Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Blakvertíðin hefst í kvöld í Kópavogi og á Akranesi/C3 Haukur Ingi Guðnason fer til Kärnten í Austurríki/C1 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 8 SÍÐUR  Áberandi appelsínugult/B1  Þegar mamma fékk brjóstakrabbamein/B2  Nói trúður/B3  Sérstakt fólk/B4  Nýtt bros?/B6  Eldað með Nigellu/B6  Auðlesið efni/B8 Sérblöð í dag LEIGUVERÐ íbúða í eigu Fé- lagsbústaða hf. verður jafnað 1. des- ember næstkomandi, sem felur í sér að sumar íbúðir munu lækka og aðr- ar hækka umtalsvert. Fyrir mars á næsta ári mun leiguverð allra íbúð- anna síðan hækka um 12% vegna vaxtahækkana. Tillaga um þessar breytingar var samþykkt í félags- málaráði Reykjavíkurborgar á fimmtudag. Samhliða breytingunum veitir félagsmálaráð Félagsþjónust- unni heimild til að skoða aðstæður þeirra sem breytingarnar bitna verst á og mæta þörfum þeirra tímabundið. „Breytingin á leiguverðinu verður vegna þess að nú er verið að tengja það fasteignamati í stað kaupverðs áður og leiga um 500 íbúða af 1.400 í eigu Félagsbústaða lækkar,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, formaður fé- lagsmálaráðs Reykjavíkurborgar. „Þetta eru þær íbúðir sem við höf- um verið að kaupa á síðustu árum eftir að fasteignaverð hækkaði mjög mikið, oft stórar íbúðir sem nýtast barnmörgum fjölskyldum.“ Björk segir að þar sem leiguverð hafi hingað til verið tengt kaupverði hafi leiguverð íbúða sem keyptar hafa verið undanfarin ár verið óvenjulega hátt miðað við þeirra sem Félagsbústaðir áttu fyrir. „Við höfum dæmi um alveg samskonar íbúðir, jafnvel í sama stigagangi, á mjög mismunandi verði. Það hefur verið jafnvel 20 þúsund króna mun- ur á leiguverðinu vegna þess að önn- ur íbúðin var keypt áður en fast- eignaverð tók að hækka verulega. Núna verður þetta verð jafnað.“ Leiga hækkar hjá þeim verst settu Í desember leggst auk þess 12% hækkun vegna vaxtahækkana Íbúð- arlánasjóðs á þær íbúðir sem lækka við jöfnunina en á þær sem hækka í mars á næsta ári. „Þrátt fyrir að 12% hækkun verði lögð á íbúðirnar eru margar sem verða fyrir raun- lækkun þegar þessar breytingar eru allar um garð gengnar,“ segir Björk. Leiguverð um 900 íbúða mun hækka við jöfnunina og auk þess um 12% vegna vaxtahækkana í mars nk. eins og fyrr segir. „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum að hækka leigu á þeim hópum sem hafa verið verst settir í samfélaginu,“ segir Björk. „Reyndar hefur leigan verið óeðlilega lág, hún hefur verið allt niður í 7.500 á tveggja herbergja íbúð, vegna þess að þetta eru gaml- ar íbúðir sem hafa ekki hækkað í neinu samræmi við fasteignaverð.“ Leiguverð á 3ja herbergja íbúð hjá Félagsbústöðum er í dag allt frá 9.874 krónum og upp í 59.825 krón- ur. Lægsta verð á tveggja herbergja íbúðum er 7.266 og það hæsta 60.899 krónur. Með jöfnun leigu verða leigutekjur Félagsbústaða hf. þær sömu, en leiguverð tekur alfarið mið af kostnaði við rekstur íbúðanna að teknu tilliti til niðurgreiðslu borg- arinnar, segir í fréttatilkynningu frá félagsmálaráði. Samþykkt í félagsmálaráði að jafna leiguverð íbúða Félagsbústaða Leiga um 900 íbúða hækkar Árs fangelsi fyrir að beita konu sína ofbeldi RÚMLEGA fertugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, fyrir alvarlega líkamsárás gegn þáver- andi eiginkonu sinni á heimili þeirra. Ákærði var jafnframt dæmdur til að greiða henni 433 þús- und krónur í skaðabætur. Dómurinn taldi að ákærði ætti sér ekki neinar málsbætur. Hefði hann verið ósamvinnuþýður við meðferð málsins fyrir dómi og ekki reynt að skýra hegðun sína. Var hann sakfelldur fyrir alvarlega lík- amsárás, með því að berja ítrekað í höfuð konu sinnar og með því að taka ítrekað um háls hennar. Taldi dómurinn að hann hefði með því vakið með henni ótta um líf sitt og heilsu. Dómurinn var fjölskipaður og dæmdu málið Hjördís Hákonardótt- ir dómsformaður og héraðsdómar- arnir Eggert Óskarsson og Helgi I. Jónsson. Verjandi ákærða var Brynjar Níelsson hrl. Málið sótti Elín Vigdís Hallvarðsdóttir fyrir lögreglustjórann í Reykjavík. STÓRVIRKAR vinnuvélar unnu í gær við að rífa gamla Stjörnubíó við Laugaveg. Í lok febrúar á þessu ári lögðust kvikmyndasýningar af í bíóinu en þá hafði kvikmynda- rekstur verið þar í rúma hálfa öld. Að sögn Stefáns Haraldssonar, framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, er ráðgert að rífa fasteignirnar nr. 86b, 92 og 94 við Laugaveg og stefnt að því að ljúka við bráða- birgðabílastæði á lóðinni fyrir 1. desember nk. eða áður en jóla- verslun hefst. Til stendur að færa húseignina nr. 86. Borgarráð samþykkti í júlí kaup- tilboð sem nær til umræddra fast- eigna og var kaupverðið 140 millj- ónir. Að sögn Stefáns eru hug- myndir uppi um að gera bíla- kjallara og hugsanlega að tengja hann við þjónustu- og verslunar- húsnæði á lóðinni. Morgunblaðið/Þorkell Stjörnu- bíó rifið PERSÓNUVERND hefur svarað bréfi sem stofnuninni barst frá Ís- lenskri erfðagreiningu 14. október sl. þar sem ÍE gagnrýnir hvernig staðið sé að öryggisúttekt á miðlæg- um gagnagrunni á heilbrigðissviði. Í bréfi Persónuverndar segir m.a. að úttekt á öryggi gagnagrunns á heilbrigðissviði sé ólokið þrátt fyrir að afhendingaráætlun á hlutum kerf- isins hafi verið útbúin þrisvar og ítrekað hafi verið reynt að hefja formlega úttekt. Meginástæðan sé sú að ÍE hafi ávallt óskað eftir að breyta hönnun gagnagrunnsins þeg- ar úttekt hafi verið hafin. Það hafi haft í för með sér að breyta hafi þurft öryggisskilmálum gagnagrunnsins og ekki þurfi að koma á óvart að það taki nokkurn tíma þegar um jafn- flókið kerfi sé að ræða. Rakin eru samskipti ÍE og Per- sónuverndar í bréfinu og að ÍE hafi fyrst í nóvember 2000 óskað eftir að gerðar yrðu breytingar á öryggis- skilmálum gagnagrunnsins en síðast í lok febrúar á þessu ári. Í bréfinu segir að Persónuvernd muni eftir sem áður vinna faglega og ötullega að því að ljúka úttektinni. Til að svo megi verða þurfi ÍE að taka ákvörðun um endanlega hönn- un gagnagrunnsins þannig að hægt sé að ganga frá öryggisskilmálum og ráðast af krafti í úttektina sjálfa. Í bréfinu segir að hingað til hafi engar tafir orðið á úttektinni vegna þess að beðið hafi verið eftir umsögn Per- sónuverndar og ráðgjafa hennar á einstökum hlutum af úttektargögn- um ÍE og að engar slíkar tafir séu fyrirsjáanlegar. Þá segir jafnframt að í bréfi ÍE til Persónuverndar sé óskað eftir því að stofnunin svari því hvort úrvinnslu- kerfi, þ.e. kerfi sem tengir saman upplýsingar úr gagnagrunni ÍE og notendaviðmót, og kynnt var í febr- úar á þessu ári, fullnægi kröfum stofnunarinnar. Leggur Persónu- vernd til að haldinn verði fundur með sérfræðingum ÍE nk. mánudag þar sem farið verði yfir hvaða viðbót- arupplýsingar stofnunina vanti og með hvaða hætti hluti upplýsinganna þurfi að berast. Persónuvernd svarar ásökunum ÍE vegna öryggisúttektar gagnagrunnsins ÍE óskaði ítrekað eftir að breyta hönnuninni OCEAN Future-samtökin og norsk stjórnvöld ákváðu í vik- unni að háhyrningurinn Keikó fengi vetrardvalarstað í Taknes- bugta í Skálavíkurfirði í vetur, skammt frá þeim stað þar sem hann hefur haldið sig undan- farnar vikur. Skálavíkurfjörð leggur á vetrum og því þurfti að flytja Keikó á hlýrri stað. Í Taknesbugta er ákjósanleg aðstaða til þjálfunar Keikós og fóðrunar, en fljótlega á næsta ári verður haldið áfram mark- visst með að beina honum inn á braut sjálfstæðis í villtri nátt- úru. Keikó er við góða heilsu eft- ir kvef sem hann fékk fljótlega eftir sundið frá Íslandi til Nor- egs fyrir nokkrum vikum. Keikó með fastan samastað ♦ ♦ ♦ Norskur sjó- maður fluttur á sjúkrahús DÖNSK varðskipsþyrla flutti norskan sjómann, sem slasast hafði á togara á veiðum í grænlensku lög- sögunni, til Reykjavíkur í gærmorg- un. Þyrlan lenti með sjúklinginn við flugskýli Landhelgisgæslunnar en þaðan var hann fluttur með sjúkra- bifreið á Landspítalann. Sjómaður- inn mun hafa slasast á hálsi og öxl, en var með meðvitund og í stöðugu ástandi þegar þyrlan kom með hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.