Morgunblaðið - 26.09.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.09.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Evrópski tungumáladagurinn Málþing um málakennslu EVRÓPSKI tungu-máladagurinn erhaldinn hátíðlegur í dag, öðru sinni. Á síðasta ári var Evrópskt tungu- málaár og ákvað Evrópu- ráðið að hér eftir skyldi 26. september ár hvert vera sérstaklega helgaður evr- ópskum tungumálum. Í tilefni dagsins efnir menntamálaráðuneytið til málþings á Grand hóteli, en Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungumálum var falið að annast undirbúning og framkvæmd þingsins. Stofnunin, sem áður hét Stofnun í erlendum tungu- málum við Háskóla Ís- lands, fékk nýtt heiti í október í fyrra, þegar Há- skólinn ákvað að heiðra forsetann fyrrverandi fyrir störf hennar í þágu tungumála. – Hvert er efni málþingsins? „Málþingið ber yfirskriftina Straumar og stefnur í kennslu er- lendra tungumála á Íslandi,“ segir Guðný Guðlaugsdóttir. „Dagskrá- in hefst kl. 14 með ávarpi mennta- málaráðherra, sem var sjálfur tungumálakennari um árabil, en að því loknu verða nokkur málefni tekin fyrir. Hjálmar Sveinsson ætlar að kynna niðurstöður könn- unar, sem menntamálaráðuneytið lét vinna á síðasta ári um viðhorf til tungumálakennslu. Þá verður fjallað um viðhorf stjórnenda fyr- irtækja til tungumála og tungu- málakunnáttu. Þar verða þrír fyr- irlesarar, Frosti Bergsson, for- stjóri Opinna kerfa, Anna Gunn- hildur Sverrisdóttir, rekstrar- stjóri Bláa lónsins, og Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri ut- anlandssviðs Eimskips. Þriðji þáttur málþingsins ber yfirskriftina Ungt fólk með tungu- málakunnáttu í farteskinu. Fyrir- lesarar eru Sigríður Ásthildur Andersen, lögfræðingur hjá Verslunarráði Íslands, Björgvin Þór Björgvinsson, meistaranemi í sjávarútvegsfræðum og Katrín Þórðardóttir, starfsmaður sendi- ráðs Kanada hér á landi. Síðasti dagskrárliðurinn fjallar um kosti og galla námsskráa í er- lendum tungumálum. Fyrirlesar- ar eru Guðmundur Helgason, enskukennari í Langholtsskóla, Valgerður Bragadóttir, þýsku- kennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, kennsluráðgjafi á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, og Margrét Helga Hjartardóttir, frönskukennari við Kvennaskól- ann. Að fyrirlestrum loknum verða almennar umræður sem Hólm- fríður Garðarsdóttir formaður STÍL, Samtaka tungumálakenn- ara á Íslandi, stýrir.“ – Er málþingið öllum opið? „Já, það er öllum opið á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Við gerum ráð fyrir að málþingið standi frá kl. 14 til 17.30.“ – Er Evrópski tungumáladagurinn haldinn hátíðlegur um alla Evrópu? „Já, þegar hann var haldinn í fyrsta sinn á síðasta ári tóku 45 þjóðir þátt í verkefninu og héldu á lofti fjölbreytni tungumála og kostum þess að geta talað erlend tungumál.“ – Hvað er annars á döfinni hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadótt- ur? „Á næstunni kynnum við dag- skrá vetrarins, en stofnunin skipu- leggur fyrirlestra, ráðstefnur og málstofur, þar sem innlendir og erlendir fyrirlesarar fjalla um efni sem tengjast erlendum tungumál- um og menningarfræði. Í nóvem- ber fara frú Vigdís Finnbogadóttir og Auður Hauksdóttir forstöðu- maður stofnunarinnar til Japans, en tilgangurinn er að kynna stofn- unina og efna til tengsla við há- skóla þar. Háskóli Íslands hefur nýlega gert samstarfssamning við Waseda-háskólann, sem er einn virtasti háskóli Japans og þær munu meðal annars heimsækja þann skóla. Þetta er fyrsta kynn- isferðin til útlanda, en fyrirhugað er að kynna stofnunina á þeim málsvæðum er tengjast þeim er- lendu tungumálum sem kennd eru við Háskóla Íslands. Stofnunin vinnur líka að því að afla fjármagns til starfseminnar og hefur leitað til fyrirtækja á Ís- landi. Við höfum fengið ágætan stuðning, sem við erum afar þakk- lát fyrir, en betur má ef duga skal. Hér á landi ríkir almennur skiln- ingur á nauðsyn þess að vera vel að sér í erlendum tungumálum. Það getur skipt sköpum í þeirri hnattvæðingu sem nú ríkir. Góð tungumálakunnátta og læsi á menningu annarra þjóða er lykill- inn að árangri í alþjóðaviðskipt- um. Dagskrá málþingsins í dag fjallar einmitt um mikilvægi tungumálakunnáttu fyrir einstak- linginn, menningu okkar og síðast en ekki síst fyrir at- vinnulífið. Fyrirtæki fjárfesta í auknum mæli í mannauði og þar með talið er fólk með góða tungumálakunn- áttu, sem er læst á menningu ann- arra þjóða. Í þessu sambandi vil ég nefna að Myako Þórðarson, prestur heyrnarlausra, heldur fyr- irlestur í vetur m.a. um hin óorð- uðu samskipti og líkamstjáningu, sem eru svo mikilvæg í Japan og útlendingar átta sig oft ekki á. Það er mikilvægt að kunna skil á um- gengnisreglum, rétt eins og reglum tungumálsins.“ Guðný Guðlaugsdóttir  Guðný Guðlaugsdóttir fæddist í Reykjavík 22. maí 1974. Hún lauk B.Ed.-prófi frá Kennarahá- skóla Íslands árið 1998, hélt svo til Sviss og lauk MBA-prófi frá City University í Zürich. Í Zürich fékkst hún við kennslu og starf- aði hjá markaðsrannsóknarfyrir- tæki. Frá júlí sl. hefur hún verið verkefnastjóri hjá Stofnun Vig- dísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Guðný er gift Andra Stefánssyni, sem er að ljúka doktorsnámi við ETH- háskólann í Sviss og starfar hjá Raunvísindastofnun HÍ. Þau eru búsett á Kjalarnesi. Skilja nauð- syn tungu- málakunnáttu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.