Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 47 DAGBÓK ENGINN nema byrjandi spilar litlu frá KGxx að hundum í borði. Eða það skyldi maður halda: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ ÁG932 ♥ Á73 ♦ 65 ♣654 Suður ♠ KD1054 ♥ 6 ♦ KG32 ♣ÁD9 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 spaði 2 hjörtu 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur trompar út og austur fylgir lit. Hvernig á suður að tryggja tíu slagi? Hann þarf að spila „eins og byrjandi“. Hjartaás er tekinn og hjarta trompað. Svo er blindum spilað inn á spaða og hjarta aftur stung- ið. Og nú er litlum tígli spilað að heiman frá KG32! Norður ♠ ÁG932 ♥ Á73 ♦ 65 ♣654 Vestur Austur ♠ 8 ♠ 76 ♥ KG1092 ♥ D854 ♦ ÁD74 ♦ 1098 ♣K102 ♣G873 Suður ♠ KD1054 ♥ 6 ♦ KG32 ♣ÁD9 Í sjálfu sér skiptir engu máli hvernig spilið liggur, en þetta er legan sem skapar mesta hættu – að vestur sé með ÁD í tígli og laufkóng. Væntanlega tekur austur tígulslaginn og spilar tígli um hæl. Suður lætur þá gos- ann og á nú svar við öllu sem vestur gerir. Hann þarf einn slag aukalega á láglit og fær hann á silfurfati. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú tekst á við lífið með áfergju en nákvæmni og kröfur sem þú gerir til þín eru oft öðrum fyrirmynd. Þú þarft að taka ýmsar mikil- vægar ákvarðanir á árinu sem framundan er. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Nú er heppilegur tími til að skipta um húsnæði eða starf. Vertu vakandi fyrir utanað- komandi áhrifum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú verður að taka starf þitt til endurskoðunar. Þú þarft að tryggja að vinnuframlag þitt sé metið með eðlilegum hætti. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Frá árinu 1999 hefur þú gengið í gegnum mikið breyt- ingarskeið sem hefur leitt til endurmats á þinni stöðu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur átt í innri baráttu því það er ljóst að þú verður að gefa ýmislegt frá þér. Ekki reyna að sporna við þessu, þessir hlutir eru hættir að þjóna þínum hagsmunum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú verður að safna kjarki og láta langþráðan draum þinn rætast. Þiggðu ráð frá sér- fræðingum og vinum sem vilja aðstoða þig. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Á þessu ári munt þú upp- skera eins og þú hefur sáð. Þú skalt hlúa að því sem vel gengur en sleppa hinu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Undanfarin ferðalög og menntun hafa búið þig undir framgang í starfi sem verður á næstu tveimur árum. Haltu áfram að vinna vel því nú munu draumar þínir rætast. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Erfitt skeið, sem verið hefur undanfarin misseri, er brátt á enda. Á árinu framundan mun þér ganga vel í vinnu og einkalífi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Mörg ykkar hafa lent í því að persónuleg sambönd hafa rofnað á síðustu tveimur ár- um. En nú getið þið hlakkað til aukinna ferðalaga og tæki- færa sem gefast. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sólin er í hádegisstað á ykkar korti. Því getið þið búist við að ýmis gömul tækifæri bjóð- ist ykkur á ný. Ykkur tekst vel að hrífa mikilvægt fólk með ykkur þessa vikuna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Auknar skuldbindingar vegna barna og þörf til að komast að niðurstöðu um starfsframa hafa átt hug ykk- ar allan. Skilyrðin eru hag- stæð á næstunni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er mikilvægt að hafa í huga að á þessu tímabili í ævi ykkar er nauðsynlegt að tryggja jafnvægi og stöðug- leika á heimilinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 26. september, er áttræð Ólöf Jóhannsdóttir, ljósmóðir, Ljósheimum 6. Ólöf tekur á móti gestum í Rafveituheim- ilinu við Elliðaár á milli 18 og 21 í kvöld og vonast til að sjá þar sem flesta af sínu samferðafólki í gegnum tíð- ina. Uppbygging á æsku- heimili hennar að Ósi á Borgarfirði eystra hefur átt hug hennar allan um langt skeið og biður hún því þá sem vilja gleðja hana að leggja henni lið við það verk- efni frekar en að færa henni gjafir eða blóm. Baukur og gíróseðlar verða á staðnum. LJÓÐABROT HRAUN Í ÖXNADAL „Þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla“ lék í ljósi sólar, lærði hörpu’ að stilla, hann, sem kveða kunni kvæðin ljúfu, þýðu, skáld í mun’ og munni, mögur sveitablíðu. Rétt við háa hóla, hraunastalli undir, þar sem fögur fjóla fegrar sléttar grundir, blasir bær við hvammi bjargaskriðum háður; þar, til fjalla frammi, fæddist Jónas áður. --- Hannes Hafstein 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 e6 4. e3 f5 5. Rf3 Bd6 6. Bd3 Rf6 7. Re5 Rbd7 8. f4 Bxe5 9. fxe5 Re4 10. Bxe4 dxe4 11. Dh5+ g6 12. Dh6 De7 13. b3 b5 14. cxb5 cxb5 15. a4 b4 16. Rb5 Rb6 17. Bd2 Rd5 18. O-O Ba6 19. Rd6+ Kd7 20. Hfc1 Bd3 21. Hc5 f4 22. Hac1 Hab8 Staðan kom upp á Fyrsta laugardagsmóti sem lauk fyrir skömmu í Búdapest. Tveir íslenskir skákmenn, Björn Þorfinnsson og Ingv- ar Þór Jóhannesson tóku þátt hvor í sínum alþjóða- meistaraflokknum. Björn hóf sitt mót skelfi- lega en hrökk síðan í gang og lenti fyrir of- an miðju. Ingvar hafði annan hátt á þar sem hann byrjaði gríðarlega vel en dal- aði undir lokin. Víet- naminn Ngoc Ngo (2171) hafði hvítt gegn Birni Þorfinns- syni (2314). 23. Hxd5! exd5 24. Dh3+ De6 25. Hc7+ Kxc7 26. Dxe6 og svartur gafst upp. Lokastaða flokksins varð þessi: 1.-2. Miklos Gal- yas (2407) og Ngo Ngoc (2172) 8. vinninga af 11 mögulegum. 3. Esben Lund (2329) 4. Craig Hanley (2331) 6½ v. 5.-6. Bela Soos (2283) og Björn Þorfinnsson (2314) 6 v. 7. Pal Petran (2364) 5 v. 8.-9. Nathan Resika (2276) og Richard Pert (2357) 4 ½ v. 10. David Berczes (2205) 4 v. 11. Kim Thien Kieu Le (2254) 3 ½ v. 12. Ferenc Frink (2240) 3 v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Ljósm./Halla Einarsdóttir BRÚÐKAUP. Hinn 26. maí sl.voru Hrund Gísladóttir og Guðmundur Óli Sveins- son gefin saman í hjónaband í Landakirkju í Vestmanna- eyjum af sr. Kristjáni Björnssyni. Heimili þeirra er í Vestmannaeyjum. Ljósm./Halla Einarsdóttir BRÚÐKAUP. Hinn 6. júlí sl. voru Þóra Gísladóttir og Júlíus Guðlaugur Ingason gefin saman í hjónaband í Stafkirkjunni í Vestmanna- eyjum af sr. Kristjáni Björnssyni. Heimili þeirra er í Vestmannaeyjum. Með þeim á myndinni er sonur þeirra, Arnar. Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu kr. 12.500 til styrktar Barnaspítala Hringsins og vilja krakk- arnir að peningarnir verði notaðir til að gleðja veik börn á Barnaspítalanum. Þau heita Anna Guðný Sigurðardóttir, Daníel Jakobsson, Kristín Dóra Ólafsdóttir og Jónas Sturla Gíslason. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlutavelta Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207 www.ljosmynd.is Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. Passamyndatökur alla virka daga. Erum byrjaðir að taka niður pantanir á fermingar- myndatökum í vor. Pantaðu tímanlega Handklæði & flíshúfur . Fáið sendan myndalista Myndsaumur Reykjavíkurvegur 62 220 Hafnarfjörður Sími 565 0488 www.myndsaumur.is Sögutengdur Miðaldakvöldverður að hætti Þorláks helga ásamt með menningardagskrá er á borðum í skálholtsskóla fyrir hópa og einstaklinga. Pantanir í síma 486 8870 og um netfang skoli@skalholt.is Velkomin til Skálholts Síðar og stuttar dúnúlpur vesti, peysur og blússur frá Verslun fyrir konur, Mjódd og Laugavegi Nýkomin sending af handunnu amerísku vinnu- og götuskónum frá Nurse Mates og Soft Spots. Nokkrir góðir tilboðsdagar í Remedíu Loksins loksins komnir aftur inniskórnir frá Isotoner Tilvaldir í ferðalagið. Frábærir til tækifærisgjafa. 15% kynningarafsláttur Litir: silfur, gyllt, svart, beis og lilla. Sendum í póstkröfu. SJÚKRAVÖRUR EHF. Verslunin Remedia í bláu húsi v/Fákafen, sími 553 6511. Einnig bjóðum við 10% afslátt af hinum sívinsælu flugsokkum frá Samson og Delilah yogawest.isSeljavegi 2 sími: 511-2777 YOGASTÖÐ VESTURBÆJAR Y GAO fös. 27.9. kl. 17.20F R Í T T Í Y O G AO P I N N T Í M I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.