Morgunblaðið - 29.09.2002, Page 12
FRÉTTIR
12 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
bankastarfið ekki undir væntingum af einhverj-
um ástæðum eða leiddist þér í starfi?
Nei, ekkert af þessu sem þú telur upp varð
þess valdandi að ég ákvað að breyta til. Í raun
og veru bærist í mér svipuð hugsun núna og
þegar ég hætti sem ráðherra, þótt um gjör-
ólíkar aðstæður sé að ræða. Tíminn hér í Seðla-
bankanum hefur verið mjög skemmtilegur. Ég
þekkti nokkuð til bankans þegar ég kom hér inn
á sínum tíma, hafði verið yfirmaður bankans
sem viðskiptaráðherra. Þetta hefur verið mjög
lærdómsríkur tími og ég tel mig koma hér út úr
þessu starfi sem sterkari og betri einstaklingur.
Hér hef ég verið í samskiptum við afbragðsgott
starfsfólk og einstaklega ljúfa og þægilega sam-
starfsmenn. Ég held að það sé leitun að jafn
sterku og öflugu liði starfsmanna og hér er. Aft-
ur á móti er Seðlabankinn í eðli sínu mjög
íhaldssöm stofnun. Það er ekki sagt í niðrandi
merkingu heldur fyrst og fremst vegna þess að
hann á að vera það. Seðlabanka ber að vera
stofnun þar sem menn geta treyst því að verk
séu unnin af fagmennsku, nákvæmni og af mik-
illi yfirvegun, þannig að það sé ekki verið að
taka skyndiákvarðanir sem breytast með fyr-
irvaralausum hætti eða líta út fyrir að vera ekki
gerðar að yfirlögðu ráði.
Þegar ég segi að ég hverfi með svipaða hugs-
un héðan og þegar ég lét af störfum sem ráð-
herra á ég við að ég kveð skemmtilegt starf og
er ekki enn orðinn það gamall og lúinn að ég
hafi ekki starfsþrek til að takast á við ný verk-
efni. Ég taldi mig vera á góðum aldri til að
breyta til fyrir tæpum þremur árum, fara úr
pólitíkinni og hingað inn, og tel mig nú vera
einnig í stakk búinn til að breyta til. Ég hef alla
tíð haft mikinn áhuga á viðskiptalífinu sem
slíku. Byrjaði starfsferil minn í viðskiptalífinu
og fannst það vera afskaplega skemmtilegt.
Þegar mér bauðst starf sem forstjóri VÍS leit ég
á það sem áskorun. VÍS er mjög traust, öflugt,
sterkt og vel rekið tryggingafélag og ég hlakka
til að takast þar á við krefjandi verkefni.
Ég er þeirrar skoðunar að menn eigi að
breyta tiltölulega oft um starfsvettvang á
starfsævinni. Menn geta líka króast inni í til-
teknum störfum og ekki komist út. Það vakti
ekki síst fyrir mér að komast hjá því. Ég vildi
ekki lokast inni í pólitíkinni og eiga enga út-
gönguleið. Ég vildi heldur ekki lokast inni hér í
Seðlabankanum. Það gafst færi og ég ákvað að
nýta mér það.
Þegar þú lést af ráðherraembætti fyrir tæp-
um þremur árum ræddirðu um hvað stjórn-
málin hefðu breyst. Væru orðin óvægnari og
árásir beindust meira að einstaklingum sem
persónum. Nú hefur þú verið áhorfandi að póli-
tíkinni síðastliðin ár. Finnst þér það sama eiga
við?
Já, mér finnst það sama eiga við. Þetta var
ekki skyndiákvörðun hjá mér á sínum tíma að
yfirgefa stjórnmálin. Ég horfði á þetta og spurði
mig hvort ég væri tilbúinn til þess að vera allt
mitt líf í þessari orrahríð sem stjórnmálin eru
og gerði upp við mig að svo væri ekki. Nú geta
menn spurt hvort ég sé ekki að gera það sama,
fara inn í orrahríð viðskiptalífsins. Jú, en það er
bara ekki það sama. Þú ert með þátttöku í
stjórnmálum opinber persóna. Þú ert ekki sjálfs
þín herra. Það er mikill misskilningur að halda
að þeir sem taka þátt í stjórnmálum séu sjálfs
sín herra og geti ráðið öllu sem þeir vilja ráða.
Þú ert þjónn og þræll kjósandans hverju sinni. Í
engu starfi hef ég haft jafnlítið með sjálfan mig
að gera og á meðan ég var ráðherra.
En þetta var skemmtilegur tími og ég sé ekki
eftir honum.
Þrátt fyrir að þú hafir horfið af sviði stjórn-
málanna hefurðu ekki horfið úr umræðunni
þegar rætt er um skipan forystusveitar Fram-
sóknarflokksins í framtíðinni. Nú nefndir þú
sjálfur hér áðan að menn ættu að skipta oft um
starfsvettvang. Gætirðu hugsað þér að snúa aft-
ur inn í stjórnmálin og gæti þessi nýi vett-
vangur hugsanlega auðveldað slíka innkomu?
Þegar ég fór út úr pólitíkinni hætti ég af-
skiptum af pólitík og helgaði mig mínu starfi.
Auðvitað voru nokkur verk sem ég var beðinn
að fara í, svo sem að leiða þessar álviðræður,
sem er auðvitað pólitískt starf. Ég hef tekið að
mér þau verk sem ég hef verið beðinn um svo
fremi sem þau hafa ekki rekist á það sem ég er
að gera í bankanum. Þegar ég kom hér í bank-
ann var ég ekki að hugsa um að fara í eitthvert
annað starf heldur fyrst og fremst einbeita mér
að verkum mínum hér. Svo hafa hlutirnir æxlast
og þróast með þeim hætti að ég er að yfirgefa
Seðlabankann og taka að mér nýtt starf. Þegar
ég stend á þessum tímamótum er ég ekki að
hugsa um að fara í annað starf heldur einbeita
mér af krafti og dugnaði í að sinna nýju starfi.
Það þýðir þó ekki að þetta þurfi að vera einhver
endastöð hjá mér. Ég gæti viljað breyta aftur til
eða það gæti gerst að þeir sem eiga fyrirtækið
telja mig ekki vera rétta manninn til að leiða
fyrirtækið um ókomna framtíð. En þegar ég
segi þetta er ég ekki að segja það að ég ætli að
fara aftur í pólitík. Lífið er bara þannig að það
ræður enginn sínum næturstað.
sts@mbl.is
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson var kjörinn
formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á
17. landsþingi sambandsins sem lauk á Ak-
ureyri á föstudag.
Smári Geirsson formaður kjörnefndar gerði
á fundinum grein fyrir tillögu nefndarinnar
varðandi kjör stjórnar, fulltrúaráðs, launa-
nefndar sveitarfélaga og skoðunarmanna og
gat þess að annar háttur hefði verið hafður á
miðað við fyrri kjör. Undirbúningur hefði ver-
ið vandaður og tillit tekið til fjölmarga þátt,
s.s. úrslita sveitarstjórnakosninga, kyns og
svæða innan kjördæma svo dæmi séu tekin.
Í stjórninni eiga sæti 5 sjálfstæðismenn, 3
framsóknarmenn, 2 úr Samfylkingu og einn
frá vinstrigrænum, en fulltrúarnir eru, auk
Vilhjálms, Árni Þór Sigurðsson og Steinunn
Valdís Óskarsdóttir, Reykjavík, Ragnheiður
Ríkharðsdóttir og Sigrún Jónsdóttir, Suðvest-
urkjördæmi, Óli Jón Gunnarsson, Lárus
G.Valdimarsson, Kristján Þór Júlíusson og
Björn Hafþór Guðmundsson, Norðausturkjör-
dæmi, Björk Guðjónsdóttir og Árni Magnús-
son, Suðurkjördæmi.
Endurspeglar ekki
hið pólitíska landslag
Einar Sveinbjörnsson, Framsóknarflokki,
Garðabæ, sagði að niðurstaða kjörnefndar
væri því miður ekki öllum að skapi og vildi að
skýrt kæmist til skila að framsóknarmenn
væru ekki alls kostar ánægðir með tillögu
nefndarinnar. Hann sagði tillöguna ekki
spegla hið pólitíska landslag á Íslandi og óeðli-
legt væri að Sjálfstæðisflokkur fengi 5 fulltrúa
auk formanns í stjórn sambandsins. Þá ættu
fámenn sveitarfélög engan fulltrúa í stjórn-
inni.
Smári sagði að þótt fulltrúar í stjórn kæmu
frá stórum sveitarfélögum yrðu þeir engu að
síður að gæta hagsmuna minni sveitarfélag-
anna og til þeirra væru gerðar þær kröfur.
Hef notið hvers dags í starfi
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sem endurkjör-
inn var formaður Sambands íslenskra sveitar-
félaga þakkaði traustið og sagði starfið hafa
fært sér ánægju, „ég hef notið hvers dags í
starfi fyrir sambandið,“ sagði hann. Kvaðst
hann ávallt hafa lagt á það áherslu að hlutverk
þess væri að gæta hagsmuna allra sveitarfé-
laga í landinu. „Þannig hefur stjórnin starfað
og mun gera áfram, því megið þið treysta,“
sagði Vilhjálmur. Hörð pólitík réði ekki ferð-
inni í stjórn sambandsins, heldur hefðu menn
hagsmuni sveitarfélaganna í landinu að leið-
arljósi.
Hann sagði nýafstaðið landsþing marka
tímamót að vissu leyti, en á því hefðu verið sett
fram og samþykkt meginmarkmið þess til
næstu ára ásamt þeim leiðum sem best þykja
færar til að ná þeim markmiðum. „Ég er bjart-
sýnn á að okkur takist að hrinda þessum áætl-
unum okkar í framkvæmd,“ sagði Vilhjálmur
og bætti við að hann væri einkar ánægður með
hversu störf þingsins hefðu gengið vel.
Góður undirbúningur
skilaði góðu þingi
Þær Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri
Grýtubakkahrepps, og Svanhildur Árnadóttir,
bæjarfulltrúi í Dalvíkurbyggð, kváðust
ánægðar með landsþingið. „Fundarstörfin
gengu mjög vel, það var mjög vel unnið í
nefndum og það skilaði árangri,“ sagði Guðný.
„Þetta var nýtt vinnulag og það hafði verið
vandað mjög til undirbúnings,“ sagði Svan-
hildur.
Á þinginu var samþykkt að leggja niður full-
trúaráð sambandsins og efna þess í stað til
þings árlega. Þær Guðný og Svanhildur voru
sammála um að sú breyting yrði til góða.
„Menn eru að vinna hér með hagsæld sveit-
arfélaganna í huga, ekki á pólitískum nótum,“
sagði Svanhildur. Guðný sagði dálítið slæmt að
nú væri enginn fulltrúi í stjórn sambandsins
frá fámennum sveitarfélögum. „Það skiptir
miklu máli að þessar raddir heyrist.“
Mikil eining ánægjuefni
„Þetta var mjög gott þing, vel skipulagt og
umræður í nefndum voru mjög markvissar og
góðar,“ sagði Smári Geirsson, bæjarfulltrúi í
Fjarðabyggð. „Það sem mér finnst ánægjuleg-
ast er hversu mikil eining hefur verið hér á
þinginu,“ sagði hann og vísaði m.a. til at-
kvæðagreiðslna í því sambandi sem og kjörs í
stjórn og fulltrúaráð. „Ég held að þetta þing
hafi styrkt sambandið og menn fara tiltölulega
sáttir heim. Það er mjög mikilvægt,“ sagði
Smári.
Sveitarstjórnarstigið að eflast og
menn vilja styrkja sambandið
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði,
sagði þingið hafa verið starfsamt og gott enda
hefði mjög verið vandað til undirbúnings þess.
„Það var farið yfir mál sem lúta að sam-
skiptum ríkis og sveitarfélaga og eins framtíð-
arsýn sambandsins. Ég held að það sé ljóst að
menn vilja efla það og byggja upp og setja
undir það styrkari stoðir. Enda er sveitar-
stjórnarstigið að eflast og styrkjast og fjöl-
mörg verkefni sem bíða. Menn eru að gera sig
klára í þá baráttu,“ sagði Lúðvík.
Hann sagði þó ljóst að undir niðri hefði
kraumað togstreita varðandi á hvern hátt
valdahlutföll ættu að vera á þinginu. Ekki
hefði fullur einhugur verið um afgreiðslu í
stjórn þótt hún hefði verið samþykkt. Sjálfur
hefði hann viljað sjá aðra niðurstöðu en varð.
Lúðvík sagði umræður um verkefni sem
bíða úrlausnar hafa verið góðar og skýrt hefði
komið fram að sveitarfélögin kalli eftir skarp-
ari skilum milli sveitarfélaganna og ríkisins
hvað þessi verkefni varðar.
Fullur vilji væri meðal sveitarstjórnar-
manna að fá heilsugæsluna yfir til sveitarfé-
laganna sem og þjónustu við aldraða og fatlaða
og gengið yrði frá samningum við ríkið vegna
þeirra. Víða væri líka vilji til þess að sveit-
arfélögin tækju að sér löggæsluna, en aðstæð-
ur þeirra til þess væru mismunandi. Stærri
sveitarfélögin ættu auðveldara með að taka við
löggæslunni en þau minni, en hægt væri að
hugsa sér að þau stóru gerðu svo aftur þjón-
ustusamninga við minni sveitarfélögin.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson endurkjörinn formaður Sambands sveitarfélaga
Sveitarstjórnarstigið
hefur verið að eflast
Einar Sveinbjörns-
son Garðabæ.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði t.h., ræðir við tvo sveitunga sína úr Hafnarfirði,
sem báðir starfa að sveitarstjórnarmálum annars staðar á landinu, Sveinbjörn Eyjólfsson,
oddvita í Borgarfjarðarsveit t.v., og Tryggva Harðarson, bæjarstjóra á Seyðisfirði.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ræðir við Jakob Björnsson og Kristján
Þór Júlíusson, bæjarfulltrúa á Akureyri.
Morgunblaðið/Kristján
Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, og Svanhildur
Árnadóttir, bæjarfulltrúi í Dalvíkurbyggð, voru meðal fulltrúa.
Smári Geirsson
Fjarðabyggð.