Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 51
Deilan um SPRON og lögfræðileg álitamál tengd henni. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H IR 1 88 96 09 /2 00 2 Árskort kostar 30.000 kr. fyrir tvo og stakt sæti kostar 2.000 kr. Innifalinn er léttur hádegisverður. Nánari upplýsingar í síma 510 6200 eða á stjornendaskoli.is Jón Steinar Gunnlaugsson ræðir álitamálin og tekur þátt í umræðum. Hádegisháskól inn í dag k l . 12.00 Jón Steinar Gunnlaugsson KVIÐDÓMUR í New York horfði í gær á kvik- myndir sem sýna heimilislífið heima hjá John Lennon og Yoko Ono skömmu áð- ur en Lennon var myrtur árið 1980. Voru kvikmynd- irnar sýndar í tengslum við málarekstur Onos á hendur fyrrverandi einkaþjóni þeirra Lennons sem hún sakar um að hafa stolið munum og gögnum úr eigu sinni þegar hon- um var sagt upp störfum árið 1982. Á myndunum sjást m.a. Ono og sonur hennar Sean, sem þá var fimm ára gamall, þar sem þau eru að leika sér við orlofshús Lennons nálægt New York. Lennon sést ekki á myndinni en heyrist segja: „Guð minn góður, þetta er fallegt.“ Á myndunum sést Frederic Seam- an, þáverandi þjónn Lennon- hjónanna, taka myndir af fjöl- skyldunni í skemmtiferðinni. Ono sakar Seaman um að hafa stolið þessum myndum og nærri 400 til viðbótar en Seaman segist hafa tekið þær á sína eigin myndavél. Seaman var þjónn hjónanna á árunum 1979 til 1982. Ono krefst þess að fá í hendur um 75 þúsund dali sem hún segir Seaman hafa fengið í hendur með því að selja bréf og texta sem hann hafi stolið af heimili hennar skömmu eftir dauða Lennons. Ono höfðaði málið árið 1999 eft- ir að hún komst að því að Seaman ætlaði að gefa út bók með mynd- unum. Þegar hún var spurð í rétt- inum í gær hvers vegna hún hefði heimilað öðrum fyrrverandi að- stoðarmanni sínum að gefa út svip- aða bók svaraði hún að hann væri „ljúf manneskja“. Ono sakaði Seaman einnig um að hafa klætt sig í föt af Lennon og þannig ögrað henni skömmu eftir dauða Lennons. Sean Lennon, sem nú er 26 ára, var í réttarsalnum í gær og teikn- aði myndir í teikniblokk meðan á vitnaleiðslunum stóð. Seaman var árið 1983 fundinn sekur um að hafa stolið dagbókum Lennons og dæmdur í 5 ára fang- elsi. Þá var honum skipað að skila öllum munum sem hann hafði und- ir höndum úr búi Lennons en Ono segir að það hafi ekki verið gert og hann ætli sér án efa að fénýta þá. Yoko Ono kemur til réttarsalar ásamt syni sínum Sean. Sýnir gamlar fjölskyldumyndir í réttarsal Yoko Ono í málarekstri Reuters MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 51 ÞEGAR snjór fellur á yfirborð stöðuvatns eða sjávar bráðna snjó- kornin og þar sem þau eru að stærstum hluta loft myndast örsmáar loftbólur í vatnsyfirborð- inu. Þessar örsmáu loftbólur titra þegar þær losna úr ísviðjunum og framleiða þannig hátíðnihljóð á tíðnisviðinu 50– 200 KHz, sem er talsvert fyrir ofan það sem manns- eyrað greinir, en getur truflað dýr sem nema hljóð á þessu sviði. Vísindamenn hafa hljóðritað slíkt suð, en það er kall- að „rhythm of snow“ upp á ensku; snjótaktur. Ekki veit ég hvort Aðalsteinn Guðmundsson, sem kallar sig Yag- ya, er að vísa í þessar rannsóknir með nafngift á plötu sinni, sem heitir einmitt Rhythm of Snow, eða hvort hann er einfaldlega að vísa í þá naumhyggjulegu hugsun að hægt sé að nema taktinn þegar snókorn svífa til jarðar. Hvað sem því líður skreytir Að- alsteinn lögin á plötu sinni með umhverfishljóðum, í upphafi er mildur úði eða brak sem vex ás- megin, er til að mynda ansi fram- arlega í þriðja laginu og sterkt í því fimmta, en verður síðan að rigningu í sjöunda laginu, eða sjö- unda snjókorninu, en lögin heita öll snjókorn og síðan númeri eftir röð þeirra á diskinum. Lítið er um átök í tónlist Að- alsteins, í það minnsta á yfirborð- inu, og framvinda er alla jafna hæg þótt hún sé mismunandi á milli laga. Hann notar líka takta sparlega, heldur sig yfirleitt við hjartsláttartakt, en velur hljóð af kostgæfni til að skapa spennu, til að mynda í þriðja laginu þar sem tætingsleg rafhljóð erta skemmti- lega. Fimmta snjókornið er líka skemmtileg flétta, sjöunda er enn betra en það besta er þó síðasta snjókornið, það tíunda. Aðalsteinn Guðmundsson hefur verið lengi að í tónlistinni, byrjaði að koma fram undir nafninu Plast- ik, en hefur stuðst við fleiri höf- undarheiti eftir því sem hentað hefur fyrir þá tónlist sem hann hefur verið að fást við það skiptið. Á þessari fyrstu skífu Yagya er hann orðinn fullmótaður sem tón- listarmaður, hefur tónmálið fylli- lega á valdi sínu og fer vel með. Tónlist Snjótaktur TÓNLIST Geisladiskur RHYTHM OF SNOW Rhythm of snow, geisladiskur með tón- list eftir Aðalstein Guðmundsson, sem kallar sig Yagya. Aðalsteinn framleiðir öll hljóð á plötunni. Force gefur út. Árni Matthíasson Morgunblaðið/Golli Aðalsteinn Guðmundsson er maðurinn á bak við Yagya. Ný Tegund Töffara Yfir 17.000 MANNS Sýnd kl. 7. og 10. B.i. 14. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.10.  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 10.10. B. i. 14. www.regnboginn.is Hverfisgötu  551 9000 Nýjasta meistaraverk Pedro Almodovars 1/2HL MBL SG DV ÓHT Rás2 Sýnd kl. 6. með íslensku tali. Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 14. Sýnd kl. 6, 8 og 10. M A T T D A M O N E R J A S O N B O U R N E HANN VAR HIÐ FULLKOMNA VOPN ÞAR TIL HANN VARÐ SKOTMARKIÐ www.laugarasbio.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B.i. 14.  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Hér er á ferðinni frumlegasti njósnatryllir ársins. Byggð á metsölubók Roberts Ludlum. „Þetta er fyrsta flokks hasarmynd.“ Þ.B. Fréttablaðið.  GH Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.is  SG. DV Yfir 17.000 MANNS Árnesapótek, Húsavíkurapótek. Laugarnes Apótek, Vestmannaeyjar, Höfn. Nýr ilmur frá FIORUCCI Kynning föstudag í Lyfju Smáralind Aðrir útsölustaðir: Libia, Mjódd, Nana, Hólagarði, Zitas, Firði, Jara, Akureyri, Siflurtorg, Ísafirði. Kringlunni, Skeifunni, Spöngunni, Smáralind, Akureyri. Laugavegi, Spöngunni, Smáratorgi, Smáralind, Garðatorgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.