Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 46
DAGBÓK
46 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Goða-
foss og Akureyrin koma
í dag, Taiwa Maru, Ora-
sund og Arnarfell fara í
dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Ozherelye kom í gær.
Brúarfoss fer til Reykja-
víkur í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Vinnu-
stofa og jóga kl. 9, boccia
kl. 10. Hjúkrunarfræð-
ingur til viðtals kl.11,
myndmennt kl. 13.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta og opin
handavinnustofa, kl. 9–
12.30 bókband og öskju-
gerð, kl. 9.45–10 helgi-
stund, kl. 10.15 leikfimi,
kl. 11 boccia, kl. 13–16.30
opin smíða- og handa-
vinnustofa, kl. 10–16
pútt.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
16 hárgreiðsla, kl. 8.30–
14.30 böðun, kl. 9–9.45
leikfimi, kl. 9–12 mynd-
list, kl. 9–16 handavinna,
kl. 9–17 fótaaðgerð, kl.
13 bókband.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið opið
mánu- og fimmtudaga.
Fimmtud. kl. 13 tré-
skurður, kl. 14 bókasafn-
ið, kl. 15–16 bókaspjall,
kl. 17–19 æfing kór eldri
borgara í Damos.
Félagsstarf eldri borg-
ara í Grafarvogi. Púttað
er annan hvern fimmtu-
dag að Korpúlfsstöðum
kl. 10, og annan hvern
fimmtudag er leikin
keila í Keilu í Mjódd.
Þriðjudaga kl. 9.45 og
föstudaga kl. 9.30 vatns-
leikfimi í Grafarvogs-
laug, byrjar þriðjudag-
inn 1. október. Uppl. í s.
5454 500, Þráinn.
Félag eldri borgara,
Garðabæ. Haustlitafeð á
Þingvöll föstud. 27. sept.
frá Hleinum kl. 12.30, frá
Kirkjuhvoli kl. 13, Þátt-
taka tilkynnnist í s.
565 7826. eða 895 7826
Arndís.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Fimmtud. kl. 9
vinnuhópur gler, kl.
10.30 boccia, kl. 13 leik-
fimi karla, bútasaumur
byrjar 3. okt. og postu-
línsmálun 10. okt.
Föstud. kl. 14.15
spænska, Félagsvist í
Kirkjuhvoli kl. 19.30.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9–14 baðþjón-
usta, kl. 9–16.45 opin
handavinnustofan, kl.
14–15 söngstund, hár-
greiðslustofan opin kl. 9–
16.45 nema mánudaga.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 10 hár-
snyrting, kl. 13 föndur
og handavinna. Bingó kl.
15.
Félagsstarfið, Furu-
gerði 1. Kl. 9 aðstoð við
böðun, smíðar og út-
skurður, leirmunagerð
og alm. handavinna, kl.
9.45, verslunarferð í
Austurver. Boccia fellur
niður í dag vegna ferða-
lags.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Gler-
skurður kl. 13, boccia kl.
13.30, dansleikur, opið
hús verður 3. okt. Fé-
lagar frá Gerðubergi
koma í heimsókn, ýmis
skemmtiatriði og kaffi.
Dansleikur með Caprí
tríói verður á föstudag.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Haustlitaferð
verður farin þriðjud. 1.
okt. á Þingvöll. Kaffi-
hlaðborð í Hótel Valhöll.
Nýja fræðslumiðstöðin
við Hakið hjá Al-
mannagjá skoðuð. Heim-
koma áætluð um kl. 18.
Lagt af stað frá Gjá-
bakka kl. 13.15 og Gull-
smára kl. 13.30. Skrán-
ing í Gjábakka, s.
554 3400, og Gullsmára,
s. 564 5260, fyrir kl. 15.
mánud. 30. sept. Ferða-
nefndin. (Bogi, s.
554 0233, eða Þráinn, s.
554 0999).
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Fimmtud.:
Brids kl. 13. Söngfélag
FEB, kóræfing kl. 17.
Föstud.: Félagsvist kl.
13.30. Fyrirhugað er að
halda námskeið í fram-
sögn ef næg þátttaka
fæst. Uppl á skrifstofu
FEB. Haustlitaferð til
Þingvalla 28. sept. Brott-
för frá Glæsibæ kl. 14.
Sækja þarf farmiðana í
síðasta lagi í dag fyrir
hádegi. Silfurlínan er op-
in á mánu- og mið-
vikudögum kl. 10–12.
Skrifstofa félagsins er
flutt að Faxafeni 12 s.
588 2111. Félagsstarfið
er áfram í Ásgarði,
Glæsibæ. Upplýsingar á
skrifstofu FEB.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–12 böð-
un, kl. 9–16.30 gler-
skurður, kl. 10 leikfimi,
kl. 9–16.30 hárgreiðslu-
stofan opin. Samkvæm-
isdansar byrja 10. okt.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 10.30 helgistund, frá
hádegi spilasalur og
vinnustofur opin. Kl.
13.15 „kynslóðir saman í
Breiðholti“, félagsvist í
samstarfi við Hóla-
brekkuskóla, verðlaun
veitt. Vetrardagskráin
er komin.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulíns-
málun, kl. 10 ganga, kl.
13 brids, kl. 13–16
handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum,
gömlu dansarnir byrja
kl. 19 fimmtudaginn 10.
okt.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.05 og kl. 9.55 leik-
fimi, handavinnustofan
opin, leiðbeinandi á
staðnum kl. 9.30–15, kl.
9.30 keramik og leir-
mótun, kl. 13 ramma-
vefnaður, gler og postu-
línsmálun, kl. 15 enska,
kl. 17 myndlist, kl. 17.15
kínversk leikfimi.
Fræðsla um notkun lyfja
og beinþynningu kl.
14.30. Fyrirhugað er að
vera með byrjendahóp í
kínverskri leikfimi ef
næg þátttaka fæst. Uppl.
í síma 554 3400.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna og keramik,
kl. 10 boccia, kl. 11 leik-
fimi, kl. 14 félagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun og bútasaumur,
kl. 10 boccia, kl.13
handavinna, kl. 13.30 fé-
lagsvist, félagsvistin er
með breyttan spilatíma
og verður framvegis kl.
13.30. Fótaaðgerð, hár-
snyrting. Allir velkomn-
ir.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa og
tréskurður, kl. 13–16.45
leir, kl. 10–11 ganga.
Vesturgata 7. Kl. 9.15–
12 böðun, kl. 9.15–15.30
handavinna, kl. 10–11
boccia, kl. 13–16 kóræf-
ing og mósaik. Fræðslu-
og kynningarfundur
verður föstud. 4. okt. kl.
14. Dagskrá: Lyf og inn-
taka þeirra, beinþynn-
ing. Lyfjafræðingur og
hjúkrunarfræðingur
annast fræðsluna, boðið
verður upp á kynningu á
beinþéttnimælingu.
Kaffiveitingar, feðginin
Ingibjörg Aldís Ólafs-
dóttir sópran og Ólafur
B. Ólafsson harmonikku-
leikari skemmta.
Vitatorg. Kl. 8.45 smíði,
kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður, körfugerð
og morgunstund, kl. 10
fótaaðgerðir og boccia,
kl. 13 handmennt og spil-
að.
Félag áhugamanna um
íþróttir aldraðra. Leik-
fimi í Bláa salnum kl. 11.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra, Hátúni 12. Kl.
19.30 tafl.
Kristniboðsfélag
kvenna, Háaleitisbraut
58–60. Fundur í umsjá
Kristínar Bjarnadóttur.
Fundurinn hefst með
kaffi kl. 16.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids að
Gullsmára 13 mánu- og
fimmtudaga. Skráning
kl. 12.45, spil hefst kl. 13.
Kvenfélag Kópavogs.
Fundur 26. sept. kl. 20.
Gestur fundarins er
snyrtifræðingur sem
sýnir förðun.
Félag eldri borgara,
Suðurnesjum, og Tóm-
stundaráð. Haustferð
verður 1. október, látið
vita fyrir 27. september.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi hefst í dag kl. 11.15 í
Digraneskirkju.
Félag aldraðra í Mos-
fellsbæ og nágrenni.
Stofnfundur verður
þriðjud. 1. okt. í Hlégarði
kl. 20.
Framsóknarfélag Mos-
fellsbæjar. Félagsvist
verður í Framsókn-
arsalnum, Háholti 14.
Fyrsta gjöf 27. sept-
ember kl. 20.30. Spilað
verður þrjú föstudags-
kvöld í röð.
Í dag er fimmtudagur 26. sept-
ember, 269. dagur ársins 2002.
Orð dagsins: Þá mælti Páll: „Jó-
hannes skírði iðrunarskírn og sagði
lýðnum að trúa á þann, sem eftir
sig kæmi, það er á Jesú.“
(Postulasagan 19, 4.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 hroki, 4 langar í, 7 nefn-
ir, 8 líkamshlutinn, 9
megna, 11 heimili, 13
ræktað land, 14 á hverju
ári, 15 líf, 17 nálægð, 20
knæpa, 22 ljúka, 23 heit-
ir, 24 visinn, 25 öskra.
LÓÐRÉTT:
1 nægir, 2 að baki, 3
klettur, 4 til sölu, 5
dreng, 6 stjórnar, 10
styrkir, 12 lík, 13 beita,
15 styggir, 16 kvendýr,
18 kjáni, 19 tilbiðja, 20
sár, 21 streita.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 fangelsið, 8 eldur, 9 seiga, 10 inn, 11 kaðal, 13
arans, 15 hjóms, 18 hlass, 21 kór, 22 kjaga, 23 orðar, 24
hagleikur.
Lóðrétt: 2 andúð, 3 geril, 4 lasna, 5 ilina, 6 sekk, 7 kaus,
12 aum, 14 ról, 15 hika, 16 óraga, 17 skafl, 18 hroki, 19
auðnu, 20 sorg.kro
VELVAKANDA barst eft-
irfarandi bréf:
„ÉG hef áhuga á að eyða
vetrarorlofi mínu á Íslandi,
en ég hef komið tvisvar áður
til landsins og líkaði vel ís-
lensk menning. Ég starfa
sem kírópraktor og bý í
Alexandria, Va. USA, í ná-
grenni Washington. Ég er
einhleypur og hef mestan
áhuga á að dvelja á íslensku
heimili, með fjölskyldu eða
einstaklingi og bjóða í stað-
inn dvöl á mínu heimili, sem
er mjög vel staðsett til
ferðalaga á austurströnd
Bandaríkjanna.
Þeir sem hefðu áhuga á
þessu eru beðnir að hafa
samband við dr. Bob Knapp
á netfanginu:
drknapp@aachiropractic-
.com – og skoða vefsíðuna:
www.@aachiropractic.com“
Dr. Bob Knapp.
Áhugaverð saga
VIÐ lestur frásagnar af
miðli hér í blaðinu nýlega,
rifjaðist upp fyrir mér saga
er ég las fyrir nokkrum ár-
um. Bókin er skrifuð af
bandarískum lækni. Nú hef-
ur þessi reynslusaga (bók)
verið þýdd á íslensku og er
hægt að lesa hana á Netinu.
Slóðin er islandis.is/von.
Bókin er að mínum dómi
stórmerkileg og ættu allir
sem vilja fræðast um dul-
ræn efni að lesa hana
spjalda á milli. Bók þessi er
vægast sagt afar óvenjuleg.
Því miður hefur hún ekki
ennþá verið gefin út í bók-
arformi.
J.K.
Tapað/fundið
Leðurjakki týndist
SVARTUR kvenmannsleð-
urjakki týndist á Sportkaffi
sl. laugardagskvöld. Jakk-
inn hefur mikið tilfinninga-
gildi fyrir eiganda. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 895 7332.
Dýrahald
Óska eftir hundi
ÓSKA eftir 2ja mánaða
hundi (hvolpi) af tegundinni
golden retriever, schaefer
eða stóri dani. Þarf ekki að
vera hreinræktaður. Uppl. í
867-0797 eftir kl. 16.
Maximus er týndur
MAXIMUS er ársgamall
fress, svartur. Hann er ól-
arlaus og ómerktur og týnd-
ist frá Auðarstræti 19 fyrir
rúmri viku. Þeir sem hafa
orðið hans varir hafi sam-
band í síma 869 7493.
Köttur fannst
í Laugarneshverfi
FALLEGUR, ungur fress-
köttur fannst í Laugarnes-
hverfi seint sl. laugardags-
kvöld. Kötturinn er
gulbröndóttur og hvítur,
einstaklega ljúfur og hænd-
ur að fólki. Kötturinn er nú í
Kattholti og geta eigendur
hans vitjað hans þar.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Vetrarorlof –
Ísland –
Bandaríkin
Víkverji skrifar...
ÁSLYSADEILD Landspítalanser mikið að gera um helgar og
leita þangað margir sárir eftir slys
og óhöpp í næturlífinu. Ráðist er á
fólk að tilefnislausu, oft á svívirði-
legan hátt, þungum bjórkrúsum
kastað eitthvað út í loftið svo þær
lenda á höfði bargesta. Fólk á gangi
hefur verið barið án þess að vinna
sér nokkuð til miska. Aðrir lenda í
slagsmálum eða hreinlega detta á
fylleríi og meiða sig. Ástandið á
slysadeildinni um helgar, bæði á
biðstofunni og inni á deild, var orðið
svo slæmt að það þótti mikilvægur
áfangi fyrir um tveimur árum er
lögreglumaður var settur á fastar
vaktir þar til að stemma stigu við
ólátunum sem urðu oft. Þetta eru
eflaust erfiðar vaktir fyrir lögreglu-
mann, enda ekkert grín að tjónka
við æst og meitt fólk, sem er jafnvel
drukkið eða undir áhrifum fíkni-
efna. Sjúklingar hafa ráðist á starfs-
fólk slysadeildarinnar og verið til
stórvandræða. Vitað er að stundum
fylgja vinir sjúklings honum upp á
slysó og veit Víkverji að stundum
þegar komið er beint af djamminu
er dregin upp flaska og slegið upp
partýi á biðstofunni. Hvernig ætli
það sé fyrir foreldra að bíða á bið-
stofunni með slasað barn undir
svona kringumstæðum?
x x x
VÍKVERJI leiddi hugann aðþessum málum þegar hann sat
á veitingahúsi í miðbænum fyrir
skemmstu. Að borði Víkverja kom
drukkinn maður og fór að skipta sér
af fólkinu. Kallaði yfir borðið og við-
hafði leiðindaorðbragð í garð nokk-
urra þeirra sem sátu við borðið.
Honum var vorkunn þessum
drukkna manni. Víkverji hefur
stundum lent í fólki sem þarf af ein-
hverjum ástæðum að vera með leið-
indi. Í raun er svona lagað stór-
hættulegt af þeirri einföldu ástæðu
að maður veit ekki hvað maður
kann að kalla yfir sig. Maður getur
fengið á kjaftinn fyrir að vera með
stæla. Hvað ef þarna við borðið
hefði setið uppstökkur gestur sem
hefði átt slæman dag? Eða hrein-
lega maður sem væri með nokkur
líkamsárásamál á sakaskránni sinni
og líklegur til að beita ofbeldi?
Hvernig vissi sá fulli hvernig fólkið
myndi bregðast við? Skyldu margir
þurfa að leita upp á slysó með brotið
nef og framtönn eftir að hafa abbast
upp á ókunnugt fólk? Vitaskuld er
saknæmt að berja aðra jafnvel þótt
fórnarlambið hafi espað upp árás-
armanninn í einhverjum fávitaskap.
x x x
SKYLDI það hafa verið eitthvað íætt við ofangreinda lýsingu
sem heilbrigðisstarfsmaður nokkur
átti við er hann sagði Víkverja að
sumir sjúklingar, sem kæmu upp á
slysó eftir djammið, ættu að
skammast sín? Þeir hefðu klúðrað
málum sínum svo gjörsamlega að
þeir ættu bara að skammast sín.
Víkverji myndi a.m.k. skammast sín
ef hann kæmi kýldur upp á slysó,
sæti þar við hliðina á sex ára barni
og væri á undan því í biðröðinni.
Með brotið nef og blóðugur niður á
nafla af því hann þurfti endilega að
abbast upp á ókunnugan mann niðri
í bæ. Hann myndi samt kæra, það
er ekki málið. Það hlýtur að vera
auðveldara en maður heldur að
klúðra málum svo maður ætti að
bara að skammast sín.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
GARÐBÆINGUR skrifar
Velvakanda þriðjudaginn
24. september hugleið-
ingar um afbrot og varn-
ir. Hann lýsir yfir áhyggj-
um sínum af innbrotum
og ofbeldi í samfélagi
okkar og kemst að þeirri
niðurstöðu að best sé að
gera sjálfur ráðstafanir
til gæslu sjálfs sín og
eigna.
Um niðurstöðuna er ég
honum fyllilega sammála
en tel að vantraust hans á
því sem hann kallar „flók-
inn rafeindabúnað“ sem
afbrotamenn læri fljótt
að verjast sé að miklu
leyti byggt á misskilningi.
Margra ára reynsla er
af þeim öryggiskerfum
sem almennt eru á
markaðnum í dag fyrir
heimili, fyrirtæki og
stofnanir. Sú reynsla sýn-
ir að með réttri uppsetn-
ingu og réttri umgengni
um kerfin veita þau mjög
góða vernd gegn inn-
brotum og skemmd-
arverkum. Einnig virka
þessi kerfi oftast líka sem
brunaviðvörunarkerfi og
fáum blandast hugur um
mikilvægi þess.
Í viðleitni okkar við að
taka ábyrgð á okkur
sjálfum notum við búnað
sem við vitum og treyst-
um á að hjálpi okkur. Við
spennum bílbeltin þegar
við ferðumst í bíl, við
setjum upp hjálma á vél-
eða reiðhjólum, en notk-
un þessa öryggisbúnaðar
fríar okkur ekki frá
ábyrgðinni sem við þurf-
um að sýna í umferðinni.
Fyrirbyggjandi aðgerð-
ir gegn innbrotum, ná-
grannagæsla og uppsett
öryggiskerfi geta saman
veitt mjög mikla vernd
gegn innbrotum og þjófn-
aði. Leiðbeiningar og góð
ráð má fá hjá lögreglu og
öryggisfyrirtækjum, t.d.
á www.logreglan.is og
www.oryggisnet.is.
Jón Þór Helgason,
jonthor@secnet.is,
sölustjóri
Öryggisnet ehf.,
Lónsbraut 2,
Hafnarfirði.
Áfram um afbrot og varnir