fengu sum okkar að kynn-
ast honum sem starfsfélaga sem
sagði skemmtilegar frá en aðrir. Og
þegar dvalið var annars staðar um
skeið saknaði maður þess hvað mest
að hafa ekkert sem komst í hálfkvisti
við frásagnir Skorra í matar- og
kaffitímum. Eftir að hann varð fyrir
áfalli fyrir rúmum tveim árum kom
dálítið tímabil þar sem þessar frá-
sagnir lágu niðri, neistinn vildi ekki
kvikna, en núna í sumar og haust var
hann kominn aftur, glampinn var að
koma í dökk augun og við vorum far-
in að hlakka til matartímanna. Það
var hlýleiki á bakvið glettnina í
mörgum þessara frásagna og þeir
sem vilja kynnast þeirri hlið á
Skorra að honum látnum ættu að
lesa bók hans Svipþing. Hún er
áreiðanlega með því besta sem hefur
verið skrifað á íslensku af þeirri gerð
bóka. Manni finnst eiginlega að
svona eigi að skrifa slíkar bækur,
betur verði ekki gert.
Sumum þótti Skorri geta verið
harður og óvæginn í baráttu fyrir
sínum málstað á opinberum vett-
vangi. Þess getur líka stundum verið
þörf. En það var gott og þægilegt að
vinna með honum í nefndum af ýmsu
tagi, til dæmis stjórn Móðurmáls-
sjóðs Björns Jónssonar og ýmsum
nefndum innan íslenskuskorar.
Skorri var þeirrar gerðar að
manni þótti alltaf vænna um hann
eftir því sem árin liðu. Og það var
gaman að fá að koma í Skorraskjólið
hans í Skorradal, sjá hluta af sögu-
sviðinu í Svipþingi, fara með honum
á vatnið að vitja um net og taka þátt í
því með Vigdísi að slægja silunginn,
tína sveppi og njóta matar og
drykkjar í skógarkyrrðinni.
Að leiðarlokum þökkum við sam-
fylgdina. Um leið og við vottum Vig-
dísi, börnum og öðrum aðstandend-
um samúð reynum við að rifja upp
nokkrar sögur og frásagnir okkur til
hugarhægðar.
Höskuldur og Sigríður.
Það mun hafa verið einhvern
fyrstu haustdagana árð 1950 að tveir
Norðlendingar kvöddu dyra hjá hús-
ráðendum Nýja Garðs, frú Elísabetu
og Meyvant. Í höndum höfðu þeir
bevis upp á húsnæðisvist þar um vet-
urinn. Þeim var tekið af alúð en jafn-
framt sagt að vegna þrengsla og hús-
næðiseklu yrðu þeir að deila eins
manns herbergi, a.m.k. fram yfir
áramót og svo varð úr.
Mér hefur síðan oft komið í hug að
ef þessi „ekla“ hefði ekki átt í hlut
hefði ég sennilega misst af einlægri
vináttu og glöðum samskiptum við
Svein Skorra sem vöruðu óslitið í
meir en hálfa öld. Svona geta örlögin
snúist að jafnvel „eklan“ verður
manni hið mesta happ í hendi.
Það sakar ekki að geta þess, eins
og Brynleifi Tobiassyni latínukenn-
ara var tamt að segja, að kjallara-
dvölin gerði okkur Svein Skorra
mjög vinsæla einkum og sér í lagi
þegar Garðsböll voru haldin en þau
voru toppurinn á tilverunni á þessum
árum. Báðum Stúdentagörðunum
var þá lokað skömmu eftir miðnætti
sem augljóslega tafði seinfara menn
mjög frá allri skemmtun. En flestir
vissu hvar við Skorri bjuggum enda
varð kjallaragluggi okkar að eins-
konar paradísarhliði þegar halla tók
frá miðnætti. Höfum við Sveinn í
seinni tíð stundum velt því fyrir okk-
ur hvernig í ósköpunum sumar þær
ungu og spengilegu stúlkur, sem nú
eru orðnar svo virðulegar júfertur,
hafi getað vippað sér svo snarlega
inn um þröngan gluggann. En slíkt
eru raunar fánýtar bollaleggingar
því margt breytist á hálfri öld fleira
en þyngdaraflið eitt og sér! Mér varð
snemma ljóst þennan vetur hvern
mann Sveinn Skorri hafði að geyma.
Hér var hin sanni ungi sveitamað-
ur Göthes lifandi kominn sem elskaði
land sitt heitu hjarta, mold þess og
gróður og var einnig ríkulega bjart-
sýnn á framtíð Íslands ef vel væri á
spöðunum haldið. Að vísu var hann
um tíma nokkuð hallur undir skoð-
anir Hriflu-Jónasar eins og margir
ungir menn en afhallaðist þegar frá
leið. Sinnaskipti í stjórnmálum höfðu
engin áhrif á vináttu okkar enda allt
af setningi slegið. Ég mat að verð-
leikum gáfur hans, hreinskiptni og
bráðsnjalla gagnrýni þegar honum
þótti ég fara offörum um menn eða
málefni. Kom þá einmitt vel í ljós hve
launfyndinn hann var og og átti sér
spaugilegt auga umfram flesta sam-
ferðamenn.
Á þessari stundu vil ég flytja frú
Vigdísi og börnum þeirra fjórum
mínar dýpstu samúðarkveðjur en
minningin mun verða þeim huggun
harmi gegn.
Nú dimmir að, menn búa hesta
sína því langferð er í vændum. Sú
ferð bíður okkar allra. Við þig minn
kæri vin segi ég að leiðarlokum:
Hafðu heila þökk fyrir samfylgdina.
Við sjáumst aftur handan fjallsins
eina.
Gunnar G. Schram.
Sveinn Skorri lagði fyrir sig bók-
menntir og bókmenntasögu af réttri
ástæðu. Hann unni orðlistinni, vel
hugsuðum og vel orðuðum ljóðum og
sögum, skráðum eða óskráðum.
Sjálfur hafði hann hvort tveggja á
valdi sínu, ritlist og lifandi frásagn-
arlist. Skarpskyggni hans á bók-
menntir og viðbrögð við þeim lifir í
greinum og bókarköflum, og frá-
sagnarlist hans á sér frábæran
minnisvarða í minninga- og ættar-
sögunni Svipþingi. Sveinn Skorri
mótaðist sem fræðimaður á tímum
þegar nokkuð breitt bil var milli
fræðanna um höfundana og bók-
menntirnar, bókmenntasögunnar,
og hrifnæmrar túlkunar einstakra
verka. Sagnfræðin var undirstaða
rannsókna hans. Hann vildi hvar-
vetna leita til frumheimilda, gera á
þeim svo tæmandi könnun sem unnt
væri og segja á þeim grunni ræki-
lega og samfellda sögu. Í slíkum
rannsóknum slakaði hann ekki á
hörðustu kröfum til nákvæmni og
heimildarýni. Þetta er seinleg aðferð
og kallar á löng verk. Miklir hlutar af
tveggja binda riti Sveins Skorra um
Gest Pálsson frá 1965 eru af þessu
sagnfræðilega tagi, þótt þar sé líka
ágæt bókmenntarýni. Af þessu sögu-
lega tagi er hin merka ævisaga
Benedikts á Auðnum 1993, og þann-
ig var grunnur lagður að meginverki
hans um Gunnar Gunnarsson. Slík
aðferð, þar sem allstaðar er grafið
niður á fast áður en bygging rís er
seinleg. Sveinn Skorri sá manna best
sjálfur þá annmarka sem rannsókn-
araðferð hans hafði í för með sér, en
mat meira kosti hennar. Hann dró
saman óhemjumikið efni um ævi
Gunnars Gunnarssonar og sparaði
enga fyrirhöfn. Honum var ljós sú
hætta að stórvirki hans yrði ekki lok-
ið, einkum eftir þá lykkju sem hann
lagði á leið sína með sögu Benedikts