Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 22
LISTIR 22 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ   Tónleikaröðin hefur hlotið styrki frá Norræna menningarsjóðnum og Teater og dans i Norden. NORRÆNA HÚSIÐ Töfratónar Norræn tónleikaröð fyrir börn Norræna húsinu laugardaginn 28/9 kl. 14 Ferðin til Skýjanna Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar Aðgangseyrir kr. 300.  unum. Fjármálin eru alltaf mikilvæg; hús- næðismálin koma þar inn í og svo auðvitað viðræður við ríki og borg um áframhald- andi fjárstuðning við sjálfstæðu leikhúsin. Ég hef einnig mikinn hug á að halda áfram þeim erlendu sam- skiptum sem Banda- lagið hefur verið mjög duglegt að rækta. Við erum mjög virk innan evr- ópskra systursamtaka okkar, IETM, og er- um með mjög sterka og góða kon- takta í Norður-Ameríku. Ég vil efla þessi samskipti enn frekar, því þar eru mikil sóknarfæri fyrir okk- ur. Fólk úr okkar hópi hefur verið að gera það mjög gott víða um heim, til dæmis á Edinborgarhátíð- inni. Það er mikilvægt að við höld- um áfram að styðja og styrkja Á AÐALFUNDI Bandalags sjálf- stæðra leikhúsa á dögunum, lét Þórarinn Eyfjörð af formennsku, en Felix Bergsson var kjörinn for- maður í hans stað. Þórarinn hafði verið formaður bandalagsins um árabil. Nýi formaðurinn, Felix Bergsson, segir bandalagið hafa verið rekið feikilega vel af Þórarni Eyfjörð, og þess vegna sé lítil ástæða til að breyta áherslum í starfsemi þess; hann muni reyna að halda áfram því góða starfi sem þegar hefur verið unnið. „Eitt af aðalmálum okkar er að halda vinnu sjálfstæðu leikhúsanna á lofti, og að menn geri sér grein fyrir mikilvægi þessa þáttar menn- ingargeirans,“ segir Felix. Hann segir sjálfstæðu leikhúsin hafa ver- ið fjársvelt um árabil, en að fólk í sjálfstæðu leikhúsunum hafi hins vegar oft verið að vinna af meira kappi en forsjá. „Þótt við höldum í kappið er mikilvægt að bæta hag þess fólks sem vinnur í sjálfstæðu leikhús- hvert annað í slíkri vinnu. Þetta eru orðn- ir ótrúlega margir leikhússlistamenn sem eru að vinna sjálfstætt og í sjálfstætt starf- andi hópum, og við þurfum á heilmiklum stuðningi hverjir ann- arra að halda til að endast í þessu. Það verður hlutverk Bandalags sjálfstæðu leikhúsanna. Það eru fjölmörg fleiri mál sem við þurfum að taka á, en ég tek það fram að starfsemi Bandalagsins undir stjórn Þórarins hefur hreinlega verið með ólík- indum og veitt mér og mörgum öðrum styrkinn til að halda áfram að vinna sem sjálfstætt starfandi listamenn. Þetta lýsir sér kannski best í því að nú í haust þegar leik- listarstarfsemi er að fara í gang, þá eru sjálfstæðu hóparnir með margar ákaflega vel heppnaðar og vinsælar sýningar, eins og Beyglur með öllu og Sellófón. Dansleikhús með ekka var með mjög prógress- íva sýningu í sumar, Eva í þriðja veldi, og The Icelandic Takeaway Theatre er nýkomið frá Edinborg þar sem þau slógu í gegn með Engla alheimsins. Það er ótrúlegur kraftur í starfsemi sjálfstæðra leikhópa og við munum verða mjög dugleg við að minna á okkur og minna á mikilvægi okkar í íslensku leikhúsumhverfi.“ Magnús Geir Þórðarson hverfur einnig úr stjórn Bandalags sjálf- stæðra leikhúsa, en hann heldur til náms og starfa erlendis í haust. Í hans stað sem ritari í stjórn kom Unnur Ösp Stefánsdóttir, en auk þeirra eru í stjórninni: Gunnar Helgason varaformaður, María Reyndal gjaldkeri og Ólöf Ingólfs- dóttir meðstjórnandi. Rúmlega 50 sjálfstætt starfandi leikhópar eru skráðir í Bandalag sjálfstæðra leikhópa á Íslandi. Felix Bergsson er nýr formaður Bandalags sjálfstæðra leikhúsa „Ótrúlegur kraftur í starf- semi sjálfstæðra leikhópa“ Felix Bergsson KANADÍSKA djasssöngkonan Tena Palmer heldur tveggja daga söngvaranámskeið í Tónlistarskóla FÍH á laugardag og sunnudag. Tena hefur spunið djass í yfir 20 ár og kennt söng hjá Tónlistarskóla FÍH undanfarin sex ár. Auk djass- söngva syngur Tena keltneska tón- list, sveitatónlist, popp og blús. Þá hefur hún hefur sungið inn á margar geislaplötur. Námskeiðið er jafnt ætlað lærðum sem leikum. Þá heldur Tena námskeið í Tónlistarskóla Ak- ureyrar 19. og 20. október. Söngvaranám- skeið í FÍH FÉLAG háskólakvenna stendur fyr- ir námskeiði um Grettissögu í sam- starfi við Hafnarfjarðarleikhúsið. Hófst það í gær og stendur fram í október. Námskeiðið fer fram í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Fyrirlesarar eru Jón Böðvarsson, Hávar Sigurjónsson og Hilmar Jóns- son leikstjóri ásamt Finni Arnari Arnarsyni leikmyndahönnuði. Nám- skeiðið er sniðið í kringum upp- færslu Hafnarfjarðarleikhússins á leikgerð þeirra Hilmars og Finns Arnars á Grettissögu sem frumsýnd verður hinn 5. október í Hafnarfjarð- arleikhúsinu. Námskeið um Grettissögu „HLUTIR sem við sjáum daglega eru okkur huldir vegna þess hve kunnuglegir þeir eru. Veitum við hlutum frekar eftirtekt sem eru nýir og óvenjulegir,“ sagði austurríski heimspekingurinn Ludwig Wittgen- stein snemma á síðustu öld. Þetta hefur belgíska málaranum Rene Magritte einnig verið ljóst þegar hann málaði verkið „Notkun orða“ árið 1928, en það er af pípu ásamt undirritaðri setningu: „Ceci n’est pas une pipe“ (Þetta er ekki pípa). Með verkinu tókst Magritte að gera kunn- uglegan hlut eftirtektarverðan að nýju með því að benda okkur á þá staðreynd að málverkið er ekki pípa heldur mynd af pípu og þar á milli er óskilgreind fjarlægð. Slíkar hafa einnig verið vangaveltur hollenska listmálarans Johannes Vermeers þegar hann málaði „Táknmynd mál- aralistar“ árið 1665. Setur Vermeer sig í spor áhorfanda sem horfir aftan á listamann mála portrettmynd. Ímyndaður áhorfandinn sér því sam- tímis fyrirmyndina og mótun eftir- myndarinnar. Breski listmálarinn Malcolm Morley tók svo fjarlægðina sem Vermeer gaf okkur á fyrirmynd- ina skrefinu lengra árið 1968, eða 303 árum síðar, þegar hann kópíeraði „Táknmynd málaralistar“ eftir póst- korti og hafði jaðar myndflatarins hvítan eins og var á póstkortinu. Morley var þar með kominn í enn meiri fjarlægð frá upprunalegri fyr- irmynd Vermeers með því að gera eftirmynd af eftirmynd af málverk- inu án þess að túlka hana neitt frekar. Mikilvægur hluti í „Táknmynd mál- aralistar“ er landakort sem hangir á veggnum fyrir aftan fyrirsætuna og þekur stóran hluta myndarinnar. Landakort sjást reyndar í fleiri mál- verkum eftir meistarann, en ein tekjulind Vermeers var að mála landakort eftir pöntunum. Er ekki ósennilegt að sú iðja hafi gert lista- manninum ljóst hve nauðsynlegt það er að ná fjarlægð á hluti eða umhverfi og endurskoða frá nýju sjónarhorni. Óhætt er að fullyrða að Einar Garibaldi Eiríksson sé að fást við samskonar vangaveltur í málaralist og áðurnefndir listamenn í sýningu sinni „Blað 18“ sem nú stendur yfir í nýjum sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsi. Einar hefur tekið fyrir blað 18 í Atlaskorta- röð Landmælinga, sem sýnir Reykja- nesið efst í hægra horninu og svo ljósbláan hafflöt. Athygli Einars beinist þó ekki að sjálfu landslaginu eða útsýninu heldur að táknum á kortinu sem segja okkur hvers konar landslag eða útsýni þar sé að finna. Alls sýnir hann 55 málverk sem mynda eitt verk. Hver mynd er 40x80 cm að stærð og eru þær málaðar með olíu og lakki á stál. Á hverjum mynd- fleti er eitt tákn sem segir okkur hvers konar málverk við erum að horfa á, eða af hverju myndin er, ef við skoðum það út frá táknum Land- mælinga. Standa táknin fyrir kletta, kjarr, mýrar, ár, bæi, prestssetur, vita, o.s.frv. Án þeirrar viðmiðunar eru flest verkin óhlutbundin. Forvitnilegt þykir mér að sjá hvernig sýningar Einars á síðustu ár- um koma saman í sýningunni í Duus- húsi. Árið 1997 sýndi hann í Nýlista- safninu veðurbarin skilti með tákninu „Áhugaverður staður“, en táknið gef- ur okkur fyrirfram hugmynd um hvað sé áhugavert og hvað ekki. Árið 1999 hélt Einar eftirminnilega sýn- ingu á Kjarvalsstöðum sem hann nefndi „Bláma“. Voru það málverk byggð á sögu Jóhannesar Kjarvals og því stað-bundin Kjarvalsstöðum. Einar átti einnig hugmyndina að sýn- ingunni „Flogið yfir Heklu“ sem var á Kjarvalsstöðum sumarið 2001 og var hann þá sýningarstjóri. Málverk hans í Duushúsi sýna landslagstákn í líkingu við sýningu hans í Nýlista- safninu. Verkið er stað-bundið Reykjanesi eins og „Blámi“ var á Kjarvalsstöðum og hann byggir sýn- inguna á yfirlitskorti og gæti hún því alveg eins heitið „Flogið yfir Reykja- nes“. Með málverkum sínum í Duus- húsi er Einar, líkt og fyrirrennarar hans, Vermeer, Magritte og Morley, að gefa okkur nýja sýn á hluti sem eru okkur kunnuglegir, hvort sem það er sjálft landslagið, blað 18, tákn- in eða hefðbundið landslagsmálverk. Hefur verkið því opna túlkunarmögu- leika þótt nálgun listamannsins sé skýr. Táknin eru furðufalleg á stál- flötunum og njóta sín vel í nýjum sýn- ingarsalnum. Er þetta glæsileg byrj- un á sýningarhaldi hjá Listasafni Reykjanesbæjar. Flogið yfir Reykjanes Morgunblaðið/JBK Frá sýningu Einars Garibalda Eiríkssonar í Duushúsi. MYNDLIST Listasafn Reykjanesbæjar, Duushús Sýningin er opin alla daga frá 13–17 og stendur til 20. október. MÁLVERK EINAR GARIBALDI EIRÍKSSON Jón B.K. Ransu NÆR uppselt var í Háskólabíó þegar tríó franska píanistans Jacques Loussiers sté þar á svið og hellti sér í verkefni kvöldsins; að léttdjassa Jó- hann Sebastian Bach. Svo fengu nokkur frönsk tónskáld að fljóta með og einn ópus var eftir píanistann sjálfan. Eftirvænting ríkti í salnum enda margir sem þar sátu búnir að hlusta á Loussier í yfir fjörutíu ár. Sumir voru þegar handgengnir barokki eða djassi, jafnvel hvorutveggja, þegar Loussier heyrðist fyrst í Ríkisútvarp- inu. Aðrir höfðu aldrei hlustað á neitt nema popp. Í hléinu hitti maður alls- konar fólk. Sumir voru að rifja upp horfna æsku, aðrir að njóta tónlistar sem þeir mátu mikils, þriðji hópurinn þakkaði Loussier að hafa leitt sig á vit tónlistargyðjunnar og svo voru marg- ir enn bernskir og voru að hefja kynni við Loussier. Fyrir hlé var Jóhann Sebastian Bach á dagskrá: Krómatísk fantasía, gavotta, prelúdía, tokkata og fúga. Í gavottunni brá tríóið fyrir sig reggí- takti og þar átti bassaleikarinn de Segonza sóló sem byrjaði vel en var alltof langur. NHØP-legar klisjur læddust þar inn og svo þraut hann örendi. Tokkata og fúga í c-dúr end- aði á því að úlfaldalest liðaðist um eyðimörkina, en sveifluna vantaði. Trommuleikarinn dansaði á diskun- um og hefði ég heldur kosið kraftmik- ið burstaspil. Ég keypti að vísu aldrei plötur Jacques Loussiers í gamla daga, fannst vanta djassinn í Bachspilið, en einhvernveginn er miklu meiri sveifla í minningunni um leik hans í gamla daga en heyra mátti í Háskólabíói. Þá var hann með Pierre Michelot á bassa og Christian Garros á trommur, en piltarnir sem leika með honum núna jafnast ekkert á við þá kappa og auk þess er Loussier farin að lýjast einsog oft mátti heyra þetta föstudagskvöld. Ég held að það sé mikill misskiln- ingur að Jóhann Sebastian Bach sé betra að djassa en önnur evrópsk tón- skáld. Fats Waller var víst ansi sleip- ur í Bach, þótt engar hljóðritanir séu til þar sem hann leikur barokk. Elsta upptaka með djassleikurum að djassa Bach er best heppnaða túlkun djass- leikara á barokki ásamt því sem MJQ hljóðritaði. Þar eru fiðlararnir Eddie South og Stephane Grappelli ásamt gítarmeistaranum Django Reinhard að leika sér að fyrsta þætti í konsert Jóhanns Sebastians fyrir tvær fiðlur. Fyrir tilviljun var leikur þeirra félaga í hljóðveri í París 1937 tekinn upp – þó ekki væri ætlunin að gefa þær hljóðritanir út. Eftir hlé lék tríó Loussiers kafla úr Goldberg tilbrigðum Bachs og síðan komu tvö Debussy verk; Arabesque, úr Deux Arabesques, og L’isle joy- euse, ópus eftir Loussier, síðan Satie, Bolero Ravels og Bach í lokin. Ég held að Arabesque hafi verið einna best heppnað af þeim verkum er Loussier lék þetta kvöld. Impressjón- isminn franski er sú tónskáldatónlist evrópsk sem mest og best áhrif hefur haft á djassinn eftir seinna stríð. Aft- urá móti vantaði alla spennu í túlkun tríósins á Bolero Ravels og vantar þá mikið. Aðdáendur Loussiers fögnuðu sín- um manni vel, en það fór ekki á milli mála að þegar sveiflan er jafn kraft- lítil og hjá honum þetta kvöld lifnar Jóhann Sebastian ekki til djasslífs. Þar tekst Cicero hinum rúmanska betur upp að ekki sé minnst á John heitinn Lewis er bauð uppá raun- verulegan barokkdjass með listrænu gildi. DJASS Háskólabíó Jacques Loussier píanó, Benoit Dunoyer de Segonzac bassa og André Arpino trommur. Háskólabíó föstudagskvöldið 20.9.2001. TRÍÓ JACQUES LOUSSIERS Góðra- vina- fundur Vernharður Linnet ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.