Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EINLEIKURINN Hellisbúinn sem lengi vel gekk fyrir fullu húsi í Íslensku óperunni hefur nú verið settur á fjalirnar í Svíþjóð og er það Bjarni Haukur Þórsson, sem fór með hlutverk Hellisbúans hér á landi, er leikstýrir verkinu að þessu sinni. Að mati gagnrýnanda sænska dagblaðsins Aftonbladet er í verkinu skotið fast á kostnað karlmanna. „Leika karlar og kon- ur enn sömu hlutverk og þau gerðu á tímum steinaldarmanns- ins? Já, segir Rob Becker, höf- undur þessa vinsæla leikrits.“ Sú skýring kann að vera nokkuð ein- föld að mati gagnrýnandans sem segir þó engu að síður hægt að skemmta sér konunglega yfir leik Brasse Brännström og lýsingum hans á hlutverkum kynjanna. „Þó verkið virki á köflum eins og gömul bandarísk lýsing á hlut- verkum kynjanna er húmorinn alltaf látinn sitja í fyrirrúmi. Brasse Brännström hefur líka tekist ásamt leikstjóranum Bjarna [Hauk] Þórssyni að skapa heilsteyptan karakter sem þeir hafa með ágætum fært yfir í sænskan veruleika.“ Skotið fast á kostnað karlmanna Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Bjarni Haukur Þórsson leikstýrir Hellisbúanum í Svíþjóð. Töfratónar – norræn tónleikaröð fyrir börn Í NORRÆNA húsinu gefst börnum á aldrinum 3–10 ára kostur á að hlýða á norræna barnatónlist. En í haust verður í boði í Norræna húsinu norræn tónleikaröð fyrir börn sem nefnist Töfratónar. Tónleikarnir eru einnig ætlaðir leikskóla- og grunn- skólakennurum og fagfólki á tónlist- arsviðinu. Tónleikaröðin nýtur fjárhagslegs stuðnings Norræna menningar- sjóðsins og „Teater og Dans i Nor- den“. Allir tónleikarnir verða haldnir í sal Norræna hússins og hægt er að panta skólatónleikana hjá dagskrár- fulltrúa, Ingibjörgu Björnsdóttur. Á föstudag verða fyrstu skóla- og forskólatónleikarnir og verður kynnt sígild tónlist frá Svíþjóð. Tónleikarn- ir verða kl. 9 og 10.30. Föstudaginn 4. október verður kynnt heimstónlist frá Noregi. 29. og 30. október verður sýnd brúðuópera frá Danmörku. Fjölskyldutónleikar verða á laug- ardag kl. 14 þar sem kynnt verður sí- gild tónlist frá Svíþjóð. 5. október verður kynnt heimstónlist frá Nor- egi og 3. nóvember verður sýnd brúðuópera frá Danmörku. Námskeið fyrir kenn- ara í Þjóð- leikhúsinu TVÖ námskeið eru fyrirhuguð nú á haustönn á vegum fræðsludeildar Þjóðleikhússins. Hið fyrra verður haldið á laugardag og sunnudag, kl. 10.30–16.30 báða dagana, og er ætlað bæði grunn- og framhaldsskóla- kennurum ásamt leikurum með kennslureynslu. Didi Hopkins, reyndur leiklistarkennari frá breska þjóðleikhúsinu, leiðbeinir á nám- skeiðinu. Hún mun taka fyrir hvern- ig tengja má leiklist hefðbundnu skólastarfi. Námskeiðið verður túlk- að og kostar 10.000 kr. Enn er mögu- legt að bæta við þátttakendum og geta áhugasamir snúið sér til Vigdís- ar Jakobsdóttur (vigdis@leikhus- id.is). Síðara námskeiðið fyrir kennara verður haldið tvo fyrstu laugardag- ana í nóvember og á einu mánudags- kvöldi í sama mánuði undir stjórn Karls Ágústs Úlfssonar. Heimasíða fyrir fræðsludeild Þjóðleikhússins er í vinnslu, og verð- ur opnuð síðar í haust. Þar verða upplýsingum um leikhús og leiklist, sem ætti að geta nýst kennurum á ýmsan hátt. Síðuna verður hægt að nálgast í gegnum heimasíðu leik- hússins; www.leikhusid.is EIN lítil saga, ljóð eða sönglag, flutt af einni persónu, jafnvel fyrir einn hlustanda, er fullkomið leik- hús, leikhús án alls umbúnaðar, jafnvel án látbragðs en klætt í lif- andi hljóman orða og tóna. Þannig hafa orð og tónar verið frá örófi alda, safn alls þess sem maðurinn var og þráði. Nú er umbúnaðurinn orðinn svo margslunginn og í þeirri firrð frá upprunanum, hefur lítil saga, lágkveðið ljóð og kyrrlátt lag, verið vistað í kistu þagnar og gleymsku, hljómvana gegn þrumugný mannlegra umsvifa dagsins í dag. Þetta og margt annað flaug gegnum hugann á tónleikum Ingv- eldar Ýrar Jónsdóttur og Guðríðar St. Sigurðardóttur, á tónleikum þeirra, á vegum Tibrár í Salnum, s.l. fimmtudagskvöld. Tónleikarnir hófust á tveimur söngvum eftir kanadíska tónskáldið Jean Coult- hard (1908–2000) við texta, sem þýddur var úr tungu Haida ind- íána, um ástina og bæn til sólarinn- ar um gott veður, þekkilegum söngvum, er voru vel fluttir. Sibelíus tók næstur til máls og voru það meistaraverkin Den första kyssen, Säf, säf, susa og Svarta rosor og var túlkun Ingv- eldar sterk og borinn upp af mús- íkölsku innsæi, er naut sérlega fal- legs píanóundirleiks hjá Guðríði. Eitt af því sem Ingveldur hefur á valdi sínu er leikræn túlkun og í ís- lensku lögunum blómstraði þessi eiginleiki; í Yfirlýsingu Hjálmars H. Ragnarssonar, Prinsessunni á bauninni, eftir John Speight, Lág- nætti, þokkafullu lagi eftir Sigur- svein D. Kristinsson, Litli þröstur, eftir undirritaðan, Maður hefur nú, jazzívöfðu lagi Gunnars Reynis Sveinssonar og lagsmellinum Það kom söngfugl að sunnan, eftir Atla Heimi Sveinsson. Huldan eftir Grieg er, hvað stíl varðar, samstofna söngverkum Si- belíusar. Báðir höfðu þeir á valdi sínu sérkennilega fallegt lagferli, án þess að tapa hinu túlkandi flugi, er var á áhrifamikinn hátt undir- strikað í píanóundirspilinu og er lagaflokkurinn Huldan, eftir Grieg, að þessu leyti til, eitt samfellt glitr- andi listaverk. Ásamt lögum Sibelí- usar, var Huldan eftir Grieg, bæði af hálfu söngvarans og píanóleik- arans, það sem best verður munað af viðfangsefnum tónleikanna, fyr- ir leikrænan og góðan söng Ingv- eldar og glitrandi fallegan píanó- leik Guðríðar. Um aldamótin 1900 og fram að seinna heimsstríðinu, vildu alvar- legir listamenn nota vaxandi skemmtiáhuga almennings, og reyndu að semja góða texta og tón- list í léttum umbúnaði. Þessi brúk- unarlist náði þó helst til þeirra sem annars lögðu sig eftir háklassískri tónlist og má segja að aðeins Kurt Weill hafi heppnast að ná virkilega til almennings. Youkali, draum- svikul þrá eftir sælu, var glæsilega flutt og sama má segja um Vegi ástarinnar eftir Poulenc og „Div- una“ eftir Satie. Lokaverkefni tón- leikanna var lítil aría úr buffa-óp- erunni Perikóla, eftir Offenbach, um tatarastelpu, sem heillar yfir- stéttina í Lima og eins og í nær öll- um óperum hans, hæðist Offen- bach að öllu, fínu og ófínu, gyðjum og goðum. Í þessari aríettu hefur aðalpersónan fengið sér einum of mikið „neðan í því“, sem var listi- lega vel túlkað af Ingveldi. Það var músik og leikgleði í söng Ingveldar en í verkum Sibelíusar og Griegs var söngur og túlkun hennar best og þar átti Guðríður sérlega góðan og glitfagran leik, enda eru söngverk Sibelíusar og Griegs, einhverjar tærustu perlur norrænna sönglaga. TÓNLIST Salurinn Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Guðríður St. Sigurðardóttir fluttu íslensk og erlend lög og lagaflokkinn Huldan, eftir Grieg. Fimmtudagurinn 19. september, 2002. SÖNGTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Ingveldur Ýr Jónsdóttir Músík og sönggleði Guðríður St. Sigurðardóttir ÞAÐ gæti virst gömul tugga að fjalla um fegurðina og afstæði hennar. En svo lengi sem mann- eskjan heldur áfram að setja sjálfs- mynd sína í útlitið og dæma aðra eftir því, ætti tilbrigði við það stef að vera sjálfsagt í umfjölluninni. Ragnar Bragason segir okkur sögu ungrar konu sem brennst hef- ur illa, og á í sérstæðu sambandi við lýtalækninn sinn. Við komumst að því að konan hafi verið skraut- fjöður eiginmannsins út á fegurð sína eina, fengið nóg af því og skað- að sig sjálf. Lýtalæknirinn heillast hins vegar af innri fegurð konunnar og verður ástfanginn. En konan hrindir honum frá sér og spyr hann af hverju hann vilji gera hana fal- lega aftur, „fyrir hvern? Mig? Sjálf- an þig?“ Það er skiljanlegt að kona sem hefur búið við jafnyfirgengilega yf- irborðsmennsku og í hennar tilviki treysti fáum. Hins vegar finnst mér að eftir jafnafdrifaríkar aðgerðir ætti hún að vera orðin það sjálf- stæð að hún þyrfti ekki að hræðast að læknirinn hafi nokkur áhrif á hana. Hefur hún ekki loksins hitt einhvern sem hugsar á sömu nótum og hún? Ætlar hún kannski að flýja allar manneskjur einsog hún flýr hann? Hve lengi? Eða er það kannski einsog læknirnirinn spyr sig, að hún viti ekki sjálf hver hún er? Eða skildi ég verkið kannski ekki nógu vel? Samtölin í verkinu eru eiginlega einsog læknirinn segir sjálfur „ein- töl sem skarast“. Eintöl sem verða á stundum fulltilgerðarleg, auk þess sem þau virkuðu sem mötun á mig. Í stað þess að skapa drama þar sem afhjúpast hvernig manneskj- unum líður og við hvað þær eru að glíma, eru þær endalaust að útlista fyrir okkur hvað þeim býr í brjósti, og án þess að nokkur skiljanlega niðurstaða fáist. Ég skildi ekki heldur hvert hlut- verk Helgu Brögu var í myndinni, þótt henni hafi tekist að skapa ann- ars áhugaverðan karkater. Magnús Jónsson hafði úr minna að vinna, enda persóna hans fullgróf týpa, eiginmaður og faðir, sem hagar sér einsog firrtur unglingsstrákur. Baldur og María voru annars bæði fín í sínum hlutverkum. Ragnar hefur mjög gott vald á myndmiðlinum, hver rammi er út- hugsaður í myndinni, og frásögnin treystir að miklu leyti á myndmálið. Það er einfalt og smekklegt. Við undirleik tónlistar Barða Jóhanns- sonar og með lágstemmdri túlkun leikaranna verður verkið eiginlega að „myndljóði“ frekar en drama- tísku sjónvarpsleikriti, þótt aðstæð- ur konunnar séu vissulega drama- tískar. Þótt Allir hlutir fallegir sé ekki algerlega vel heppnað leikrit, er það vissulega allt öðruvísi en sjón- varpsleikrit undanfarinna missera og fín tilbreyting. Það er sönnun þess að Sjónvarpið ætti að starfa meira með framleiðendum úti í bæ, frekar en að sjá alfarið um fram- leiðsluna og setja ramma utan um sköpunina og þar með ímyndunar- afl og frelsi listamannanna, sem hingað til hefur gefið af sér einsleit og þunn verk. Konan sem leitaði dýpraSJÓNVARPSLEIKRITSjónvarpið Leikstjórn og handrit: Ragnar Bragason. Aðalhlutverk: María Ellingsen, Baldur Trausti Hreinsson, Helga Braga Jóns- dóttir, Kolbrún Erna Pétursdóttir og Magnús Jónsson. Förðun: Ragna Foss- berg. Tónlist: Barði Jóhannsson. Stjórn upptöku: Ágúst Jakobsson. 35 mín. Plú- ton/RÚV 2001. Sýnt 22. september 2002. ALLIR HLUTIR FALLEGIR Hildur Loftsdóttir ♦ ♦ ♦ Orðaheimur er íslensk hugtakaorða- bók með orða- og orðasambandaskrá eftir Jón Hilmar Jónsson en hann er höfundur Orðastaðar. Orðaheimi er fyrst og fremst ætlað að greiða notendum leið að viðeigandi orða- lagi við hin ýmsu tækifæri, bæði í ræðu og riti. Bókin hefur því að nokkru leyti sama notkunargildi og samheitaorðabók, þó að framsetning og efnisskipan sé gjörólík. Kjarni bók- arinnar inniheldur 840 hugtakaheiti sem vísa til óhlutstæðra fyrirbæra og snerta aðallega eiginleika, skynjun og framferði mannsins, afstöðu hans og viðbrögð við umhverfi sínu og mannleg samskipti. Hverju hugtaki fylgir síðan fjöldi orðasambanda sem tengjast því á mismunandi vegu og jafnframt er vísað til skyldra hugtaka til frekari glöggvunar og fróðleiks. Alls er lýst um 33.000 orðasamböndum sem flestir kannast við en hafa ef til vill ekki kom- ið fyrir sig í dagsins önn. Einnig lætur höfundur mörg tilbrigði fylgja með sem okkur eru ekki eins töm. Annar meginhluti bókarinnar er heildarskrá yfir leitarorð sem tryggir beinan aðgang að öllum orða- samböndum og hugtökum. Þar er gert ráð fyrir að nýta megi hvaða meginorð og orðasamband sem er sem að- gangslykil að því orðafari sem leitað er eftir. Sjálfstætt gildi þessarar skráar kemur einnig víða í ljós, ekki síst þar sem fjölbreytileg mynd af notkun ein- stakra orða blasir við. Aftast í bókinni er síðan ensk lykilorðaskrá. Höfundur hefur unnið að smíði verksins um árabil og hlaut styrki úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands, Lýð- veldissjóði og Málræktarsjóði. Útgefandi er JPV-forlag. Bókin er um 1.000 blaðsíður. Bessi Aðalsteinsson annaðist umbrot en Jón Ásgeir Hreins- son hannaði kápu. Verð: 9.980 kr. Hugtakaorðabók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.