Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN
34 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EKKERT er mikilvægara nú en
sjálfstætt friðarstarf frá Íslandi.
Friður 2000 skoraði á ríkisráðsfund-
inn á Bessastöðum 24. september
síðastliðinn að fordæma aukinn
hernað í Mið-Austurlöndum og fela
forseta Íslands að koma á fót sjálf-
stæðu friðarstarfi Íslendinga.
Friður 2000 lýsir þungum áhyggj-
um af þróun mála á alþjóðavettvangi
og því hvernig stjórnvöldum Banda-
ríkjanna er að takast að blekkja um-
heiminn inn í þriðju heimsstyrjöld-
ina. Samtökin fordæma andvaraleysi
íslenskra ráðamanna sem hafa
hundsað allar áskoranir Friðar 2000
en samtökin hafa ítrekað sl. 7 ár var-
að forseta Íslands og ríkisstjórn við
því að heimsstyrjöld muni brjótast
út nema til komi nýjar leiðir í frið-
armálum sem Íslendingar séu best
fallnir til að kynna heimsbyggðinni.
Ítrekaðar eru viðvaranir Friðar
2000 frá 14. september 2001 og aftur
14. september 2002, að bandarísk
stjórnvöld sigla undir fölsku flaggi
og að refskákin minnir á undanfara
síðustu heimsstyrjaldar í Þýska-
landi.
Einnig er ítrekuð áskorun til for-
seta Íslands frá 31. mars sl. Hafi
sitjandi forseti ekki kjark til þess að
rísa upp gegn hervaldinu sem ógnar
nú öryggi og framtíð þjóðarinnar og
heimsbyggðarinnar allrar, ætti hr.
Ólafur Ragnar Grímsson í ljósi kosn-
ingaloforða að íhuga stöðu sína á
Bessastöðum.
Í kjölfar hryðjuverkanna 11. sept-
ember 2001 hefur George Bush for-
seti Bandaríkjanna styrkt áhrifavald
sitt með fjölda lagasetninga og virð-
ist honum vera að takast að koma á
herlögum í landinu með einræði
hvað varðar stjórn hersins og notk-
un kjarnorkuvopna.
Stjórnvöld Bandaríkjanna undir
forystu Bush er mesta ógnin við
framtíð mannkyns á okkar tímum.
Forsetinn hefur á undanförnum
mánuðum útmálað fleiri þjóðir sem
öxul hins illa og látið herstjóra sína
gera áætlun um árásir á þær með
kjarnorkuvopnum. Síðustu daga hef-
ur Bush gengið enn lengra með óbil-
gjarnri stefnuyfirlýsingu í ætt við
stefnu nasista og krafið þingið um
heimild til hernaðar á hvern sem er
hvenær sem er. Ljóst er að Bush
mun ekki láta staðar numið við Írak.
Menn skulu kynna sér feril
Bandaríkjanna undanfarna áratugi
til að átta sig á köldum sannleik-
anum. Í raun er það næsta skoplegt
að stjórn Bandaríkjanna ætli með
hervaldi að ráðast á aðra þjóð sem
ku ekki hafa farið að lögum því engin
þjóð hefur brotið fleiri lög og al-
þjóðasamninga en einmitt stjórn
Bandaríkjanna. Slóðin er eftir þá,
hvort sem litið er til mannréttinda,
umhverfismála, stríðsglæpadóm-
stóls, jarðsprengna, eiturvopna eða
kjarnorkuvopna.
Fleiri hundruð þúsund manns
urðu vítiseldum að bráð þegar for-
seti Bandaríkjanna fyrirskipaði
þann stríðsglæp að varpa tveimur
kjarnorkusprengjum á Japan eftir
að forsetanum varð ljóst að Japanir
voru að undirbúa uppgjöf við lok síð-
ustu heimstyrjaldar. Í kjölfarið og
fram á þennan dag hefur stjórn
Bandaríkjanna ítrekað grafið undan
lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum
og stutt fjöldann allan af ótíndum ill-
mennum til valdaráns svo og sent
hermenn til blóðugra óhæfuverka og
morða gegn fjarlægum þjóðum og
þjóðhöfðingjum, að ógleymdu því að
að starfrækja í Bandaríkjunum einn
alræmdasta hryðjuverkaskóla heims
sem enn í dag er í fullum gangi þótt
nafni skólans hafi verið breytt.
Það er ábyrgðarhluti af íslenskum
ráðamönnum að lýsa stuðningi við
það glæpsamlega athæfi sem Banda-
ríkjamenn eru nú að brugga í Mið-
Austurlöndum og jafnvel víðar til að
tryggja aukin yfirráð yfir auðlindum
jarðar. Nóg er komið af slíkum
stuðningi héðan eftir að lífið hefur
verið murkað úr tveimur milljónum
manna í Írak með stuðningi okkar
við viðskiptabann sem lögfróðir sér-
fræðingar SÞ hafa flokkað undir
glæp gegn mannkyninu. Það óhæfu-
verk hefur nú þegar skipað íslensk-
um ráðamönnum á bekk með glæpa-
mönnum. Allir sem vilja, vita að
deilan snýst um yfirráð olíu og að
Saddam-grýlan er hentugur tilbún-
ingur þótt ekki skuli dregið úr þeirri
hættu er stafar af særðu dýri. Á eng-
an hátt er hægt að réttlæta árás-
arstríð með einhliða og jafnvel til-
búnum skýrslum um vopnabúr
þjóðar sem kúguð er með aðstoð al-
þjóðasamfélagsins og sem lifir undir
nær daglegum loftárásum og hótun-
um um enn frekara blóðbað og jafn-
vel kjarnorkuvopnaárás frá mesta
herveldi jarðar en samkvæmt frétt-
um hefur lekið út frá Pentagon áætl-
un um kjarnorkuvopnaárás á Írak
og fleiri ríki. Þeir sem lifa við slíka
ógn hljóta að hafa sama rétt og aðrir
að búa sig til varnar og því getur
lausnin til friðar aldrei falist í hern-
aði.
Bandaríkin haga sér í samræmi
við það sem önnur heimsveldi hafa
gert í gegnum aldirnar sem sagan
hefur þegar dæmt. Heimsveldi
þenja sig út um jarðir annarra þar til
þau mæta öflugri og ákveðinni mót-
spyrnu.
Við getum ekki barist fyrir sjálf-
stæði okkar með vopnavaldi. Við
getum heldur ekki barist með fjár-
magni. En við getum stuðlað að því
að þjóðir heims rísi upp strax nú og
taki á vánni áður en það er of seint.
Við eigum að stuðla að því að NATO
og bandalagsþjóðir okkar átti sig á
því hvað er að gerast og að gripið
verði til diplómatískra aðgerða strax
til að stöðva skepnuna í fæðingu.
Íslendingar eiga að hefja eigið
friðarátak í Mið-Austurlöndum und-
ir forystu embættis forseta Íslands
eins og kynnt var í „Virkjum Bessa-
staði“ 1996. Íslendingar eiga ein-
staka fyrirmynd að friðarþingi sem
er mikilvægur hornsteinn í tillögum
að nýju friðarferli í Mið-Austurlönd-
um sem kynnt er á vefnum althing.-
org og sem fengið hefur jákvæðar
viðtökur víða um heim.
Enn sem komið er hefur utanrík-
isráðuneytið neitað fulltrúum Friðar
2000 um viðtal um Alþingi-Jerúsal-
em. Samtökin vonast til að stjórn-
völd sjái að sér og endurskoði þá af-
stöðu. Friður 2000 mun fylgjast
gaumgæfilega með því hvernig for-
seti Íslands, ráðherrar og þingmenn
halda á spöðunum næstu mánuði og
fjalla um það með hliðsjón af ítrek-
uðum viðvörunum okkar í komandi
prófkjörum og alþingiskosningum.
Áskorun á ríkisráðsfund
Eftir Ástþór
Magnússon
„Friður
2000 mun
fylgjast
gaumgæfi-
lega með því
hvernig forseti Íslands,
ráðherrar og þingmenn
halda á spöðunum
næstu mánuði.“
Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
ALLTAF koma öðru hvoru upp
hugmyndir um að auka einkarekstur í
heilbrigðisgeiranum. Áhugamenn þar
um benda á almenna hagkvæmni og
skilvirkni einkarekstrar og telja að af-
rakstur ætti að verða sparnaður í
heilbrigðismálum.
Í einkarekstri sé áherslan á að há-
marka hagnað. Rekstrarkostnaður sé
þá lágmarkaður og rekstrartekjur
hámarkaðar. Áhersla sé á skilvirkni,
hagkvæmni og á að auka tekjuinn-
streymi. Þegar vel gangi skili þetta
sér í starfsemi sem skili eigendum
sínum góðum hagnaði.
Hugmyndir hafa sést um að ríkið
geri samninga við einkaaðila þess efn-
is að þeir sjái um rekstur einstakra
deilda eða að rekstur þeirra komi til
sem viðbót við núverandi rekstur.
Ef ríkið á að borga, en einkaaðilar
að sjá um framkvæmdina og rekst-
urinn, þá geta þeir hámarkað hagnað
sinn með því að a) lágmarka rekstr-
arkostnað og b) með því að fram-
kvæma sem mest af aðgerðum og
rannsóknum. Væntanlega verður þá
freistandi að hafa aðgerðir viðamiklar
og dýrar, og einnig rannsóknir sem
dýrastar og viðamestar. Þeir, sem
tekst að hámarka fjölda og dýrleika
aðgerða og rannsókna, og einnig skil-
virkni og hagkvæmni í rekstri, ættu
að skila mestum hagnaði og hafa efni
á að borga hæstu launin, og því hafa
yfir að ráða bestu sérfræðingunum.
Rekstrareiningarnar sjálfar gætu
þannig orðið hagkvæmar, hagnaður
þeirra mikill og laun sérfræðinga
þeirra góð, framkvæmd verka vönduð
og góð, en kerfið í heild ríkinu ærið
kostnaðarsamt.
Engar töfralausnir
Einkaframkvæmd hefur sína kosti,
en einnig sína galla. Sama á við um
ríkisrekstur. Í honum er ekki fyrir
hendi sambærileg innbyggð hvatning
til að framkvæma sem flestar aðgerð-
ir eða til að hámarka skilvirkni og
hagkvæmni eininga. Rekstrareining-
ar ættu því að verða tiltölulega óskil-
virkar og óhagkvæmar, en á móti
ættu þær að framkvæma tiltölulega
minna af dýrum aðgerðum og rann-
sóknum.
Hægt er að setja upp eftirlitskerfi
með einkarekstri í heilbrigðismálum
þar sem farið væri ofan í einstaka
þætti og krafist rökstuðnings fyrir
aðgerðum og rannsóknum. Vandinn
er að því meira eftirlit, því dýrara
verður það. Til flækjuauka er margt
það sem sérfræðingar fara fram á
byggt á eigin sérfræðimati og eftir-
litsaðilar eru ólíklegir til að þekkja
þau mál eins vel og þeir, og því líkleg-
ir til að standa höllum fæti gagnvart
þeim þegar deilt er um rökstuðning
fyrir einstökum aðgerðum eða rann-
sóknum. Þannig er því sennilega í eðli
sínu takmarkað hve mikil bremsa á
kostnað fyrir ríkið slíkt eftirlit gæti
verið. Það sama getur átt við eftirlit
með sérfræðingum sem vinna hjá
hinu opinbera, en á móti ætti ekki að
vera fyrir hendi að sama skapi hvatn-
ing hjá þeim að gera sem mest svo
fremi sem tekjur þeirra markast ekki
af slíkum þáttum.
Eftirlit með rekstrarkostnaði ein-
inga hjá ríkinu ætti að vera fram-
kvæmanlegt þar sem það ræður yfir
eigin rekstrarfræðingum um ríkis-
rekstur. Menn verða að meta kostina
og gallana af einkarekstri og ríkis-
rekstri gætilega. Það liggur ekki í
augum uppi hvort fyrirkomulagið er
kostnaðarsamara, þegar um heil-
brigðismál er að ræða, og kostnaðar-
samt getur verið að bakka út aftur.
Er einkarekst-
ur lausnin?
Eftir Einar Björn
Bjarnason
„Hægt er að
setja upp
eftirlitskerfi
með einka-
rekstri í heil-
brigðismálum og fara
ofan í einstaka þætti.“
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Á SÍÐUSTU misserum hafa
horfur í byggðamálum breyst
verulega. Ástæða er til að gera ráð
fyrir að fyrirætlanir um mestu
framkvæmdir Íslandssögunnar í
orku- og iðnaðarmálum verði að
veruleika á Austfjörðum. Gangi
það eftir verða gífurlegar fram-
kvæmdir sem standa í mörg ár.
Þær munu hafa í för með sér aðra
uppbyggingu vegna búsetu og
þjónustu við þá atvinnustarfsemi
sem þar mun rísa. Jafnframt þessu
liggja fyrir ákvarðanir stjórnvalda
um að gerð þriggja jarðganga á
Norðausturlandi verði boðin út í
einu lagi. Í þessu sambandi er rétt
að minna á að í byggðaáætlun sem
samþykkt var á liðnu vori var aðal-
áhersla lögð á að styrkja Akureyri
sem mótvægi við höfuðborgar-
svæðið. Gangi þetta allt eftir, eins
og til er stofnað af hálfu hins op-
inbera, má telja sterkar líkur á því
að byggðaþróun snúist til já-
kvæðrar áttar á Norðausturlandi.
Ég fagna því af heilum hug að það
hillir undir betri tíma á þessum
hluta landsins. Það hlítur hins
vegar að vera mikið umhugsunar-
efni hversu þær fyrirætlanir og
áætlanir sem hér um ræðir, og all-
ar eru frá stjórnvöldum komnar,
deilast ójafnt niður á landið. Það
er veruleg hætta á því ef fram fer
sem horfir að næstu ár verði
öðrum svæðum dreifbýlisins mjög
erfið nema gripið verði til mót-
vægisaðgerða til að minnka það
ójafnvægi sem í stefnir.
Ábyrgð stjórnvalda er öll í þessu
efni vegna þess að allar hinar
miklu framkvæmdir sem fyrir dyr-
um standa eru fyrir atbeina þeirra.
Þörf fyrir byggðaaðgerðir myndast
vegna ójafnvægis milli byggðar-
laga og landsvæða. Stjórnvöld
þurfa þessvegna að hafa heildar-
áhrif aðgerða í huga þegar þær eru
ákveðnar. Það hefur augljóslega
ekki verið gert nú. Það er þess
vegna þörf á endurskoðun á tíma-
setningu framkvæmda og öðrum
fyrirætlunum sem geta haft já-
kvæð áhrif á búsetu og atvinnulíf
annars staðar en á þeim vaxtar-
svæðum sem njóta munu þeirra
umfangsmiklu fyrirætlana sem í
stefnir. Í ljósi þeirra breyttu að-
stæðna sem upp eru komnar þarf
strax í haust að bregðast við og
taka ákvarðanir sem koma öðrum
landsvæðum í dreifbýlinu til góða.
Þar væri nærtækast að flýta
framkvæmdum í samgöngumálum,
sérstaklega þeim sem hafnar eru
eða mögulegt er að hefja án mikils
fyrirvara.
Sérstakt átak til að auka mögu-
leika til framhaldsmenntunar og til
styrktar menntun í dreifbýli væri
sjálfsagður hluti slíkra fyrirbyggj-
andi viðbragða.
Besta aðgerðin væri auðvitað sú
að aflétta þeim höftum sem eru á
atvinnufrelsi manna í sjávarbyggð-
unum þannig að þeir geti aftur far-
ið að njóta nálægðarinnar við gjöf-
ul fiskimið. Þeir sem nú eru við
stjórnvölinn eru ekki líklegir til
þess að breyta fiskveiðistefnunni
en það er vissulega breytinga von í
því efni ef Samfylkingin kemur að
ríkisstjórnarborðinu eftir kosning-
arnar í vor.
Það er ekki sjálfsagt mál að allir
þeir gríðarlegu fjármunir sem nú
stefnir í að fáist fyrir sölu rík-
iseigna fari í samgöngumannvirki á
einu landsvæði. Þá má líka nota
annarsstaðar og þá má ekki síður
nota í menntamál en samgöngu-
mál. Það hefur margsannast að
menntastofnanir eru besta byggða-
fjárfesting sem völ er á.
Stjórnvöld þurfa að svara því á
þessu hausti hvernig þau ætla að
bregðast við þeirri stöðu sem upp
er að koma í byggðamálum.
Ef ekki verður brugðist við af
myndugleik og verulegum krafti
mun ójafnvægi í byggð landsins
skapa nýjan vanda í byggðarlögum
sem hafa hann nógan fyrir.
Sá vandi væri fyrir tilverknað
stjórnvalda og á þeirra ábyrgð.
Mótvægisaðgerðir eru bráðnauð-
synlegar og ákvarðanir um þær
þarf að taka sem allra fyrst.
Ójafnvægi í
byggðamálum
Eftir Jóhann
Ársælsson
Höfundur er alþingismaður.
„Mótvægis-
aðgerðir eru
bráðnauð-
synlegar og
ákvarðanir
um þær þarf að taka
sem fyrst.“
Brimborg Reykjavík Brimborg Akureyri brimborg.is
er dæmi um meiri bíl.
Farangursrými Fiesta
Fáðu meira en áður
- fyrir minna en áður.
Skráðu þig í Broste klúbbinn - bergis.is
Nýr lífsstíll