Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 27
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
U
S
18
89
3
0
9/
20
02
Pallaolía
3 lítrar á aðeins 950 kr.
Tilboð frá fimmtudegi til sunnudags.
Athugið að nú er líka opið 9:00 til 16:00
á laugardögum í timbursölunni, Súðavogi 3-5.
Helgartilboð á pallolíu.
Námskeið í október
Skeifan 11 b · Sími 568 5010 · www.raf.is
Nánari upplýsingar og skráning í síma 568 5010
Fyrir þá
sem vilja ná
árangri
Almenn tölvunámskeið
HTML 30.09.-03.10. 08:30-12:00 20 18.000
Word 1 30.09.-03.10. 08:30-12:00 20 18.000
Windows 30.09.-03.10. 17:30-21:00 20 18.000
Excel 1 07.10.-10.10. 13:00-16:30 20 18.000
Front Page 1 07.10.-10.10. 17:30-21:00 20 18.000
Windows 11.10.-12.10. 08:30-16:30 20 18.000
Access 2 14.10.-17.10. 08:30-12:00 20 21.000
Word 1 14.10.-17.10. 17:30-21:00 20 18.000
Tölvunotkun á heimilinu 14.10.-21.11. 17:30-21:00 60 45.000
Tölvunotkun 1. hluti 28.10-04.12. 17:00-20:30 60 45.000
Sérfræðinámskeið
SQL Server 2000 Transact SQL 08.10.-09.10. 08:30-16:30 20 68.000
Nettækni Network+ 09.10.-09.11. 17:00-20:30 50 115.000
Managing a Win 2000 Network 21.10.-25.10. 08:30-16:30 50 170.000
SQL Server 2000 Administr. 28.10.-01.11. 08:30-16:30 50 170.000
Fyrir þá sem sjá um kennslu
Þjálfaraverkstæði 16.10. -18.10. 08:30-16:30 30 48.500
Fagnámskeið fyrir rafiðnaðarmenn
EIB forritanleg raflagnakerfi 03.10.-05.10. 08:30-18:00 40 45.000
Reglugerð og rafdreifikerfi 1 04.10.-06.10. 08:30-18:00 40 45.000
Allen Bradley Iðntölvur 10.10.-12.10. 08:30-18:00 40 45.000
Raflagnatækni 1 10.10.-12.10. 08:30-18:00 40 45.000
Skynjaratækni I 10.10.-12.10. 08:30-18:00 40 45.000
Kælitækni 1 17.10.-19.10. 08:30-18:00 40 45.000
Viðhald og umsjón rafgeyma 19.10.-19.10. 08:30-18:00 10 15.000
Rafiðnaðarskólinn er framsækinn skóli með alþjóðlegar vottanir sem býður fjölbreytt
og vandað nám og fyrsta flokks kennslu.
Lengd Verð
ÞEIR eigendur fyrirtækja sem
þeir láta fara á hausinn, stofna nýtt
fyrirtæki undir annarri kennitölu og
halda rekstri sínum áfram án fyrri
skulda, þykja í flestum tilfellum lítt
ábyggilegir. Sama hlýtur að gilda
um forystumenn stjórnmálaflokka
sem rekið hafa pólitíska gjaldþrota-
stefnu, en setja fram sömu stefnu
undir öðru heiti og annarri kenntölu.
Fyrir ekki löngu var til stjórnmála-
flokkur sem hét Alþýðuflokkur og
kenndi sig við jafnaðarmennsku. Nú
hefur flokkur þessi skipt um nafn,
heitir í dag Samfylkingin og kennir
sig við nútímalega jafnaðarstefnu.
Með þessu vilja forystumennirnir,
þeir hinir sömu og voru í forystu Al-
þýðuflokksins, láta sem hægt sé að
draga fjöður yfir fyrri afrek og hefja
nýjan rekstur með hreint borð. Til
liðs við sig hafa þeir reyndar fengið
fáeina alþýðubandalagsmenn sem
skiptu snögglega um ham þegar svo
virtist sem gull og grænir skógar
biðu þeirra þegar skoðanakannanir
sýndu á tímabili „nýja“ flokkinn með
nokkurt fylgi. Stórlega hefur dregið
úr hinu meinta fylgi, sem og þeim
bjartsýnisröddum sem höfðu hvað
hæst fyrir síðustu alþingiskosningar
um að Samfylkingin væri svarið við
öllum væntingum landsmanna.
Jafnaðarmennska
Það vill svo til, að það þarf meira
en orðin tóm til að geta nefnt sig
jafnaðarmann. Í mínum huga telst
það m.a. til jafnaðarmennsku að
sameiginlegir sjóðir þegnanna séu
notaðir í þeirra þágu til jöfnunar á
aðgengi að námi, að heilbrigðiskerf-
inu og annarri grunnþjónustu sam-
félagsins. Í mínum huga telst það
líka til jafnaðarstefnu að mikilvæg
fyrirtæki, s.s. fjármálastofnanir og
fjarskiptafyrirtæki séu í sameign og
undir yfirráðum þjóðarinnar. Í mín-
um huga telst það einnig til jafnaðar-
stefnu að vera ekki þátttakandi í
hernaðarbandalögum eins og
NATÓ, sem eins og kunnugt er hef-
ur farið með hernaði á hendur fólki
t.d. í Írak og Júgóslavíu. Það telst
heldur ekki til jafnaðarmennsku að
afsala sér að hluta eða öllu leyti efna-
hagslegu fullveldi þjóðar sinnar, líkt
og háværar raddir innan Samfylk-
ingarinnar krefjast með umsókn um
inngöngu í ESB. Að auki telst það
seint til jafnaðarmennsku, að afsala
sér dýrmætum orkulindum til að er-
lendir auðhringar geti notað þær
sömu orkulindir til álbræðslna, – ál-
bræðslna sem þjóðin þarf að greiða
stórar fjárhæðir með. Þá eru ótalin
þau neikvæðu áhrif sem slíkt hefur á
umhverfi okkar og náttúrufar og
nýtingu þess til atvinnuuppbygging-
ar í ferðaiðnaði.
Að koma hreint fram
Hvort sem stjórnmálaflokkur
kennir sig við jafnaðarstefnu, forna
eða nýja, líkt og Samfylkingin gerir,
er lágmark að forystumenn viðkom-
andi stjórnmálaflokks berjist ekki
leynt og ljóst gegn þeirri stefnu. Þau
málefni sem nefnd voru hér að ofan
eru í anda stefnu Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs. Stefnu sem
flokkurinn hefur barist fyrir, og m.a.
Samfylkingin hefur gagnrýnt okkur
vegna. Því má segja að eini raun-
verulegi valkostur jafnaðarmanna,
sem og annarra vinstrimanna, er
Vinstrihreyfingin – grænt framboð.
Hinn raunverulegi dragbítur fyrir
framgangi jafnaðarstefnunnar á Ís-
landi í dag er Samfylkingin, sem
reynir að villa fólki sýn með fögrum
orðum, en litlum efndum. Að end-
ingu væri rétt að rifja upp nokkur at-
riði sem renna frekari stoðum en að
framan er greint undir þessa fullyrð-
ingu.
Gæti hugsast að kjósendur hafi
ekki gleymt því þegar Alþýðubanda-
lagið, Framsóknarflokkurinn og
Samfylking þess tíma, Alþýðuflokk-
urinn, sátu saman í ríkisstjórn og
fengu umboð frá kjósendum til að
halda áfram um stjórnartaumanna?
Gæti hugsast að kjósendur hafi
ekki gleymt því þegar Samfylking
þess tíma, Alþýðuflokkurinn, sveik
þá kjósendur sem kusu með áfram-
haldandi stjórnarsamstarfi þessara
þriggja flokka og gekk til liðs við
Sjálfstæðisflokkinn?
Gæti hugsast að kjósendur hafi
ekki gleymt því þegar Samfylking
þess tíma, Alþýðuflokkurinn, kom
aftan að sjúklingum með sjúklinga-
sköttum og námsmönnum með
eftirágreiðslum námslána frá LÍN
með stuðningi sínum við Sjálfstæð-
isflokkinn?
Gæti hugsast að kjósendur hafi
ekki gleymt því þegar Samfylking
þess tíma, Alþýðuflokkurinn, hjálp-
aði til við að leggja grunninn að stór-
felldri einkavæðingu opinberra fyr-
irtækja, og um leið að einni mestu
eignaupptöku Íslandssögunnar?
Gæti hugsast að kjósendur hafi
ekki gleymt því að Samfylking þess
tíma, Alþýðuflokkurinn, stuðlaði að
sundrungu félagshyggjuaflanna í
landinu með framferði sínu, sem aft-
ur hefur leitt til óslitinnar stjórnar
Sjálfstæðisflokksins í ríflega áratug?
Nei, ég held ekki.
Af ávöxtunum skuluð þér…
Eftir Steingrím
Ólafsson
„Hinn raun-
verulegi
dragbítur
fyrir fram-
gangi jafn-
aðarstefnunnar á Ís-
landi er Samfylkingin.“
Höfundur er formaður stjórnar VG í
Reykjavík.
Viltu léttast
um 1-4 kíló á viku
Símar 557 5446 og 892 1739