Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HALLDÓR Ásgrímssonutanríkisráðherra ogAnfinn Kallsberg, lög-maður Færeyja, skrif- uðu í gær í Þórshöfn í Færeyjum undir samkomulag um afmörkun hafsvæðisins milli Íslands og Fær- eyja, en ágreiningur hefur verið milli þjóðanna um hvar landhelgislínan skuli liggja. Halldór Ásgrímsson segir að þetta hafi verið stór dagur í sögu íslenskrar landhelgisbaráttu því þar með sé lokið afmörkun efna- hagslögsögu Íslands gagnvart lög- sögu nágrannalandanna. Áður hefði verið gengið frá afmörkun efnahags- lögsögunnar gagnvart lögsögu Jan Mayen, Grænlands og Bretlands. Í samkomulaginu felst að nyrðri hluti umdeilda svæðisins, sem liggur norðan 63° 30́ og nemur um tveimur þriðju hlutum af svæðinu í heild, skiptist þannig milli aðila að Ísland fær 60% í sinn hlut en Færeyjar 40%. Syðsti hluti umdeilda svæðis- ins, sem liggur sunnan 63° 30́ og nemur um þriðjungi af svæðinu í heild, skiptist hins vegar jafnt á milli aðila. Vegna sérstakra aðstæðna á syðsta hluta svæðisins var um það samið að aðilar heimili fiskiskipum hvor annars veiðar á sínum hluta svæðisins og verður því í raun um sameiginlegt nýtingarsvæði land- anna tveggja að ræða. Á þessum hluta svæðisins er að finna rækju- hóla sem hvorki er að finna í næsta nágrenni til vesturs né austurs og myndi það gera fiskiskipum beggja aðila erfitt fyrir að stunda rækju- veiðarnar ef aðgangur þeirra að svæðinu yrði takmarkaður. Stefnt er að því að formlegur af- mörkunarsamningur, sem muni ná til allrar lögsögulínunnar milli land- anna, verði gerður haustið 2003 að lokinni tæknilegri endurskoðun á grunnlínupunktum hvors lands um sig. Stór dagur í sögu íslenskrar landhelgisbaráttu „Landhelgin var færð út í 200 míl- ur árið 1975 og það er fyrst núna sem við getum fullyrt hvar mörkin liggja. Fyrst var lokið hinu stóra deilumáli varðandi Jan Mayen. Síð- an tókst okkur að ljúka málinu gagn- vart Grænlandi í sambandi við Kol- beinsey fyrir nokkrum árum og núna við Færeyjar. Að mínu mati er þetta stór dagur í sögu íslenskrar landhelgisbaráttu,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið eftir að samkomulagið hafði verið undirrit- að. Halldór sagðist vera ánægður með að þjóðirnar hefðu náð sam- komulagi um þetta mál. Viðræður um þetta mál hefðu tekið talsvert langan tíma. Búið væri að halda marga fundi um það. Halldór sagðist oft hafa rætt þetta mál við Anfinn Kallsberg á fundum og í síma. „Ég tel þetta vera mjög góðan samning fyrir báða aðila. Þessi mál hafa verið að þróast, þ.e.a.s. hvaða réttindi fylgja eyjum og klettum. Vissulega má deila endalaust um prósentur í þessu sambandi, en að mínu mati er mikilvægast af öllu að ljúka þessu máli með samkomulagi milli þjóðana en þurfa ekki að senda það til sjálfstæðs dómstóls.“ Anfinn Kallsberg sagðist einnig vera ánægður með samninginn. Þetta væri góður samningur fyrir báðar þjóðirnar. Mikilvægt væri að þessar tvær þjóðir, sem væru stað- settar á útjaðri Evrópu, gætu leyst ágreiningsmál sín í milli. Þær þyrftu á því að halda að standa saman. Kallsberg sagði að margvíslegir hagsmunir hefðu togast á í þessu máli. „Samningar af þessum toga eru yfirleitt erfiðir. Báðar þjóðirnar hafa haldið fram sínum sjónarmið- um. Færeyingar hafa verið tregir til að viðurkenna Hvalbak sem grunn- línupunkt en Íslendingar hafa haldið því fram að taka verði tillit til lengd- ar strandlínunnar. Rök í málinu hafa verið vegin og metin. En ég tel að við höfum komist að skynsamlegri lausn sem bæði íslensk og færeysk stjórn- völd geta verið ánægð með.“ Kallsberg sagði að með þessu samkomulagi væri búið að marka efnahagslögsögu Færeyinga endan- leg mörk. Næsta verkefni Færey- inga væri að ná samkomulagi við ná- grannaþjóðir sínar um mörk utan 200 mílna lögsögunnar. Hann sagði að það væri afar stórt mál. miklir hagsmunir uppi o mætti við að talsverðan tím ná samkomulagi um þau má Ágreiningur um stöð beinseyjar og Hvalb Við útfærslu efnahagslö ar í 200 sjómílur árið 1975 á lensk stjórnvöld að nota Gr Kolbeinsey sem viðmiðun við ákvörðun miðlínu milli Í Grænlands og Hvalbak sem unarpunkt við ákvörðun milli Íslands og Færeyja stjórnvöld gerðu fyrirvara ákvörðun fyrir hönd Græn Færeyja og ákvörðuðu mi miðað við grunnlínur land tillits til áðurnefndra eyja. urðu til tvö umdeild hafsv ars vegar milli Íslands o lands, um 11.500 km² að s hins vegar milli Íslands og um 3.650 km² að stærð. Ágreiningur landanna ha láginni um árabil, en kom sumarið 1996 þegar dönsk loðnuveiðar á umdeilda norður af Kolbeinsey. Í kjöl ust formlegar samninga milli Íslands og Grænland vegar og Íslands og Fær vegar. Árið 1997 náðist sam um afmörkun hafsvæðisins Íslensk og færeysk stjórnvöld semja um efnahag Sameiginleg ný hluta af umdeild Ljósmynd/Jens Kris Halldór Ásgrímsson og Anfinn Kallsberg skrifuðu undir samk um mörk efnahagslögsögu landanna í Þórshöfn í gær. Ísland og Færeyjar hafa náð samkomulagi um mörk landhelgi landanna. Þar með er búið að afmarka efna- hagslögsögu Íslands 27 árum eftir að íslensk stjórnvöld færðu land- helgina út í 200 mílur. Egill Ólafsson fylgdist með undirritun sam- komulagsins. $  % & #  '"" (    & )*#  +,,-                  .  /   +               SKAMMSÝNI VESTURLANDA OG ÞRIÐJI HEIMURINN Dr. Dlamini Zuma, utanríkisráð-herra Suður-Afríku, segir ísamtali við Morgunblaðið á þriðjudag að talsmenn ríkra þjóða kveði oft upp sleggjudóma um afrísk málefni. Lausnir, sem þeir boði fátækum þjóð- um, séu stundum þess eðlis að þær skapi annan og jafnvel stærri vanda en fyrir var. Dr. Zuma segir viðbrögð við þróun mála í Zimbabwe bera sleggjudómum á Vesturlöndum vitni. Það sé auðvelt fyrir íbúa auðugra landa, sem vilji ekki horf- ast í augu við sannleikann, að neita að viðurkenna að deilan í Zimbabwe snúist um jarðnæði í eigu hvítra manna, sem ekki eignuðust það með löglegum hætti. Bretar hafi ekki staðið við loforð, sem þeir gáfu um að þeir myndu útvega fjár- muni til að bæta bændum upp land, sem þeir myndu missa. Ráðherrann segir í viðtalinu að Suður-Afríkustjórn haldi því ekki fram að stjórn Roberts Muga- bes í Zimbabwe hafi ekki gert mistök og þau slæm: „En það eru tvær hliðar á þessu máli. Við hlustum á báða deilu- aðila og vitum því hver rök beggja eru.“ Í viðtalinu er ráðherrann spurður út í gagnrýni á suður-afrísk stjórnvöld fyrir að vilja ekki beita lyfjum til að reyna að draga úr útbreiðslu alnæmis. Hún segir gagnrýnina ómaklega og lýsir því hvernig umfangsmikil áætlun hafi verið gerð til að takast á við HIV-veiruna í landinu með það í huga að hvorki sé hægt að lækna sjúkdóminn né bólusetja gegn honum. Áhersla sé lögð á fræðslu vegna þess að talið sé að þannig nýtist féð, sem er til ráðstöfunar, best. Eitt lyfið gerði til dæmis að verkum að kon- ur mættu ekki gefa börnum brjóst, en það gerði meirihluti suður-afrískra kvenna. „Þetta veldur miklum vanda fyrir okkur,“ segir hún. „Ríkið yrði að útvega mjólkurduft handa konum, sem tækju lyfið, en jafnframt yrði að tryggja að þær hefðu aðgang að hreinu vatni til að setja duftið í. Ef hreint vatn er ekki til og konan hefur ekki aðgang að búnaði og orku til að sjóða vatnið almennilega væri að vísu hægt að koma í veg fyrir HIV-smit, en barnið myndi deyja úr niðurgangi. Niðurgangssjúkdómar eru miklu mannskæðari í Afríku en al- næmi.“ Síðan spyr utanríkisráðherra Suður- Afríku: „Hvernig komumst við hjá því að leysa einn vanda með því að búa til annan verri? Spurningar af þessu tagi vakna ekki hjá auðugum þjóðum, en þær skipta býsna miklu máli hjá okkur. Ríku þjóðirnar vilja þrýsta okkur til að gefa einfaldlega lyfin án þess að svara öllum þessum spurningum. Þær líta ekki á heildarmyndina. Þegar við björg- um mannslífi verðum við að gera það í reynd, en ekki einvörðungu gera eitt- hvað, sem lítur vel út í alþjóðlegum hag- skýrslum þar sem sagt er að við gefum svo og svo mikið af lyfjum og séum því ósköp væn. En börnin myndu halda áfram að deyja úr niðurgangi.“ Tæplega einn milljarður manna í heiminum ræður yfir um 80% af auði mannkyns, en þessi auður gefur ekki leyfi til þess að koma fram við þjóðir, sem eru í vanda staddar, af lítilsvirð- ingu og vanþekkingu – og eiga á hættu að lífgjöf eins verði annars bani. EINKAVÆÐING Í ÞÁGU SAMHJÁLPARINNAR DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherraviðraði þá hugmynd á ráðstefnu Landsbankans fyrir erlenda banka- menn að færa rekstur sumra þeirra sjóða, sem nú eru á hendi ríkisins, inn í bankakerfið. „Hví skyldi ekki til dæmis mega fela bankakerfinu rekstur slíkra sjóða en ríkið héldi áfram að tryggja með niðurgreiðslum eða beinum styrkj- um þau félagslegu markmið sem sjóð- unum er ætlað að ná? Þar með sparar ríkið rekstrarkostnað sinn, bankarnir styrkja rekstur sinn og þjónustan við al- menning batnar,“ sagði forsætisráð- herra í erindi sínu á ráðstefnunni. Ætla verður að með þessum orðum taki forsætisráðherra undir t.d. þær hugmyndir, sem fram hafa komið af og til á undanförnum árum, að bankarnir taki að sér rekstur húsnæðislánakerf- isins. Íbúðalánasjóður er sá sjóður á vegum ríkisins, sem nærtækast virðist að færa til bankakerfisins. Morgunblað- ið hefur árum saman haldið því fram að engin ástæða væri til að hafa sérstakan opinberan íbúðalánasjóð með tilheyr- andi kostnaði fyrir skattgreiðendur af rekstri hans. Vel má hugsa sér að fleiri sjóðir fari sömu leið. Það mætti til dæmis skoða að bankar og sparisjóðir veittu námslán samkvæmt svipuðum reglum og nú gilda, en ríkissjóður greiddi áfram niður vexti af slíkum lánum. Þar myndi spar- ast rekstrarkostnaður við ríkisstofnun, sem efa má að sé nauðsynleg og ætla má að þjónusta við námsmenn myndi batna. Sá misskilningur er útbreiddur, að með því að fela einkaaðilum að annast framkvæmd verkefna sem hið opinbera hefur hingað til haft á sinni könnu, sé með einhverjum hætti verið að ýta undir mismunun og ójöfnuð, jafnvel þótt ríki eða sveitarfélög fjármagni áfram starf- semina og setji henni ramma með lögum og reglum. Opinberir aðilar geta falið einkaaðilum að sinna ýmiss konar þjón- ustu, sem áfram er greidd af hinu op- inbera, t.d. samkvæmt þjónustusamn- ingum. Kosturinn við slíkt fyrirkomulag er að frumkvæði og hugmyndaauðgi einkaframtaksins er virkjuð, samkeppni er komið á og þar með stuðlað að bættri þjónustu við almenning og lægri kostn- aði fyrir skattgreiðendur. Þetta getur átt við á mörgum sviðum; t.d. í heil- brigðisþjónustu, menntun, öldrunar- þjónustu og lánastarfsemi. Hjá mörgum stjórnmálamönnum gætir fastheldni á gamalt fyrirkomulag og tregðu til að kanna kosti þess að virkja einkaframtakið í þágu samfélags- legrar þjónustu. Það er því ástæða til að fagna sérstaklega þessum orðum Dav- íðs Oddssonar: „Í mínum huga er engin ástæða til að ætla að ríkisvaldið sé eitt fært um að veita þá félagslegu þjónustu sem pólitísk samstaða er um að greidd sé úr ríkissjóði. Það eru því fjölmörg tækifæri til að auka enn hagræðið í rík- isrekstri og á sama tíma auka gæði þeirrar þjónustu sem nú er boðin. Einkavæðing og samhjálp eru ekki and- stæður, þvert á móti getur einkavæð- ingin, sé rétt á málum haldið, bætt sam- hjálpina og aukið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.