Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 4
SMÁRI Karlsson flugstjóri byrjaði að fljúga hjá Flugfélagi Íslands 1944 en fór til Loftleiða 1947 og fór í fyrsta flug sitt 22. september sama ár. Hann var þá aðstoð- arflugmaður í flugi frá Reykjavík til Kaupmannahafnar og var flug- vélin af gerðinni Douglas DC-4, en að sögn Grétars Felixsonar, flug- áhugamanns og fyrrverandi starfsmanns Loftleiða, voru 12 slíkar vélar skráðar hér á landi í rúman áratug frá 1947 og tóku þær frá 40 til 66 farþega. Þegar Smári átti 38 ára afmæli, 20. mars 1961, flaug hann „Fjarka“ í síðasta sinn, frá Kaup- mannahöfn til Stavanger, en í gær settist hann í flugstjórasæti vélar af sömu gerð, meira en 41 ári síð- ar. Þessar vélar voru þekktar í stríðinu undir einkennismerkinu C-54 og oft kallaðar Skymaster, en tvær þeirra millilentu á Reykja- víkurflugvelli í fyrradag á leið til Berlínar. „Það kviknaði á gömlu perunni,“ sagði Smári eftir að hafa kannað tækin í flugstjórn- arklefanum og bætti við að hann treysti sér vel til að fljúga vélinni enda mætti líkja því við að hjóla eftir að hafa ekki hjólað lengi. „Maður getur verið stirður en þeg- ar komið er í sætið rifjast þetta allt saman upp.“ Vélarnar komu til Reykjavíkur frá Goose Bay í Kanada og fara væntanlega áleiðis til Þýskalands í dag, en þangað fara þær vegna töku á kvikmynd um loftbrúna til Berlínar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kviknaði á gömlu perunni hjá Smára FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRARINN V. Þórarinsson lög- maður leiðir formlegan samstarfs- hóp ríkisstjórnarinnar og Lands- sambands eldri borgara um breytingar á almannatryggingalög- um og endurskoðun á lífeyris- greiðslum er komi til framkvæmda á næstu árum. Einnig hefur hópurinn það verkefni að fjalla um uppbygg- ingu hjúkrunarheimila og þjónustu við aldraða með það að markmiði að draga úr biðtíma og bæta þjónustu. Forsætisráðherra skipaði hópinn í gær, en ásamt Þórarni eru í honum tíu manns; fimm tilnefndir af Lands- sambandi eldri borgara og fimm til- nefndir af einstökum fagráðuneyt- um. Þórarinn segir að hans hlutverk felist í því að leiða umræðuna innan hópsins og freista þess að leiða fram niðurstöðu í umræddum málum. „Verksvið okkar er að fara yfir líf- eyristryggingar almannatryggingar og hjúkrunarrýmismál og leggja fram tillögur í þessum málum,“ segir hann. Aðspurður ítrekar hann að markmið hópsins sé að bæta kjör aldraðra. „Það er markmið sem lagt er upp með.“ Haft til hliðsjónar við gerð fjárlaga á næsta ári Þórarinn segir að þess sé vænst að hópurinn geti lagt fram einhverjar niðurstöður í þessum málum, fyrir miðjan nóvember nk., þannig að hægt verði að hafa niðurstöðurnar til hliðsjónar við gerð fjárlaga fyrir næsta ár. Þeir sem tilnefndir eru af stjórn- völdum eru eftirfarandi: Vilborg Hauksdóttir, tilnefnd af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Þór. G. Þórarinsson, tilnefndur af félags- málaráðherra, Ólafur Hjálmarsson, tilnefndur af fjármálaráðherra, Skarphéðinn B. Steinarsson, til- nefndur af forsætisráðherra, og Þór- arinn V. Þórarinsson lögmaður sem leiðir starf hópsins. Þeir sem tilnefndir eru af Lands- sambandi eldri borgara eru: Pétur Guðmundsson, Marías Þ. Guð- mundsson, Karl Gústaf Ásgrímsson, Einar Árnason og Benedikt Davíðs- son. Samráðshópur ríkisstjórnarinnar og eldri borgara Niðurstaðna er að vænta í nóvember HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að íslensk stjórnvöld styðji stofnun hraðliðs Atlantshafs- bandalagsins, en Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, hvatti í fyrradag NATO til að stofna 21 þúsund manna hraðlið og varaði við því að brygðist bandalag- ið ekki við nýrri ógn á borð við hryðjuverkastarfsemi væri það að senda heimsbyggðinni „neikvæð skilaboð“. „Við styðjum þessa tillögu. Við teljum að þetta sé liður í því að færa Atlantshafsbandalagið að þeim aðstæðum sem eru ríkjandi í örygg- ismálum í dag. Þessar aðstæður einkennast ekki síst af baráttunni gegn hryðjuverkum og til þess að Atlantshafsbandalagið geti tekið sem best þátt í því teljum við að hér sé um nauðsynlega breytingu að ræða. Þetta muni styrkja stöðu bandalagsins,“ sagði Halldór að- spurður um afstöðu Íslands til þessa máls. Full samstaða á fundinum Fundur varnamálaráðherra Atl- antshafsbandalagsins stendur nú yfir í Varsjá í Póllandi. Halldór sagði að sér væri ekki kunnugt um annað en að full samstaða væri á fundinum um að styðja þessa til- lögu. Halldór sagði að Ísland væri ekki í aðstöðu til að leggja neitt fram á þessu sviði, en Ísland myndi hins vegar halda áfram að efla íslensku friðargæsluna. Þar gæti Ísland lagt meira af mörkum til að bæta frið í heiminum. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Styður stofnun hraðliðs NATO ALÞINGI kemur saman þriðjudag- inn 1. október næstkomandi. Setn- ing þessa 128. löggjafarþings fer að venju fram að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, ráðherrar og al- þingismenn ganga fylktu liði úr Al- þingishúsinu til kirkju kl. 13.30 þar sem séra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, predikar og þjónar fyrir altari. Að guðsþjónustu lokinni verður gengið til þinghússins þar sem for- seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, setur þingið. Að því loknu tek- ur aldursforseti þingsins, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, við fundarstjórn og stjórnar kjöri for- seta Alþingis, sem flytur ávarp. Því næst verða kjörnir varaforsetar og kjörið í fastanefndir Alþingis og til Íslandsdeilda þeirra alþjóðasam- taka sem Alþingi er aðili að. Að end- ingu verður hlutað um sæti þing- manna annarra en ráðherra og forseta Alþingis. Stefnt að því að slíta þinginu um miðjan mars Þingið sem sett verður 1. október er hið síðasta á þessu kjörtímabili. Kosið verður til Alþingis 10. maí næsta vor og segir Halldór Blöndal, forseti Alþingis, að sú venja hafi skapast að reynt sé að miða við að slíta þinginu tveimur mánuðum fyr- ir kosningar eða um miðjan mars þannig að þetta þing standi með stysta móti. „Þetta er gert til þess að gefa mönnum svigrúm til þess að fara í kosningahríðina. Það má hins vegar búast við því að þingið verði kallað saman aftur á vordögum.“ Þingið nú markar þáttaskil því við upphaf þess verður tekið í notk- un nýtt þjónustuhús Alþingis, sem hefur verið í byggingu undanfarin misseri. Alþingi verður sett 1. október FLUTNINGADEILD Bandaríkja- hers hefur framlengt samning sinn við Atlantsskip og systurfélag þess í Bandaríkjunum, TransAtlantic Lines, um eitt ár. Félögin hafa séð um flutninga fyr- ir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli frá 1998 og var upphaflega gerður samningur um flutningana til fimm ára, bundinn til tveggja ára en með ákvæði um þrjár framlengingar, hver til eins árs í senn. Framleng- ingin nú er sú þriðja í röðinni frá því samningur milli aðilanna var fyrst gerður. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Atlantsskipum að auk samnings- ins um flutninga fyrir varnarliðið hafi systurfélag Atlantsskipa í Bandaríkjunum gert samning á síð- asta ári um flutninga fyrir Banda- ríkjaher á milli Guantanamo-flóa á Kúbu og Jacksonville á Flórída. Sá samningur er til þriggja ára og hljóðar upp á flutninga á 5.000 gáma- einingum á ári. Samtals nemi flutn- ingar Atlantsskipa og systurfélags þess fyrir Bandaríkjaher því um 8.300 gámaeiningum. Eimskip mun taka þátt í útboði samningsins á næsta ári Einskipafélagið gerir ekki athuga- semdir við þessa framlengingu samningsins samkvæmt upplýsing- um Guðmundar Þorbjörnssonar framkvæmdastjóra hjá Eimskip. ,,Hún rúmast innan ramma þessa samnings sem var gerður á sínum tíma. Hins vegar göngum við út frá því að þessir samningar verði boðnir út að nýju á næsta ári. Við munum örugglega taka þátt í því,“ segir hann. Eimskip annaðist þessa flutninga áður en Atlantsskip tók við Atlantsskip sjá áfram um varnar- liðsflutninga HAFNARFJARÐARBÆR mun greiða Íslensku mennta- samtökunum, ÍMS, 45 millj- ónir króna vegna yfirtöku bæjarins á rekstri Áslands- skóla. Verður upphæðin greidd þegar samningurinn fæst sam- þykktur, en bæjarráð Hafn- arfjarðar vísaði honum til af- greiðslu bæjarstjórnar á fundi sínum í fyrradag. Guðmundur Benediktsson bæjarlögmaður segir að þar sem bókhald ÍMS sé ekki í lagi væri útlagður kostnaður samtakanna vegna skólahalds- ins ekki sundurliðaður ná- kvæmlega í samningnum. Guð- mundur segir að greiðslan til ÍMS sé vegna fjármuna, þekk- ingar og tíma sem samtökin hafi lagt í skólastarfið. Fræðsluráð Hafnarfjarðar mun einnig fjalla um samning- inn á fundi sínum næstkom- andi mánudag, en næsti fund- ur bæjarstjórnar er á þriðjudag. ÍMS fær 45 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.